Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 41 fclk í fréttum myndin Tek starfið og framann fram yfir hjónabandið + Ein skærasta stjarnan á Hollywood-himninum nú um stundir, Jessica Lange, hefur loksins sagt frá því hvers vegna hún vill ekki giftast ball- ettdansaranum Mikhail Bar- yshnikov, sem hún á meö eina dóttur. Jessica, sem fékk Óskars- verðlaun fyrir leik sinn í mynd- inni „Tootsie" með Dustin Hoffman, segir, að sami metn- aðurinn og harkan og aflaði henni Óskarsverðlaunanna, geri hana ófæra um að veröa góð eiginkona og húsmóöir. „Ég vil gjarna eiga mér lífs- förunaut en til aö verða við þeim kröfum sem því fylgir, yrði ég að sjá á bak frama mínum sem kvikmyndaleik- kona að einhverju leyti. Þaö kemur ekki til mála,“ sagði Jessica, sem er 33 ára að aldri og heldur enn góðu sambandi við Baryshnikov. Mikhail Baryshnikov er 35 ára gamall en á þeim aldri fer oftast nær að halla undan fæti hjá ballettdönsurum. Frama- brautin hjá Jessicu er hins vegar bara aö byrja. Það sem bindur þau saman er þó fyrst og fremst dóttirin Alexandra, sem er tveggja ára gömul og kölluð Shura eins og allar Al- exöndrur í heimalandi Bar- yshnikovs, Rússlandi. Jessica vill ekki giftast en hún tekur móðurhlutverkið alvarlega. Þegar vinnunni lýkur snýr hún baki við glaumnum og gleðinni í Hollywood og heldur til Minnesota til aö geta verið sem mest með Shuru litlu. Gregory Peck og kona hant hafa þekkt Atbert prina frá því hann var barn aö aidri. — Ég skal syngja fyrir ykkur lag fyrir 50 krónur, en ef þiö viljið aö ég fari strax aö næsta boröi kostar það 100 kall. Ekkert á móti Albert prins + Þaö er enginn endir á bollalegg- ingum um væntanlega tengda- dóttur Rainiers fursta af Mónakó, en ætla mætti aö Albert prins væri dálítiö laus í rásinni því aö hann er stööugt oröaður viö nýja og nýja stúlku. Sú nýjasta af nálinni hjá honum er Cecilia Peck, dóttir Gregory Pecks og konu hans, Veronique. Þau hjónin, sem hafa veriö gift í 27 ár, segjast ekkert hafa á móti því aö fá Albert fyrir tengdason, þau hafi þekkt hann frá barnæsku og viti, aö hann er besti drengur. Cecilia þykir líkjast föður sínum í utliti, dökk á brún og brá, en bregður meira i móöurættina hvað lunderniö varöar. Hún er Ijós- myndafyrirsæta og hefur auk þess fastan dálk í dagblaöi í Los Angel- es. Sími 44566 RAFLAGNIR KATTASANDUR Nýr og betri valkostur! Þjónusta fagmanna Leigjum út með mönnum, trausta og lipra körfubíla. sem hægt er að koma fyrir á hvaða vinnusvaeði sem er. IVUög hagstætt verð. Hringið og leitið upplýsinga. Múrafl hf. Sími 36022 Notaðar vinnuvélar til sölu COMET Opera sambyggö steypuhrærlvél/steypubíll árgerö 1981 meö fjórhjóladrifi og sjálfhleöslubúnaöi. Mjög gott verö. HINO KM vörubifreið árgerö 1980. HINO KL vörubifreiö árgerð 1981. HINO ZM 802 vörubifreið árgerö 1981. HINO ZM 802 vörubifreiö árgerö 1981. KOMATSU D 45A jaröýta árgerð 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.