Morgunblaðið - 06.07.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983
25
Kristall frá Kolkuósi sigraöi í B-flokki geóinga og er þetta í annað skiptið
sem hann sigrar á fjórðungsmóti. Knapi er Gylfi Gunnarsson, en hann er
einnig eigandi hestsins.
Þorri frá Höskuldsstöðum, efstur í A-flokki. Knapi er Ragnar Ingólfsson.
en þó ekki fyrr en í úrslitunum,
því hann hafnaði í þriðja sæti í
forkeppninni. Straumur, sem var í
fyrsta sæti, féll niður í fjórða sæti.
Sámur lyfti sér úr því fjórða í
annað og Logi féll úr öðru sæti í
þriðja. Blakkur og Sörli höfðu
sætaskipti á sjöunda og áttunda
sæti, þannig að Sörli var í sjöunda
sæti þegar upp var staðið. Tvö
hross héldu sætum, þau Dimma-
limm i sjötta sæti og Neisti í
fimmta. Urslitakeppnin á fullan
rétt á sér þótt ekki sé hún í raun
sama keppnin og forkeppnin því í
úrslitum er feti og stökki sleppt i
báðum flokkum. Hestar sem búa
yfir úrvals feti og stökki eiga á
hættu að falla í röð þegar í úrslit-
in kemur. Ekki verður svo skilið
við gæðingakeppnina að ekki sé
minnst á dómarana. Eins og
venjulega var nokkuð misræmi
milli þeirra á köflum en náðu þeir
sér á strik öðru hvoru og var nokk-
uð oft að ekki munaði meira en 0,5
á hæsta og lægsta dómara.
Unglingum var gert nokkuð
hátt undir höfði nú, á þann hátt að
ekki voru aðrir dagskrárliðir í
gangi meðan þeirra keppni stóð
yfir. Taldi Sigrún Sigurðardóttir,
sem stjórnaði unglingakeppninni,
að sjaldan eða aldrei hafi verið
eins vel staðið að unglingakeppni,
en þess má geta að Sigrún er að
sunnan og kom þar af leiðandi
ekki nærri skipulagningu keppn-
innar og má því telja hana hlut-
lausan umsagnaraðila. Krakkarn-
ir voru yfir höfuð vel ríðandi og
var óneitanlega gaman að sjá
hversu gott vald margir þeirra
hafa orðið á yfirferðargangi.
Kappreiöar heldur daufar en
þó rættist úr árangri
Ekki var fyrirfram búist við
stórfenglegum kappreiðum að
þessu sinni þar sem tiltölulega fá-
ir komu að sunnan. Og þar af leið-
andi mörg bestu kappreiðahrossin
ekki með. Ástæðan fyrir þessu er
sú að dýrt er að flytja hrossin
norður og svo hitt að stórmót
verður í Reykjavík um næstu
helgi.
Undanrásir voru á föstudag og
fyrri sprettir í skeiði á laugardag.
Satt best að segja leist manni ekk-
ert á þetta þessa tvo daga, en úr
rættist á sunnudag og náðust
þokkalegir tímar.
Heldur urðu úrslit óvænt í 250
metra skeiði, en þar sigraði Hóm-
er sem Sævar Pálsson á og sat, og
var tíminn 23,4 sek. Hómer þessi
var reyndur nokkrum sinnum hér
fyrir sunnan á sínum tíma en illa
gekk að láta hann liggja. Annar
varð Snarfari á 23,7 sek. og Frami
varð þriðji á 23,8 sek. í 150 metra
skeiði sigraði Bliki á 16,3 sek.
Svanur varð annar á 16,7 og þriðji
Náttfari á 18,8 sek. Ekki virtist
hlaupagæslan í alveg nógu góðu
lagi því Bliki var dæmdur upp í
báðum sprettum að ósekju og vildi
knapinn, Erling Sigurðsson, fá
leiðréttingu á þessu. Þegar á
reyndi kannaðist enginn hlaupa-
gæslumaður við að hafa dæmt
hann stökkva upp enda var það
augljóst mál að hesturinn lá allan
seinni sprettinn.
