Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1983 Ast er ... ... að finnast í fjöru. TM Rm U S Pat Oft -all rtghts reserved •1982 Los Angeles Ttmee Syndtcate Maðurinn ydar sagði mér að hann hefði ungur að árum hrifist af því tröllslega í umhverfinu og nú sé ég það! Engar áhyggjur eða æðibunugang hér. HÖGNI HREKKVÍSI ... 06 veruæiNN KEMUf?'A KÖLPUM fOTU/W ..." Að hjálpa öðrum Kristín Sigurðardóttir, formaður AFS á íslandi, skrifar 9. júní: í dag, 9. júní, birtist í Morgun- blaðinu (Velvakanda) grein Bjarn- eyjar Ólafsdóttur undir yfirskrift- inni „Að hjálpa sér sjálfur". Aðal- efni greinarinnar virðist vera að mæla með því að við íslendingar eigum fremur að leggja fé í eigin varasjóði en að verja fjármunum til þróunarhjálpar. Þá segir í greininni að Þróunarsamvinnu- stofnun íslands hafi ekki treyst sér til að veita aðstoð við hugsan- lega för tveggja kennara til Ghana. Að lokum er tveim spurn- ingum beint til okkar sem veitum forystu samtökum AFS á íslandi. Um ágæti þróunarhjálpar má eflaust deila. En hún er reist á grundvelli þeirrar sannfæringar að ekkert mannlegt sé okkur óvið- komandi, að allir menn eigi jafnan rétt til lífs og mannréttinda, að við jarðarbúar séum öll á einu og samá geimfarinu og vegna þess eigum við að bera allar byrðar sameiginlega, raunar að njóta einnig alls þess góða sem móðir jörð gefur okkur af auðlegð sinni. Hversu hagkvæmt það er að safna í eigin sjóði má eflaust deila um, hvað sem um réttmæti þess að öðru leyti má segja. Sennilega hefðu eigin sjóðir Vestmanney- inga dugað skammt þegar eldur- inn læsti sig um byggð þeirra fyrir nokkrum árum. Þá þótti öllum ís- lendingum vænt um að geta rétt Vestmanneyingum hjálparhönd. Ég man heldur ekki betur en að erlend aðstoð hafi þá verið þegin með þökkum. Þar sem Skaftárelda var minnst í gær er ekki úr vegi að hafa í huga að þrátt fyrir alla okkar væntanlegu varasjóði getur svo farið að mörg okkar komi engum öðrum vörnum við en þeim sem kunna að verða veittar af öðrum en þeim sem ógæfan dynur yfir. Og sú hjálp kann hugsanlega að berast alla leið sunnan frá Afriku. Besta og öruggasta tryggingin fyrir því að við megum vænta hjálpar ef í nauðir rekur er sú að við höfum veitt öðrum hjálp þegar við vorum einhvers megnug. Það er þessi alþjóðlega samtrygging sem veldur því að við viljum veita þróunarhjálp, bæði með því að metta hungraða, skýla klæðlitlum eða berjast gegn fáfræði, t.d. með því að senda kennara til Ghana. Það er á mishermi byggt í Morgunblaðinu 15. maí sl., að Þróunarsamvinnustofnun Islands rAö hjálpa sénsjálftir Búrnev ÓlifodÁitív nL«f.. tr i ..... Bjarae; Olnfadóctir skrifar 15 | maí: J Morgunblaðinu 12. maí sl. I (**!•. 58—59) er eingöngu rætt um ■ þróunarhjálp og m.a. talaði viö I Sólveigu Karvelsdóttur. Kemur I Þar fram, aö hún ásamt AFS (fé- J lagið Alþjóðleg fræðsla og sam- ■ skipti) harmar það mjðg, að I menntamálaráðuneytið skyldi I synja beiðni þeirra um að tveir I kennarar yrðu sendir til Ghana á lfullum launum (frá íslenska rík- I >nu) til að aðstoða Ghana-búa I I neyð þeirra. Einnig segir Sólveig. I að AFS hafi sótt um styrk af Iþessu tilefni til ÞSSl (Þróunar- J samvinnustofnunar íslands), sem I ekki kvaðst a/lögufær vegna fjár- | skorts. . A sömu síðu er viðtal við Björn Friðfínnsson, sem er fulltrúi Rauða krossins við flótUmanna- Jstarf samtakanna og situr einnig I stjórn ÞSSÍ Mig langar til að vita, af hverju ekki er hægt að senda tvo kennara til Ghana og borga þeim laun af söfnunarfé þvl, sem Rauði krossinn hefur safnað hjá iHlenskum almenningi vegna