Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 VÖLSUNGUR Húsavík Gunnar Straumland, 21 árs markvörður. Einar Sigurjónsson, 28 ára varnarmaður. i Sigurgeir Stefánsson, 18 ára miðvallarleik- maður. Sigmundur Hreiðars- son, 22 ára miðvallar- leikmaður. Haraldur Haraldsson, 17 ára markvörður. Kristján Kristjánsson, 23 ára miðvallarleik- maður. Sigurður Illugason, 23 ára sóknarmaður. Sveinn Freysson, 19 ára varnarmaður. Birgir Skúlason, 22 ára varnarmaður. »©•_______ Ástvaldur Jónasson, 21 árs sóknarmaður. Olgeir Sigurðsson, 19 ára miðvallarleikmaður. Pétur Pétursson, 23 ára varnarmaður. Guðni Arason, 24 ára varnarmaður. Jónas Hallgrímsson, 22 ára sóknarmaður. Magnús Hreiðarsson, 25 ára liðsstjóri. „Besta lið sem við höfum haft í mörg ár“ „ÞETTA leggst alit alveg Ijómandi vel í mig. Það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn, við höfum byrjað svo vel, í raun miklu betur en ég þorði að vona,“ sagði for- maður knattspyrnudeildar Völs- ungs, Sigurður Pétursson, í sam- tali við Mbl. „Liðið sem við teflum fram í sumar er það besta sem við höf- um haft hér á Húsavík í mörg ár, en ég trúi því nú samt ekki fyrr en yfir lýkur að við siglum 1 gegnum deildina áfallalaust, þrátt fyrir að okkur hafi gengið vel í fyrstu leikjum okkar sem voru gegn sterkari liðum deild- arinnar." Hvernig ganga peningamálin? „Það er nú óttalegt strögl. Við höfum fjármagnað þetta mest með auglýsingaskrá og auglýs- ingaspjöldum á vellinum, en það hefur ekki gengið eins vel í ár og undanfarin ár vegna erfiðleika hjá fyrirtækjum. Við í stjórninni Sigurður Þ. Pétursson, formaður knattspyrnuráðs. gerðum fjárhagsáætlun fyrst í vor en hún er öll farin úr bönd- um. Sem dæmi get ég nefnt að flugmiðinn er orðinn hærri núna en fjárhagsáætlun okkar gerði ráð fyrir að hann yrði í haust, og svona er um allt. Við fáum einn- ig talsvert af fólki á völlinn eða þetta 150—160 á hvern leik. Ef framhald verður á velgengni okkar, sem ég vona að verði, þá held ég að fleiri komi á völlinn og þá þurfum við ekki að kvíða neinu hvað varðar fjárhaginn." Viltu spá? „Fram verður í fyrsta sæti, KA í öðru og um þriðja sætið berjast þrjú lið og treysti ég mér ekki til að segja hver verður ofaná í þeirri baráttu. Þessi lið eru Völsungur, FH og KS. Ég vil ekki spá lengra niður, það er alltaf leiðinlegt að spá öðrum óförum, auk þess sem við erum búnir að falla svo oft sjálfir, og finnst leiðinlegt, þá vil ég ekki nokkru liði svo illt.“ sus „Spilum einn leik í einu“ „MIÐAÐ við þann árangur sem við höfum náð í fyrstu leikjunum teljum við að okkur sé alveg óhætt að vera bjartsýnir,“ sögðu þjálfar- ar Völsungs í stuttu viðtali við Mbl., en þeir eru tveir sem þjálfa á Húsavík í sumar, þeir Kristján Olgeirsson og Helgi Helgason. „Við erum með mjög jafnt lið, sem er komið með talsverða reynslu í annarri deild og styrk- ur okkar felst aðallega í því hversu jafnir leikmenn eru. Það er vel hugsanlegt að við blöndum okkur í baráttuna um annað sætið, þó ógerningur sé að spá fyrir um það svona snemma á keppnistímabilinu. Annars telj- um við að það sé ósköp lítið um liðið hjá okkur að segja annað en Kristján Olgeirsson, 22 ára þjálfari. það, að við leikum aðeins einn leik í einu og hugsum ekki um annað á meðan, svo sjáum við bara til hvernig þetta endar". Viljið þið spá einhverju? „Já, já, við erum með það al- veg á hreinu hvernig lokastaðan verður, en það er verst að við erum ekki sammála um hana, þannig að við verðum að fá að spá hvor fyrir sig“. Það var gert og hér er fyrst spá Helga: Fram, KA, Fylkir, Völsungur, FH, Njarðvík, Víðir, Siglufjörð- ur, Reynir og Einherji. En Kristján, hvernig verður lokastaðan? Fram, KA, Njarðvík, FH, Völsungur, Víðir, Siglufjörður, Fylkir, Einherji og Reynir. sus Helgi Helgason, 23 ára þjálfari. Björn Olgeirsson, 21 árs sóknarmaður, fyrirliði. „Ánægöur ef við fáum 20 stig“ „ÞETTA er nú ekki í fyrsta skiptið sem við Völsungar byrjum svona vel, þannig að ég er bara hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Þetta á allt eftir að skýrast í næstu leikj- um, en ég verð mjög ángægður ef við náum 20 stigum, því það væri stigamet hjá Völsungi í annarri deild,“ sagði Björn Olgeirsson fyrirliði Húsvfkinga í samtali við Mbl. Vilt þú spá einhverju? „Mér finnst ekki ólíklegt að Fram verði í fyrsta sæti, síðan hef ég trú á að KA hafni í öðru sæti, en um meira er erfitt að spá. Þó tel ég að Völsungur, FH og Njarðvík komi til með að berjast um þriðja sætið, en hverjir hafa betur verður bara að koma í ljós í haust. Um önnur sæti vil ég engu spá“. sus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.