Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 1
72 SIÐUR 199. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar skjóta niður þotu með 269 manns * Atta orrustuþotur eltu vélina í 2V2 tíma áður en „skotmarkinu var eytt“ — Gífurleg reiði víða um lönd — Banda- ríkjamenn hafa fjarskipti sovésku flugmannanna á segulbandi Washinfpon, Seoul, 1. september. AP. GÍFURLEG reiði ríkir nú víða um lönd eftir að George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag, að óyggjandi sannanir væru fyrir, að Sovétmenn hefðu skotið niður suður-kóreanska farþegaþotu af gerðinni Boeing-747, sem hvarf af ratsjárskermum yfir Japanshafi í gær. 269 manns af ýmsu þjóðerni voru með vélinni og sagði Shultz, að allir hefðu farist. Búist er við, að Bandaríkjastjórn muni krefjast fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna þessa alvarlega máis. George Shultz, utanríkisráð- herra, sagði á blaðamannafundin- um, að suður-kóreska Jumbo- þotan, sem hefði verið á leið frá Anchorage í Alaska til Seoul í Suður-Kóreu, hefði villst af leið inn í sovéska lofthelgi við Kamtchaka-skaga. Hefðu Sovét- menn fylgst með ferðum hennar í tvo og hálfan tíma og sent alls átta orrustuþotur af gerðinni MIG-23 og SU-15 á eftir henni. Þegar farþegaþotan var komin framhjá Sakalin-eyju og inn yfir Japanshaf hefði einn sovésku flug- mannanna tilkynnt, að hann hefði „skotið eldflaug að vélinni" og að „skotmarkinu hefði verið eytt“. Klukkutíma síðar tilkynnti annar sovéskur flugmaður um olíuflekk á sjónum þar sem vélin hrapaði. Sagði Shultz, að Bandarfkjamenn hefðu óyggjandi sannanir í hönd- unum, segulbönd með samtölum sovésku flugmannanna við stjórn- stöð í landi. Shultz sagði, að ekkert benti til, að sovésku flugmennirnir hefðu reynt að vara flugmenn Jumbo- þotunnar við. Þegar eldflauginni var skotið, var sovéska orrustu- þotan svo nálægt, að ekki hefði átt að fara á milli mála, að þarna var farþegaflugvél á ferðinni. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, hefur falið Shultz að krefjast „tafarlausrar og fullkominnar skýringar" Sovétmanna á þessum atburði og sagði Larry Speakes, talsmaður forsetans, að Banda- ríkjastjórn hefði einnig f huga önnur og alvarlegri viðbrögð vegna þessa máls. Með Jumbo-þotunni voru 269 manns, 240 farþegar og 29 manna áhöfn. 81 farþegi var frá Suður- Kóreu, 22 Japanir, 30 Bandaríkja- menn, a.m.k. tveir Kanadamenn, einn Svíi og 70 af öðrum þjóðern- um. f hópi Bandaríkjamannanna var fulltrúadeildarþingmaðurinn Lawrence McDonald, demókrati frá Georgia. Mikil viðbrögð hafa orðið við þessum atburði víða um heim, sér- staklega í Suður-Kóreu og Banda- rikjunum. Forystumenn á Banda- ríkjaþingi hafa hvatt til refsiað- gerða vegna þessa „óskiljanlega og hryllilega" verknaðar en viðbrögð Sovétmanna hafa verið undarleg svo ekki sé meira sagt. Fyrst sagði Tass-fréttastofan frá því, að suður-kóreanskrar flugvélar væri saknað, seinna, eftir að fyrstu fréttir komu um að Sovétmenn hefðu skotið hana niður, sögðust þeir ekkert vita um hana en loks- ins sögðu þeir „óþekkta" flugvél hafa rofið sovéska lofthelgi tvisv- ar. Hefðu orrustuþotur verið send- ar til að hjálpa henni að lenda en þotan hefði haldið sínu striki og horfið á braut. Sjá ennfremur kort og frek- ari fréttir á bls. 22 og 23. AP SYSTUR Lee Chul-Kyu, farþega með suður-kóreönsku Jumbo-þotunni, bresta í grát þegar talsmaður Suður-Kóreu- stjórnar tilkynnir, að „vissa sé fyrir“ að vélin hafl verið skotin niður. Áður hafði hann sagt aðstandendum farþeganna, að vélin hefði lent á Sakalin-eyju. Shamir var valinn eftirmaður Begins Tel Aviv, I. september. AP. YITZHAK Shamir, utanríkisráð- herra ísraels, varð fyrir valinu sem forsætisráðherraefni Herut-flokks- ins í atkvæðagreiðslu, sem fram fór á milli hans og David Levy, aðstoðarforsætisráðherra. Hlaut Shamir 473 atkvæði en Levy 302. Yitzhak Shamir er 68 ára gam- all, innflytjandi frá Marokkó, fyrr- um skæruliðaforingi og leyniþjón- ustumaður. Ef hann verður forsæt- isráðherra, eins og líkur eru á, er búist við að hann haldi áfram harðri stefnu Begins, sem þeir mótuðu á þeim dögum þegar þeir börðust saman fyrir sjálfstæði fsraels. Þótt Shamir hafi borið sigur úr býtum, er ekki þar með sagt, að forsætisráðherrastólnum verði skotið undir hann umyrða- laust því að afsögn Begins hefur veikt mjög þau bönd, sem bundu stjórnarflokkana saman. Verka- mannaflokkurinn rær nú t.d. að því öllum árum, að fá suma flokkana til liðs við sig og mynda nýja samsteypustjórn. Hér til vinstri er mynd af Boeing 747 Jumbo-þotu frá suður-kóreanska flug- félaginu, en þad var sams konar flugvél, sem Sovétmenn skutu niður yfir Japanshafi með 269 manns innanborðs. Fyrir ofan er sovésk orrustuþota af gerðinni SU-15, en það var frá slíkri flugvél, sem eldflauginni var skotið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.