Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 Alþjóðleg fiskveiðisýning í Kaupmannahöfn: 13 íslensk fyrirtæki sýna framleiðslu sína ALÞJÓÐLEG fiskveiðisýning, sem hlotið hefur nafnið „World fishing", verður haldin í Kaupmannahöfn dagana 18. til 22. júní. Þátttakendur í þéssari sýningu verða í niilli þrjú og fjögur hundruð aðilar víðs vegar að úr heiminum, en þetta mun vera stærsta sýning sinnar tegundar utan Norður-Ameríku. Þrettán íslenskir aðilar taka þátt í þessari sýningu sem verður haldin í „Bella center" en það er sérstakt hús sem ætlað er undir sýningar. Þeir aðilar, íslenskir, sem taka þátt í sýningunni eru J. Hinriks- son, sem sýnir toghlera, Kvikk sf., sem sýnir hausaskurðarvél fyrir þorskhausa, Tæknibúnaður, sem sýnir olíueyðslumæla, Örtölvu- tækni, sem mun sýna oliueyðslu- mæla og hitamæla fyrir skip, Marel hf., sem sýnir rafeindavog- ir, Kassagerð Reykjavíkur, sem sýnir sínar umbúðir, Traust hf., sem sýnir ýmiskonar fiskvinnslu- tæki, Hampiðjan, sem sýnir net og reipi, og Stálvinnslan, sem sýnir síldar og loðnuflokkunarvél. Einnig taka þátt í sýningunni Vélsmiðjan Oddi, Plasteinangrun, Vélsmiðjan Klettur og Ofnasmiðj- an, en þessi fyrirtæki munu f sam- einingu sýna það sem hlotið hefur nafnið „Heildarlausn" á íslensku og mun það vera ákveðin með- höndlun fiskikassa frá skipshlið, losun þeirra og þvottur og flutn- ingur að skipshlið aftur. Héðan fara á annað hundrað manns til að vera viðstaddir sýn- inguna, en auk þess fara um 40 til að sjá um uppsetningu hennar fyrir hönd íslensku fyrirtækjanna. Miðgarður: Námskeið í lífeflissálfræði BRESKI sállæknirinn David Boad- ella mun halda helgarnám.skeið í líf- eflis.sálfræði Wilhelm Reich í Mið- garði á Bárugötu 11 dagana 17.—19. júní nk. Námskeiðið ber heitið „Úr viðjum vöðvaspennunnar“ og er opið öllum er hafa áhuga á bættri líkam- legri og andlegri vellíðan. Á þessu helgarnámskeiði mun David Boadella gera aðferðum skil sem nota má til að losa um spennta vöðva, leiðrétta ranga öndun, bæta tjáningaraðferðir og auka almenna líkamlega líðan. Jafnframt verður leitast við að vekja tilfinningu fyrir lífsorku líkamans og tengslum hennar við líkamsástand og tilfinningaleg viðbrögð. Bladburðarfólk óskast! Blesugróf Blesugróf fHtfgmtlrlfiMfe GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝST ÞÚ GATEÐA GRIND? BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 7 /8 40 Kverkstæðið nostós Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir bifreiða! Ásetning á staðnum Á myndinni eru, aftari röð.frá vinstri: sr. Ólafur Skúlason, sr. Pétur Ingjaldsson, sr. Andrés Ólafsson og sr Hjalti Guðmundsson. í neðri röð eru, t.f.v.: sr. Bjarni Th. Rögnvaldsson, sr. Flóki Kristinsson, biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Hreinn Hákonarson. p M Æk P i M WTæ X W* □1 * \ .,1 i, v r t *%» tfí.i ^EbbSk&sí&ís&l í ■ Þrír prestar vígðir Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, vígði sl. sunnudag 3 nýja presta og hafa þeir allir fengið stöður sem slíkir. Prestarnir nýju eru þau sr. Bjarni Th. Rögnvaldsson, sr. Flóki Kristinsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Sr. Flóki hefur verið settur sóknarprestur á Hólmavík og