Morgunblaðið - 21.07.1983, Side 18

Morgunblaðið - 21.07.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Bylting með tilkomu Compact Disc, nýju hljómplötunnar: Loks hægt að njóta hljóm- gæða tuttugustu aldarinnar HÉR á eftir fer úrdráttur úr bréfi frá lesanda, sem birtist í aprflhefti breska tímaritsins Hi-Fi News & Record Review, þar sem r«ett er um hina nýju tegund hljómplatna, Compact Disc. Þessi nýja tegund platna hefur enn ekki fengid viðunandi nafn á íslensku. Til glöggvunar skal þess þó getið, að hljómplötur þessar eru notaðar í hina nýju lasergeisla-plötu- spilara, sem kynntir voru á almennum markaði snemma á árinu og hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. „Þar sem ég hef lesið svo margt um kosti og galla hinnar nýju tegundar hljómplötu, Compact Disc, í fræðiritum um hljómburðartækni finnst mér rétt að láta skoðun mína sem lesanda í ljósi. Ég er fyllilega sammála því sem sagt hefur verið, að hin nýja tegund platna skilar fyllilega því, sem á hana er sett óháð því hvort um góða eða slæma frum- upptöku hefur verið að ræða. Aðalágreiningsefnið virðist vera hvaða tegund hljóðnema er not- uð við upptökuna. Annað atriði, sem rétt er að vekja athygli á, er hljómburður þessara nýju platna, sem sagt hefur minna mjög á þann hljóm- burð sem er í Festival Hall. Þessi tiltekna tónleikahöll er hins vegar búin sérhönnuðum og óekta endurvarpsbúnaði. Gripið hefur verið til svipaðs ráðs í Barbican-menningarmiðstöðinni til þess að bæta hljómburðinn. Hvar er eiginlega orðið hægt að njóta „ómengaðs" hljómburðar í þessu landi? Það er viðurkennd staðreynd, að hin venjulega svarta hljóm- plata, sem notuð er í dag, skilar lélegri hljómi en er að finna á frumupptökunni. Sérfræðingar sérritanna um hljómburðar- tækni virðast aftur á móti sam- mála um, að nánast sé útilokað að heyra muninn á hljómgæðum frumupptökunnar og hinnar nýju Compact Disc-plötu. Við allar upptökur er gerður samanburður á frumupptökunni og því, sem síðan skilar sér í bestu greiningartækjum hljóð- versins. Munurinn er iðulega óverulegur. Við digital-upptöku er útilokað að heyra muninn. Þessi röksemd kemur þv< ekki heim og saman við þann mál- flutning, að muninn á upptökun- um megi rekja til hljóðnemanna, sem notaðir eru við upptökurn- ar. Vissulega gefa digital- upptökur þá nákvæmni í hljóm- burði, sem hingað til hefur reynst ógjörningur að ná fram. Mér leikur því hugur á að vita til hvaða bragða framleiðendur há- talara hafa gripið til þess að bæta upp missi vissra „toppa“ í tónlistinni. Nú þegar digital- tæknin hefur rutt sér til rúms kemur í ljós, að hátalararnir skila allt of hvellum hljómi. Kannsi er það svo, að með digi- tal-tækninni hefur loks tekist að ná til fullnustu hljómi sin- fóníuhljómsveitar tuttugustu aldarinnar með öllum sínum blæbrigðum. Félagar mínir og ég bíðum spenntir eftir framvindu mála með Compact Disc-plötuna. Al- menningi mun þá loks gefast kostur á að hlýða á hin sönnu tóngæði upptaka nútímans, rétt eins og hann væri með frum- upptökuna í segulbandinu sínu í dagstofunni. Hinn nýi lasergeisla-plötuspilari og Compact Disc-hljómplatan. KVÖLDSÝNING fimmtudag Nú breytum við til og höldum bílasýningu til klukkan 10 í kvöld. fÝJA BÍLA: tezda323 ,„„626 (MAZDA 929 erþvt miður uppseldur) SÝNUM: i kiOTAÍ Uiv , notaðabila- Mda mánaðaábyrgSogahagsi rnau Ara Ekmn Árg Gerð '83 626 1600 4ra dyra ð2 323 Saloon 4ra dyra -ð1 323 GT 3|a dyra go 626 1600 4ra dyra Ekinn 8000 7000 9900 19000 19000 36000 26000 37000 í26 Ibuu —“ verð notaðra BÍLABOfíGHF 5r,iðshötða 23 sm« Fólksbíll/Stationbíll Nýr framdrifinn MAZDA 626 5 dyra Hatchback margfaldur verðlaunabíll. Vél 102 hóDIN Vidbragð: 0-100 km 10 4 sek Vindstuðuil: 0.35 Farangursgeymsla 600 litrar m/niðurfelldu aftursæti Bensineyðsla: 6.3 L/100 km á 90 km hrada Hestamót Geysis: Stúlkurnar voru atkvæðamiklar í unglingakeppninni Hestar Valdimar Kristinsson HELGINA 9.—10. júlí hélt hesta- mannafélagið Geysir í Rangárvalla- sýslu sitt árlega hestamannamót. Agætis veður var báða dagana og þátttaka góð. Að sögn forráðamanna mótsins tókst mótið vel í alla staði og at- hygli vakti hversu margir þátttak- endur voru í unglingakeppninni. Eins og einkunnir bera með sér voru gæðingar í B-flokki mjög góðir og A-flokks hestar svona í meðallagi. í kappreiðum var árangur frekar slakur á lands- mælikvarða en góður miðað við að aðeins mættu innanfélagshestar til leiks. Úrslit urðu sem hér segir: A flokkur gæðinga: 1. Sproti frá Ási, Hegranesi, eigandi Dofri Eysteinsson, knapi Páll B. Pálsson, einkunn 8,06. 2. Harpa frá Kúskerpi, eigandi og knapi Þormar Andrésson, einkunn 8,01. 3. Nanna frá Heilu, eigandi Lárus Jón- asson, knapi Páll B. Pálsson, ein- kunn 7,96. B-flokkur gæóinga: 1. Skjóni frá Ey, eigandi Gunnar Karlsson, knapi Trausti Þór Guð- mundsson, einkunn 8,52. Snækollur Þorvaldar Ágústssonar varð í þriðja sæti í B-flokki gæðinga með 8,40 í einkunn. Það er Þorvaldur sem situr hestinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.