Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
FASTEIC3IM AIVIIÐ L.UIM
SVERRIR KRISTJÁNSSON
HÚS VERSLUNARINNAR 6.HÆÐ
2ja herb.
Krummahólar
Til sölu ca. 70 fm íbúö á 1. hæö. Laus strax.
3ja herb.
Hraunteigur
Til sölu góö 3ja herb. kjallaraíhúð. Laus 1.9. nk.
Langholtsvegur
Til sölu ca. 70 fm sórhæð. Aö miklu leyti ný standsett. Laus fljótt.
Furugrund
Til sölu mjög vönduö svo til ný 3ja herb. íbúö á 3. hæð. Endaíbúö.
Laus 1.10 nk.
Sérhæðir
Digranesvegur
Til sölu ca. 155 fm mjög vönduö efri sérhæö ásamt bílskúr. Arinn í
stofu.. Þvottaherb. innaf eldhúsi. 4 svefnherb. Mikið útsýni.
Vallarbraut
Til sölu góð 150 fm efri sérhæö í þríbýli ásamt ca. 45 fm bílskúr.
Mikiö útsýni.
Einbýlishús
Austurbær
Til sölu stórt einbýlishús. Hæöin er ca. 210 fm ásamt ca. 30 fm
bílskúr. Kjallari er ca. 300 fm. Innkeyrsla í kjallara. Kjallarinn er
hentugur undir ýmiss konar iönaö eða sem verkstæöi. Mjög rólegur
staöur.
Vantar
Vantar 2ja herb. íbúðir á söluskrá.
Málflutningsstofa,
Sigríöur Ásgeirsdóttir,
Hafsteinn Baldvinsson hrl.
44
KAUPÞING HF
Húsi verzlunarinnar v/Kringlumýri.
Sími 86988
Einbýlishús —
Raðhús
Hjaröarland Moaf. Ca. 320 fm einbýlishús. 1. hæðin uppsteypt.
Stór tvöfaldur bílskúr. Verö 1250 þús. Æskileg skipti.
Esjugrund sjávarlóö. Uppsteypt plata fyrir 210 fm einbýlishús á
einni hæð. Allar teikningar fylgja. Verö 500 þús.
Garöabær — Marargrund. Fokhelt 210 fm einbýlishús meö 55 fm
bílskúr.
Vesturberg. 190 fm einbýlishús, 2 stofur, 5 svefnherb. Fallegur,
ræktaður garöur. 30 fm bílskúr. Stórkostlegt útsýni. Verö 3 til 3,1
millj.
Sérhæðir
4ra—5 herb.
Ugluhólar. Sérlega rúmgóö 5 herb. íbúö á jaröhæö. 4 svefnherb.
Góðar innr. Sér garður. Bílskúr. Verð 1,6 millj.
írabakki. 4ra herb. ca. 110 fm á 3. hæö. Aukaherb. í kjallara.
Tvennar svalir. Þvottaaöstaða á hæðinni. Laus strax. Verö 1400
þús.
Fellsmúli 5 herb. endaíbúð á 4. hæö, 4 svefnherb. Flísar á baöi.
Mjög gott útsýni. Verð 1750 þús. Ekkert áhvílandi.
Sigtún Sérhæö, 147 fm 5 herb. miöhæö. Falleg íbúö í góöu
ástandi. Bílskúrsréttur. Verö 2.250 þús.
Kríuhólar. 110 fm íbúð 4ra herb. á 8. hæö. bílskúr. Verð 1580 til
1600 þús.
Austurberg 4ra herþ. 100 fm á 3. hæö. Verö 1300—1350 þús.
2ja og 3ja herb.
Hrísateigur. 2ja herb. ca. 40 fm á 2. hæö. Samþykkt. Verö 500 þús.
Laus strax.
Hraunbær 35 fm íbúö í kjallara. Verö 700 þús.
