Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Spjallað við breska „Ahugi fólks á h uglækningum fer vaxandi“ Lítil frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkru greindi frá því að hér á landi vaeri stödd bresk kona að nafni Agar Nares sem hefur að undanfornu helgað sig iðkun hug- lækninga. Hún vinnur eftir kerfi sem hun hefur mótað eftir kenn- ingum Robert Moore um að gera einstaklinginn meðvitaðan um líf- orkuferli líkamans. Agar hefur í tvö ár dvalið á Indlandi auk þess sem hún hefur stundað nám í sál- lækningum og sálarfræði í Bret- landi. Oft hefur verið minna tilefni fyrir viðtal, svo blaðamaður Mbl, hafði upp á Agar (nafnið fékk hún á Indlandi) og bað um örlít- ið spjall. Það var fúslega veitt. Hún hélt námskeið 27. og 28. ág- úst, sem 26 manns sóttu en margir hafa fengið tilsögn hjá henni einslega. Hún hefur áður komið til íslands, það var síðasta vor og var hún þá með svipað námskeið. Agar var beðin um að skýra nánar út hvað huglækningar væru. „Það er kannski best að segja að huglæknir vinni með líforku persónunnar á áru hennar í gegnum þá hluti, sem koma okkur í snertingu við kjarna til- veru okkar. Með því kemst per- sónan í snertingu við þá hluta sína, sem má vera að hafi verið bældir frá barnæsku eða hafi gleymst og njóti sín ekki í önn hversdagsins." Og hver eru viðbrögð fólks við huglækningum? „Þau eru auðvitað mismun- andi eftir hverri persónu. Stund- um er fólk sér ekki meðvitað um að nokkuð hafi gerst eftir með- ferð, en það tekur allt í einu eftir því nokkrum dögum eða vikum seinna, eða eitthvað hefur ein- faldlega skýrst svo það á auð- veldara með að tjá sig. Ég hef fundið að fólk hér á fslandi er mjög móttækilegt fyrir hlutum sem þessum. Það á sér líka stað um allan heim að áhugi fólks á huglækningum fer vaxandi. Gildi fólks er að breytast en ég er ekki svo viss um að fólk geri sér grein fyrir því. Kannski er þetta ekki mjög áberandi hér á Islandi en hvar sem ég hef farið um heiminn, í Bandaríkjunum, Bretlandi eða annarstaðar í Evr- ópu, er ótti í fólki vegna kjarn- orkuógnarinnar og fólkið finnur hann. Við lifum í rótlausum heimi stöðugra breytinga og hann er á mjög viðkvæmu stigi og það er nokkuð sem fólk finn- ur.“ Getur þú lýst starfi þínu nokk- uð nánar? „Starf mitt er einkum fólgið í að hjálpa fólki að þroskast sjálft og vaxa og finna tilgang sinn í lífinu. Fleira og fleira fólk er að koma til mín og vill fá að vita hver sé tilgangur lífs síns á jörð- inni. Það er að aukast til muna að fólk spyrji sig sjálft þessarar spurningar og ég hjálpa fólki til að komast i snertingu við þá hluta þess sjálfs sem leiðbeinir þeim. Öll höfum við í okkur hluta sem leiðbeina okkur og við getum lært að ná sambandi við þá og skilja." Og allir hafa tilgang með líf- inu? „Já. Það held ég. Já.“ Agar Nares hefur að sögn fengist við margs konar meðferð og fyrir fimm árum þjálfaði hún sig í Neo-Reichian-meðferð. Hún byggist á þeirri hugmynd að all- ar tilfinningalegar hindranir, sem við höfum og gætum hafa orðið fyrir í barnæsku, sé að finna á ólíkum stöðum í likam- anum vegna tengsla við orku- straumana og að þær taki sér bólfestu í vöðvabyggingunni og jafnvel í tilfinningamynstri okkar. „Meðferðin er því mikið fóigin i að vinna með líkamann til að nálgast þessar hindranir og losa um þær.“ Einnig hefur hún þjálfað sig í psychosynthes- is en sú meðferð er meira fólgin í að vinna með huga persónunn- ar. Agar segir: „Fólkið sem hér hefur verið á námskeiðinu hefur veitt sterka svörun við huglækn- ingunni. Þá á ég ekki við líkam- lega svörun, heldur hvernig það lítur á hlutina öðrum augum eft- ir en áður. Og þetta getur verið eitthvað fyrir alla, því á nám- skeiðinu voru sextugir og sjötug- ir menn. Og það þarf ekki að trúa neitt sérstaklega á að með- ferðin muni bera árangur, hún gerir það engu að síður. Hluti starfs míns er stjörnu- kortalestur fyrir fólk, en það er stór þáttur í þessu öllu saman. Ég nota kortið eins og verkfæri til að skilja ástand persónunnar og ég nota mismunandi læknis- aðferðir eftir því hvernig per- sónan er gerð. En venjulegast reyni ég að einbeita mér að áru fólks, hugsanaferli þess og til- finningamynstri. Litir eru einn- ig mjög mikilvægir og tónlist." Hvernig þá? „Hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, hafa Iit- ir stöðugt áhrif á okkur því hver litur hefur ákveðna sveiflutíðni og vekur hjá okkur mismunandi svörun og viðbrögð. Það sama er að segja um