Morgunblaðið - 28.07.1983, Side 39
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983
39
Áhuqamálið er aðeins eitt:
Stjörnur
ogaftur
stjörnur
Þeir þekkja hana á Kastrup-
flugvelli og á fínustu hóteium
Kaupmannahafnar, starfsmenn
leikhúsanna kannast viö hana og
miöasölustúlkurnar eiga hana fyrir
vin. Margar stórstjörnur hafa líka
hitt hana, sumar oftar en einu sinni
og Lillian Thode finnst næstum
sem hún þekki þær.
Lillian Thode safnar eiginhand-
aráritunum frægs fólks og á nú
orðiö um 500 nöfn, bæöi landa
sinna, Dana, og annarra stór-
stjarna. Elizabeth Taylor, Harry
Belafonte, Walt Disney, Abba,
Lillian fékk leyfi til aö sitja inni í
hlýjunni á Hotel Scandinavia
meöan hún beiö eftir Rod Stew-
art.
Lillian meö Annifrid í Abba.
Sammy Davis, Peter Ustinov, Sim-
on & Garfunkel, Birgit Nllsson og
margir aörir eru þarna á meöal og
Lillian hefur oft beöiö klukku-
stundum eöa jafnvel dögum sam-
an á flugvellinum og í anddyri hót-
elanna eftir því aö koma auga á
þetta fræga fólk. Ef hún hefur
heppnina meö sér fær hún eigin-
handaráritun, kannski eina mynd,
svo ekki sé nú talaö um smáspjall
viö uppáhaldiö.
Lillian gefur stjörnunum mis-
jafna dóma. Þau í Abba voru „ægi-
lega sæt“; John Denver var „ægi-
lega fúll" yfir því aö fá ekki aö
boröa matinn sinn í friði; Hinrik
prins var „fínn“ en Margrét drottn-
ing sagöi þvert nei. Drottning gefur
ekki eiginhandaráritun.
Drottning drottninganna í
kvikmyndaheiminum, Elisabeth
Taylor, sendi hins vega Lillian fal-
legt bréf ásamt undirskrift sinni og
er þaö einn af gimsteinunum í
safninu.
Lillian, sem er aöeins 21 árs
gömul, hefur ekki hugmynd um
hve miklum tíma og hve miklum
peningum hún hefur eytt í þetta
áhugamál sitt. Eitt áriö fór hún t.d.
til London og gekk þar frá einu
leikhúsinu til annars til aö reyna aö
herja út eiginhandaráritun hjá
sumu af þvt fólki, sem þekkt er úr
breskum sjónvarpsþáttum.
Á Kastrup-flugvelli meö Rod Stewart. Meö Lillian er vinkona hennar,
Lene Nielsen, sem einnig safnar eiginhandaráritunum frægs fólks.
COSPER
— Ekki svona mikið vatn. Hafið þið gleymt því að ég kann ekki að
synda?
Sem dæmi um erilsaman en
ánægjulegan dag má nefna þegar
Rod Stewart kom til Kaupamanna-
hafnar. Lillian tók daginn snemma
og hjólaöi út á flugvöll þar sem
hún beiö í þrjá tíma. Hún var hepp-
in. Rokkstjarnan gaf henni eigin-
handaráritun og leyföi henni aö
taka mynd af sér. Síöan hjólaöl
hún á eftir svörtu glæsikerrunni
hans Rods inn á Hótel Scandin-
avia, beið þar í tvo tíma og náöi aö
koma auga á hann þegar hann
yfirgaf hóteliö. Aö því búnu fór
Lillian heim og aftur niöur á hótel
og loksins alla leið út til Idræts-
parken þar sem tónleikarnir fóru
fram.
Þaö var komið fram yfir miö-
nætti þegar Lillian steig af hjólinu
heima hjá sér, sæl og glöö yfir
velheppnuðum degi.
„Hvers vegna ég stend í þessu?
Ja, mér finnst bara gaman aö því.
Þetta er mitt áhugamál. Þaö er þó
ekki svo aö mig dreymi um stjörn-
urnar allar nætur, en hins vegar
víla ég ekki fyrir mér að fara ofan
um miöja nótt ef ég á von á árit-
un,“ segir Lillian.
1
Ifrá
MAASPHALT
ÞAKPAPPI
Hefur einstaka efnafræðilega eiginleika til að
standast eyðingaröfl veðurs og aldurs.
2 gerðir, hagstætt verð.
Höfum einnig fyrirliggjandi asfalt 110/30 á þök,
og venjulegan þakpappa undir ál og stál.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVlK - SlMI 22000
Citroén
BX16TRS
90 hestöfl, 11,5 sek. í 100 km
hraða og sigurvegari
í sparaksturskeppni BIKR:
Meðaleyosla
6,14 I á hundraðið.
Citroén BX 16 TRS er í einu orði sagt
stórkostlegur bíll. Þú verður helst að koma og kynnast
honum af eigin raun.
Við tökum uppí vel með farna, nýlega Citroén bíla.
Við lánum 25% af kaupverði til 8 mánaða.
Verð kr. 414.100.-
Innifalið:
Hlífðarpanna undir vél, skráning og ryðvörn.
WM.G/obus? %2££
CITROÉN *