Morgunblaðið - 28.07.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.07.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 „íþróttin byggist á því að nýta skilyrðin og vera fljótur að því“ — rætt við Garðar Gíslason sem nýlega flaug svifflugu sinni rúma 250 km og setti innanlandsmet INNANLANDSMET í langflugi á svifflugu var sett sunnudaginn 17. júlí sl. er Garðar Kíslason, tann- laknir og svifflugmaður, flaug 250,2 km og bætti þar með eldra innanlandsmet í svifflugi um rúma 66 km. Kldra metið átti Sigmundur Andrésson, en hann setti það í júní á þessu ári og hafði þá innan- landsmet Þórðar Hafliðasonar í langflugi staðið óhreyft í tæp 16 ár, en Þórður flaug 172,5 km í ágúst 1%7. Sviffluga Garðars er af gerð- inni LS3—17 og er að sögn kunn- ugra hinn mesti kjörgripur og munu svifflugur af þessari gerð vera notaðar á hinum alvarlegri mótum erlendis svo sem heims- meistarakeppnum. Svifflugan hef- ur 15 metra vænghaf en hægt er að koma fyrir framlengingu á væng- ina þannig að hún fái 17 metra vænghaf og hefur hún þá renni- gildið 1 á móti 45. Upphaflega var flugáætlun Garðars að fljúga frá Sand- skeiði, og að Kirkjubæjar- klaustri, þar sem stóð til að snúa við og fljúga til baka að Sand- skeiði. Með því að framfylgja þessari áætlun hefði Garðari tekist að fljúga um 340 km og þar með tekist að fá þá gráðu sem kallast Gull C, en þá viður- kenningu öðlast þeir svifflug- menn sem geta flogið 5 klst. þol- flug, 300 km yfirlandsflug og hækkað sig upp um 3.000 metra eftir að hafa sleppt dráttartaug- inni. Garðari tókst ekki að ná þessu takmarki að þessu sinni en tókst samt að fljúga 250,2 km og þar með lengra en áður hefur verið gert hér á íslandi á svifflugu. Morgunblaðið átti viðtal við Garðar um flugferðina í tilefni þessa afreks hans. „Upphaflega stóð til með þessu flugi að fljúga yfir 300 km og ná þar með i Gull C,“ sagði Garðar. „Það eru þrír íslend- ingar sem hafa náð þessum áfanga en þeir hafa allir flogið yfirlandsflugið erlendis. Hér á Islandi er mjög erfitt að ná þess- um áfanga því til að geta flogið yfir 300 km, þurfa menn að fljúga í gegnum svo mörg mis- munandi veðrasvæði og það ger- ir þeim mjög erfitt fyrir. Þess vegna hefur þetta aldrei verið gert hér á landi.“ Fjallabylgja skilaði flug- unni í 20 þús. feta hæð Garðar var dreginn á loft við Sandskeið um kl. 12.30 og sleppti hann dráttartauginni í 600 metra flughæð yfir Sandskeiði. „Þegar ég hafði verið dreginn á loft þurfti ég að leita að upp- streymi sem gæti skilað mér upp í meiri hæð. Ég var svo heppinn að finna hitauppstreymi, eftir nokkra leit, sem gat skiiað mér upp í fjallabylgju sem ég leitaði að norðan við Hengil. Ein kúnst- in við þessa íþrótt er að skilja veðrið og vindana og þarna fann ég fjallabylgju, sem skilaði mér upp í 20 þúsund fet úr 8 þúsund fetum. Það tók mig ekki nema um 40 mínútur að klifra upp í þessa hæð sem þýðir að ég hafi hækkað mig um 300 fet á mín- útu. Það er mjög skýtið að fljúga á svona fjallabylgjum því það er ekkert sem gefur til kynna að maður sé að fljúga, einungis mælarnir gefa til kynna að svifflugan hækki sig. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa á sér súr- efni þegar komið er upp í þetta mikla hæð og ég hafði sett á mig súrefnið í 13 þúsund feta hæð. Birgðirnar sem ég hafði með- ferðis af súrefni voru ekki mikl- ar og það gekk ört á þær og því veigraði ég mér við að fara hærra, en það hefði vel verið mögulegt því bylgjan var það góð. Ég tók því þá ákvörðun að renna mér austur og svífa austur að Tindfjöllum þar sem ég bjóst vð að finna nýja bylgju. Það tók mig um 20 mínútur að svífa að Tindfjöllum frá Hengli svo hrað- inn hefur verið allmikill því það er um 90 km vegalengd frá Hengli að Tindfjöllum. Ekki virðast vera rúmir 250 km á milli puttans og pennans. En hvað sem því líöur þá flaug Garðar þar á milli og reyndist það 250,2 km leið. Mbl./Guðjón. Garðar lenti á túninu ( Kvískerjum ( Öræfum og tóku þar á móti honum bræðurnir Sigurður og Helgi Björnssynir. Félagi Garðars, Gunnar Arthurs- son, sótti hann svo á flugvél sem þeir félagar eiga í sameiningu. Ljósm. Gunnar Arthursson. Garðar (svifflugu sinni yflr Eyjafjallajökli á leiðinni til