Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 19

Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 19 Sögulegt atvik á listamarkaönum Myndlíst Bragi Ásgeirsson Það skeði á málverkauppboði hjá Sotheby-uppboðsfirmanu í New York hinn 18. maí sl., að boðnar voru upp myndir úr safni iðnaðarfurstans H.O. Havemeyer. Sá hafði á sínum tíma haft hina nafntoguðu listakonu, Mary Cassatt, sem ráðgefanda við val mynda i safn sitt. Ráð listakonunnar virðast hafa dugað allvel því að safnið fór á metupphæð. Þótt mynd- irnar væru einungis 16 talsins og allar undir meðalstærð seld- ust þær fyrir upphæð, er sam- tals nemur rúmlega 500 millj- ónum ísl. króna. Hæst var boðið í myndir Edgar Degas „L’Att- ente“ (42,6x61 cm) pastel frá ca. 1882, er seldist á 3,7 milljónir dollara, og Au Cafe-Consert: „La Chanson du Chien", pastel og gouache, máluð ca. 1875—’77, er seldist á 3,4 milljónir dollara. Þetta verð er algjört met fyrir pastelmyndir Edgar Deg- as (1834—1917) og fóru á tvö- földu matsverði. Til gamans má geta þess, að hvor upphæðin mun duga til kaupa á ca. 15—20 einbýlishús- um af veglegustu gerð hér í borg. Það er sannarlega barist um myndir meistaranna um þessar mundir, en þess ber líka að geta að aðsókn fer sívaxandi á söfn- in, sem keppast auðvitað um að geta boðið upp á sem áhrifmest- ar myndir ... Mynd Edgar Degas „L’Attente", er seldist á 3,7 milljónir dollara. Frá uppboðinu hjá Sotheby f New York er mynd Degas „L’Attente” var undir hamrinum. Frá aöalfund- um sýslunefnda Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu 41. AÐALFUNDUR Sambands ís- lenzkra rafveitna var haldinn á fsa- firði 8.—9. sl. og sóttu hann 100 full- trúar raforkufyrirtækja landsins og fleiri aðilar segir í fréttatilkynningu SÍR. Meginefni fundarins var umræða. Flutti Sigurður Lfndal prófessor tölu um eignarrétt á landi og orkulindum; en Tryggvi Sigur- bjarnarson verkfræðingur og Birgir Isleifur Gunnarsson stjórn- armaður Landsvirkjunar fjölluðu í sínum erindum um lagafrumvörp um orkumál. Þá voru skipulags- mál SÍR á dagsskrá fundarins. Þar var einnig samþykkt að senda iðnaðarráðuneytinu mótmæli vegna „þeirrar ósamkvæmni, sem fram hefur komið í aðgerðum stjórnvalda, að taka fram í stjórn- arsáttmála núvernandi ríkis- stjórnar að gjaldskrá þjónustufyr- irtækja skuli vera ákveðin af sveitarfélögum og ákveða síðan 9,5% hækkun á raforkuverði til allra rafveitna þegar þarfir þeirra eru meiri hjá flestum en samt sem áður mjög mismunandi." Ennfremur var stjórn SfR kjör- in og skipa hana: Aðalsteinn Guð- johnsen, formaður, Halldór Jónatansson, varaformaður, Garð- ar Sigurjónsson, ritari, Kristján Jónsson gjaldkeri, Jónas Guð- laugsson og Sverrir Sveinsson. Við bíðum þín við brúarsporðinn! Nýja bensínstöðin okkar við Borgarfjarðarbrúna er á hárréttum stað. Þú ekur um hlaðið hvort sem þú ert á norður- eða suðurleið. bað er nóg af bílastæðum fyrir alla og fyrirmyndar þvottaplan. Við bjóðum bensín, olíur, verkfæri, alls konar bifreiðavörur, gas, grillvörur og svo auðvitað hressingu fyrir ökumenn, farþega og fótgangandi. Við veitum þjónustu með bros á vör. Shellstöðin Borgamesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.