Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1983 5 Skozka alþjóöarallið: Hafsteinn og Birgir gefa hlut sinn hvergi Frá Gunnlaugi Högnvaldssyni, TréUamanni Mbl. í Skotlandi, 13. júní. STIG BLOMQUIST á Audi Quatro hafði forystu í skozka alþjóðarallinu með 208,58 mínútur í refsistig. McGray á Opel Ascona var annar með 212,56 mín. í refsistig og þriðji erRussel Brooks með 214,56 mín. í refsistig. íslendingarnir Birgir Viðar Halldórsson og Hafsteinn Hauksson eru í 13. sæti með 236,00 mín. í refsistig. Þegar þetta er skrifað hvflast kapparnir, 17 leiðir eru eftir, og lýkur rallinu um miðjan dag á þriðjudag. Þórður Þor- steinsson á Sæbóli látinn ÞÓRÐUR Þorsteinsson fyrrver- andi hreppstjóri í Kópavogi lést laugardaginn 11. júní á Borgarspít- alanum á áttugasta og öðru aldurs- ári. Þórður var fæddur 29. mars 1902 í Vigri á ísafjarðardjúpi, sonur Þorsteins ólafssonar vinnumanns þar og síðar sjó- manns og Jensínu Guðmunds- dóttur. Hann lauk fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1927. Stundaði sjó- mennsku í allmörg ár meðal ann- ars sem formaður á áraskipi og háseti, stýrimaður og skipstjóri á vélbátum, en varð að hætta sjó- mennsku vegna veikinda 1930. Fluttist til Reykjavíkur 1929 og stundaði þar ýmis störf, þar til hann fluttist til Kópavogs og reisti nýbýlið Sæból 1936, þar sem hann bjó síðan og stundaði garðyrkju og rak blómaverslun. Hann var hreppstjóri Kópa- vogshrepps 1948—’55 og átti lengi sæti i hreppsnefnd. Eftirlifandi kona hans er Helga Sveinsdóttir frá Lamba- vatni, V-Barðastrandarsýslu. í samtali við blaðamann sögð- ust þeir Hafsteinn og Birgir hugsa um það fyrst og fremst að keyra af öryggi og ekki að taka mikla áhættu. Þeir sögðust þó gera sér vonir um að geta unnið sig upp um 2—3 sæti á síðustu leiðunum. Að rallinu hálfnuðu voru ís- lenzku ökumennirnir greinilega útkeyrðir, en þá höfðu þeir ekið vítt og breitt um Skotland í þess- ari alþjóðlegu keppni. Eftir að hafa lagt að baki 25 klukku- stunda akstur á jafn mörgum sérleiðum var heldur ekki nema von að þeir félagar væru orðnir þreyttir. Rallið hófst klukkan 17 á laugardag og var byrjað í hjarta Glasgow, George Square. Stig Blomquist var ræstur fyrst- ur og tók hann fljótlega forystu. Hafsteinn og Birgir eru í 13. sæti eins og áður sagði, en um 40 keppendur eru eftir af 75 bílum, sem hófu leikinn. Eðlilega háir það íslendingunum að þeir þekkja ekki leiðirnar eins og aðr- ir ökumenn, sem þátt taka í keppninni, og sumir geta reyndar ekið með bundið fyrir augu. „Það var stórgóð tillfinning að fara úr rásmarkinu," sögðu Haf- steinn og Birgir, en þúsundir manna komu til að sjá keppnis- bílana leggja upp. „Fyrsta leiðin var á malbiki, ekki beint uppá- haldið," sagði Hafsteinn, en sú leið var um nokkur konar „Hljóm skálagarð" Glasgowbúa. „Við ókum leiðina þó á malardekkjun- um okkar og þetta gekk bara ágætlega. Síðan hefur ýmislegt komið upp á, en við erum ánægð- ir með heildina," sögðu þeir fé- lagar og Birgir bætti því við, að hann væri að finna sig. Haf- steinn og Birgir eiga í harðri keppni við Alec Cannon á Sun- beam um titilinn „bezti ökumað- ur í skozka rallinu í fyrsta skipti." Þeir voru fyrir framan hann lengi vel, en misstu Cannon síðan fram fyrir sig er þeir þurftu að láta skipta um gír- kassa á bílnum. Mánudagurinn byrjaði reynd- ar ekki lánlega fyrir Hafstein og Birgi því bíll þeirra neitaði að fara í gang. Eftir margar mis- heppnaðar tilraunir var reynt að hafa upp á viðgerðarþjónustu til að fá gert við startarann, en hún fannst ekki. Loksins var hópur manna fenginn til að ýta bílnum í gang og tókst það að lokum. Þeir töpuðu engum tíma á þessu „hjartastoppandi" atviki, en voru ræstir númer 20 í stað 14 eins og þeir áttu að verða. Mikið rigndi í Skotlandi í gter og því eins gott að skýla sér undir regnhlíf er hlé var gert á keppninni á milli leióa. Fjöldi af áhorfendum, blaðamönnum og fréttamönnum útvarps og sjónvarps voru viðstaddir er rallið hófst. Hér leggja Hafsteinn og Birgir upp frá George Square í miðborg Glasgow. MoreunbUðiA G.R. FERÐAMIÐSTÖÐIN hefur sérhæft sig í þeirri þjón- ustu að skipuleggja einstaklings eða hópferðir á vörusýn- ingar út um allan heim. FERÐAMIÐSTÖÐIN gefur út tvisvar á ári skrá þar sem er að finna allar helstu vörusýn- ingar og kaupstefnur sem haldnar eru Nú er komin út skrá fyrir seinni hluta þessa árs. Sem fyrr er fjölbreytnin mikil og upplýsingar gefnar um HVAR: land og borg (staðsetning) HVENÆR: dag- setning og dagafjöldi HVERNIG: eftir að þú hefur fengið áhuga á ákveðinni sýningu eða kaupstefnu hef- urðu samband og lætur reikna út fyrir þig hagkvæman ferðamáta og gistingu. HRINGDU128133 FERÐAMIÐSTÖÐIN sendir þér að kostnaðarlausu skrá yffir 150 vörusýningar. ? IMD miðStödin AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.