Morgunblaðið - 18.09.1983, Page 6

Morgunblaðið - 18.09.1983, Page 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Seinni hluti Morgunblaðssamtals við hinn kunna bandaríska rithöfund Caldwell er Georgíumaður og þar eð ég var kominn að heimsækja hann frá Georgíuríki töluðum við margt um þetta fæðingarríki hans og Cald- well sagði mér m.a. þessa sögu: Það var á þeim árum þegar ég var ungur og fátækur og hafði bit- ið það í mig að verða rithöfundur. Ég hafði komið til Los Angeles með ferðaritvélina mína í annarri hendi og litla ferðatösku í hinni. Ég var örþreyttur. Mér hafði ekki komið dúr á auga alla leiðina frá Maine. Ég fann fljótlega ódýrt hótel og geðsleg kona með mikið ljóst hár leigði mér lítið herbergi. Þegar ég hafði skráð mig inn og ætlaði að ganga til herbergis míns, segir konan: Hvaðan sagðistu aftur vera? Frá Maine, ansaði ég. Ertu viss? spurði konan. Ég kvaðst vera nokkuð viss um það og gekk til herbergis míns. Ég gat ekki haldið mér vakandi öllu lengur og var því stuttur í spuna við konuna. Ég settist á rúmið og vafði mér sígarettu og hallaði mér síðan aftur. Síðan man ég ekkert fyrr en allt í einu að ég verð var við einkennilegan umgang frammi á gangi. Ég komst ekki til ráðs, en mér heyrðist eins og í draumi fólk vera með háreysti fyrir utan her- bergisdyrnar og lemja utan hurð- ina. Loksins þegar ég opnaði aug- un, gerðist það í sama svipan að hurðin er brotin upp og slökkvi- liðsmaður stendur inná miðju gólfi með exi í hendi. Fjöldi manna kom í kjölfar hans og var mikill fyrirgangur á þessu fólki öllu. Ég fann nú megna brunalykt, en áttaði mig samt ekki á því hvað væri að gerast fyrr en tveir slökkviliðsmenn höluðu mig uppúr rúminu og hristu mig til. Vatni var þá skvett á rúmið og ég sá að hálf dýnan hafði brunnið. Auminginn! heyrði ég að ljós- hærða konan sagði blíðlega. Ég sá Texti: Jakob F. Ásgeirsson Myndir: Nancy Engebretson Það var enginn Ól.K.Mag. við höndina þegar ég heim- sótti Erskine Caldwell í Ariz- ona. Ég ákvað því að sjá um myndatökur sjálfur og skal það ekki orðlengt að það kom engin mynd út heil. Ég sló þá á þráðinn til hennar Nancy Engebretson, sem er vel met- inn ljósmyndari í Phoenix, og hún hafði fulla samúð með mér í þessum óförum og lofaði að senda um hæl myndir af Erskine Caldwell. Þær komu í síðustu viku! Tveir mánuðir eru nú liðnir síðan samtal Morgunblaðsins við Caldwell birtist (lOda júlí) og nú þegar myndirnar góðu eru loksins komnar til landsins skal skrif- uð nokkur viðbót um Erskine Caldwell, þann ágæta rithöf- und sem hefur boðað komu sína til íslands, verði heilsan góð á níræðisaldrinum en Caldwell verður áttræður nú í desember. að hann var yfir sig þreyttur og syfjaður þegar hann kom í kvöld. Brenndist hann nokkuð? Slökkviliðsmennirnir gengu úr skugga um að ég væri óbrenndur og annar þeirra sagði: Ég skil ekki hvernig maðurinn hefur sloppið við að brenna. Hálf- tími í viðbót og hann hefði verið steindauður. Ég ætla að færa hann í annað herbergi, sagði ljóshærða konan, og leyfa honum að sofa, aumingj- anum! Slökkviliðsmennirnir vildu að konan léti mig borga skaðabætur, en hún mátti ekki heyra á slíkt minnst, heldur ýtti hún mér útum dyrnar, tók upp ferðatöskuna mína og ritvélina: Nei, sagði hún, hann er sveit- ungi minn og hann borgar ekki neitt. Hann sagðist koma frá Maine, en hann blekkir mig ekki. Hann talar eins og allir í Georgíu og ég er frá Georgíu líka. Eftir að hafa búið hér með ókunnugum jafn lengi og ég, þá yrði það mitt svona til að ég fæddist í Suðrinu og skrifaði fyrstu sögur mínar um líf í Suðurríkjunum. Eg hef aldrei einskorðað mig við að skrifa um Suðrið, t.a.m. hef ég skrifað fjölda smásagna frá Nýja Englandi. Ég er stundum talinn til Suðurrfkja- höfunda af þeirri ástæðu að ég fæddist þar, en það breytir því ekki að ég er fyrst og fremst bandarískur höfundur. Á fjórða áratugnum stóð Cald- well að útgáfu merks bókaflokks sem kallaðist Amerícan Folkways. Ég hafði þá fyrir sið, segir hann, að skrifa bók á ári og ég ferðaðist mikið, en samt fannst mér ég ekki hafa nóg fyrir stafni. Þegar maður er ungur, þá getur maður allt. Ég semsé fann það út að ég hafði einn og tvo mánuði afgangs á hverju ári, þegar ég var búinn að klára bók og hafði ferðast að vild minni og fannst ekki kominn tími til að byrja á nýrri bók. Mér kom þá til hugar að hefja útgáfu bókaflokks um líf í ýmsum einangruðum sveitum Bandaríkjanna, þar sem Caldwell í garði sínum. síðasta