sr. Bjarni á Djúpavogi en sr. Solveig Lára verður aðstoðarprestur í Bú- staðaprestakalli. Vígsluvottar voru þeir sr. Andrés ólafsson frá Hólmavík, sr. Pétur Ingjaldsson sóknaprestur Húnvetninga. sr. Hreinn Hákonarson prestur í Söðulsholti og sr. Ólafur Skúla- son dómprófastur. Nokkuð sérkennilegt þótti að sr. Andrés Ólafsson, sem nú er kominn á eftirlaun sem prestur á Hólmavík og starfar sem kirkjuvörður þar, vantaði ein- hvern til að leysa sig af í því starfi meðan hann fór suður til að vera viðstaddur vígslu hinna nýju presta. Afleysingamaður- inn var enginn annar en sr. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur. Skiptust þeir því á störfum um tíma kirkjuvörðurinn og prest- urinn. Dæmd í 10 mánaða fangelsi VALDÍS Björgvinsdóttir, fyrrum starfsmaður Eimskipafélags (slands, en hún gegndi þar stöðu launagjald- kera og dró sér fé úr sjóðum félags- ins, var á föstudaginn dæmd í 10 mánaða fangelsi fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Þar af eru 7 mánuðir skilorðsbundnir í 3 ár. Konan sat í 5 daga í gæslu- varðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð yfir og kemur sú gæsluvarðhaldsvist til frádráttar fangelsisdómnum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Konan hafði endurgreitt félag- inu það fé sem sannað þótti að hún hefði dregið sér, en fjárdrátturinn stóð yfir á tímabilinu 1975 til 1982. Bandaríski einsöngvarakórinn Tbe Gregg Smith Singers. Síðari tónleikar The Gregg Smith Singers Friðrik ritstýrir Lagasafninu FRIÐRIK Ólafsson skákmeistari og lögfræðingur hefur tekið við rit- stjórn Lagasafnsins af Ragnhildi Ilelgadóttur menntamálaráðherra. Stefnt er að útgáfu safnsins í tveimur bindum í haust. Laga- safnið var síðast gefið út árið 1973. Sú nýjung er tekin upp í sambandi við útgáfuna núna, að lagasafnið er sett í tölvu og verður þannig hægt að varðveita það á tölvudiski. Mun þetta auðvelda mjög síðari útgáfur, því bæta má inn jafnharðan nýjum lögum og breytingum, sem kunna að verða gerðar á Iagasafninu. SÍÐARI tónleikar bandaríska ein- söngvarakórsins The Gregg Smith Singers verða haldnir í Gamla bíói þriðjudaginn 14. júní og hefjast klukkan 20.30. Kórinn hélt tónleika í Lang- holtskirkju á laugardaginn og vakti gífurlega hrifningu þeirra sem þar hlýddu á söng hans. Það er valinn maður í hverju rúmi og er hér á ferð þrautþjálfaður at- vinnumannakór. Sérstaka athygli vakti uppfærsla kórsins á sumum tónverkunum til að ná fram ann- ars konar hljóðblöndun en verður þegar flytjendur standa fyrir framan áheyrendur. Félagarnir í kórnum dreifðu sér þá um allan sal og þannig barst tónaflóðið úr öllum áttum. Verður þetta líka gert í Gamla bíói. Innan Gregg Smith Singers starfar karlakvartett, Aureus Quartet. Mun hann halda tónleika í Norræna húsinu á laugardag, 18. júní. Daginn eftir syngur kvart- ettinn á Akureyri. Koma The Gregg Smith Singers til íslands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda. Þessi 14 manna kór hefur unnið til margra verð- launa og fengið frábæra dóma hjá gagnrýnendum margra stórblaða vestan hafs og austan. Miðasala á tónleikana í Gamla bíói verður við innganginn. (Frétutilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.