Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 Thatcher stokkar upp í stjóm sinni: Ráðherrum vikið úr starfi og breytingar innan ráðuneyta London, 13. júní. AP. MARGARET THATCHER tilkynnti um breytingar á stjórn sinni á laug- ardag eftir að ljóst var um kosn- ingasigur hennar í þingkosningun- um á fimmtudag. Tveimur ráðherr- um var vikið úr embættum sínum, þeim Francis Pym utanríkisráðherra og David Howell samgöngumála- ráðherra og ráðherrar voru fluttir til innan ríkisstjórnarinnar. Hún kvaðst einnig tilkynna um frekari breytingar á stjórn sinni innan skamms. William Whitelaw var vikið úr embætti innanríkisráðherra, en gerður að forseta lávarðadeildar- innar en hann verður sem slíkur og sem vararáðherra enn í stjórn- inni. Brottvikning Francis Pyms úr embætti utanríkisráðherra kom ekki á óvart. Hann var skipaður í embætti utanríkisráðherra þegar Carrington lávarður sagði af sér þegar Argentínumenn gerðu inn- rás á Falklandseyjar á siðastliðnu ári. Thatcher lét í ljós vantrú sína á Pym og starfi hans í utanríkis- ráðuneytinu þegar hún réð sér sinn eigin ráðgjafa í utanríkismál- um, sem var Sir Anthony Parsons, aðalsamningamaður bresku stjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum meðan á Falklandseyja- deilunni stóð. David Howell, sem einnig var vikið úr embætti sínu, sagði í út- varpsviðtali í gærkvöld, að brott- vikning úr starfi kæmi sér ekki á óvart þar sem hann hefði oftsinnis lent upp á kant við Thatcher varð- andi stefnu hennar. Þessar brottvikningar ráðherra og skipun þriggja manna úr fjár- málaráðuneytinu í lykilembætti hefur það í för með sér að stjórnin er skipuð mönnum sem eru mjög hliðhollir fjármálastefnu Thatch- ers. Það eru þeir Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra, Leon Brittan, innanríkisráðherra og Nigel Lawson, fjármálaráðherra. Howe, sem er 56 ára gamall, hefur verið fjármálaráðherra í stjórn Thatchers frá því hún tók við völdum í maí 1979. Fálátur og litlaus í framkomu hefur hann haldið fast um ríkiskassann og framfylgt efnahagsstefnu stjórn- arinnar með þeim árangri að verð- bólga i landinu hefur ekki verið minni í fimmtán ár. Howe er dyggur stuðningsmað- ur stefnu Thatchers, en hann veitti henni harða samkeppni um forystu flokksins árið 1975 þegar Heath lét af henni eftir kosninga- ósigra í tvígang. Leon Brittan, innanríkisráð- herra, er 43 ára að aldri og yngsti ráðherra stjórnarinnar. Hann er lögfræðingur að mennt og var fyrst kjörinn á þing 1974. Hann var aðstoðarinnanríkisráðherra í stjórn Thatchers 1979 og var síðar gerður að ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu. Nigel Lawson, 51 árs, tekur við embætti fjármáiaráðherra. Hann hefur jafnan verið dyggur stuðn- ingsmaður Margaret Thatchers. Lawson hefur verið orkumála- ráðherra undanfarin tvö ár og frami hans í stjórnmálum er tal- inn hafa verið skjótur. Patrick Jenkin hlaut embætti umhverfismálaráðherra, en var áður félagsmálaráðherra þegar stjórn Thatchers tók við 1979 og síðar iðnaðarráðherra 1981. Peter Walker var færður úr embætti landbúnaðarráðherra f embætti iðnaðarráðherra. Hann var áður í lykilstöðum í stjórn Heaths á árunum 1970 til 1974. Efnahagsbandalag Evrópu: Kröfu Breta um end- urgreiðslu hafnað Luxemborg, 13. júní. AP. EFNAHAGSBANDALAGIÐ hafnaði í dag þeirri kröfu