Morgunblaðið - 28.07.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 28.07.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 Síríus - þótt annað bregðist jmqi s SflÐflafls Hreint súkkulaði fyrirsælkera Fjölskyldulíf á Keflavíkur- flugvelli HVERNIG ætli það sé að búa á afmörkuðum skika í ókunnugu landi með takmarkað ferðafrelsi og tengjast jafnvel starfi sem valdið hefur deilum meðal heimamanna? Þessar spurningar lögðum við fyrir 4 bandarískar konur sem búa á Keflavíkurvelli, og eru allar giftar mönnum sem á einhvern hátt tengjast varnarliðinu. Fyrsta konan, sem Mbl. hafði tal af, heitir Teresa Donehue Quimby, en maður hennar rekur ýmsa klúbba og veitingastaði fyrir bandarísku hermennina, s.s. Foringjaklúbbinn (The Officers’ Club). Teresa fluttist hingað fyrir rúmu ári ásamt manni sínum og syni, en nú eiga þau einnig 9 mán- aða gamla dóttur sem fæddist á íslandi. „Hef lært mikid á dvöl minni hér“ „Ég hef lært mikið á dvöl minni hér og aðlagast íslenskum aðstæð- um, en hefðirðu talað við mig fyrir sex mánuðum hefði hljóðið verið annað,“ sagði hún, en bætti því við að enn væru nokkrir þættir dag- legs lífs hér sem hún ætti í erfið- leikum með að sætta sig við, þ.á m. veðrið, og þá sérstaklega rokið sem Suðurnesjamenn fá sennilegast vænan skammt af. Teresa er fædd og uppalin í Suður-Karólínuríki og flutningur- inn til íslands var fyrsta ferðin hennar að heiman. „í fyrstu var ég fremur neikvæð og gekk erfiðlega að aðlaga mig, en fljótlega sá ég að það væri miklum mun auðveld- ara að gera það besta úr hlutunum hér með jákvæðu hugarfari og eft- ir að ég gerði það upp við mig, hefur lífið gengið ágætlega og okkur líður mjög vel hérna." Varð- andi samskipti sín við íslendinga, sagðist Teresa sækjast eftir öllum tækifærum til að kynnast heima- mönnum og kvað þau hjónin fara oft á veitingastaði í Reykjavík og jafnvel á skemmtistaði. „íslend- ingar eru mjög hreinskilnir og ég er enn að venjast þeim eiginleika, og þegar þeir drekka, láta þeir allt flakka." Annars sagðist hún ekki fá eins mörg tækifæri til að kynn- ast íslendingum og hún vildi, en sagði þó að þau hefðu eignast nokkra islenska vini. „Þegar ég kom, var ég ákveðin í að læra íslensku, en ég missti af báðum námskeiðunum sem haldin Morgunbl.: Þór ÖlifsMon. Sigurvegari í SE-flokki varð Svavar Magnússon á bifreiðinni Camaro árgerð 1969. Hér stendur hann ásamt börnum sínum við fararskjóta sinn. Keppt í öll- um flokkum — í annarri kvartmflukeppni sumarsins ÖNNUR kvartmflukeppni sum- arsins var haldin á kvartmflu- brautinni sunnan Hafnarfjarðar á laugardaginn. Keppt var í öllum flokkum og var fjöldi farartækja mættur til leiks. í flokki götubfla (SE flokkur) sigraði Svavar Magnússon á 327cc Camaro en annar varð Ás- geir Ásgeirsson á Barracuda 340 cc. í keppni í Standard-flokki varð Gunnlaugur Emilsson hlutskarpastur en hann ók 440 Charger. Annar varð Lórens Þorgeirsson á Camaro 350. í MS-flokki sigraði Ásmundur Guðmundsson en hann ók á 440 Challanger og í öðru sæti varð Örn Jóhannsson á 327 Nova. Þá var einnig keppni í mót- orhjólaflokki og sigraði í þeim flokki Jón Halldórsson á Susuki RM 500 en annar varð Guðberg- ur Guðbergsson, en vélfákur hans var einnig af gerðinni Sus- uki RM 500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.