Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedseptember 1983næste måned
    mationtofr
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 1

Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 1
72 SIÐUR 199. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar skjóta niður þotu með 269 manns * Atta orrustuþotur eltu vélina í 2V2 tíma áður en „skotmarkinu var eytt“ — Gífurleg reiði víða um lönd — Banda- ríkjamenn hafa fjarskipti sovésku flugmannanna á segulbandi Washinfpon, Seoul, 1. september. AP. GÍFURLEG reiði ríkir nú víða um lönd eftir að George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag, að óyggjandi sannanir væru fyrir, að Sovétmenn hefðu skotið niður suður-kóreanska farþegaþotu af gerðinni Boeing-747, sem hvarf af ratsjárskermum yfir Japanshafi í gær. 269 manns af ýmsu þjóðerni voru með vélinni og sagði Shultz, að allir hefðu farist. Búist er við, að Bandaríkjastjórn muni krefjast fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna þessa alvarlega máis. George Shultz, utanríkisráð- herra, sagði á blaðamannafundin- um, að suður-kóreska Jumbo- þotan, sem hefði verið á leið frá Anchorage í Alaska til Seoul í Suður-Kóreu, hefði villst af leið inn í sovéska lofthelgi við Kamtchaka-skaga. Hefðu Sovét- menn fylgst með ferðum hennar í tvo og hálfan tíma og sent alls átta orrustuþotur af gerðinni MIG-23 og SU-15 á eftir henni. Þegar farþegaþotan var komin framhjá Sakalin-eyju og inn yfir Japanshaf hefði einn sovésku flug- mannanna tilkynnt, að hann hefði „skotið eldflaug að vélinni" og að „skotmarkinu hefði verið eytt“. Klukkutíma síðar tilkynnti annar sovéskur flugmaður um olíuflekk á sjónum þar sem vélin hrapaði. Sagði Shultz, að Bandarfkjamenn hefðu óyggjandi sannanir í hönd- unum, segulbönd með samtölum sovésku flugmannanna við stjórn- stöð í landi. Shultz sagði, að ekkert benti til, að sovésku flugmennirnir hefðu reynt að vara flugmenn Jumbo- þotunnar við. Þegar eldflauginni var skotið, var sovéska orrustu- þotan svo nálægt, að ekki hefði átt að fara á milli mála, að þarna var farþegaflugvél á ferðinni. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, hefur falið Shultz að krefjast „tafarlausrar og fullkominnar skýringar" Sovétmanna á þessum atburði og sagði Larry Speakes, talsmaður forsetans, að Banda- ríkjastjórn hefði einnig f huga önnur og alvarlegri viðbrögð vegna þessa máls. Með Jumbo-þotunni voru 269 manns, 240 farþegar og 29 manna áhöfn. 81 farþegi var frá Suður- Kóreu, 22 Japanir, 30 Bandaríkja- menn, a.m.k. tveir Kanadamenn, einn Svíi og 70 af öðrum þjóðern- um. f hópi Bandaríkjamannanna var fulltrúadeildarþingmaðurinn Lawrence McDonald, demókrati frá Georgia. Mikil viðbrögð hafa orðið við þessum atburði víða um heim, sér- staklega í Suður-Kóreu og Banda- rikjunum. Forystumenn á Banda- ríkjaþingi hafa hvatt til refsiað- gerða vegna þessa „óskiljanlega og hryllilega" verknaðar en viðbrögð Sovétmanna hafa verið undarleg svo ekki sé meira sagt. Fyrst sagði Tass-fréttastofan frá því, að suður-kóreanskrar flugvélar væri saknað, seinna, eftir að fyrstu fréttir komu um að Sovétmenn hefðu skotið hana niður, sögðust þeir ekkert vita um hana en loks- ins sögðu þeir „óþekkta" flugvél hafa rofið sovéska lofthelgi tvisv- ar. Hefðu orrustuþotur verið send- ar til að hjálpa henni að lenda en þotan hefði haldið sínu striki og horfið á braut. Sjá ennfremur kort og frek- ari fréttir á bls. 22 og 23. AP SYSTUR Lee Chul-Kyu, farþega með suður-kóreönsku Jumbo-þotunni, bresta í grát þegar talsmaður Suður-Kóreu- stjórnar tilkynnir, að „vissa sé fyrir“ að vélin hafl verið skotin niður. Áður hafði hann sagt aðstandendum farþeganna, að vélin hefði lent á Sakalin-eyju. Shamir var valinn eftirmaður Begins Tel Aviv, I. september. AP. YITZHAK Shamir, utanríkisráð- herra ísraels, varð fyrir valinu sem forsætisráðherraefni Herut-flokks- ins í atkvæðagreiðslu, sem fram fór á milli hans og David Levy, aðstoðarforsætisráðherra. Hlaut Shamir 473 atkvæði en Levy 302. Yitzhak Shamir er 68 ára gam- all, innflytjandi frá Marokkó, fyrr- um skæruliðaforingi og leyniþjón- ustumaður. Ef hann verður forsæt- isráðherra, eins og líkur eru á, er búist við að hann haldi áfram harðri stefnu Begins, sem þeir mótuðu á þeim dögum þegar þeir börðust saman fyrir sjálfstæði fsraels. Þótt Shamir hafi borið sigur úr býtum, er ekki þar með sagt, að forsætisráðherrastólnum verði skotið undir hann umyrða- laust því að afsögn Begins hefur veikt mjög þau bönd, sem bundu stjórnarflokkana saman. Verka- mannaflokkurinn rær nú t.d. að því öllum árum, að fá suma flokkana til liðs við sig og mynda nýja samsteypustjórn. Hér til vinstri er mynd af Boeing 747 Jumbo-þotu frá suður-kóreanska flug- félaginu, en þad var sams konar flugvél, sem Sovétmenn skutu niður yfir Japanshafi með 269 manns innanborðs. Fyrir ofan er sovésk orrustuþota af gerðinni SU-15, en það var frá slíkri flugvél, sem eldflauginni var skotið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 199. tölublað (02.09.1983)
https://timarit.is/issue/119291

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

199. tölublað (02.09.1983)

Handlinger: