Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 17

Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 17 áfram í því skyni að fá sem mesta vegalengd frá Sandskeiði. Þá fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina og ég tók að missa hæð. Þá sá ég bylgjuský við Skaftárjökul og ákvað að reyna að komast í það uppstreymi sem þar var að finna. Til þess að komast þangað þurfti ég að fljúga upp í vindinn um 25 km leið. Gekk það ljómandi vel, en íþróttin byggist á því að nýta skilyrðin og vera fljótur að því. Leitað að lendingarstað Við Skaftárjökui fann ég svo uppstreymi eins og mig hafði grunað og tókst mér að klifra upp í 10 þúsund feta hæð og komast jafnframt austur að Skeiðarárjökli. Þaðan sveif ég síðan austur að Öræfajökli og þegar þangað kom var hæðin orðin um 4.000 fet því ég hafði lent í niðurstreymi af jöklinum. Þegar kom fram fyrir Oræfajök- ul lenti ég í ókyrru lofti en þarna var gífurlegt niðurstreymi en einnig mikið uppstreymi. Þegar kom að Fagurhólsmýri var hæð- in ekki nema 3.000 fet og því freistandi að lenda á flugveilin- um sem þar er. Ég flaug samt áfram og lenti í hitauppstreymi sem kom mér upp í 4.000 fet á nýjan leik og jafnframt 15 km til viðbótar. Þegar hér var komið sögu ákvað ég að velja mér góða grasflöt til að lenda á í stað þess að freista þess að halda áfram. Ég gaf mér góðan tíma til að velja lendingarstaðinn og lenti loks kl. 16.40 á Kvískerjum í Ör- æfum. Þar tóku þeir sem þar búa, þeir Sigurður og Helgi Björnssynir, á móti mér og kváðu það ekki sjaldgæft að fá flugvélar til lendingar á túnið hjá sér. Þeir voru einnig strax með á nótunum með að þarna hefði verið sett met því þeir sögðu við mig að nú hefði ég slegið met Sigmundar. Þar dvaldi ég síðan þar til fé- lagi minn, Gunnar Arthursson, kom á flugvél í því skyni að draga mig til baka. Það má segja að yfirlandsflug sem þetta sé miklu meira en það eitt að fljúga sem lengst frá upp- hafspunktinum. Þegar maður er lentur er bæði eftir að koma sjálfum sér heim og svifflugunni og því er gott að eiga góða að. Ég held líka að mér sé óhætt að full- yrða að ekki vanti velvildar- menn. Bæði er það að félagar mínir í Svifflugfélaginu og fjöl- skylda mín hafa stutt mig og hvatt og það væri ómögulegt að standa í þessu án þess að hljóta uppörvun," sagði Garðar. Á hæðarmet einnig Garðar setti einnig annað met í svifflugi í mánuðinum. Hann setti hæðarmet í flugi fjölsæta svifflugu, fimmtudaginn 14. júlí ásamt Jóni Kristni Snæhólm. Þeir flugu tveggja sæta svifflugu upp í 4.800 metra hæð. Garðar sagði að upphaflega hefði verið lagt upp í þetta flug í gamni. „Við ákváðum að setja hæðar- met á fjölsæta svifflogu og viss- um að það yrði alveg sama hversu hátt við færum, við fengjum það skráð sem met. Það vill nefnilega þannig til að ekki hefur verið skráð neitt hæðar- met í slíku flugi hér á landi. Hins vegar vildi svo skemmti- lega til að við Jón náðum þetta mikilli hæð. Við höfðum ekki reiknað með að ná svona hátt og vorum því ekki með súrefni með okkur. Það er þó