verk að fara að baka sveit- unga mínum vandræði. Ssögu þessa er einnig að finna í stuttri sjálfsævi- sögu Caldwells Call it Ex- períence. En Caldwell lítur ekki á sig sem Georgíumann, þó hann viðurkenni semsé fúslega að þeir séu mikið gott fólk og allra manna vinsamlegastir í kynningu. Ég hef verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna, segir hann, og Georgía á engar sérstakar rætur í mér. Ég fæddist þar, ég byrjaði í blaðamennsku þar, ég gekk í skóla þar, en það er allt og sumt. Georgía er ekki heimaríki mitt fremur en eitthvert annað ríki Bandaríkjanna og sú staðreynd að ég fæddist þar breytir þar engu um. Þú ert samt iðulega talinn til Suðurríkjahöfunda. Ég er bandarískur höfundur, segir Caldwell. Ég hefði getað skrifað um lífið hvar sem er í Bandaríkjunum og það bara vill Morgunblaðið/ Nancy Engebretson. fólk lifði í sátt við náttúruna og hafði skapað sér á ýmsan hátt sína eigin menningu. Ég ræddi málið við útgefanda minn og hon- um leist vel á hugmyndina og ég fór þá að garfa í þessu. Á endan- um gáfum við út 25 bindi, svo þetta verk er um margt merkileg heimild um líf í Bandaríkjunum og eftirá er ég dálítið stoltur af þessu framtaki mínu. Ég var eins- konar rannsóknarstjóri verksins; ég ferðaðist um og leitaði uppi góða menn til að skrifa bækurnar í þeim sveitum þar sem mér fund- úst lífshættir manna svo merki- legir að þeir yrðu að bókfestast. Mér var umhugað um að sá sem skrifaði bókina, ætti enn heima í þeirri sveit sem hann átti að lýsa og væri þar öllum hnútum kunn- ugur. Það var því stundum streð að finna rétta manninn til verks- ins, en allt hafðist þetta nú. Ég fór svo yfir hverja bók og lagði til að einu og öðru yrði breytt eins og gengur, því hér voru ekki á ferð- inni þjálfaðir rithöfundar. Bæk- Gamall maður horfir útum glugga. Erskine Caldwell í stofu sinni. urnar í Amerícan Folkways urðu ekki metsölubækur, en þær seld- ust nóg til að gera útgefandann ánægðan og yfirleitt voru menn ánægðir með útkomuna. En fram- tak af þessu tagi væri óhugsandi nú á tímum: Rafmagnið snar- breytti lífsháttumm manna og svo kom sjónvarpið og nú eru áður einangruð svæði komin í samband við umheiminn og ekki svo mikill munur á lífsvenjum manna eftir sveitum. Það mátti ekki seinna vera að ég fylgdi eftir þessari hugmynd minni. Hvað finnst þér um föðurland þitt nú? Bandaríkin eru í deiglunni, ef svo má segja, og ég get ekki áttað mig á því hvert stefnir í umróti næstu ára. Það mun svo margt breytast með hinni miklu tækni og ég held þær breytingar hafi í för með sér mikinn óróa í þjóðlífinu. Órói er jafnan fylgifiskur breyt- inga. En hvert sem stefnir, þá er ég sannfærður um að við eigum mikla framtíð. Ég veit að næstu tíu til tuttugu árin mun margt breytast og ef ég lifi það, þá fylgi ég þeim breytingum bara eins og ekkert sé. Ég er fullur bjartsýni. Þú óttast ekki kjarnorkustyrj- öld? Nei. Þetta eru skelfileg vopn, en ég óttast þau ekki af því að ég er alls ófróður um hvað muni gerast. Ég geri mér ljóst hvað getur gerst, en ég veit ekki hvað mun gerast. Það er munur þar á, en ég trúi því að það finnist leið til að fólk geti lifað með kjarnorkusprengjunni. Fyrst og fremst vona ég að henni verði aldrei kastað í styrjöld og í annan stað að það finnist vörn gegn henni. Ég trúi því að mann- kynið eigi framtíð fyrir sér. Erskine Caldwell er maður fremur hár vexti, vel byggður og hraustlegur þrátt fyrir áttatíu ár. Hann held- ur sér við með því að hjóla daglega á sérstöku líkamsræktarhjóli sem hann hefur í vinnustofu sinni. „Vinnustofa" hans er lítið, aflangt herbergi og þar er fátt húsgagna: Tveir stólar, lítið skrifborð — rit- vél, pappír og ritföng á borðinu — skemmtilegar teikningar hanga á veggjum. Ánnað er ekki í þessu herbergi utan hjólið. Jú, rautt teppi á gólfi. Eg er sérvitur um ýmislegt smá- legt, segir Caldwell. Til dæmis þetta rauða teppi, það hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt og allt- af hef ég það í vinnustofu minni. Nú, og ég get ekki skrifað nema á gulan pappír! Margir rithöfundar eru uppfullir af slíkri sérvisku. Ég nota heldur ekki rafmagnsritvél- ar; ég á tólf gamlar ritvélar á víð og dreif um húsið, því þessir gripir eru einlægt að bila og þá hef ég alltaf aðra vél að grípa til. Ertu ekki haldinn einhverri sérvisku um vinnutímann? Ég hef unnið á öllum tímum og búið mér til ótal reglur um vinnu- Erskine Caldwell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.