Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 3

Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 3 Jóhann Valbjörn Ólafsson von á, og kom mér hreint ekkert á óvart," sagði Stefán Már Ingólfs- son, kennari, og bætti því við að þeir hefðu ekki verið lægri né hærri en venjulega. Líst vel á þá Arndísi Arnórsdóttur nema, leist bara vel á skattana sína en kvaðst ekki hafa verið búin að gera sér neinar hugmyndir um þá áður. Hún sagðist búast við svip- uðum sköttum næsta ár, þar sem hún hyggst halda áfram námi. Eðlilegir „Ég tel skattana í ár vera mjög eðlilega, og er bara töluvert ánægður með mína, enda svipaðir Guðbjörg Jónsdóttir og ég átti von á. Þetta er hlutur sem maður verður að sætta sig við,“ sagði Jóhann Valbjörn Ólafsson, lögregluþjónn, er Morg- unblaðsmenn menn trufluðu hann við störf sín í Aðalstrætinu. Hrifin af sköttunum „Þetta voru góðir skattar og ég er mjög hrifin af þeim,“ sagði Guðbjörg Jónsdóttir verkakona, í samtali við Mbl., og sagðist ekki hafa átt von á svo lágum sköttum sem nú. Hún vildi þó engu spá um skattana næsta ár, en sjálfsagt vonast hún, og eflaust fleiri eftir því að skattarnir næsta ár verði viðráðanlegir. Islenskir aðalverktakar með hæst álögð gjöld félaga á landinu: Framkvæmdir á síð- asta ári jukust um 100% — segir Thor Ó. Thors framkvæmdastjóri „SANNAST sagna hef ég ekki feng- ið skattscöilinn ennþá. Eg sá þessa tölu að vísu í blöðunum í morgun, en skattseðill hefur ekki borist okkur ennþá og ég get ekki sagt um þetta neitt fyrr en ég hef fengið hann í hendur og áttað mig á því hvernig þessi niðurstaða er fengin. Mér finnst þetta nokkuð há tala og vil fá tækifæri til að bera hana undir endurskoðanda fyrirtækis- ins,“ sagði Thor Ó. Thors, fram- kvæmdastjóri íslenskra aðal- verktaka, en fslenskir aðalverk- takar fá hæst álögð gjöld ís- lenskra fyrirtækja eða rúmar 62,5 milijónir króna. Til samanburðar er Samband íslenskra samvinnu- félaga með í samtals álögð gjöld rúmar 30 milljónir. Aðspurður um skýringu á þess- um háu gjöldum sagði Thor, að hún gæti meðal annars verið sú að framkvæmdir íslenskra aðal- verktaka síðastliðið ár hefðu verið miklar, raunar aldrei áður verið meiri, hefðu aukist um um það bil 100%. Veltan á síðasta ári hefði verið 34 milljónir dollara. Hækk- un gjalda á milli ára gæti því að hluta til verið eðlileg. Útlit væri fyrir að framkvæmdir á vegum ís- lenskra aðalverktaka á þessu ári yrðu ekki minni. Skákmótið í Gausdal hafið „ÞAÐ VERÐUR að segjast eins og er, að okkur íslendingunum hefur ekki gengið nógu vel í mótinu fram til þessa," sagði Margeir Pét- ursson, skákmeistari, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann teflir ásamt Hilmari Karlssyni á alþjóð- legu skákmóti í Noregi sem nefn- ist „Gausdals Young Masters". Eftir fjórar umferðir eru þeir Margeir og Hilmar með 2 vinninga hvor, en Svíinn Bator er efstur með 4 vinninga. ísafjörður: Ú t hafsr ækj u v eið- in gengur vel „Úthafsrækjuveiðin hefur gengiö ágætlega í sumar, en hún er heldur tregari um þessar mundir en fyrr í sumar,“ sagði Theodór Norðkvist, framkvæmdastjóri Rækjuverksmiðj- unnar O.N. Olsen hf. á ísafirði, í samtali við Mbl. „Nú koma þeir 25—30 bátar er stunda veiðarnar flestir annars staðar frá með 4—6 tonn, en höfðu landað 10—12 tonnum áður. En við gerum okkur vonir um að veið- in glæðist á ný í ágúst, enda hefur sá mánuður oft reynst góður," sagði Theodór. Hann sagði enn- fremur að nú væru allar 7 rækju- verksmiðjurnar við ísafjarðardjúp starfræktar, en