Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
Jóhannes Atlason:
„Ungu drengirnir
verða að fá að
æfa á grasvelli"
HANN ER þekktur fyrir röggsama stjórn, hefur ákveðnar skoðanir á
hlutunum og fer ekki í launkofa með þær. Um langt árabil hefur hann
starfaö við knattspyrnuþjálfun og náð mjög góðum árangri. Sér í lagi
með unglingaliðin, en þar hefur hann unniö mjög gott starf fyrir félag
sitt, Fram. Sjálfur er maðurinn vel kunnur knattspyrnunni því aö hún
hefur alltaf átt hug hans allan frá því að hann fór að vaxa úr grasi. Og
árangurinn var í samræmi við áhugann. Hann var fyrirliði Fram í
meistaraflokki í mörg ár og jafnframt lék maðurinn 24 A-landsleiki og
var fyrirliði landsliðsins í ellefu þeirra. Nú er hann orðinn landsliðs-
þjálfari. Nú vita allir um hvern er skrifaö, Jóhannes Atlason.
Jóhannes tók viö þjálfun landsliðsins í knattspyrnu í fyrra og var
endurráðinn sem slíkur á þessu ári. Alls fer fram 21 landsleikur í
knattspyrnu á árinu. Þar af fimm hjá A-landsliðinu. Tveimur leikjum er
lokið. Það er því vel viö hæfí að spjalla við landsliðsþjálfarann og fá álit
hans á hinum ýmsu málum sem varöa knattspyrnuna í dag. Þjálfun,
aðstöðu o.fl.
Jóhannes var fyrst inntur eftir því hvort hann ætti von á góöri
frammistöðu liðsíns á sumrinu.
• Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari og unglingaþjálfari hjá Fram.
Hann hefur náö góðum árangri í þjálfun á undanförnum árum. Og það
heyrir til undantekninga ef hann skilar ekki inn fleiri en einum ís-
landsmeistaratitli í yngri flokkum Fram.
— Nú er tveimur leikjum lokið
hjá A-landsliðinu og eins og ég hef
sagt þá er mér þaö engin launung
aö leikurinn gegn Spáni olli mér
sárum vonbrigðum. Þar náöi liöiö
ekki aö leika eins og þaö getur
best og stemmningu vantaöi. En
þaö sýnir líka hvaö við erum orönir
kröfuharöir aö við erum óánægöir
meö aö tapa 0—1, fyrir jafn sterkri
knattspyrnuþjóð og Spánverjar
eru.
Nú, leikurinn gegn Möltu átti aö
vinnast meö meiri mun en 1—0, en
sigur skipti þó mestu máli.
— Ég á ekki von á ööru en aö
frammistaöan verði góö í þeim
leikjum sem viö eigum eftir. En ár-
angurinn byggist mjög mikið á
stemmningunni í kring um leikina
hverju sinni. Nú, ég er bjartsýnn á
leikina sem fara fram í Evrópu-
keppninni í haust. Þá eigum viö
betri möguleika á aö ná saman öll-
um atvinnumönnum okkar. Nú,
breiddin hér heima er tvímælalaust
aö aukast, og í landsleikjum eins
og gegn Svíþjóö er kjöriö aö gefa
efnilegum leikmönnum tækifæri til
aö spreyta sig. Þá eru atvinnu-
mennirnir í sumarfríum.
— Þeir leikmenn sem leikiö
hafa i landsliöi 21 árs og yngri hafa
sýnt góða frammistöðu og munu
áöur en langt um líöur eiga mögu-
leika á aö komast í A-landsliös-
hópinn með sama framhaldi.
— Þaö er mikil bylting frá því
sem var, aö þessir ungu leikmenn
hafa fengið góöan skóla í lands-
leikjum yngri landsliöanna áöur en
þeír leika meö A-landsliöinu. Þaö
Njarðvík
ingar unnu
KS
NJAROVÍKINGAR sigruðu Sigl-
firöinga í 2. deild þegar liðin
mættust á grasvellinum í Njarö-
vík um helgina. Heimamenn
skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik,
en þá léku þeir undan allhvöss-
um vindi, en þeir voru ekki á því
að láta rokið hafa áhrif á leik sinn
og skoruöu þriðja markið
snemma í síöari hálfleiknum. Það
voru þeir Haukur Jóhannsson (úr
vítaspyrnu), Ólafur Björnsson og
Jón Halldórsson, sem skoruöu
mörk heimamanna en Bjöm Ingi-
marsson minnkaði muninn fyrir
KS. Undir lok leiksins fengu
Njarðvíkingar vítaspyrnu, en Jón
Halldórsson skaut framhjá og úr-
slitin, 3—1, voru ráðin. cmc
er mjög mikilvægt aö þeir hafi slíka
reynslu.
