Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
7
BÍLLINN
BILASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI
Öllum þeim mörgu vinum mínum, frændum og sam-
starfsmönnum þakka ég hjartanlega, sem glöddu mig
með stórmannlegum gjöfum, kveðjum og heimsóknum á
sjötugsafmæli mínu 31. maí síðastl. Sérstaklega vil ég
þakka þann heiður sem félagar mínir í samtökum
sjálfstæðismanna á Suðurlandi sýndu mér, með því að
halda mér samsæti í Ámesi í tilefni afmælis míns.
Kveðjur og þúsund þakkir,
Steinþór á Hæli.
Alúðarfyllstu þakkir sendi ég öllum vinum mínum og
vandamönnum sem glöddu mig á afmælisdaginn minn,
lf. júní sl.
Narfí Þórðarson,
Nýlendugötu 23.
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verð.
Steinull — glerull — hólkar.
'Armúla 16 sími 38640
þTþorgrímsson & CO
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888
Ath.: Vantar nýlega bila á stadinn.
SÝNINGARSVÆÐI ÚTI OG INNI
TSíöamailcadutinn
^fýiettifjetu 1P-1S
MAZDA 929 8TATI0N
1980 blár. eklnn 49 þús. Utvarp. snjó-
dekk, sumardekk. Verð 195 þús.
M-BENS 220 DIESEL
1976, gulur, eklnn 190 þús. Gööur bíll,
alltal i einkaeign. Verö 230 þús.
GALANT 1800 GL.
Silturgrár, eklnn 47 þús. Sjállsklþlur,
snjödekk, sumardekk. Verö 170 þús.
HONDA PRELUDE DATSUM CHERRY 1981
1980. Rauöur. Ekinn 40 þús. Sjólfsk. Rauöur. ekinn 26 þús. Aklœöi á sætum.
meö overdriver Verö 240 þús. Verö 165 þús.
Hélt að mitt blaö
hefði ekki komið
0899-9945 skrifar 9. júní:
„Velvakandi.
F.g vil hér með senda „litlu
stúlkunni", sem ber út Morgun-
blaðið í efri hluta Mávahliðar-
innar, afsökunarbeiðni mina
vegna þess að ég skyldi hringja
og segja, að blaðið hefði ekki
komið til mín í dag.
Þannig er, að þrjú blöð eiga að
koma í húsið og bárust þau öll
skilvislega og snemma þennan
dag eins og alltaf siðan þessi
litla stúlka byrjaði að bera ut.
Hjón, sem bæði vinna úti, inru
af sérstökum ástæðum sitt
hvoru lagi að heiman og he du
bæði að makinn hefði ekki tekið
blaðið með sér. Þau tóku þvi tvo
blöð og þar með blaðið sem eg
átti að fá. Því áleit ég, að mitt
blað hefði ekki komið."
Háttvísi — sól í sinni
Kaupandi Morgunblaösins skrifar Velvakanda bréf sl.
laugardag og sendir „litlu stúlkunni", sem ber út Moggann
í hverfi hans, afsökunarbeiðni vegna þess, að hann haföi
hringt og kvartaö undan því aö blaöiö hafi ekki borizt
tiltekinn dag, sem viö nánari athugun reyndist rangt.
Bréfritarinn hefur það sem sannara reynist og biöur blaö-
berann afsökunar. Hlýhugur og háttvísi af því tagi, sem
fram kemur hjá þessum bréfritara, mætti oftar einkenna
mannleg samskipti. Vissulega væri tilveran ánægjulegri ef
við temdum okkar slíka tillitssemi, sem vekur sól í sinni, í
umgengni við náungann.
Vaxtarbroddur
atvinnulífsins
Akureyrarblaðið Islend-
ingur birti 9. júní sl. svo-
hljóðandi ummæli Sverris
Hermannssonar, iðnaðar-
ráðherra:
„Kg hefi mjög mikinn
áhuga á því að koma á fót
stóriðju á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Atvinnulífið hefur ver-
ið að veikjast á svæðinu,
samdráttur í byggingariðn-
aði og ekkert of bjartar
horfur í skipasmíðaiðnaöi.
