Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 29 Guðmundína Kristjáns- dóttir — Minning Fædd 18. febrúar 1903. Dáin 12. júlí 1983. Mig langar að minnast elsku- legrar mágkonu minnar, Guð- mundínu Kristjánsdóttur, með nokkrum fátæklegum orðum. Ég mun ávallt minnast hennar með hlýhug, hún var mér einlægt svo góð frá því að ég kynntist henni fyrst er ég kom til Hólmavíkur 1937. Þá bjó hún sem ekkja á Innra-Ósi við Steingrímsfjörð og bróðir minn var starfandi hjá henni. Hún hafði misst fyrri mann sinn, Ingimund Magnússon frá Hólum, eftir nokkurra ára sam- búð. Meðan Guðmundína bjó tók hún oft börn til sumardvalar. öll kunnu þau vel við sig hjá henni og dvöldu mörg fleiri en eitt sumar, en ég ætla að nefna sérstaklega eitt þeirra. Guðmundínu var annt um að láta því barni líða vel því að sú stúlka var bæði mállaus og heyrnarlaus. Se'inna sá ég mynd af henni með barnið í fanginu. Ég horfði lengi á myndina. í svip Guðmundínu mátti lesa mikinn kærleika og öryggi. Guðmundína giftist bróður mín- um, Sigurði Tryggva Arasyni, 10. janúar 1946. Þegar þau ákváðu að hætta búskap og flytja frá ósi, voru þau í fyrstu óákveðin hvert halda skyldi. Dreymir þá Guð- mundínu að tengdamóðir hennar komi til sín og segi: „Ég þarf ekki að biðja þig fyrir Sigga minn. Þú hefur tekið ákvörðun með hann. En mig langar að biðja þig fyrir hana Sillu mína, hún á svo erfitt." Þetta varð til þess að þau fluttu til Hafnarfjarðar og byggðu hús sitt þar í næsta nágrenni við Sillu. Silla, systir okkar Sigurðar, átti tveggja ára barn, var nýbúin að eignast tvíbura og var ekki vel hraust. Guðmundína og Sigurður voru þar um sumarið, Guðmund- ína hjálpaði Sillu og allt fór vel. Síðan hélst alltaf mikill vinskapur á milli þeirra og Silla sagði oft við mig: „Mikið þykir mér vænt um hana Guðmundfnu. Hún hefur alltaf verið mér og börnunum mínum svo góð.“ Börnum hennar þótti líka öllum vænt um hana, og hélst sú vinátta til dauðadags. Mágur minn, Ólafur Bergsveins- son, sem var vinnupiltur á Stað í Steingrímsfirði frá ellefu til fjór- tán ára aldurs, hefur sagt mér frá því, að hann var oft sendur þaðan til Hólmavíkur, og þá lá leiðin um hlaðið á ósi. Þar var honum jafn- an vel tekið, og fékk hann bæði mat og drykk. Drengir á þessum aldri eru oft svangir, og hann hlakkaði til að koma þangað, sagði að þar byggju góðu konurnar, Guðmundína og Sigurlína, móðir hennar. Síðan hefur honum ávallt verið hlýtt til þeirra. Einnig vil ég minnast þess, að þegar faðir minn var orðinn gam- all og blindur, tóku þau hjónin, ELDRI BORQARAR EIN VIKA BROTTFOR 3. AGUST Guðmundína og Sigurður, hann til sín og var hann hjá þeim í nokkur ár. Hann á sex dætur og engin dóttirin hefði reynst honum betur en tengdadóttirin, hún var honum svo góð í alla staði, enda bar hann mikla virðingu fyrir henni og þótti mikið vænt um hana. Síðasta ár Guðmundinu var heilsan mjög slæm, en hún þráði það mest að vera heima. Bróðir minn reyndi að sinna henni eins og hann gat, og hún var ánægð með allt sem hann gerði. Var mik- ill kærleikur á milli þeirra, enda var samkomulagið alltaf gott. Síð- ustu vikur ævi sinnar var Guð- mundína á Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði, og var Sigurður hjá henni allar stundir sem hann gat því við komið. Ég heimsótti Guð- mundínu á spítalann viku áður en hún dó. Þá spurði ég hana hvort ég gæti eitthvað gert fyrir hana. Hún kvað nei við því og sagði: „Hér eru allir góðir við mig og allt gert fyrir mig sem hægt er, og mér líð- ur vel.“ Þannig var Guðmundína, fórnfús og þakklát hetja fram á síðustu stundu. Sigurður saknar hennar sárt, og ég bið Guð að styrkja hann, systur hennar og aðra ættingja og vini. Guð blessi minningu Guðmund- FARARSTJÓRI SÉRA SIGURÐUR HELGI GUÐMUNDSSON - ÍSLENSKUR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ER MEÐ í FÖRINNI GUÐNI GUÐMUNDSSON orgelleikari verður einnig með, öllum til skemmtunar og á heimleið slæst RÓBERT ARNFINNSSON í hópinn með skemmtiefni í fórum sínum.___________ Siglt verður með ms Eddu frá Reykjavík á miðvikudagskvöldi og komið til Newcastle á laugardagsmorgni. Þaðan verður ekið í hópferðabíl um fögur og fræg héruð til Edinborgar. Fólki gefst kostur á að versla í Princes Street, kvöldið er frjálst og um nóttina er gist á afbragðs góðu hóteli. Á sunnudag eru skoðaðir sögufrægir kastalar og merkir staðir, en síðan ekið til Newcastle og aftur er kvöldið frjálst og gist á góðu hóteli í Newcastle. Á mánudagsmorgni bíða bílarnir aftur við hóteldyrnar og flytja hópinn um borð. Þar hreiðra allir um sig aftur og njóta siglingarinnar heim. ínu. Björg Aradóttir. Öllum er frjáls þátttaka í þessari ferð og verðið er kr. 8.800. Innifalið: Allar ferðir og gisting sem og morgunverður og kvöldverður í Edinborg og Newcastle. 36TTT Afbragðs góð greiðslukjör AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTAHF FARSKIP gengi 29.7 '83 AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 5 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Staða yfirlögreglu- þjóns hér viö embættiö, er laus til umsóknar. Um- sóknir skulu sendast til skrifstofu minnar og hafa borist mér fyrir 25. ágúst nk. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 22. júlí 1983. Kennarar Nú er tækifæri fyrir hjón sem kenna bæöi að ráöa sig aö Heimavistarskólanum á Brúarási á Fljótsdalshéraöi. Ný íbúö. Sími um Foss- velli. Verkamenn Vanir verkamenn í byggingarvinnu óskast í langtímavinnu. Upplýsingar í síma 45305 e.h. í dag og á morgun. Kranamaður Hagvirki óskar aö ráöa vanan kranamann á byggingarkrana viö Sultartanga í 4—5 vikur. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 53999. Starfsmann Okkur vantar vanan starfsmann til afleysinga í sumar á Linoterm-innskriftarborö. Prentsmiöjan Hólar hf., Seltjarnarnesi, sími 28266. Verkstjóri Óskum eftir að ráöa verkstjóra í málmiðnað- ardeild. Einnig óskum viö eftir aö ráöa járnsmið og rafvirkja (svein). Upplýsingar gefur Gunnar í síma 95-4128 á daginn og 95-4545 á kvöldin. Vélsmiöja Húnvetninga á Blönduósi. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.