Er knattspyrnan betri í dag en
hún var hér á árum áöur?
— Þaö er mjög erfitt aö segja
til um þaö. En hún er ööruvísi. Liö-
in i dag leika á allt annan hátt. Þaö
er meira skipulag í leiknum en áö-
ur. Hér áöur var talað um gullald-
artímbabil. Þaö var alveg eins gull-
öld hjá landsliöinu þegar Tony
Knapp var meö þaö og Guöni
Kjartansson. Þeir náöu frábærum
árangri sem líkja má viö gullöld.
— Ég er ekki frá því aö
knattspyrnan hjá félagsliöunum sé
bundnari í dag en áöur. Þá er gert
meira af því aö athuga leik and-
stæöinganna og leika eftir þvt.
Er erfitt aö velja landsliðshóp í
dag?
— Já, þaö er erfitt. Þaö eru
margir mjög góöir leikmenn sem
viö eigum.
Viö eigum til dæmis 12 atvinnu-
knattspyrnumenn. En vegna stööu
þeirra á vellinum er varla hægt aö
velja nema sjö til átta af þeim. Þeir
leika flestir fyrir framan vörnina.
Þaö er eitt sem fólk vill gleyma í
sambandi viö val á landsliöinu,
þaö viröist eingöngu horfa á þá
leikmenn sem sækja fram á völl-
inn. Fólk gleymir varnarhlutverkinu
og hverju er skilaö fyrir liöiö i leik.
Þaö er svo óskaplega mikilvægt
hvernig leikmennirnir vinna aftan
til á vellinum.
Leikmenn sem þjálfari velur í
landslið getur haft svo marga góöa
kosti fyrir liöið sem þjálfari sér, en
ekki fólkið. Leikmaöurinn er góöur
í hópi félagslega, hvetur og drífur
félaga sína meö sér hvernig sem
gengur og gerir alveg eins og þjálf-
ari leggur fyrir hann.
— Val varnarmanna í landsliöiö
hefur stundum veriö umdeilt á síö-
ustu árum. En sá kjarni sem leikiö
hefur í vörn íslenska landsliösins
hefur komist mjög vel frá stööum
sínum. Þaö skapaöist viss festa í
varnarleiknum, menn þekktu vel til
hvors annars og slíkt er ómetan-
legt. Nú eru nýir menn aö koma
inní vörnina.
Nú hefur þú verið á þjólfara-
námskeiöum erlendis með
fremstu þjálfurum heims í
knattspyrnunni. Er von á ein-
hverjum breytingum varöandi
leikaðferðir eða einhverjar nýj-
ungar á næsta leiti?
— Þaö eru nú ekki ýkja miklar
breytingar á feröinni. í sambandi
viö varnarleik er taliö aö varnaraö-
feröirnar aö leíka maöur á mann
og svæöisvörn renni saman í eitt.
Bland af báöum þessum aöferö-
um. ítalska landsliðiö lék bland af
þessari vörn í síöustu heimsmeist-
arakeppni. Aö leika til dæmis
alveg maöur á mann er úr sögunni.
— Þá veröa þrír ráöandi menn
á vellinum t hvoru liöi og þeir eru
allir í lykilstööum. Þaö er miövörö-
urinn sem er fastur sem aftasti
maöur varnarinnar og stjórnar
henni, einn miðvallarkóngur sem
stjórnar öllu spili og svo afgerandi
miöherji sem markaskorari alveg
fremsti maöur. Aörir leikmenn eiga
aö geta spilaö svo til hvaö sem er
og veriö á mikilli hreyfingu og
stööuskipti eiga aö geta átt sér
staö hvenær sem er. Þetta eru þeir
þrir póstar sem eru mikilvægastir
úti á vellinum.
