Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 45 hafi ekki treyst sér til að veita okkur aðstoð. Við sóttum að vísu alltof seint um styrk, en styrk fáum við ef við ákveðum að fram- kvæma hugmynd okkar um að senda kennara til Ghana. Fyrir það erum við þakklát. Þá er að víkja til spurninganna. Bjarney spyr hvað ráðstefnan, sem við héldum í Ölfusborgum, hafi kostað. Ég er að hugsa um að láta þeirri spurningu ósvarað, m.a. vegna þess að fyrirlesararnir sem þangað komu, gáfu okkur alla sína fyrirhöfn og aðrir veittu okkur nokkrar ívilnanir. Alls þessa nut- um við vegna vinsælda AFS og fyrir það erum við mjög þakklát. Af þessum sökum er heildarkostn- aður vegna ráðstefnunnar ekki sambærilegur við það sem aðrir þyrftu að greiða fyrir álíka fjöl- menn fundahöld. Síðari spurningunni, um það hver hafi greitt kostnað af ráð- stefnunni, er mér mikil gleði að svara. Það gerðum við sjálf, þátt- takendur, sem sátum ráðstefnuna, og til þess fengum við enga styrki. Við töldum það mikinn ávinning að fá að sitja þessa ráðstefnu, en þátttakendur voru um 50. Langt er síðan umræður hófust um hugðarefni Bjarneyjar, eigin fjársöfnun, enga hjálp til bág- staddra. Þær hófust með gamalli spurningu. Sá sem spurði nefndist Kain. Svarið var gefið við spurn- ingunni löngu síðar með dæmi- sögu um mann sem ferðaðist frá Jerúsalem til Jeríkó. Meðal þeirra sem gefið hafa önnur svör, svipuð þeim sem Bjarney telur æskileg, var Dofrinn í skáldverki Ibsens. Það er þannig orðað í þýðingu Einars Bene- diktssonar: „En meðal vor, þar sem myrkt er öll dægur, er máltækið: „Þursi, ver sjálfum þér nægur.““ iÞessir hringdu . . Heiðurmerki sjómanna- dagsins M. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Nú er sjó- mannadagurinn nýafstaðinn og af því tilefni langaði mig til að bera fram fyrirspurn: Er veiting heiðursmerkja sjó- mannadagsins ekki bundin við sjómannastéttina eina? Ég spyr af því að mér er kunnugt um, að þessi regla hefur ekki verið látin gilda alls staðar. Er heiður fyrir hvurn einn smið Sigursteinn Hersveinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — í tilefni af nýrri stjórnarstefnu, viðbrögðum og umræðum um hana datt mér í hug eftirfarandi: \ð hitU nagla á höfudid er heidur fyrir hvurn einn smið, en oft rekst naglinn uUn viö eöa heykLst hara. Svo vill líka um stjórnarstefnur fara. Samt óskar maður þess, að nýja stjórnin haldi stefnu sinni og þeir sem hafa rekið hana saman hafi hitt naglann á höf- uðið. Erum við búnar að gleyma kvennadegin- um 24. október 1975? „Velvakandi. í þætti þínum þriðjudaginn 7. þ.m. skrifar Reynir Ármannsson, fyrrverandi formaður Neytenda- samtakanna, athyglisverða grein um gífurlegar hækkanir á land- búnaðarvörum. Við viljum koma hér á framfæri þakklæti til Reynis fyrir að vekja fólk til umhugsunar um, hvað neytendamál eru hér almennt skammt á veg komin og öll sam- staða húsmæðra glundroðakennd og fálmandi miðað við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þessar fáránlegu hækkanir á landbúnaðarvörum, sem nú hafa dunið yfir heimili þessa lands, eru með öllu óverjandi. Þær hækkan- ir, sem launafólk fær nú, eru hins vegar eins og upp í nös á ketti, miðað við öll þessi ósköp. Þá er það til skammar, hvað illa er búið að Neytendasamtökunum frá hendi hins opinbera. Við neyt- endur verðum að hafa það hug- fast, að eina leiðin til að á okkur verði hlustað ög markmiðum okkar náð, er sú að stórauka félagatölu Neytendasamtakanna og að gera þau öflug og sterk. Hvar stæðu bændur og launþegar nú án öflugra samtaka? Konur um land allt. Ef við stöndum þétt saman í varnarstríði fyrir afkomu heimila okkar, þá er sigurinn vís. Erum við búnar að gleyma kvennadeginum 24. októ- ber 1975? Virðingarfyllst: Helga L. Jónsdóttir 3917-5452 Brynhildur Bjarnarson 1440-9173 Halldóra Jónsdóttir 3628-7640 Brynja Katrín Sverrisdóttir 1460-4928 Arna Dóra Guðmundsdóttir 0445-3344 Steinunn Bjarnarson 8468-0680 Guðrún Þorgeirsdóttir 33185146 Rut Kristjánsdóttir 74382290 Sóley Tómasdóttir 82785441 Vilborg Guðjónsdóttir 9267-3758 Helga Pálsdóttir 39289172 Ásta H. Hjörleifsdóttir 07783228.“ JM eytendur, saméinist! Rejaiir Arn..aMsoll, fyrrver. and, formaður Neytrndasam- takanna, skrifar •Velvj !!"' En hér 4 '«di er neytandmn sem nset rétt- mdalaus. Sd hseklcun sem „ú -Jtað, bygKist í tekna he.mil. hér á landi far. hendur húsmieðra A t’faan get.ð þið séð hvað vald vltlfar or wJl.;x ° 1 Lindsay Cooper: Platan hennar er frábær J. Ingimars skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég vil mótmæla því, sem stóð í Járnsíðunni á sunnudaginn, að enginn vilji lesa um Lindsay Coop- er og Art Bears, a.m.k. að því er varðar hina fyrrnefndu, því að ég hef lengi haft mikinn áhuga á henni. Platan hennar er frábær. Ég hef því miður aldrei heyrt í Art Bears, en hef heyrt að platan með henni sé góð.“ Dagatal x íylgiblaSanna * AT.T.TAF Á ÞRIÐJUDÖGUM * mmk ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á föstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM siJÖÍra OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróöleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.