sennilegt að ekki hafi verið flogið hærra í fjölsæta svifflugu hér á landi. Það er hins vegar rétt að taka það fram að þetta hæðarmet okkar Jóns hefur ekki enn fengið staðfestingu Svifflugsnefndar Flugmálafélags íslands, en það væri gaman ef af því yrði,“ sagði Garðar Gislason, innanlands- methafi í langflugi á svifflugu, að lokum. — kjs. Tilbúinn að fara í loftið. Methafinn gefur sér samt tíma til að láta smella af sér einni mynd áður en haldið er af stað. Ljósm. Mbl./Guðjón. Romainshin Þessi leikmáti hefur reynst hvítum vel undanfarin ár og hef- ur leitt til þess að margir Grun- felds-sinnar hafa leitað á önnur mið. 7. — c5, 8. Be3 — Da5, 9. Dd2 — 0-0, 10. Hbl — Rd7,11. Bd3 — b6, 12. (H) - Bb7, 13. Hb5? Upphafið á vafasömum peða- veiðum. Eðlilegra var 13. Hfcl. 13. — Da4, 14. dxc5 — Hfd8!, 15. Hdl — Bc6, 16. Hb4? — Bxc3!, 17. Dcx3 — Dxdl+, 18. Bfl — bxc5, 19. Bh6 — RI6, 20. Dxc5 — Bxe4, 21. Dxe7 - Bxf3, 22. gxf3 111 nauðsyn. Ef 22. Dxf6 þá Dxfl — og mátar. 22. — I)d6, 23. Bf8 — Dxe7, 24. Bxe7 — Rd5, 25. Hb7 — Rxe7, 26. Hxe7 og hvítur gafst upp án þess að bíða eftir svari hvíts. Vinsælustu bíltæki í heimi 1 ■ '*M wm *✓ KP4230 útvarpskassettutæki. FM/MW/LW. PNS truflanaeyðir. Spilar báðum megin. ATSC öryggiskerfi „Loudness” 6,5w. Verðkr. 8.470. KP3230 útvarpskassettutæki. Sambyggt, FM/AM/LW. Hraðspólun í báðar áttir. Sjálf- virk endurspilun. Verðkr. 7.110. KE4300 útvarpskassettutæki. FM/MW/LW. Fast stöðvaval. ARC kerfi stjómar móttöku- styrk. Spilar báðum megin. „Loudness”. 6,5 w. Verð kr. 12.230. KE7800 útvarpskassettutæki. FM/MW/LW. Fast stöðvaval. Lagaleitari. Spilar báöum megin. ATSC öryggiskerfi. „Loudness”. 6,5 w. Verðkr. 10.510. BP320 kraftmagnari 2 x 20 w. Verð kr. 2.300. BP720 sambyggður kraftmagnari og tónjafn- ari. 60—10.000 Hz. 20 w. „Echo”. Verðkr. 7.290. KP707G „Component”. „Metal, Dolby” kassettutæki. Tveir tónstillitakkar. „Loud- ness”. Verðkr. 9.660. GM120 „Component”. 2x60 w magnari. 30—30.000 Hz. Bjögun 0,4%. Verð kr. 6.280. TS-106 hátalarar, innfelldir, 20 w. Passa í flestar gerðir bif- reiða. Verð kr. 1.760 parið. TS1611 hátalarar, niðurfelldir „Coaxial”. Tvöfaldir. Verðkr. 1.060. KP313G „Component". „Metal Dolby” kassettutæki. Tveir tónstillitakkar. „Loudness”. Sjálfvirkur lagaleitari. Verðkr. 8.720. «1 ' GEX 63 útvarpskassettutæki. FM/AM/LW. Tölvustýrður móttakari. Fast stöðvaval. APC móttökustyrksjafnari. Verðkr. 11.080. TSM 2 hátíðnihátalarar, still- anlegir. Má líma á mælaborð. 450—20.000 Hz. 20 w. Verðkr. 930. GM4 „Component”. 2x20 w magnari. 30—30.000 Hz. Bjögim 0,06%. Verðkr. 2.780. CD 5 tónjafnari, 7 banda. Jafn- vægisstillir á 2 magnara og 4 hátalara. 60—10.000 Hz. Verðkr. 4.790. TS1644 hátalarar, niðurfelldir, tvöfaldir, „Coaxial”. Sérstak- lega þunnir (4 sm). 20—20.000 Hz. 25 w. Verðkr. 1.810. TS 2000 hátalarar „Cross- Axial”, þrefaldir. Niðurfelldir. 30—21.000 Hz. 60 w. Verðkr. 4.110. TS 202 hátalarar, innfelldir, tvöfaldir 20—20.000 Hz. 60 w. Verðkr. 3.570.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.