Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNl 1983 15 Stórkostlegur kórsöngur Tónlist Jón Ásgeirsson The Gregg Smith Singers er atvinnumannakór frá Banda- ríkjunum og sem niðurlag ferðar um Norðurlönd, syngur hann hér á landi tvenna tón- leika, auk þess sem kvartett úr kórnum mun dvelja hér lengur og syngja á ýmsum stöðum. Fyrri tónleikar kórsins voru í Langholtskirkju en þeir seinni verða á þriðjudaginn (í kvöld) í Gamla bíói. Það er skemmst frá að segja að kórinn er frábær auk þess sem hann söng stórkostlega tónlist eftir Brahms, Rauta- vaara, Buxtehude, fjögur verk úr Kvöldsöngvunum frá 1610 eftir Monteverdi, Messa D’oggi eftir Hemberg, Lorca-svítu eftir Rautavaara, þrjú lög eftir William Schumann, eitt eftir Kverno og annað eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Kórinn er skipaður fjórum í sópran og bassa þremur í alt og tenór, alls 14 söngvurum og má það vera til marks um ágæti kórs- ins, að ekki mátti greina það á söngnum að söngvara væri vant. Þarna er valinn söngvari í hverju rúmi, hvort sem til samsöngs var eða í einsöng. Það er næsta víst, að ekki mun gefast kostur á að heyra slíkan kórsöng hér á landi hversdags um langan tíma og verður fróðlegt að heyra næstu tón- leika, en þar mun efnisskráin vera öllu veraldlegri og meira til skemmtunar en þessir frá- bæru kirkjutónleikar voru. Flutningurinn á Kvöldsöngv- um Monteverdis og Messa D’oggi eftir Hemberg var stórkostlegur en söngvurunum var dreift um kirkjuna til að skapa hljómnum fjölvíddar- blæ, sem á einkar vel við hugmyndir Monteverdis. Hann reyndi að framkalla slík blæ- brigði með margskiptum kór- um, „ekkó“-söng og ýmsum brellum, þrátt fyrir að menn vissu þá næsta lítið um marg- virkni hljóðsins. The Gregg Smith Singers er frábær kór en auk stjórnand- ans, Gregg Smith, lék Dwana Holroyd undir á orgel. The Gregg Smith Singers. |M » M i * i L-ay Mjólkursamlag Skagfirðinga: 14% aukning á framleiðslu mjólkur fyrstu 3 mánuði ársins Innvegin mjóik hjá mjólkursam- lögunum fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam rúmlega 20,9 milljónum lítra. Er það 2,3% aukning frá sömu mánuðum í fyrra. Mikil aukning varð hjá Mjólk- ursamlagi Skagfirðinga eða 14%, sem er 181 þúsund lítra aukning. Samdráttur varð hjá þremur mjólkurbúum í innvigtun á mjólk. í lítrum talið munaði þar mestu um Mjólkurbú Flóamanna, en þar nam samdrátturinn i innvigtun- inni 192 þúsund lítrum. Aukning varð t sölu nýmjólkur þessa þrjá mánuði, um 2,1%, en samdráttur varð í sölu léttmjólk- ur. Sala á rjóma óx um 9,1% og á skyri um 7,8%. Siglufjörður: Nýr bátur í flotann Siglufírði, 9. júní. NÝR bátur hefur bæst í flota Sigl- firðinga og kom hann til heimahafn- ar í morgun. Báturinn heitir Þorlákur Helgi og er 150 smálestir að stærð. Bát- urinn er í eigu hlutafélags í Siglu- firði sem heitir Sædór. Skipstjóri á bátnum er Halldór Lárusson. Báturinn verður fyrst gerður út á troll, en fer síðan á síld. Matthíu Brotist inn í sumarbústað gamallar konu NÝLEGA var brotist inn í sumar- bústað við Elliðavatn. Eigandi bústaðarins er 87 ára gömul kona sem að undanförnu hefur dvalið að Reykjalundi. Er hún kom að sumarbústaðnum höfðu margar rúður í honum verið brotnar og skemmdarvargarnir farið inn og stolið öllu steini léttara, þar með talið öllum teppum af gólfum og stóru selskinni sem þar var. Gamla konan er að vonum sleg- in yfir þessu atviki og sagðist í samtali við Mbl. ekki þora að dvelja ein í sumarbústaðnum eftir þetta atvik, því þessum mönnum gæti allt eins dottið í hug að ráð- ast þar inn aftur og fyrir slíkum mönnum vildi hún ekki verða. #f 'nXJTTQ JCiJÆ/XlUO GERÐ AF MEISTARAHÖNDUM Húsgagnavcrksmiðjan G.T. HÚSGÖGN HF hefur snúið sér að smíði eldhúsínnréttínga. Þanníg faíst gæði sem íslendingar kunni að meta á verði sem þeír vílja greiða. Hugmyndin er sú að reynsla í smíði vandaðra húsgagna sé hinn rétti grundvöllur að framleiðslu eldhúsinnréttínga. Efnið skal líka vera ósvíkíð: Lituð eik, massíf. Ólitað beyki, massíft. Að sjálfsögðu fylgja svo góðir greiðsluskilmálar svo að enginn verði útundan þeirra vegna. <5> G.T. HUSGÓGN HF Smiðjuvegi 6 200 Kópavogi Símí 74666 GVLMifl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.