Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 21

Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. jONl 1983 29 Mnrgunblaðið/ Emilía nÚHNyni, fyrrverandi formanni ni, formanni Vöku til hægri. Afganistan, sem þó væri ekki gert fyrir nema 5 þúsund fanga. En sem betur fer væri ekki auðvelt að eyði- leggja lagakerfi sem hefði verið í uppbyggingu í 50 ár. Assil var spurður um hvað hann hefði fyrir sér í því að Sovétmenn stunduðu eiturefnahernað í Afg- anistan. Hann sagði að það sem þeir hefðu fyrir sér væri einkum það, að fundist hefðu gasgrímur, sem sovéskir hermenn hefðu notað. Þá hefðu fundist lík án sára í af- skekktum héruðum Afganistan og fullvíst mætti telja að Sovétmenn notuðu Afganistan til hernaðar- tilrauna. „Sovétmenn hafa ekki kynnt sér sögu okkar, ef þeir hafa haldið að við yrðum auðveldir viðfangs," sagði Assil. „Alexander mikli sagði í bréfi heim til Makedóníu á sínum tíma: „Við þetta fólk þýðir ekki fyrir mig að glíma." Við munum ekki gefast upp, þó við verðum að berjast við Sovétmenn með berum höndunum. Við höfum valið að berjast fyrir sjálfstæði okkar eða deyja, þó svo við höfum nær ein- göngu vopn, sem við höfum tekið af Sovétmönnum. Þið megið ekki gleyma að Afganistan er einnig að berjast fyrir ykkar sjálfstæði. Þið eruð einnig í hættu. Sovétríkin eru ekki fjarri og geta auðveldlega komist hingað á stuttum tíma. Vestfirðir og Norðurland: Vorhret og víða erfitt NORÐ-AUSTAN áhlaup gerði á Vestur- og Norðurlandi um helg- ina, og þekkja elstu menn á þess- um slóðum fá dæmi um slíkan veðurofsa í júnímánuði. Mikil úr- koma var og hvassviðri. Á sumum bæjum komst sauðfé ekki í hús og króknaði fé á nokkrum stöðum. „Ekki gæfulegt aö vera rolla fyrir vestan“ Jens Guðmundsson á Lónseyri, fréttaritari Mbl. í Súðavíkur- hreppi kvað veðrið hafa verið hroðalegt á laugardaginn, hávaða- rok og gífurlega úrkomu. Hann sagði að verið væri að kanna hvort nokkurt fé hefði króknað, en taldi víst að eitthvað væri um það. Jens kvað ekki gæfulegt að vera rolla fyrir vestan og í raun ekkert betra að vera maður þegar slíkt veður gerði og sagðist ekki muna slíkt ' veður áður í sumarmánuði. Hann taldi að ef veðrið færi ekki að batna upp úr þessu, yrði ekkert sumar í ár. Bændurna sagði hann þó myndu bjargast með hey nokk- urn tíma í viðbót. Jens sagði að vegir hefðu næst- um orðið ófærir um helgina, og hefði þurft að moka Þorskafjarð- arheiði. Þegar mosktur var hálfn- aður, hefði þó þurft að hætta við sökum veðurs og komust mokstr- armenn við illan leik til bæja. Þeir skildu einn jeppa eftir á heiðinni og fennti hann í kaf. Erfitt vor Guðmundur Jónsson, hrepp- stjóri í Munaðarnesi, Stranda- sýslu sagði sjaldgæft að fá slíkt og annað eins veður, eins og var á laugardaginn, í júnímánuði. Kvað hann þetta vor hafa verið mjög erfitt. Guðmundur sagði að ekki væri búið að hleypa fé út nema að j litlu leyti og var honum ekki , kunnugt um neinn fjárskaða af völdum veðursins. Hann sagði menn vera orðna nokkuð svart- sýna á sumarið, en allir lifðu þó í voninni um skánandi veðurfar. Bitnar á afurðum í haust Sveinn Guðmundsson í Miðhús- um, Barðastrandarsýslu sagði að búið hefði verið víða að sleppa fé þegar helgaróveðrið skall á og vissi hann um sex ær sem höfðu króknað. Sveinn spáði því að hið slæma veðurfar kæmi fyrst og fremst niður á afurðum í haust því talið er að margar ær hefðu gelst í kuldanum og