Morgunblaðið - 28.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983
35
Gunnar Pálmi Björns-
son — Minningarorð
Fæddur 23. janúar 1924.
Dáinn 18. júlí 1983.
Hve óvænt og sláandi kom sú
fregn, að vinur minn, Gunnar
Pálmi Björnsson væri látinn
mánudagsmorgunir.n þann 18.
júlí. Við höfðum verið saman mest
allan sunnudaginn áður, eins og
flesta frídaga undanfarin ár.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
sex árum vegna sameiginlegs
áhuga á smábátaútgerð. Það var
mér ómetanlegt að verða aðnjót-
andi leiðbeininga svo reynds sjó-
manns sem Gunnar var, þar sem
ég var algjör byrjandi í öllu því
sem laut að sjómennsku og með-
ferð báta.
Gunnar var fæddur á ólafsfirði
23. janúar 1924, sonur hjónanna
Þorbjargar Björnsdóttur og
Björns Pálma Sigurðssonar. Var
hann næst yngstur fimm systkina.
Gunnar var gæfumaður í einka-
lífi sínu. Árið 1948 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Guðrúnu
Matthildi Valhjálmsdóttur. í
fyrstu settu þau saman bú á
Olafsfirði, þar sem Gunnar stund-
aði sjómennsku og útgerð ásamt
bróður sínum Sigurbirni. Og var
alla tíð kært með þeim bræðrum.
Árið 1966 flyst Gunnar til
Reykjavíkur til æskustöðva eig-
inkonu sinnar.
Þau hjón eiga eina dóttur barna,
Matthildi Þorbjörgu, sem nemur
sáifræði við Háskóia íslands.
Hennar maður er Örn S. Einars-
son. Eiga þau eina dóttur, Guð-
rúnu Matthildi, sem var auga-
steinn afa síns og ömmu. Gunnar
var einstakur heimilisfaðir. Heim-
ili hans og Guðrúnar að Brávalia-
götu 18 var einstaklega hlýlegt og
aðlaðandi og var gott að 'neim-
sækja þau hjón þar. Gunnar var
maður trúaður og einstaklega
elskulegur í allri umgengni.
Á annan áratug vann hann hjá
sama fyrirtæki í Reykjavík, en
flestum frístundum sinum varði
hann við aðaláhugamál sitt sem
snerist um sjóinn og siglingar. En
nú kemur Gunnar aldrei aftur að
landi, þeim dómi verðum við vinir
hans að hlíta. Hann hefur nú náð
höfn á annarri strönd. Þar veit ég
að hann hefur átt góða heimvon.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum vil ég þakka Gunnari fyrir
allt það liðna og spyr um leið, því
var hann kvaddur burt svo fljótt?
Ég votta fjölskyldu hans dýpstu
samúð.
Haraldur Karlsson.
Frændi okkar, Gunnar Pálmi
Björnsson, Brávallagötu 18,
Reykjavík, lést 18. júlí sl. 59 ára að
aldri og fer útför hans fram í dag.
Gunnar fæddist 23. janúar 1924
að Miðhúsum í ólafsfirði og voru
foreldrar hans hjónin Þorbjörg
Björnsdóttir, ættuð frá Hvammi
við Hofsós, og Björn Sigurðsson
frá Ólafsfirði. Gunnar var næst-
yngstur fimm barna þeirra, en elst
var Sigrún, sem dó á fyrsta ári, þá
Sigurbjörn sem búsettur er í
Ólafsfirði, Halldóra, lést árið
1978, var búsett í Ólafsfirði, og
Ásta sem nú býr á Akureyri.
Eins og þá var ungra manna
háttur í sjávarplássum hóf Gunn-
ar snemma að stunda störf tengd
sjónum, annað þekktist vart þegar
tilskyldu námi lauk.
Árið 1948 kvæntist Gunnar
Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, ættaðri
úr Reykjavík, og settust þau að í
ólafsfirði. Þau eignuðust eina
dóttur, Matthildi Þorbjörgu, f.
1959, sem gift er Erni Einarssyni
og eiga þau þriggja ára gamla
dóttur, Guðrúnu Matthildi.