Nú hefur þú starfað mikið viö
unglingaþjálfun, er nógu vel aö
henni staðið í dag hér hjá okkur?
Það er og hefur aö mörgu leyti
veriö vel staöiö aö unglingaþjálfun
hér á landi í mörg ár og sem betur
fer er enn um framfarir þar aö
ræöa. Nú eru komnir knattspyrnu-
skólar fyrir yngstu drengina og þar
er hægt aö leggja góöan grunn.
En þaö er einn hlutur sem
stendur okkur fyrir þrifum. Og
hann er svo mikilvægur aö meö
ólíkindum er. Drengirnir veröa aö
fá aö æfa á grasi. Meöan ungu
drengirnir geta ekki fengiö aö æfa
á grasi þá fáum viö ekki mýkt í
knattspyrnuna hjá þeim. Aö æfa á
grasi er númer eitt, tvö og þrjú. Þá
nást fram miklu fyrr tæknilegar
framfarir og knattleikni veröur allt
önnur. Þá þarf aö leggja höfuðá-
herslu á aö leika á grasi eins
marga leiki og hægt er. Æfingar á
grasi eru það sem skiptir öllu máli.
Ég tala af reynslu. Mölin eyöi-
leggur alveg ótrúlega mikiö.
— Ég hef átt kost á því aö
þjálfa sex til átta ára gamla drengi
á grasvelli og ég sá daglegar fram-
farir. Þær sér maöur ekki þegar
þeir æfa á mölinni.
Á hvað leggur þú mestu
áherslu í sambandi viö unglinga-
þjálfun?
— Knattæfingar og knattmýkt.
Unglingar veröa aö ná tækni með
boltann strax á unga aldri. Ég sé
leikmenn í meistaraflokki Fram í
dag og þeir eru enn meö sömu
galla og þeir höföu hjá mér í 3.
flokki. Því fyrr sem hægt er aö ná
tækni og knattmeöferö því betra.
Hún veröur ekki bætt þegar leik-
menn eru komnir í meistaraflokk,
nema þá aö mjög litlu leyti.
Gervigras er á næsta leiti,
verður ekki bylting aö fá það?
— Vissulega veröur bylting aö
fá gervigras. Sér í lagi hvaö varöar
vor- og haust- knattspyruna. Þaö
er allt annaö aö leika á renni-
sléttum velli. En ég vil leggja
áherslu á aö gervigrasiö kemur
aldrei í staöinn fyrir gras.
Hverju viltu spá um 1. deild og
2. deild í ár?
— Baráttan veröur jöfn í báö-
um deildunum. i 1. deild veröa liö
ÍA, Víkings og Vals ofarlega. En liö
eins og ÍBV gæti komiö á óvart. Ég
hef trú á því aö Fram og KA fari
upp í 2. deildinni.
Áttu eitthvert uppáhaldslið í
ensku knattspyrnunni sem ég
veit að þú fylgist vel meö?
— Úlfarnir hafa alltaf veriö mitt
lið, alveg síöan 1959.
Hvaða lið eru sterkust í Evrópu
í dag?
— Tvímælalaust lið Liverpool,
Hamborg og Juventus. Frakkar
eru hinsvegar meö besta landsliöiö
aö mínum dómi og um leiö þaö
athyglisveröasta.
En hvaöa leikmenn finnst þér
skara fram úr?
— Þaö vantar virkilega stór
nöfn í knattspyrnuna í dag. Leik-
menn eins og Cryuff, Pele,
Beckenbauer, Best, sá besti er án
efa Di Stefano, ég hef séö hann á
kvikmyndum og hann var frábær.
Þaö eru margir frábærir knatt-
spyrnumenn sem leika í dag eins
og Platini, Magaht o.fl., en þaö er
eins og vanti stórar stjörnur sem
eru virkilega afgerandi eins og þeir
sem ég nefndi hér á undan, sagöi
Jóhannes. Nú var tíminn farinn aö
hlaupa frá okkur, Jóhannes þurfti
aö fara á æfingu og ég þakkaöi
fyrir spjalliö, gott kaffi og alveg
einstaklega góöa og Ijúffenga tertu
sem Lára kona hans haföi bakað.