Engihjalli 90 fm gullfalleg ibúð á 1. hæð. Þvottaaöstaða á hæöinni.
Verð 1200 þús.
husiverzlunarinnar|||| _____________________|l| 86988
Sólum«nn: Jakob R Guömundsson, heimasimi 46395. Siguröur Dagbjartsson, heimasimi 83135 Margrét Garöars,
heimasimi 29542 Vilborg Lotts viöskiptafræömgur, Kristin Steinsen viöskiptafræöingur.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^íðum Moggans!
Cavelleria Rusticana III
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Erlingur Vigfússon söng Tur-
iddu sl. sunnudagskvöld og er
hann þriðji söngvarinn sem
syngur þetta hlutverk í upp-
færslu Þjóðleikhússins að þessu
sinni. Hann syngur hlutverkið á
íslensku og er sýningin sam-
stæðari fyrir vikið. Að hlaupa
svona inn í mótaða sýningu er
ekki auðvelt, en Erlingur Vig-
fússon gerði hlutverkinu góð skil
og söng af miklu öryggi. Bak-
sviðsarían í upphafi óperunnar
var t.d. mjög vel sungin. Það
eina sem mátti merkja óöruggt
var hversu Erlingur fylgdist vel
Erlingur Vigfússon
með stjórnandanum, sem auðvit-
að hættir að vera áberandi, er
stjórnandi og söngvari venjast
saman. Það er mikils virði að
eiga söngvara á borð við Erling
Vigfússon og þó þeir starfi er-
lendis vilja þeir ávallt syngja
„heima" og landinn fagnar þeim
innilega, rétt eins og víkingum
var heimkoman gleðileg, eftir að
hafa sótt sér frægð og frama er-
lendis. Sýningin í heild var mun
betri en fyrri sýningar, sem und-
irritaður hefur heyrt. Kórinn
var t.d. mjög góður, sérstaklega í
fyrri hluta óperunnar og hljóm-
sveitin einnig. Einsöngvararnir
voru ágætir og hefur leikur
þeirra sumra slípast mjög, svo
að sýningin í heild er ekki eins
uppspennt, yfirleikin, eins og
hún var fyrst.
Nokkrir helstu aðstandendur foreldrasamtakanna. F.v. Sigurður Arnórsson gjaldkeri, Unnur Hermannsdóttir fyrrv.
formaður, Ásta Þorsteinsdóttir varaformaður og Marlaug Einarsdóttir formaður.
Foreldrasamtök barna með sérþarfir:
Akvædi um þjónustu á
heimaslóðum sé framfylgt
HÉR Á LANDI eru starfandi samtök
foreldra harna með sérþarfir, en þau
voru stofnuð 1973 af níu foreldrum
fatlaöra barna. í vor setti Alþingi ný
lög varðandi málefni fatlaðra og nú
telja félagsmenn brýnt hagsmuna-
mál samtakanna að einstökum þátt-
um laganna sé skilyrðislaust fram-
fylgt, þ.á m. ákvæði um þjónustu viö
fatlaða á heimaslóðum þeirra.
Tildrög að stofnun foreldra-
samtaka voru að móðir þroska-
heftrar stúlku á forskólaaldri
auglýsti í dagblaði eftir samstarfi
við foreldra fatlaðra barna varð-
andi málefni þeirra. Stofnendur
Samtaka foreldra fjölfatlaðra
barna, en svo nefndist félagsskap-
urinn fram til 1974, voru níu tals-
ins, en í dag telur félagið 140
manns víðs vegar af landinu.
Meðal fyrstu verkefna samtak-
anna var að stofna forskóla fyrir
fötluð börn. Borgaryfirvöld lögðu
til hús og búnað fyrir skólann að
Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.