baka eftir að dráttar- taugin hafði slitnað milli hans og flugvélarinnar sem dró hann. Ómar Ragn- arsson kom þar aðvífandi og tók þessa mynd. Við Tindfjöll var bylgju að finna eins og ég bjóst við en hún var frekar dauf og lítið á henni að græða. Ég hafði misst um 500 feta hæð við að renna mér frá Hengli að Tindfjöllum og því var ekki annað að gera en að finna nýja bylgju og ákvað ég því að fara austar og leita þar að betra uppstreymi. „Eins og aö horfa á helviti“ Ég sveif því að Mýrdalsjökli og norðan hans lenti ég í miklu niðursteymi og missti um 2.000 fet á þremur mínútum. Þar fyrir neðan var svo Mýrdalssandurinn og þar skóf sandinn svo upp að það var eins og að horfa á helvíti fyrir neðan sig. Mér var hins vegar vandi á höndum þar sem ég var kominn í svona mikið niðurstreymi og ég þurfti að ákveða hvort halda skyldi áfram eða snúa til baka til þess staðar sem síðast fannst uppstreymi. Ég ákvað samt að halda áfram því ég taldi að þetta væri niður- streymi sem sigldi í kjölfar upp- streymis og sú ályktun mín reyndist rétt. Við Torfajökul kom ég í uppstreymi og á næstu 25 mínútum klifraði ég úr 12 þúsund feta hæð í 16.500 feta hæð. Þá tók ég þá ákvörðun, að í stað þess að snúa við á Kirkju- bæjarklaustri og fara til baka, að reyna að komast eins langt frá Sandskeiði og mögulegt væri. Um kl. 15.15 var ég í 11 þúsund fetum yfir Kirkjubæjarklaustri og í stað þess að snúa við hélt ég Tal og Romanishin flétta Nýlega lauk í Jurmala í Sovét- lýðveldinu Lettlandi öflugu alþjóð- legu skákmóti þar sem sovézki stórmeistarinn, Oleg Romanishin, sigraði með yfirburðum. Hann hlaut hvorki meira né minna en ellefu vinninga af þrettán mögu- legum og var heilum þremur vinn- ingum á undan næsta manni. Rom- anishin er afskaplega frumlegur skákmaður og oft hefur hann farið flatt á því að reyna að framkvæma hið ómögulega. En þegar hann nær sínu bezta teflir hann allra manna bezt og á mótinu í Jurmala leyfði hann sér aðeins að gera fjögur jafntefli en vann níu skákir. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Romanishin (Sovétríkjunum) 11 v. af 13 mögulegum. 2. Chandler (Nýja-Sjálandi) 8 v. 3. Gipslis (Sovétríkjunum) 7xk v. 4. J. Fern- andez (Spáni) 7 v. 5.-8. Klovan, Tal, Lerner og A. Petrosjan (allir Sovétríkjunum) 6'/fe v. 9. Garcia Skák Margeir Pétursson (Kúbu) 6 v. 10.—12. Dizdar (Júgóslavíu), Kengis og Vitolins (Sovétr.) 5(4 v. 13,—14. Lanka (Sovétr.) og Pytel (Póllandi) 4'/i v. Mikhail Tal, fyrrum heims- meistari, á við vanheilsu að stríða um þessar mundir eins og sézt á árangri hans. Hinn 23ja ára gamli Murray Chandler, sem nú er búsettur í Englandi, var vinningi frá því að ná þriðja og síðasta áfanga sínum að stór- meistaratitli. Gipslis gerði ellefu jafntefli og vann tvær skákir og hlýtur að vera ánægður því skákstíll hans er fram úr hófi hógvær. Þessi frammistaða dugði til að ná þriðja sæti. Þótt árangur Mikhails Tal sé langt frá því sem aðdáendur hans ætlast til, sveik hann þá ekki alveg og hristi fallega fléttu fram úr erminni í skák sinni við neðsta mann mótsins: Hvítt: Pytel (Póllandi) Svart: Tal (Sovétríkjunum) Enski leikurinn 1. Rf3 - c5, 2. c4 — Rc6, 3. Rc3 — g6, 4. e3 — d6, 5. d4 — Bg7, 6. d5 — Re5, Þessi leikaðferð hefur löngum verið talin gefa svörtum erfiða stöðu, en í skákinni Keene-Van der Wiel, Árhúsum í sumar, fékk svartur vissa sóknarmöguleika eftir 7. Rxe5 - Bxe5, 8. 0-0 - Rf6. 7. Rd2 - f5, 8. Be2 - Rf6, 9. h3 — e6, 10. f4 - R(7, 11. dxe6 — Bxe6, 12. Bf3?! Korchnoi lék 12. g4 í skák sinni við Fischer á millisvæða- mótinu í Sousse 1967. 12. - 0-0, 13. (W) - Hb8, 14. a4 - d5!, 15. cxd5 — Rxd5, 16. Rxd5 — Bxd5, 17. e4?! — Be6, 18. Dc2 18. e5 hefði verið svarað með 18. - g6! 18. - Dh4, 19. Rb3 - fxe4, 20. Bxe4 20. - Rg5!, 21. fxg5 - Hxfl+, 22. Kxfl — Hf8+, 23. Bf3 Eða 23. Kgl - Del+, 24. Kh2 — Hfl og mátar. 23. — Bc4+ og hvítur gafst upp því eftir 24. Kgl — Del+, 25. Kh2 — Be5+ blasir mátið við. Tal Hvítt: G. Garcia (Kúbu) Svart: Romanishin (Sovétríkjun- um) Giiinfeldsvörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 - d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 - Bg7, 7. Rf3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.