slagviðrinu. Ekki sagði Sveinn ástandið vera betra á æðarvarpi á þessum slóð- um. Flökkufuglar fæla æðarfugl- ana frá hreiðrum sínum og hrafn eyðileggur þá eggin. Taldi Sveinn dúninn verða helmingi minni í ár af þessum sökum. Bátur skemmdist í ofsaveðri á Arnarstapa Laugarbrekka, Breiðavíkur- hreppi, SnæfelLsnesi. Aðfaranótt laugardags hvessti að norðaustan og gerði ofsaveður. Níu trillur voru í höfninni og brugðust menn skjótt við að huga að þeim. Báturinn Hringur frá Akranesi skemmdist mikið, brotn- aði að ofan og komu víða á hann göt. Var hann nærri sokkinn en dælur frá slökkviiiði staðarins voru notaðar til að ná úr honum sjó. Hringur er nú talinn ni°ð öllu ósjófær. Þá fauk bíll skammt frá afleggjaranum að Hellnum, skemmdist hann mikið en öku- maður slapp ómeiddur. Aðfaranótt sunnudags og á sunnudag lægði veðrið en hvasst var og hiti rétt um frostmark. Bændur eru byrjaðir að sleppa fé og er ekki vitað til þess að fjár- skaði hafi orðið en tún eru mikið kalin. Reytingsafli hefur verið síð- an róðrar hófust en um 20 bátar hafa lagt upp við Arnarstapa. FréttariUri. Vonast eftir góöu hausti Grímsey, 13. júní. Alfreð Jónsson, fréttaritari í Grimsey sagði að veðrið hefði ver- ið afleitt um helgina, slydda og kuldi. Enginn snjór hefði þó fallið en gamall snjór lægi enn í giljum. Veður var mjög gott í Grímsey í gær og sagði Alfreð menn vonast eftir góðu hausti eftir svo erfitt vor. Sauðburður hefur gengið vel í eynni en kindur eru þar fáar. Tún enn undir snjó Hjá Þorkeli Guðfinnssyni fréttaritara á Þórshöfn var þær fréttir að hafa að enn væri allt fé í húsum en vonir stæðu til að hægt væri að hleypa því bráðlega með batnandi tíð. Eru bændur orðnir heylitlir og sumir heylausir og hafa menn frá því sauðburður hófst keypt fóðurbæti fyrir á þriðju milljón. Lítið er vitað um kal í túnum og mörg tún enn undir snjó. Snjór yfir öllu á Húsavík á sunnudag. Morgunblaftið/ AGA f 35—40 tningi um nóttina til Hafnar og síðan flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík. „ ... þá réðust þær á mig“ Síðan hófst leit að Mercedes Benz-bifreiðinni, Yvette og öku- manni, sem talinn var Grétar. Yvette fannst látin í farangurs- geymslu Mercedes Benz-bifreiðar- innar. Grétar fannst síðar í fylgsni neðarlega í Hafrafelli. Hjá honum fundust haglabyssa, riffill, 343 riff- ilskot og 12 haglabyssuskot. Á byssuskefti hafði hann skráð tvær yfirlýsingar. Önnur hljóðaði: „Þær voru með hass. Þegar ég sagði þeim að koma með mér á stöðina, þá réð- ust þær á mig. Ég veit ég gerði vitl- eysu. Þið hefðuð aldrei trúað mér.“ I hinni setningunni lýsti Grétar yfir ást á sambýliskonu sinni og þremur börnum sínum. Við yfirheyrslur kvaðst Grétar hafa ætlað að fyrir- fara sér. „Ég vík þá að gögnum sem greina frá staðreyndum málsins. Þau eru þeim mun þýðingarmeiri þar sem játning Grétars er engan veginn af- dráttarlaus," sagði Bragi. Hann sagði að Grétar gæti á engan hátt talist trúverðugt vitni, vitnisburður hans væri í mikilsverðum atriðum beinlínis rangur og skýringar sem hann hefði gefið um margt væru ekki samrýmanlegar staðreyndum. Hann sagði staðreyndir renna stoðum undir ákæru og það sem á skorti á játningu ákærða. Flokkaði hann staðreyndir í þrjá flokka, vettvangsrannsókn rannsóknarlög- reglumanna, áverka og sjúkrasögu Marie og áverka á líki Yvette og loks krufningu sem fram fór og staðreyndum um dreifingu hagla úr haglabyssu á mismunandi