Morgunblaðið - 21.07.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.07.1983, Qupperneq 48
BÍLLINN BlLASALA SIMI 79944 SMIOJUVEGI 4 KORAVOGI HlRTÆKI & FASTEIGNIR Laugavegi 18 - Sími 25255 Seljum: íbúöarhúsnæöi, tyrirtæki, verslanir og atvinnuhúsnæöi. FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Seyðisfjörður: 30 stiga hiti í gær Seydiafirdi, 20. júlí. ÞEGAR Seyðfirðingar vöknuðu í morgun var hér rigningarvæta og 8 stiga hiti og gekk svo til fram undir hádegi, en þá stytti upp og fór að hlýna verulega og mældist hitinn þetta 22-25 stig í forsælu. Sólin braust svo í gegnum skýin um miðjan dag og hlýnaði þá enn svo um mun- aði. Er ekki fráleitt að ætla að þegar heitast var hafi hitinn verið þetta 28-30 stig. Gífurlegur fjöldi fólks var hér í bænum í dag, þar sem 700 manns komu með bílferjunni Norröna og um 600 manns fóru út með skipinu. Auk þessa var fjöldi fólks að taka á móti eða fylgja farþegum til skips. Allur þessi fjöldi sameinaðist þeim liðlega 1.000 íbúum sem Seyð- isfjörð byggja og var gaman að fylgjast með iðandi mannlífinu sem setti svip sinn á bæinn þennan fagra dag og kunnu víst allir vel að meta veðurblíðuna, léttir í klæðum og léttir í lund. Það sem af er sumri hefur tíð- arfarið hér verið með eindæm- um gott, sólríkt og hlýtt og er fólk orðið kaffibrúnt og sællegt á svip. Fréttaritari ■ Hrefnuskurdur á Brjánslæk Hrefnuveiðarnar frá Brjánslæk á Barðaströnd hafa gengið afar illa það sem af er vertíðinni í ár vegna stöðugrar vestanáttar og brælu á miðunum. Hrefnubátarnir tveir, sem gerðir eru út frá Brjánslæk, hafa veitt helmingi færri hrefnur en venjulega á þessum tíma. Mynd- in var tekin aðfaranótt síðastliðins þriðjudags eftir að bátarnir höfðu komið með fjórar hrefnur að Brjánslæk og starfsmenn Flóka hf. unnu að því að skera dýrin. Þeir eru þarna að undirbúa drátt einnar hrefnunnar upp í vinnslustöð Flóka hf. Sjá einnig frásögn á bls. 34 í blaðinu í dag. Auglýsing í Lögbirtingablaðinu: SÍS-verksmiðjur á nauðungaruppboð Miklir erfiðleikar, en vanskilin hafa verið gerð upp, Sigurður Friðriksson hjá Iðnaðardeild Sambandsins segir Sérstæd uppákoma Morgunblaðið/Björn. Ölafsvík, 20. júlf. LEIKFLOKKURINN Svart og sykurlaust lék listir sínar á götum Ólafsvíkur á mánudag í blíðskaparveðri. Þessi sérstæða uppákoma þótti skemmtileg og vakti einstaka hrifningu yngstu kynslóðarinnar. — Helgi ÞRJÁR Sambandsverksmiðjur á Akureyri voru auglýstar til sölu á nauð- ungaruppboði í Lögbirtingablaðinu þriðjudaginn 19. júlí, að kröfu Iðnlána- sjóðs. Hér er um að ræða Fataverksmiðjuna Heklu, með tilheyrandi lóð og mannvirkjum, verksmiðjuhús Gefjunar og Skinnaverksmiðjuna Iðunni, með tilheyrandi lóð og mannvirkjum. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigurður Friðriksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS, að vanskilin hefðu nú verið gerð upp. „Iðnaðardeild Sambandsins hef- ur átt við gífurlega greiðsluerfið- leika að etja, að vísu hefur greiðslustaðan batnað að undan- Cirkus Arena: Enginn söluskattur Í’IRKUS ARENA hefur fengið söluskatt felldan niður af sýning- um sínum og var ákvörðun um það tekin í maímánuði síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Höskuldi Jónssyni, ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu í gær. Sagði Höskuldur að ekkert nýtt væri í því máli. Heimildir til niðurfellingar söluskatts á sýningarstarfsemi allskonar hefðu verið rýmkaðar á seinustu mánuðum liðins árs og á fyrstu mánuðum þessa árs. Til dæmis hefði dávaldurinn Frisinette, sem sýndi hér fyrir nokkru, fengið söluskattinn felldan niður. „Sýningin sem þarna er á ferð- inni er á lítinn hátt frábrugðin þeim sýningaratriðum sem þar voru á ferðinni og hafa oft verið að undanförnu," sagði Höskuld- ur. Sagði hann að söluskatts- heimildin hefði verið rýmkuð í tíð Ragnars Arnalds, fyrrver- andi fjármálaráðherra. Varðandi það hvort búið hefði verið að gefa umboðsmanni Cirkus Arena vilyrði fyrir niður- fellingu söluskatts, sagði Hös- kuldur, að umboðsmaður fjöl- leikahússins hefði gengið á fund fráfarandi fjármálaráðherra og sent bréf I apríl eða maí og hefði ákvörðun um niðurfellingu sölu- skatts vegna sýninga Cirkus Ar- ena verið tekin í maímánuði. förnu með bættri afkomu fyrir- tækisins, en á hinn bóginn er stað- an alltaf erfiðust á þessum árs- tíma vegna birgðasöfnunar," sagði Sigurður. Hann sagði þessa birgðasöfnun hafa verið hvað mesta í skinnaiðnaði vegna þess, að þar yrði að fjármagna öll gæru- kaup á einu bretti. Þá væri sölu- tími ullarinnar einkum síðari hluti ársins. Þetta væri ástæða þess að greiðslustaða fyrri hluta ársins væri slæm. „En við erum I skilum við stofnlánasjóði," sagði Sigurður. Hann sagði að horfurnar væru mjög góðar í ullariðnaði en ekki eins í skinnaiðnaði. Tískan hefði þar haft sitt að segja, auk góðs veðurfars og erfiðs efnahags- ástands í Evrópu síðastliðinn vet- ur. „Okkur hefur þó tekist að mæta þessu með fullvinnslu skinnanna hér heima, sem síðan eru seld úr landi sem fullunninn mokkaskinn eða fullunnar kápur,“ sagði Sigurður og nefndi til dæmis stóran samning, sem gerður var á dögunum, um sölu á 10 þús. kápum til Sovétríkjanna. Hann bætti því að lokum við, að í fataiðnaði, sem er þriðja framleiðslueining Iðnað- ardeildar SÍS, væru horfurnar mjög slæmar. Þar er einvörðungu framleitt fyrir innanlandsmarkað og hefur iðnaðardeildin ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem m.a. hafa lýst sér í því, að fjöldi fyrirtækja hefur hætt starfsemi í greininni á undanförnum misser- Seiöarannsóknir hefjast í ágúst HINN árlegi seiöarannsóknarleiö- angur Hafrannsóknastofnunar hefst í upphafi næsta mánaöar. Bjarni Sæmundsson og Hafþór taka þátt í leiöangrinum og stendur hann til loka ágústmánaöar. Byggist leiðangurinn á rann- sóknum á klaki og hvernig seið- um fiskistofna við landið hefur vegnað eftir hrygningu. Hafþór kemur úr leigu frá Siglufirði um mánaðamótin. Verður Hafþór i rannsóknum á vegum stofnunar- innar í einn og hálfan mánuð nú, en ekki er til fé til frekara út- halds hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.