Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 132. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þaut út úr sólkerfinu Mountain View, Kaliforníu, 13. júnf. AP. Gervihnötturinn „Pioneer 10“ þaut út úr sólkerfi jarðar á mánu- dag og er hann fyrsti smíðisgripur manna, sem flýgur fram hjá fjar- lægustu reikistjörnum sólkerfis- ins. Fór hnötturinn fram hjá Nept- únusi á hádegi á nær fimmtíu þús- und kflómetra hraða, en vegna egglaga brautar reikistjörnunnar Plútó, sem yfirleitt er fjærst jörðu, verður Neptúnus yztur næstu sex- tíu árin. Atburðurinn olli miklum fögnuði vísindamanna í geim- rannsóknastöðinni í Mountain View í Kaliforníu. „Þetta er líkt og þegar Kólumbus uppgötvaði nýja heiminn," sagði einn þeirra. Gervihnötturinn, sem er 258 kíló að þyngd, hefur innan- borðs gylltan skjöld með skila- boðum til annarra þegna al- heimsins, sem kynnu að hitta ferðalanginn. „Pioneer 10“ hefur verið á ferð sinni síðan honum var skotið á loft 3. mars 1972 og hefur oft komizt i hann krapp- an. Sigldi hann m.a. gegnum hnullungabelti við Mars og rammgeislavirk svæði við Júpít- er og var talið líklegt að hvort tveggja myndi eyðileggja hnött- inn. „Pioneer" lét þó hvorugt á sig fá og heldur ótrauður til móts við eilífðina. Ber fréttaskýrendum saman um að Neil Kinnock sé líklegastur þremenningana, en hann er fjörtíu og eins árs að aldri og hef- ur þegar tryggt sér stuðning stærstu verkalýðsfélaga í Bret- landi. (Sji nánar um Bretland bls. 18.) víkja Lundúnum, 13. júní. AP. LEIÐTOGI brezka Jafnaðarmanna- flokksins, Roy Jenkins, sagði af sér á mánudag eftir að stórsigur íhalds- flokksins gerði að engu vonir hans um að breyta farvegi brezkra stjórn- mála. Jenkins var annar leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem sagði af sér á einum sólarhring, en Michael Foot, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði áður tilkynnt að hann myndi víkja í október næstkomandi. Hinn sigursæli leiðtogi íhalds- flokksins og forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, lauk hins vegar á mánudag upp- stokkun á ráðherraembættum í stjórn sinni. Vekur mesta athygli að Francis Pym hefur verið látinn víkja úr stöðu utanríkisráðherra fyrir Sir Geoffrey Howe, sem áður var fjármálaráðherra, en Nigel Lawson tekur við embætti fjár- málaráðherra. Einnig hækkaði Sjaldséð faðmlög á Korsíku Korsíka. 13. júní. AP. 0 Frakklandsforseta, Francois Mitterand, var fagnað í Ajaccio á Korsíku í dag eftir að hann flutti þar ræðu og sagðist styðja réttindi Korsíkumanna til að hafa sérstöðu innan franska lýðveldisins. Um tvö þúsund manns klöppuðu forsetanum lof í lófa og bar lítið á þjóðernissinnum sem látið hafa ófriðlega á eynni það sem af er árinu. Sænskar umtölur á fúndi NATO-fulltrúa Kaupmannahöfn, 13. júní. AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Svíþjóðar, Olof Palme, sagði á fundi þingmanna Atlantshafsríkja í Kaupmannahöfn í dag að „friður í skjóli ógnarjafnvægis jafngilti því að öryggi helgaðist aðeins af ótta“. Palme sagði ennfremur að „óvissa og gagnkvæm tortryggni væru óhjákvæmilegar afleiðingar ógnar- jafnvægisstefnunnar“. Um hundrað og þrjátíu sendimenn frá sextán aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalagsins sitja fundinn. Olov Palme er fyrsti leiðtoginn frá ríki utan Atlantshafsbanda- lagsins sem þiggur boð til að ávarpa fundinn, sem haldinn er tvisvar ár hvert. Reyndi Palme í ræðu sinni að skýra kosti uppá- stungna sem hann hefur lagt fram um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd og Mið-Evrópu. Ábendingar forsætisráðherrans virtust hins vegar ekki hafa hrinið á gesti fundarins ef marka má athuga- semdir vestur-þýzka varnarmála-1 ráðherrans, Manfred Wörner sem j sagði: „Frá öryggissjónarmiði er ' ekki minnsta hald í kjarnorku- vopnalausum landssvæðum. Sann- > leikurinn er sá að slík svæði veita ekki minnstu vörn við kjarnorku- I vopnum frá þeim