færi. Bragi skýrði frá tilraunum sem gerðar voru með dreifingu hagla, sem skotið er úr haglabyssu og kvað hann það mikilvægt. í tilraunum var skotið úr sams konar byssu og Grétar hafði með höndum af 10 metra færi, 30 metra færi, 35 metra færi, 40 metra færi, 45 metra færi og 50 metra færi. Með samanburði á dreifingu hagla megi fyllyrða að Yvette hafi orðið fyrir skoti úr haglabyssu af minnst 30 metra færi og mest 45 metra, en líklegast af 35 til 40 metra færi. Grétar beri, að Yvette hafi orðið fyrir voðaskoti, sem hljóp úr byss- unni í átökunum í sæluhúsinu. Hann hafi vísað skefti byssunnar inn og því hafi skotið farið út í gegn um dyrnar. Að sögn kunnáttu- manna, sagði Bragi, er ógjörningur að skjóta úr haglabyssu þannig að skefti vísi fram. Slíkt geti haft stór- skaða í för með sér. Bragi nefndi aðeins tvö vitni til sögunnar af fjölmörgum. Marie Luce og Sveinbjörn Garðarsson tankflutningabílstjóra, sem kom að Grétari með Yvette stórslasaða á Skeiðarársandi, en stúlkan skreið upp að flutningabifreiðinni og bað bílstjórann um hjálp. „Please help me — he tries to kill me“. En ákærði sagði hana þá viti sínu fjær og togaði stúlkuna af bifreiðinni eftir að bílstjórinn sagði að hann yrði að færa hana. Fannst bílstjór- anum harkalega að farið en hélt af stað til að sækja hjálp. „Það er hætt við að mynd sú, sem við hefðum af þessum harmleik væri allt önnur ef þessara tveggja vitna nyti ekki við og ákærði væri einn til frásagnar, svo ótrúverðugur sem hann hefur reynst," sagði Bragi og nefndi hann ýmis atriði sem hann taldi renna stoðum undir full- yrðingu um að Grétar segði ekki rétt og satt frá atburðarásinni. Það er einkum um aðdraganda að harmleiknum sem Marie Luce og Grétar greinir á. Grétar ber að Marie hafi verið völd að upptökum átakanna. Hún hafi stokkið á sig, náð hálstaki og við það hafi skot hlaupið úr byssunni. Um tíma bar ákærði, að Marie hljóti að hafa hleypt af skotinu, sem hafi leitt Yvette til dauða. Hann hafi slegið Marie með byssuskeftinu er hún réðst á hann og stúlkan þá sett undir sig höfuðið og hlaupið í belg sér. Þá hafi hann slegið aftur og Marie hafi kiknað undan högginu. Hann hafi þá látið þriðja höggið ríða í höfuð henni og hún þá hnigið meðvitundarlaus niður. Bragi dró mjög í efa fram- burð Grétars, taldi hann breyti- legan og lítt áreiðanlegan; taldi ein- sýnt að ákærði hefði verið upphafs- maður átakanna, enda hefði hann ógnað stúlkunum með haglabyssu. Skaut Yvette af ásetningi Er Grétar gekk í skrokk á Marie flúði Yvette. Grétar fór á eftir henni og skildi Marie eftir rænu- lausa. Grétar ber að hann hafi fund- ið Yvette við þjóðveginn og hafi hann hleypt skoti upp í loftið til þess að stöðva hana. Bragi taldi skýringarinnar að leita annars staðar. „Af fyrstu skýrslu ákærða er öldungis ljóst hvaða skot hæfði Yvette. Af hagladrífunni er hægt að sannreyna skotfærið. Ákærði mat svo að stúlkan hefði hlaupið frá sér þegar hún birtist í ljósum bifreiðar- innar á þjóðveginum og hafi verið 15 til 20 metra fyrir framan sig. Samkvæmt dreifingu hagla í bak- hluta er unnt að staðhæfa að hún var skotin af 35—40 metra færi. Þessi staðreynd ætti að upphefja allan vafa. Það var ekki öðru skoti til að dreifa — það er unnt að hafna skýringu ákærða um slysaskot í sæluhúsinu. Áhrifin af skotinu komu strax fram. Ákærði lýsti hvernig stúlkan hefði örmagnast strax eftir að hann skaut. Hann skaut