Um langt árabil rak Gunnar út-
gerð í félagi við Sigurbjörn bróður
sinn og fleiri. Áttu þeir ýmsa báta,
m.a. Sæfara og Freyju og var
Gunnar jafnan formaður. Síðustu
árin sín í óiafsfirði reri Gunnar
einn á trillu og aflaði oftast vel,
enda fiskimaður af lífi og sál.
Til þeirra Gunnars og Guðrúnar
við Áðalgötuna lágu oft leiðir
okkar. Þar var okkur alltaf vel
tekið, margt að sjá sem gladdi
augað og ýmsu vikið að okkur sem
við kunnum vel að meta. Þar var
lítill, en fallegur trjágarður sem
gaf umhverfinu svip og vissan
ævintýraljóma í okkar augum.
Alltaf fannst okkur mikil reisn yf-
ir þessu heimili meðan það stóð i
Ólafsfirði. Sama má segja um
heimili þeirra og viðmót allt er
þau settust að í Reykjavík árið
1966. Þangað leituðum við er við
vorum þar við nám eða störf.
f Reykjavík hóf Gunnar strax
störf hjá Lýsi hf. og starfaði þar
til dauðadags. Ekki rauf hann
tengslin við heimabyggðina eða
uppruna sinn þótt hann flyttist til
Reykjavíkur, því margar voru
ferðirnar norður á sumrin. Þá var
gjarnan róið á gamalkunnug mið á
Héðinsfirði eða annars staðar við
Eyjafjörð. Ekki lét hann sér það
nægja, heldur eignaðist eigin bát
og gerði út á ýsu í „Bugtinni" í
fríum sínum og rótfiskaði sem
fyrr. Þannig var það til hinstu
stundar.
Genginn er nú góður maður og
gegn langi, um aldur fram. Hann
hlaut í veganesti skyldurækni og
ríka sjálfsbjargarviðleitni og
ræktaði með sér trú á allt sem
gott er. Slíkir menn hljóta að eiga
góða heimkomu.
Við minnumst frænda okkar
með eftirsjá en jafnframt með
hlýju, og biðjum Guð að styrkja
Guðrúnu, dóttur, tengdason og
barnabarn í sorg þeirra.
Systkinabörn.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða aö berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
NI55AN
ÖLLUM ÖÐRUM FRAMAR
Nissan Cherry 1500 GL 5 dyra.
Gerðu bestu bílakaupin
Líttu á staðreyndirnar
Við bárum saman verð svolítið sportlegra bíla með vélarstærðinni
1300 cc. - 1600 cc. og með fimm gíra gírkassa þar sem það fékkst.
(Samanburður gerður 11.7. 83)
Alfasud 1500cc. 5 yíra. 4radvra, kt\ 310.000.00
Ford Escorí lóOOcc, 5 gíra, 3jadvra. kr. 420-430.000.00
Honda Civic S I335cc, 5 gíra, 3jadyra, kr. 293.000.01)
Mazda323 I500cc, 5 gíra, 3jadvra, kr. 272.000.00
Mitsubishi Cordia SR I600cc, 4ra eíra. 3ja dvra. kr. WÆ0.00
Toyota Tercel I300cc, 5 gíra. 3jadvra. kr. 275.000.00
Volvo 343 I400cc, 4ra gíra, 3ja dvra, kr. 346.000.00
OG LOKS Á LANGBESTA VERÐINU
NISSAN CHERRY 1500cc,
5 gíra, 3ja dyra á aðeins kr. 257.000.00
Samt er CHERR Yríkulega búinn. Hann er t.d. með snúningshraða-
mæli, lituðu gleri, útvarpi, skottlok, bensínlok og báða afturglugga
má opna úr ökumannssæti, veltistýri, rafmagnsklukku, hitaðri
afturrúðu með rúðuþurrku og rúðusprautu, 6-12 sekúndna stillan-
legum biðtíma á þurrkum, framhjóladrifi, 84ra hestafla vél og margt
margt fleira.
Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5.
Tökum allar gerðir eldri bifreiða
upp í nýjar
VERIÐ ÓHRÆDD VIÐ AÐ GERA
SAMANBURÐ - ÞAÐ ERUM VIÐ
NIS5AIM LANG-LANG MEST
FYRIR PENINGANA
INGVAR HELGASON sim,3356o
SÝNINGARSALURINN /RAU ÐAGERÐI