þróunarverkefna? Til hvers er söfnunarféð notað, ef ekki til að- stoðar eins og þarna var um að ræða? Fer það eingöngu til að greiða laun sUrfsmanna Rauða krossins og annan millikostnað? Það var rétt hjá mennUmála- ráðuneytinu að synja beiðninni. Hér á landi getur innan tíðar skapast neyðarástand hjá lág- launafólki. Hvert á þetU fólk að leiU, þegar endar ná ekki saman seinnihluU hvers mánaðar? Sú fyrirhyggja hefur aldrei verið sýnd hér á landi að safna í sjóöi handa landsmönnum sjálfum Þegar einhver vá hefur orðið, náttúruhamfarir, aflabrestur eða þvíumlíkt, hafa allir sjóðir veriö tómir. Ef sýnd hefði verið einhver fyrirhyggja, væri veröbólga.held ur ekki komin I þriggja stafá tölu Tækifærismennska og sýndar mennska hafa sett svip sinn á stjórn þessa lands á flestum svið- Tjörnin: Virðist sem svartbak- urinn sé búinn að ljúka sér af á þessu vori Vilhjálmur Sigurjónsson leigubíl- stjóri hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mig langar til þess að vekja at- hygli á mjög umtalsverðri röskun sem er að verða á fuglalífi á Tjörn- inni, fyrir framan augun á okkur borgarbúum. Við leigubílstjórarnir höfum ekki svo mikið að gera á nóttunni nú orð- ið og getum því oft gefið okkur tóm til að Ifta í kringum okkur. Einn fé- laga minna sagði við mig, að það væri ömurlegt að horfa upp á, hvern- ig svartbakurinn tfndi upp andar- ungana á Tjörninni. Hann kvaðst hafa séð það eina nóttina, þegar hann ók eftir Fríkirkjuveginum, að svartbakur hvolfdi sér niður á kollu með unga sína. Kollan hafði gefið ungunum merki, svo að þeir stungu sér í kaf. Svartbakurinn hinkraði við, þar til litlu krílin komu upp á yfirborðið, renndi sér þá eldsnöggt niður og hremmdi einn unganna. Kollan forðaði sér með þá sem eftir voru f áttina til félaga mfns, sem hafði stöðvað bílinn til að fylgjast með hvað gerðist. Það var eins og kollan fyndi til öryggis f nánd við mann og bfl og hélt sig nálægt bakk- anum. Um það bil sem félagi minn ók af stað aftur, sá hann svartbak- inn steypa sér niður og taka næsta unga. Eftir að ég heyrði þetta, fór ég eina nóttina að skoða, hvað þarna væri að gerast. Og viti menn: Lengi vel sá ég ekki neina kollu með unga. Loksins kom ein með tvo unga. Ég stansaði á brúnni og virti fyrir mér fuglalífið. Og það þurfti ekki lengi að bíða eftir tfðindum. Svartbakur sveimaði mjög hátt yfir og hvolfdi sér síðan allt í einu niður. Ungarnir köfuðu, svo að hann hafði ekki erindi sem erfiði í þessari atrennu. Hann beið færis og gerði aðra atlögu, þeg- ar ungarnir voru að koma upp. Þeir rétt náðu að kafa á nýjan leik og aftur varð svartbakurinn að hverfa frá. Kollan hafði orðið mín vör og nálgaðist bakkann með báöa ungana þétt upp við sig. Þá gafst óvinurinn upp og flaug á brott með vængja- slætti. Ég athugaði ástandið þarna sfðast f nótt (aðfaranótt föstudags 10. júnf) og nú fann ég ekki eina einustu kollu með unga, hvernig sem ég skimaði. Það virðist þvf sem svartbakurinn sé búinn að ljúka sér af á Tjörninni á þessu vori og hafi tfnt þar upp hvern unga sem komst úr eggi. Mér finnst það alveg voðalegt, að lítið eða ekkert skuli vera gert til þess að verjast þessum vargi. Hvern- ig verður umhorfs á Tjörninni eftir nokkur ár með sama áframhaldi? Fuglarnir sem þar eru eldast, og ef þeir koma ekki upp einu einasta af- kvæmi, er útséð um endalokin að því er fuglalífið varðar." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Rúna og ég förum þangað bæði. Þetta virðist hugsað á útlensku. Rétt væri: Við Rúna förum þangað bæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.