sem beita þeirn." j Annar ræðumaður á fundinum í dag, Charles Mathias, öldunga- deildarþingmaður frá Bandaríkj- unum og formaður undirnefndar bandarísku öldungadeildarinnar um alþjóðaefnahagsmál, hvatti til þess að aðildarríki bandalagsins reyndu að samhæfa efnhagssam- skipti sin við þróunarlöndin til að koma í veg fyrir að Sovétmenn reyndu að hagnast af ókyrrð og umróti sem efnahagsörðugleikar kynnu að hrinda þar af stað. Mathias gagnrýndi aðildarríkin fyrir að einskorða sig um of við hernaðarleg málefni og kvað stöð- ugleika í alþjóðaefnahagsmálum ekki síður mikilvægan heimsfriði en hernaðarstyrkur. Michael Foot forsætisráðherrann ellefu aðstoð- arráðherra í tign og tók við afsögn fjórtán annarra. 1 hópi nýju ráð- ósigurinn Roy Jenkins Af atburðum í kjölfar brezku kosninganna kemur þó afsögn Jenkins mest á óvart. í tilkynn- ingu sem hann gaf út í dag sagði Jenkins að flokkurinn þyrfti á leiðtoga að halda fyrir næstu kosningar, og óskaði hann þess að David Owen, varaformaður Jafn- aðarmannaflokksins, yrði út- nefndur eftirmaður sinn. Skoð- anakannanir að undanförnu hafa sýnt að Owen, sem er fjörtíu og fimm ára að aldri og fyrrverandi utanríkisráðherra Verkamanna- flokksins, er miklu vinsælli en Jenkins. Talið er að hinn síðar- nefndi hafi verið óánægður með útkomu Jafnaðarmannaflokksins í kosningunum, en flokkurinn hreppti einungis sex þingsæti. herranna eru átta þingmenn íhaldsflokksins, sem ekki hafa gegnt ráðherraembætti áður. Ólíkt afsögn Jenkins kom það ekki á óvart að Foot, leiðtogi Verkamannaflokksins, segði af sér, en flokkur hans beið mikið af- hroð í kosningunum. Nefndir hafa verið þrír menn, sem til greina koma sem eftirmenn Foots, en það eru Neil Kinnock, Roy Hattersley og Peter Shore. Drápu sjálfa sig af vangá Beirút, Líbanon, 13. júní. AP. ÞRÍR SK/ERULIÐAR, sem taldir eru hafa verið úr röðum Palcstínumanna, sprengdu sjálfa sig í loft upp af vangá á mánudag í suðurhluta Beirút að sögn ísraelskra embættismanna. Einnig herma fréttir að ísraelskar þyrlur og skriðdrekar hafi leitað að tugum fanga Answar í fyrrinótt. Sprengingin, sem drap skæru- liðana þrjá, mun hafa átt sér stað í um átta kílómetra fjarlægð frá miðborg Beirút, og varð hún í bif- reið hlaðinni sprengjuefnum. Talið er að skæruliðarnir hafi ætlað að nota sprengjuefnin til að velgja herjum ísraelsmanna undir ugg- um. Að sögn yfirmanns í ísraelska hernum átti sprengingin sér stað er skæruliðarnir gerðu tilraun til að komast framhjá varðstöð ísra- elsmanna á aðal-aðflutningsleið hersins frá Suður-Líbanon. Fréttir af brotthlaupi palest- ínskra fanga í Answar voru sagðar í líbanska ríkisútvarpinu í Beirút. Var sagt að tugir fanga hefðu kom- izt undan þó ekki væri unnt að segja fyrir með vissu hve margir. Yfirstjórn ísraelska hersins í Tel Aviv kvaðst hins vegar engar upp- lýsingar hafa um flótta fanganna. Arafat, leiðtogi samtakanna, kom aftur til Líbanon í dag eftir tíu daga ferð um Arabaríkin. Sagði talsmaður Arafats að leiðtoginn hefði náð góðum árangri í tilraun- um sínum til að stilla til friðar meðal hinna ýmsu deilda Frelsis- er sluppu úr ísraelskum fangabúðum í samtakanna. Arafat hefur að und- anförnu sakað Khadafy Líbýuleið- toga um að kynda undir ófriði með- al félaga Fatah-hreyfingarinnar, sem er stærsti hópurinn innan samtakanna. Þrúgur reiðinnar Beziers, Frakklandi, 13. júní. AP. UM TVÖ þúsund reiðir vínekru- bændur tókust á við lögreglu, sprengdu upp skattstofu og um- turnuðu tryggingaskrifstofu í borginni Beziers í Suður- Frakklandi í dag. Vildu bænd- urnir mótmæla innflutningi á ódýrum vínum til Frakklands. Lögreglan beitti táragasi í viðureign sinni við hinn óeiru- sama bændaflokk, sem svaraði með grjótkasti. Engin meiðsl urðu á mönnum, en táragasið mun hafa komið verst niður á saklausum vegfarendum, sem fylgdust með bardaganum. eftir Leiðtogar í Bretlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.