hvorki upp né út, heldur af ásetningi á stúlkuna og hæfði svo fullkomlega sem raun ber vitni,“ sagði Bragi. Spurningin væri einungis um hvenær ásetningurinn hefði myndast og nefndi hann fjóra möguleika í því sambandi. Frá því strax eftir að ákærði yfirgaf heimili sitt þar til hann sá stúlkuna í ljós- geislum bifreiðar sinnar á þjóðveg- inum á Skeiðarársandi og vatt sér út úr bifreið sinni og skaut hana. Um slysaskot hefði ekki getað verið að ræða — ákærði hefði skotið með þeim ásetningi að hæfa. Saksóknari gat niðurstöðu geð- rannsóknar, sem leitt hefði í ljós að ákærði væri ekki haldinn geðveiki eða sýndi merki taugaveiklunar eða greindarskort. Hann hafi hins vegar skapgerðarbresti; tilfinningalíf hans sé yfirborðskennt og öfga gæti í skoðunum. Hann hafi misnotað vín og hafi gætt persónuleikatrufl- unar undir álagi eða áhrifum víns. Endanleg niðurstaða sé á þá leið að raunveruleikamat og dómgreind ákærða sé óskert og hann því fylli- lega sakhæfur og ætla verði að svo hafi verið þegar ákærði framdi ódæðisverk sín. Þá gat hann þess, að ákærði hefði hlotið þrjá refsi- dóma, tvo fyrir ölvunarakstur og einn fyrir skjalafals. Saksóknari gat þess, að þetta mál ætti sér ekki hliðstæðu hér á landi. Hann kvað meðferð fórnarlamba eftir atlögu helst til saman að jafna í Geirfinnsmálinu. Málið væri svo einstakt að refsilækkun ætti alls ekki við, miklu heldur bæri að þyngja refsingu. Hann gat þess, að tilefnislaus og hrottafengin árás á saklausar stúlkurnar á Skeiðarár- sandi hefði snortið hvern mann sem heyrði. Hann krafðist þyngstu refs- ingar samkvæmt 211. grein hegn- ingarlaganna, 2. málsgrein 218. greinarinnar og 4. málsgrein 220. greinar hegningarlaganna. Að ræðu saksóknara lokinni lagði hann mál- ið í dóm með venjulegum fyrirvara. „Allt geröist svo hratt“ Verjandi ákærða, Jón Oddsson hrl. fór fram á vægustu refsingu til handa skjólstæðingi sínum, sem lög heimila. Hann taldi um að ræða manndráp af gáleysi. Verknaðurinn hefði verið framinn í geðshræringu á örskotsstund. Hann taldi að ákærði hefði skýrt skilmerkilega frá málavöxtum og hefði framburður hans styrkst eftir sem á málið hefði iiðið og hafði eftir ákærða: „Allt gerðist svo hratt, að ég gat ekki gert mér grein fyrir atburðarásinni.“ Hann taldi að Marie væri ekki trú- verðugt vitni; ekki af ásetningi heldur væri hún ekki fær um að dæma vegna áverka sem hún hlaut. Hann gat þess að ákærði hefði haft fjárhagsáhyggjur, starfað mikið fyrir Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda og tekið þátt í störfum al- mannavarna er ár flæddu yfir vegi. Hann hafi verið undir miklu álagi. Við hafi bæst að hann hafi átt við slæmt heilsufar að stríða, ellefu ára fengið berkla og eigi við bæklun að stríða. Undir þessum kringumstæð- um hafi hann ekki getað gert sér grein fyrir atburðarásinni — at- burðarásin hafi tekið af honum völdin. Verjandi kvað sér kunnugt um, að ákærði hefði tekið atburði þessa mjög nærri sér. Hann bað um að áfellisdómur yrði mildur — ekki eingöngu vegna velferðar ákærða heldur og fjölskyldu hans. Hér hefur verið getið þess helsta, sem fram kom við málflutninginn í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Stikl- að á stóru og mörgu sleppt. Mál- flutningur stóð frá klukkan 9 1 gær- morgun til klukkan þrjú síðdegis. Dómari er Gunnlaugur Briem, yfir- sakadómari. H.Halls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.