Breta um að hluti framlags þeirra í sameiginlegan sjóð bandalagsins verði endurgreiddur. Þetta þýðir að Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, verður að Deng Xiaoping formaður her- málanefndar Peking, 13. júní. AP. DENG XIAOPING, helsti leiðtogi Kína, verður kjörinn formaður nýrrar hermálanefndar ríkisins, og verður þar með í æðstu stöðum jafnt innan komm- únistaflokksins sem hjá hernum, að því er áreiðanlegar heimildir hermdu í dag. Talið er að þingið muni ganga frá formsatriðum varðandi þessa stöðu- veitingu með leynilegri atkvæða- greiðslu næsta laugardag, en mið- stjórn flokksins hefur þegar lagt fram tillögur sínar um það hver skuli skipaður í þetta embætti sem og önnur. Suður-Afríka: knýja sérstaklega á um þetta atriði á toppfundi bandalagsins I Stuttgart í næstu viku. „Það var ekki sæst á neina ákveðna upphæð," sagði fulltrúi V-Þjóðverja við fréttamenn að fundinum loknum. Sir Geoffrey Howe, nýskipaður utanríkisráð- herra, hafði þá óskað eftir því að samþykkt yrði minnkað framlag Breta. Eftir því sem næst verður kom- ið vildi Howe ræða um margra milljóna samdrátt í framlagi Breta. Flestar aðrar aðildarþjóðir bandalagsins voru á þeirri skoðun, að minnka bæri framlagið á löng- um tíma, reyndist á annað borð grundvöllur fyrir slíkri samþykkt. Samkvæmt upplýsingum eins fulltrúa Breta innan Efnahags- bandalagsins liggur ljóst fyrir, að fundurinn í Stuttgart verður þeim erfiður. Hann vildi ekki tjá sig um hvort Thatcher myndi halda fast við fyrri ákvarðanir bresku stjórnarinnar í þessum efnum, eða hvort reynd yrði einhver mála- miðlunarleið. Berjast fyrir 30% kauphækkun JóhanneHarborg, 13. júní. AP. MEÐ ÞAU orð að leiðarljósi, að meðlimi sína eigi að meðhöndla eins og mannverur en ekki þræla, hefur fvrsta verkalýðsfélag svartra námu- verkamanna í Suður-Afríku hafið baráttu sína fyrir 30% launahækkun og endalokum sérrétttinda hvftra starfsbræðra þeirra. Verkalýðsfélag þetta, sem hefur 30.000 meðlimi inn- an sinna vébanda, naut fyrst opin- berrar viðurkenningar í síðustu viku. Að sögn leiðtoga verkalýðsfé- lagsins, Cyril Ramaphosa, var kröfum félagsins dreift til allra meðlimanna, svo og námamála- ráðuneytisins, sem fer með öll málefni námuiðnaðarins í landinu. Iðnaður þessi í Suður-Afríku er sá umfangsmesti sinnar tegundar í heiminum. Frá Windhoek í Namibíu bárust í dag þær fregnir, að hermenn Suður-Afríku hefðu banað 22 skæruliðum í átökum, sem urðu um helgina. í yfirlýsingu, sem yf- irvöld í Namibíu sendu frá sér, sagði að átökin hefðu orðið skammt frá landamærunum við Angóla. Frá fundi Einingarsamtaka Afríku í Addis Ababa. Fundi Einingarsamtaka Afríku í Addis Ababa lokid: Hver höndin upp á móti annarri Addis Ababa, Kþíópíu, 13. júní. AP. EININGARSAMTÖK Afríkuríkja luku stormasömum, en að öðru leyti fremur viðburðasnauðum fundi sínum í gærkvöldi með samþykkt frið- aráætlunar um vesturhiuta Sahara-svæðisins. Var sú samþykkt merkasti áfanginn á ráðstefnunni, sem annars einkenndist einkum af óeiningu meðal aðildarríkjanna. Þrátt fyrir óeininguna, sem ríkti á fundinum, tókst að leiða deiluna um vesturhluta-Sahara til farsællegra lykta áður en allt fór í loft upp. Um tíma var hit- inn slíkur hjá ráðstefnugestum, að við lá að fundurinn færi út um þúfur. Þessu máli var hins vegar vart lokið er allt fór í