Ég mun því leggja mikið
kapp á aö fá stóriðju á
þetta svæði. Einnig vil ég
stuöla aö því að efla skipa-
smíðaiðnaðinn með öllum
ráðum.“ — „Ég mun
endurvekja stóriðjunefnd-
ina og skipa í hana sérstak-
an fulltrúa Norðurlands-
kjördæmis eystra og ég
mun fela nefndinni sér-
staklega að reisa stóriðju á
Eyjafjarðarsvæðinu,“ hefur
íslendingur eftir ráðherr-
anum.
Blaðiö segir orðrétt:
„Sverrir sagði að það
væri lífsnauðsyn að koma
upp stóriöju á Eyjafjarö-
arsvæöinu. Þar væri einn
helzti vaxtarbroddur at-
vinnulífsins í stóriöju og
stóriðja væri sá þáttur at-
vinnulífsins sem mest efldi
hagvöxt."
Handarbaka-
skrif Alþýöu-
blaðsins
Sósíaldemókratar eða
lýðræðisjaf naðarmenn
hafa víða náð nokkurri
fótfestu, ekki sízt á Norð-
urlöndum. Þeim hefur þó
verið þungt undir fæti hér
á landi. Tíndar hafa verið
til ýmsar skýringar á lakari
útkomu þeirra hér en t.d. í
Danmörku og Svíþjóð, svo
nefndar séu tvær frænd-
þjóðir. Meginskýringin er
þó sennilega Alþýðublaðið,
eða delluskrif af því tagi
scm birtust í leiðara þess
sl. laugardag. Sýnishorn:
„Það er þá sennilega
einnig hugmynd Alberts
Guðmundssonar að byrja á
því að selja Tryggingar-
stofnun ríkisins, alla skóla
landsins, öll lögreglustjóra-
embættin, ríkisspítala,
Vegagerðina, Vita- og hafn-
armál, Veðurstofuna, IIús-
næðisstofnun ríkisins og
fleira. I’eningamenn eiga
þá líklega að sjá um lög-
gæzlu í landinu ... “ !
Fjármálaráðherra hefur
látið í Ijósi þær hugmyndir
að ýmiskonar ríkisrekst-
ur, sem gerður er út á pen-
inga skattborgara í land-
inu, megi missa sig í þcim
starfsþáttum, þar sem
þjónusta viö almcnning og
samkeppni er næg fyrir.
Þá komi og stcrklcga til
greina að selja eignar-
hluta ríkisins í atvinnu-
rekstri, sem betur væri
kominn í höndum ein-
staklinga eða samtaka
þeirra. Þcssu er víða hægt
að koma við án þess að
skerða í nokkru svokall-
I aða félagslega þjónustu.
Þá myndi það eflaust
spara stórfé að bjóða út
allar meiriháttar fram-
kvæmdir (s.s. í vegagerð,
hafnargerð og flugvalla-
gerö), og má í því sam-
bandi minna á útboönar
vegaframkvæmdir á
Snæfellsnesi nú í vor,
langt undir áætluöum
kostnaði og á mettíma.
Ríkisrekinn
fjórblööungur
Hugmyndir fjármála-
ráðherra eiga ekkert sam-
merkt við fáráðsskrif af því
tagi sem cinkcnna tilvitn-
aðan leiðara Alþýðublaðs-
ins. Það er einmitt „rök-
fræði“ af þessu tagi sem
gert hefur bæði Alþýðu-
flokkinn og Alþýöublaöið
I smátt í sniöum. Kaunar
byggir Alþýðublaðið tilveru
sína fremur á opinberum
framlögum og opinbcrum
auglýsingum en eftirspurn
almennings í landinu, svo
því rennur e.t.v. blóðið til
skyldunnar þegar það telur
höggvið að kcrfisstofnun-
um. Það hefur því miður
gert sig, m.a. með útúr-
snúningum af því tagi sem
að framan getur, að horn-
reku í íslcnzkum blaða-
heimi, sem lifir á opinber-
um bónbjörgum.
Vonandi vex Alþýðu-
blaðinu fiskur um hrygg,
hvað varöar útbreiðslu og
afkomu. Það gegndi áður
fyrr og getur enn gegnt
góðu hlutvcrki meðal ís-
lenzkra blaða. En það verð-
ur naumast meðan slík
skrif ráða ferð, sem sjá má
í forustugrcinum þar á ba‘
I þessa dagana.