Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 22

Morgunblaðið - 28.07.1983, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 í STUTTU MÁLI: LUNGNABÓLGA BANAMEINIÐ Wa.shington, 27. júlí. AP. HÚNNINN hennar Ling-Ling, hinnar 13 ára gömlu panda- birnu dýragarðsins í Washing- tonborg, lést úr lungnabólgu. Hún mun þegar hafa verið orð- in alvarleg tveimur dögum fyrir fæðingu, en talsmenn dýragarðsins óttast nú, að móðirin kunni að vera haldin sjúkdómnum. Húnninn lést þremur klukkustundum eftir fæðingu sl. fimmtudag. HERMENN VEGNIR Nairóbí, 27. júlí. AP. ÚTVARP uppreisnarmanna í Sómalíu skýrði frá því í dag, að 37 stjórnarhermenn í Sómalíu hefðu verið vegnir og yfir 50 særst í árás uppreisnarmanna á Dhabad-þorpið í suðurhluta landsins. Þá var herflutninga- bíll eyðilagður, en uppreisnar- menn kváðu ekkert mannfall hafa orðið í liði sínu. NEYSLUVATN MENGAÐ Kararhí, 27. júlí. AP. DRYKKJARVATN íbúa Kar- achí, stærstu borgar Pakistan, er óhæft til drykkjar skv. at- hugunum David Cook og Ger- ard Menchoef frá Heimsbank- anum. Sögðu þeir við blaða- menn í gærkvöldi, að vatn í uppsprettum og vatnsleiðslum borgarinnar stæðist ekki gæðakröfur og ráðlögðu borgarbúum að sjóða það, áður en þeir neyttu þess. 30 ÁRA AFMÆLI Seoul, 27. júlí. AP. SUÐUR-KÓREA hélt í dag á látlausan hátt upp á 30 ára af- mæli vopnahléssamnings Sam- einuðu þjóðanna og Norður- Kóreu, sem batt endi á Kóreu- stríðið. Kwon Yung-Kak, að- stoðarutanríkisráðherra lands- ins, vottaði fórnarlömbum stríðsins virðingu sína ásamt herforingjum í þjóðarkirkju- garðinum í suðurhluta Seoul og yfirlætislausar athafnir voru haldnar við 15 stríðs- minnismerki. ENN FÁRVIÐRI Perigueux, 27. júlí. AP. OFSAFENGIÐ þrumuveður banaði aðfaranótt miðvikudags ungum ferðamanni nærri Gurcon-vatni í suðvesturhluta Frakklands, er tré féll á hann. Alls hafa nú 11 manns farist í fárviðri, sem gengið hefur yfir Frakkland síðustu 10 daga. Mikið eignatjón hefur orðið, m.a. hafa 95% af vínuppskeru ársins eyðilagst á nokkrum helstu vínekrum landsins í Burgundy og Elsass. RÚSSI FLÝR Tókíé, 27. júlí. AP. ANDREI Yevgenievich Sorok- un, 22ja ára gamall rússneskur skiptinemi, gaf sig fram við japönsk stjórnvöld sl. mánu- dag og bað um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Hann flaug til New York í dag, en ekki er vit- að hvar hann muni setjast að. Glæsilegt skemmtiferðaskip --------- Ný Ameríkuskip Hollendinga, Nieuw Amsterdam, siglir inn í höfn New York-borgar á mánudag í jómfrúferð sinni yfir hafið. Síðasti viðkomustaður skemmti- ferðaskipsins, sem þykir íburðarmikið, var í LeHavre í Frakklandi. Ferjan er rúmlega 200 metrar á lengd og 33 þúsund smálestir. írakar viðbúnir nýrri stórsókn Nikósíu, Kýpur, 27. júlí. AP. INA, FRÉTTASTOFA íraks, skýrði frá því í dag, að yfir- stjórn hers íraka hefði sagt, að vænta mætti stórsóknar írana á næstunni, og þeir liðsflutningar, sem standa nú yfir í Kúrdistan í norðurhluta írans eigi að draga athygli ír- aka frá því sem Iranir hafi á prjónunum. Talsmaður hers- ins sagði að þessari sókn 200 milljarðar dala til hermála W&shington, 27. júlí. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær framleiðslu fyrstu 27 MX-kjarnafiauganna af 100, sem Reagan forseti telur þurfa að bæta með varnir landsins. Kostnaður við smíðina eru 4,6 milljarðar banda- ríkjadala. í atkvæðagreiðslunni um MX-flaugarnar var felld breyt- ingartillaga frá Gary Hart, þing- manni demókrata í öldungadeild- inni. Hann vildi skera framlög til flauganna niður um 2,5 milljarða dollara. Þá felldi deildin einnig til- FIDE fund- ar í Madrid Luzern, 27. júlí. AP. FLORENCIO Campomanes forseti FIDE hefur sent út fundarboð til þeirra 14 manna, sem sæti eiga í framkvæmdaráði Alþjóða skáksam- bandsins. Boðar hann þá til fundar í Madrid nk. fostudag vegna kæru sovéska skáksambandsins þess efn- is, að Campomanes hafi brotið regl- ur FIDE, er hann valdi skákeinvígi Victor Korchnois og Gary Kasparovs stað í Pasadena í Bandaríkjunum. Campomanes sagði í viðtali við fréttamenn, að hann muni ekki þola neinar þvinganir af hálfu Sovétmanna og vilji fá stuðnings- yfirlýsingu frá framkvæmdaráð- inu. Sovétmenn telja öryggisgæslu í Pasadena áfátt, auk þess sem að- gangur að mótinu sé takmarkað- lögu um, að hefja framleiðslu flauganna, en fresta þvi, að koma þeim fyrir. Þegar öldungadeildin hafði samþykkt smíði MX-flauganna, tóku við umræður um heildar- framlög til hermála. Fóru leikar þannig, að deildin samþykkti með 83 atkvæðum gegn 15 samtals 200 millj. dala framlag til vopna, sem Reagan telur nauðsynleg. Auk MX-flauganna, má nefna B-1 sprengjuflugvél, Trident-kafbát, 600 M-1 skriðdreka og 36 F-15 orrustuflugvélar. Fulltrúadeildin samþykkti í dag með 305 atkvæðum gegn 114 sína útgáfu af framlagi til hermála. Þingnefnd mun síðan samræma samþykktir deildanna. Sovéskir fjölmiðlar sögðu í dag, að samþykkt MX-flauganna myndi valda miklum erfiðleikum við afvopnunarsamninga stórveld- anna í Genf. Reagan forseti væri ekki alvarlega að hugsa um af- vopnun og reyndi að sigla viðræð- unum í strand. myndi verða hrundið sem og öðrum, enda væru á verði við landamærin „árvökul augu og óbugaður baráttuandi“. í Ankara í Tyrklandi sagði sendiherra írans þar í landi, að styrjöldin við ír- aka myndi halda áfram uns Saddam Hussein forseta hefði verið hegnt. Er þar átt við að íranir muni ekki linna látunum fyrr en hann hefur verið ráðinn af dög- um og íranir hafi tekið Bagdad. Áð venju bárust mót- sagnakenndar fréttir af vígstöðvunum í dag, en ljóst er að þar eru harðir bardagar og mikið mann- fall hefur orðið. Búlgarskir sendimenn eftirlýstir Kómarborg, 27. júlí. AP. YFIRVÖLD á Ítalíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur tveggja fyrrverandi starfsmanna búlgarska sendiráðsins í Rómarborg fyrir meint samsæri þeirra um að stofna njósnahring til að afia upplýsinga frá Póllandi og Bandaríkjunum. Sendiráðsmennirnir höfðu uppi áform um að afla sér upplýsinga um hin óháðu pólsku verkalýðs- félög, Samstöðu, sem nú hafa ver- ið bönnuð, og starfsemi verkalýðs- samtaka í Bandaríkjunum, auk iðnaðar- og vísindanjósna. Reagan á blaðamannafundi um Mið-Ameríku: Heræfíngar ekki undan- fari hernaðaríhlutunar London, Waahington, 27. júlí. AP RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi, sem