tónlist. Hvort tveggja tengist orkusviði persón- unnar. Litir geta haft mikil áhrif á líðan okkar, jafnvel liturinn í stofunni okkar getur haft mikil áhrif. Rauður er greinilega mjög örvandi. Ef þú byggir í herbergi sem allt væri málað rautt, ætt- irðu örugglega mjög erfitt með að slappa af. Grænn er litur náttúrunnar en hann er líka lit- ur hreyfanleikans. Blái liturinn er meira róandi litur og hefur í sér lækningamátt. Guli liturinn er erfiðari. Ef hann er skærgul- ur og ef við erum aðeins að tala um hvaða áhrif hann hefði á okkur ef við byggjum i herbergi sem væri málað þannig gult, veit ég til þess að notkun hans hefur verið bönnuð á geðsjúkrahúsum í mörgum löndum Evrópu. í hon- um er mjög mikil spenna og það hefur verið læknisfræðilega sannað að hann vekji upp spennu hjá fólki. Róandi tónlist getur alltaf hjálpað fólki til að slappa af. En hún gerir miklu meira en það. Hún hefur breyst mikið hin síð- ari ár. Svo virðist sem hin nýja tegund tónlistar þessa tima sé það sem kalla má óuppbyggileg tónlist, sem þýðir að hún hefur ekki neinn sérstakan ryþma og það er næstum eins og hún eigi sér engin takmörk. Þetta getur haft mismunandi áhrif, en svona óuppbyggileg tónlist getur næst- um brotið niður náttúrulegt orkusamræmi í fólki. í Bretlandi er hljómsveit sem heitir Heavy Metal sem spilar þannig tónlist og hún hefur mjög neikvæð áhrif á margt af því unga fólki sem hlustar á hana. Og ef þú hlustar á textann með tónlistinni þá er hann einnig mjög neikvæður. Vegna þess að þannig tegund tónlistar hefur áhrif sem geta brotið niður orkubygginguna, skilur hún eftir stórt gap sem fyllt er með allri þessari nei- kvæðu tónlist sem greypist í unga fólkið og jafnvel án þess að það viti af því. Ef þú bara lítur á þetta fólk þá er það fullt af and- þessu og and- hinu og í kringum það er algert vonleysi. Ég er ekki að segja að það sé aðeins tónlist- in sem er völd að þessu en hún matar það sem fyrir er og ungt fólk er næmara fyrir því i hvern- ig ástandi heimurinn er. Svo er eínnig til mjög falleg tónlist sem getur haft allt önnur áhrif. En ég held að tónlist verði sífellt meira notuð í lækninga- skyni í framtíðinni. Hún hefur alltaf verið notuð sem slík að vissu marki. Það er svolítið sem indjánar í Suður-Ameríku og Grikkir og Kínverjar vissu alltaf um og ég held að fólk sé aftur farið að skilja gildi hennar á þessu sviði." Hvernig finnst þér að vinna hér á íslandi? „Ég hef haft mjög gaman af að vinna hér og ég finn að það er auðvelt að vinna með orku á ís- landi. Orkan hér er mjög góð, hér er loftið hreint og fyrir mig býr ísland yfir töfrum. Ég held það hafi eitthvað að gera með það að íslendingar eru í óvenju sterku sambandi við uppruna sinn. Slíkt hefur mismunandi áhrif í mismunandi löndum. Fyrir mig hefur þetta land alveg sérstök gæði uppá að bjóða sem eru einstæð í veröldinni. Ég held að það sé ekkert land í heiminum sem ég get borið saman við Is- land.“ Þegar þú dvaldir á Indlandi tókstu upp nýtt nafn, Agar. Er einhver sérstök merking fólgin í því? „Það var meistari minn sem gaf mér þetta nafn og það þýðir „Temple of the Divine" eða „Musteri guðdómleikans“,“ sagði Agar og það var ekki laust við að hún færi svolítið hjá sér. Af hverju hlaustu þetta nafn? „Þú ættir heldur að spyrja meistara minn að því.“ Geturðu sagt mér meira af dvöl þinni á Indlandi eða af meistara þínum? „Það besta sem ég get sagt um dvölina þar, er að hún gaf mér nokkuð sem aldrei verður hægt að taka frá mér.“ Svo hefur þú stundað nám í „transpersonal" sálarfræði í Bretlandi. Hvað er það? „Það er grein innan sálarfræð- innar sem fæst ekki aðeins við sálfræði tilfinninga eða sálræn vandamál, heldur innsta kjarna mannseðlisins og færir fólk nær stefnu lífs síns og þýðingu þess „að vera“. Ég kalla fólkið sem leitar til mín ekki sjúklinga. Ég vinn ekki á þessu læknir-sjúklingur- -plani." Er það sem þú fæst við algeng iðja í heimalandi þínu? „Ég myndi ekki segja að það væri algeng iðja. Nei. Mér finnst, sjáðu, að það sem ég er að gera sé hluti af einhverju miklu stærra. ólíkt fólk hefur ólík verksvið, en ég held að á endan- um leiði allar þessar ólíku grein- ar, yoga, dáleiðsla, hugleiðsla, meðferðir, til sama hlutarins, að gera okkur heilli." Hví valdirðu þessa iðju? „Ég held ég hafi aðeins dregist að henni. Mér finnst ég vera að gera rétt.“ Og leitar sama fólkið oft til þín? »Já.“ Og er mikið að gera?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.