— ÞR.
Lilja rétt
við metiö
„Ég er mjög ánægö með þetta
hlaup og tel mig geta miklu bet-
ur, því maöur þorir ekki aö beita
sér um of í fyrsta hlaupi," sagði
Lilja Guðmundsdóttir hlaupa-
kona úr ÍR í samtali viö Morgun-
blaðiö, en á fimmtudag bætti hun
persónulegt met sitt í 3000 metra
hlaupi verulega á frjálsíþrótta-
móti í Skövde, hljóp á 9:22,9 m(n-
útum og var því rétt viö islands-
metiö.
„Þetta var úrtökumót fyrir
sænska landsliöiö, og því allar
beztu sænsku stelpurnar meö,
nema ein, sem er afgerandi bezt
og því sjálfvalin í landsliöiö,“ sagöi
Lilja.
„Ég hélt í fremstu stelpurnar all-
an tímann og baröist viö þær um
fyrsta sætiö á síöasta hring, en
sigurvegari varö Katarine Wáhlin,
sem hljóp á 9:22,2. Tvíburasystir
hennar, Birgitta, varö þriöja á 9:25
mínútum, en hún á 9:14 frá í fyrra.“
Lilja kvaö hlaupið hafa veriö
jafnt og því ekki átakamikiö, en
fyrsta kílómetrann hljóp hún á
3:07, þann næsta á 3:12 og þann
þriöja á 3:03.
íslandsmetið í 3000 metra
hlaupi á Ftagnheiöur Ólafsdóttir
FH, sem hljóp á 9:20,62 á móti í
Hamborg í júlí í fyrra. í því hlaupi
bætti hún met Lilju frá 1980, sem
var 9:36 mínútur.
„Ég ætla undir 9:20 í sumar, er
staöráöin í því, fæ vonandi gott
tækifæri til þess í Þýzkalandi í
næsta mánuöi, fer til tveggja vikna
æfingadvalar í Dortmund í júlíbyrj-
un, og keppi á þremur mótum þar
og í Hollandi," sagöi Lilja.
Lilja kvaöst í vor hafa hlaupiö
800 metra á 2:14,5 og 400 metra á
59,9 viö slæmar aöstæöur og vann
bæöi hlaupin. Hún keppir í 1500
metra hlaupi á úrtökumóti fyrir
sænska landsliöiö í næstu viku.
Þess má geta aö á mótinu (
Skövde hljóp Brynjólfur Heiöar
Hilmarsson 800 metra hlaup og
vann sinn riöil örugglega á 1:54,17
mínútum.
— ágás.
Góður tími
í 200 m
hjá Mennea
ítalski spretthlauparinn Mennea
náði næstbezta tíma heims ( 200
metra hlaupi á móti í Torínó í vik-
unni er hann hljóp á 20,29 sek-
úndum. Á mótinu vann hann 100
metra á 10,30 sekúndum og var
einnig i ítölsku boðhlaupssveit-
inni sem hljóp á 38,79 sekúndum.
Beztum tíma í 200 metra hlaupi
á þessu ári hefur Bandaríkjamað-
urinn Carl Lewis náö, 20,16 sek-
úndum. Mennea á heimsmetiö (
greininni, 19,72 sekúndur, sett í
Mexíkó 1979. Mennea er nú að
komast í sitt gamla góða form, 31
árs að aldri, en hann hætti keppni
eftjr keppnistímabiliö 1980.
Á mótinu í Torínó urðu vestur-
þýzkir frjálsíþróttamenn sigur-
sælir. Evrópumeistarinn Patriz llg
sigraöi í 3000 metra hindrunar-
hlaupi á 8:19,93, sem er bezti ár-
angur í heiminum ( ár, Klaus Taf-
elmeier vann spjót með 91,04
metra kasti og er það öðru sinni á
árinu sem hann kastar yfir 90
metra, kastaöi 91,44 fyrir tveimur
vikum, Carlo Tranhardt stökk
2,31 í hástökki og Erwin Skam-
rahl hljóp 400 metra á 45,30 sek-
úndum.
— ágás.