í stökkgreinum voru sunnan-
hestar í fyrstu sætum. Hylling
Ut'l*
pgíS'ö*
JV8FI
SWW1
mmr*t**
9ti*
U
Þannig birtist áhorfendum staðan f gæðingakeppninni hverju sinni, líkt og í
kosningasjónvarpi.
sigraði í 250 metra stökki á 18,7
sek., Loftur í 350 metrunum á 25,5
sek. og örvar í 800 metrunum á
62,7 sek. Brokkið var ótrúlega gott
miðað við annað en þar sigraði
Bastían á 39,5 sek. Burst varð önn-
ur á 39,7 sek. og Trítill þriðji á 39,8
sek. Eru þetta ágætis tímar og
ekki hvað síst hjá Burst því hún
hafði kastað fyrir rúmum mánuði
og beið folaldið við enda brautar-
innar meðan mamma hirti silfrið.
t 800 metra stökkinu voru aðeins
tveir þátttakendur og er greinilegt
að þessi annars skemmtilega
vegalengd er í miklum öldudal.
Það er sjaldgæft að mótsstæði
geti boðið upp á tvær áttahundruð
metra brautir en svo er með Mel-
gerðismelana. Uppi á melnum er
vallarsvæði á uppgrónum mel og
er það umhugsunarvert hvort ekki
ætti að flytja kappreiðar þangað
þar sem augijóst er að aðalkapp-
reiðabrautin gefur ekki möguleika
á úrvals góðum tímum.
Framkvæmd, aðstaöa
og mótsbragur
Þegar reynt er að meta það
hvernig til hefur tekist kemur
fyrst í huga manns hin framúr-
skarandi góða aðstaða á Melgerð-
ismelum og augljóst er, að þarna
hefur verið unnið hörðum höndum
undanfarnar vikur og mánuði. En
það sem vekur mesta aðdáun er að
allt er þetta unnið meira og minna
í sjálfboðavinnu á kvöldin og um
helgar. Þar sem vel er búið að
fólki ríkir góður andi og ekki var
annað heyra á mótsgestum en að
svo væri.
Mótsskráin var vel úr garði
gerð, sú besta sem maður hefur
séð til þessa. Blaðsíður voru í mis-
munandi litum, kynbótahrossin á
hvítum pappír, kappreiðar á gul-
um og gæðingar og unglingar á
gráum pappír. Með þessu móti var"
notkun sýningarskrárinnar auð-
velduð, bæði á forsíðu og baksíðu
voru ljósmyndir í lit og setti það
skemmtilegan svip á skrána.
Að sögn lögreglunnar var lítið
hjá þeim að gera og teljast það
alltaf góð tíðindi. Mikið sungið og
skemmtilegur gleðskapur eins og
einn þeirra orðaði það.
Tvær kvöldvökur voru haldnar á
föstudags- og laugardagskvöld og
var sú seinni mun betri, enda veð-
ur frekar leiðinlegt á föstudags-
kvöldið. Unglingar voru með sýn-
ingu á hestum undir stjórn Kol-
brúnar Kristjánsdóttur og var
hún vel útfærð og skemmtileg á að
horfa. Jóhann Jóhannsson, bróðir
stórsöngvarans Kristjáns, söng og
fluttar voru nýortar gamanvísur
um kynbótadómnefndina, sem
starfaði á mótinu. Allar tímasetn-
ingar stóðust með ágætum og kom
meira að segja fyrir að dagskrár-
liðir kláruðust klukkustund fyrr
en næsti dagskrárliður átti að
byrja og féll þetta í góðan jarðveg
hjá áhorfendum. Gátu menn þá
fengið sér að borða eða skroppið
frá án þess að vera hræddir um að
missa af einhverju. Um kynbóta-
hrossin verður fjallað síðar.