hann ræki ekki minni til þess að það hefði gerst áður á þessum tíma. Því væri ljóst að veiðarnar hefðu gengið talsvert betur í sumar en í fyrra og væri vonast til þess að stóru bátarnir gætu verið við úthafsrækjuveiðar fram í október. „Þessi góða veiði hefur verið mikil búbót fyrir plássið og er at- vinnuástand gott. Hins vegar má ekki hleypa of mörgum bátum á rækjumiðin sökum hættu á of- veiði, en við treystum fiskifræð- ingum til að hafa eftirlit með veið- unum,“ sagði Theodór. Hann bætti því við að í Bandaríkjunum hefðu rækjumið verið eyðilögð með of- veiði og því yrði að fara varlega hér. 11 milljóna aðstöðugjald Tónlistarfélagsins: Hlýtur að vera misskilningur — segir framkvæmdastjóri félagsins „Þetta virðist nú vera ansi broslegt í fyrstu. Þó gott sé að vera milli þessara ágætu félaga, þá er hér er um algeran misskilning að ræða, það hljóta að vera einhver mistök í þessu,“ sagði Haukur Gröndal, framkvæmdastjóri Tónlistar- félagsins í samtali við Morgunblaðið í gær, en Tónlistarfélagið er annað hæst í álögðum aðstöðugjöldum lögaðila f Reykjavík, fær í aðstöðugjald rúmar 11 milljónir króna. Fyrir ofan er Samband íslenskra samvinnufélaga með um 15 milljónir og næst á eftir Tónlistarfélag- inu koma Flugleiðir með tæpar 7 millj- ónir. Haukur sagðist hafa verið að reyna að ná í varaformann félagsins, Ólaf Þorgrímsson, en hann er í sumarfríi. Málið væri í athugun, en þarna hlyti að vera um misskilning að ræða. „Þetta getur ekki verið. Starfsemi Tónlistarfélagsins er fólg- in í því að vera með tónleikahald yfir vetrarmánuðina, tíu talsins, og það er menningarstarfsemi sem gefur ekki af sér neinar tekjur. Svo á Tón- listarfélagið Tónabíó og Tónlistar- skólann í Reykjavík og það er nú eins og allir vita að það gengur ekki vel hjá bíóunum. Við hljótum því að kæra þetta,“ sagði Haukur ennfrem- ur. Útgerðarmaður efstur HÉR koma hæstu einstaklingar og fyrirtæki í skattumdæmi Vesturlands, en ekki tókst að afla upplýsinga um þá í gær. Hæstu einstaklingar: kr. 1. Zophanias Cecilsson, útgerðarmaður í Grundarfirði 702.355.000 2. Stefán Sigurkarlsson, apótekari, Akranesi 552.929.000 3. Guðrún Ásmundsdóttir, kaupkona, Akranesi 504.827.000 4. Ása Björnsdóttir, Hvítárvöllum 458.668.000 5. Bragi Níelsson, læknir, Akranesi 350.999.000 Hæstu fyrirtæki: millj. 1. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi 4.611.232 2. Olíustöðin, Hvalfirði 4.136.542 3. Haraldur Böðvarsson og Co., Akranesi 2.046.341 4. Hvalur hf., Hvalfirði 1.856.052 MorgunblaAift/ Ól.K.Mag. Það hefur ekki oft gerst sunnanlands í sumar að lögreglumenn hafi unnið störf sín jafn fáklæddir og þessi lögreglumaður í mið- bænum í Reykjavík í gær. KVÚLDSÝNING fimmludatp Nú breytum vid til og höldum bílasýningu til klukkan lOíkvöld. __ SÝN UM‘. I notaðabi Ma2da GiæsUegt unrdbí n . ffled 6 bflUtnða 'tevrga°3á hagstæðUVeI ' rnánaða anyiy Arg Ekmn PICKUP 29 er Því iseldur) Árg Gerð 83 929 Station beinskiptur 82 929 LTD 4ra Y ^„^ptur 82 929 SDX 4ra V inskiptur 82 929 LTD 2|a dyra o 626 1600 4ra dyra 62 323 Saloon 4ra dyra -81 323 GT 3ia dyra '80 626 1600 4ra dyra ERurn 8000 7000 9900 19000 19000 36000 26000 37000 i26 1600 4ra SZSáiQHI fÍ"öshölða23 s.m. 812 9 Fólksbíll/Stationbíll Nýr framdrifinn MAZDA 626 5 dyra Hatchback margfaldur verðlaunabíll. Vél 102 höDIN Vidbragd 0-100 km 10.4 sek Vindstudull: 0.35 Farangursgeymsla: 600 lítrar m/mðurfeUdu aftursæti Ðensineydsla: 6.3 L/100 km á 90 km hrada

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.