Tvennt fannst félagsmönnum at-
hyglisvert við rekstur skólans, en
það var að þar tókust náin tengsl
milli foreldra og skóla og einnig
tókst strax að fá öflugt og áhuga-
samt teimi sérfræðinga. Arið 1974
hófst starfsemi fyrir fötluð börn í
Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi og
þangað var skólinn fluttur ásamt
sérskóla sem starfræktur hafði
verið fyrir börn sem skaddast
höfðu af völdum rauðra hunda
faraldurs. Þar með var lagður
grunnur að þeirri starfsemi sem
nú fer fram í Kjarvalshúsi, en þar
er eina greiningarstöð fyrir fatl-
aða á landinu. Eins og gefur að
skilja er langur biðlisti eftir að
komast til greiningar og meðferð-
ar þar og næsta verkefni foreldra-
samtakanna var að koma á fót
gistiheimili fyrir foreldra fatlaðra
barna utan af landi, sem sækja
þurftu þjónustu til höfðuborgar-
innar. Sama ár og starfsemi hófst
í Kjarvalshúsi, tóku samtökin á
leigu 5 herbergja íbúð að Brautar-
holti í Reykjavík, en árið 1980
tóku Landssamtökin Þroskahjálp
við rekstrinum.
Foreldrasamtökin eru eitt af að-
ildarfélögum Þroskahjálpar og í
sameiningu réðust þau í kaup á
einbýlishúsi í Kópavogi sem leysti
Brautarholt af hólmi. Nú er helsta
verkefni Foreldrasamtakanna að
koma upp sumarbústað fyrir fötl-
uð börn og foreldra þeirra á landi
Fossár í Hvalfirði og stendur fjár-
öflun til þeirra framkvæmda enn
yfir.
Varðandi þau lög sem Alþingi
setti í vor um málefni fatlaðra
telja samtökin brýna nauðsyn á að
einstökum þáttum laganna verði
skilyrðislaust framfylgt þar sem
þau óttast að fjölfötluð börn og
vangefin verði undir í baráttunni
um forgangsröð til þjónustu. Þau
þrjú viðfangsefni sem efst eru á
baugi hjá foreldrasamtökunum og
tengjast framkvæmd laga eru:
1) Að tryggja innan ramma
hinna nýju laga, að grundvallar-
þörfum allra fatlaðra barna og
ungmenna til menntunar og þjálf-
unar verði fullnægt á heimaslóð-
um þeirra.
2) Samtökin telja brýnt að
finna skjóta lausn á því neyðar-
ástandi sem nú er fyrirsjáanlegt í
húsnæðismálum fatlaðra.
3) Foreldrasamtökin munu
áfram leggja áherslu á að vinna að
fræðslu foreldra varðandi rétt
þeirra og veita hagnýtar upplýs-
ingar og stuðning eftir því sem við
verður komið.
Samtökin segja að enn sé svo í
reynd að t.d. aðstoð við foreldra
fatlaðra forskólabarna og ung-
menna, sé nær eingöngu hægt að
fá í Reykjavík og jafnvel þar sé
víða pottur brotinn sökum skorts
á samhæfingu kunnáttufólks og
aðstöðu. Þau telja að þessu leyti
ennþá fjölfötluð börn einna verst
sett, og einnig í húsnæðismálum,
þar sem þau telja að minna fötluð
börn muni njóta forgangs í þeim
efnum. Samtökin leggja til að ríki
og sveitarfélög komi sem fyrst á
stofn sambýium fárra einstakl-
inga á heimilislegum grundvelli og
veiti þá þjónustu sem dugi. Varð-
andi foreldrafræðslu þykir sam-
tökunum nauðsynlegt að foreldrar
fylgist með hinum öru breytingum
á þekkingu og tækni sem tengjast
aðstæðum barna þeirra. Höfuðvið-
fangsefni samtakanna verður þó
sem fyrr að upplýsa foreldra og
almenning og uppræta fordóma og
vanþekkingu í þessum efnum auk
þess að hafa áhrif á þá uppbygg-
ingu sem framundan er samfara
nýjum lögum.