var sjónvarpað úr Hvíta húsinu, að heræfingar á sjó og landi í Mið-Ameríku væru ekki undanfari hernaðaríhlutunar, heldur til að undirstrika þann ásetning hans að sporna við starfsemi uppreisnarmanna, sem nytu atfylg- is Sovétmanna og Kúbumanna. Ræða Reagans hefur hlotið misjafnar móttökur og í Sovét- ríkjunum hafa fjölmiðlar óspart fundið að orðum forsetans. í Bretlandi sagði David Owen leið- togi Jafnaðarbandalagsins að ríki Vestur-Evrópu ættu að beita áhrifum sínum á Bandaríkja- forseta, og varaði við stefnu for- setans í málefnum Mið-Ameríku og þeirri ákvörðun hans að efna til heræfinga í heimshlutanum. I Bandaríkjunum gagnrýndu þrír nefndarmenn í utanríkis- nefnd öldungadeildarinnar Reagan harðlega. Alan Cranstop demókrati frá Kaliforníu, sem er í hópi þeirra sem líklegir þykja til að hljóta útnefningu flokks síns við næstu forsetakosningar, sagði stefnu forsetans „auka hættuna á því að Bandaríkin leiddust inn í vopnuð átök“. Larry Pressler repúblikani frá Suður-Dakóta sagði stefnu for- setans í málefnum Mið-Ameríku og þá ákvörðun að efna til her- æfinga „stærðar mistök". Clai- borne Bell demókrati frá Rhode Island kvaðst óttast að Banda- ríkin drægjust inn í átökin í Mið-Ameríku. Á blaðamannafundinum sagði Reagan að á engan hátt væri hægt að líkja liðsafnaðinum í Mið-Ameríku, flotadeildinni við Nicaragua og sveitum landhers- ins í Hondúras, við upphaf þess er Bandaríkin flæktust inn í átökin í Víetnam. „Og það mun ekkert af því tagi gerast," sagði Reagan. Reagan sagði að rangt hefði verið að hafast ekkert að ef menn vildu frið í Mið-Ameríku. „Afskiptaleysi er ekki rétta svarið við byltingu útfluttri frá Sovétríkjunum og Kúbu,“ sagði forsetinn. Aðspurður hvort Bandaríkjamenn hefðu í undir- búningi að setja hafnbann í Mið-Ameríku, sagði Reagan að Regan Bandaríkjaforseti á blaða- mannafundinum um málefni Mið- Ameríku. sovéskt skip væri að nálgast Nic- aragua, hlaðið hergögnum, en „enginn hefði skotið á það“. Bandaríkjaforseti kvaðst ekki reiðubúinn að skýra frá hversu lengi bandarísk skip og hermenn yrðu í Mið-Ameríku, takmark sitt væri að koma friði til leiðar, en ef stjórn Nicaragua réðist á grannríki, yrðu öll Ámeríkuríki að bregðast við því. Átökin í Mið-Ameríku kvað hann vera „innflutt" og stofnuðu þau ör- yggi allrar álfunnar í hættu. Hins vegar kvaðst hann ekki sjá fyrir sér átök er ógnuðu Banda- ríkjunum og drægju þau inn í. Sagði Reagan að eðlilegast væri að allir aðilar settust að samningaborði en samningavið- ræður yrðu fyrst árangursríkar er allir deiluaðilar gerðu sér ljóst að þeir næðu ekki settu marki með byssum. Reagan lýsti ánægju með tilraunir svokallaðs Contadora-hóps, sem saman- stendur af forsetum Mexíkó, Venesúela, Panama og Kól- umbíu, til að stilla til friðar. Er Reagan var að því spurður hvort hann teldi sig hafa stuðn- ing meðal þjóðarinnar við stefnu sína í málefnum Mið-Ameríku, kvað hann þá styðja sig sem hefðu skilning á málefnum svæðisins. Hann sagði heræf- ingarnar ekkert nýmæli og líkti þeim við reglulegar æfingar landhers og sjóhers Bandaríkj- anna í álfunni frá 1965.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.