háa- loft á ný vegna deilna um kjör aðalritara samtakanna. Þrír menn voru í framboði, en ekki tókst að fá úr því skorið hvern bæri að setja í embættið þrátt fyrir atkvæðagreiðslu þar að lútandi. Alls greiddu 47 at- kvæði, en enginn frambjóðend- anna þriggja fékk meirihluta at- kvæða. Var því farin sú mála- miðlunarleið, að óska eftir því að Nígeríumaðurinn Peter Onu tæki starfið að sér, þar til annað yrði ákveðið. Onu hefur gegnt starfi aðstoðaraðalritara sl. 11 ár. Ákveðið hefur verið að næsti fundur samtakanna verði hald- inn í Conakry í Gíneu. Þegar hefur frést af því, að stuðn- ingsmenn Polisario-hreyfingar- innar hyggist sniðganga þann fund fari hann fram í Conakry. Stærsta dagblað Kenýa út- hrópaði í dag þær tillögur Edem Kodjo, fráfarandi aðalritara einingarsamtakanna, að hinar svörtu þjóðir Afríku ættu að róa að því öllum árum að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Sagði blaðið þessa tillögu einhverja þá gagnslausustu, sem nokkru sinni hefði komið frá honum. Breska Harrier-þotan á þilfari spánska skipsins. Banna öllum að ganga um borð SanU Cniz de Tenerife, Kanaríeyjum, 13. júní. AP. FJÓRTÁN manna áhöfn spánska flutningaskipsins Al- raigo sagði í dag, að ekki kæmi til greina að Harrier-þotan, sem nauðlenti á flutningagámum á þilfari þess eftir hrakninga um helgina, yrði fjarlægð án þess að á móti kæmi trygging frá bresk- um yfirvöldum fyrir björgunar- launum skipverja. Þá skýrði spánska ríkisút- varpið frá því í dag, að skip- stjórinn hefði gefið fyrirmæli um að engum breskum viðgerð- armönnum yrði hleypt um borð til þess að kanna skemmdir vélarinnar án þess að tryggt væri með greiðslur björgun- arlauna. Samkvæmt reglum geta skipverjar krafist allt að tveggja þriðju hluta andvirðis nýrrar Harrier-þotu i björgun- arlaun. Celenk enn í Búlgaríu Vín, 13. Júnf. AP. BEKIK CELENK, Tyrki, sem grunaður er um smygl og talinn vera í tengslum við skotárás á Jóhannes I'ál páfa II, hefur ekki fengið lcyfi til að yfirgefa Búlgaríu, að því er segir í fregnum búlgörsku fréttastofunnar BTA. ítalir og Tyrkir hafa beðið um framsal á Celenk vegna smyglákæra á hendur honum, og Ilario Martella, aðalrannsakandi skotárásarinnar á páfa, 13. maí 1981, hefur einnig óskað eftir því að Celenk fái leyfi til að koma til Ítalíu. Búlgarir hafa hins vegar farið fram á það, að Martella komi til Búlgaríu og yfir- heyri Celenk þar í landi. Fréttstofan BTA sagði Celenk vera undir umsjá búlgarskra yfir- valda, sem þýði það í raun, að honum er meinað að fara úr landi og verður að vera til taks til yfirheyrslna. Perú: Skurkur skæru- liða í Cuzco Lima og Cuzco, Perú, 13. júní. AP. YFIRMAÐUR þeirrar deildar lögregl- unnar í Perú, sem á í höggi við skæru- liða sagði í dag, að yfirvöld landsins ættu langa baráttu fyrir höndum. Inn- anríkismálaráðherra landsins, Luis Percovich, tók í sama streng og sagði yfirvöld enn eiga eftir að brjóta á bak aftur andspyrnu skæruliða á ýmsum mikilvægum stöðum. Skæruliðarnir létu til sín taka í borginni Cuzco í dag er þeir sprengdu í loft upp þrjár rafstöðvar með þeim afleiðingum að allt raf- magn fór af borginni í hálfa aðra klukkustund. Engin slys urðu á fólki, en mikil ringulreið greip um sig jafnt á meðal innfæddra og ferða- manna, sem voru í borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.