Morgunblaðið - 09.10.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
47
efni. Lá ekki f hlutarins eðli að þú
hjálpaðir Saint Etienne við að
vinna Evrópubikarinn?
Michel Platini: „Jú, vissulega,
hefði ég séð fram á að það væri
möguleiki. Ég var hins vegar efins
um að ég gæti náð frekari árangri
með Saint Etienne og jafnframt
öðrum liðum í Frakklandi. Reynd-
ar var ástandið orðið frekar slæmt
á tímabili, bæði almenningur og
fjölmiðlar héldu mig það góðan að
ég væri hafinn yfir öll félagslið og
líka landsliðið. Allir væntu sífellt
meira og meira af mér og undir
lokin var mér orðið óbærilegt að
standa mig gagnvart almenningi.
Það sem áður hafði verið skemmt-
un var farið að íþyngja mér.“
— Juventus tapaði tveimur
fyrstu deildarleikjunum sínum
sem varð til þess að ítölsku blöðin
fóru að skrifa um erfiða tíma inn-
an liðsins og jafnframt afbrýði-
semi á milli þín og Paolo Rossi.
Hve mikið var til í þessu?
Michel Platini: „Um leið og Juv-
entus tapar leik taka fjölmiðlar
upp skrif sem þessi. Við vorum að-
eins sentimetra frá sigri í Verona
og Genoa, en blöðin reyndu i stað
þess að segja frá því að skapa
spennu á milli okkar Rossi aðeins
til að selja fleiri eintök. Það voru
engin vandamál innan liðsins og
síst af öllu stóð eitthvert stríð á
milli okkar Rossi. Öllum leik-
mönnum Juventus kemur vel sam-
an.“
— Þú áttir erfitt með að aðlaga
þig að aðstæðum innan Juventus,
ekki satt?
Michel Platini: „Jú, enda er mik-
ill munur á ítölskum og frönskum
fótbolta. í Frakklandi fór maður
inn á völlinn sem sóknarmaður
með því markmiði að skora mörk,
ingur í ítölsku liði? Nú er oftast
litið á útlenda leikmenn sem frels-
ara.
Michel Platini: „Það er gífurlegt
álag á erlendum leikmönnum og
þegar við töpum eykst það um all-
an helming. Bæði ég og Boniek
höfum fengið að finna fyrir því.
Blaðamenn hafa hins vegar fyrir
reglu að endurgjalda okkur þau
neikvæðu orð með því að hæla
okkur þegar vel gengur og virðast
engin takmörk vera fyrir hólinu,
þegar þeir byrja — burtséð frá því
hvernig við spilum, bara að leikur-
inn vinnist. Það segir sig sjálft að
það var erfitt fyrir okkur Boniek
að ganga inn í Juventus, sérstak-
lega þar sem valinn maður var í
hverju rúmi. Við vissum reyndar
ekkert um ítalskan fótbolta þá og
gátum ekki búist við því að þeir
tækju okkur opnum örmum. Einn-
ig gat það hafa farið svo að við
hreinlega pössuðum ekki inn í spil
liðsins, og ef svo hefði verið hefð-
um við ekki viljað vera þeir leik-
menn er keyptir voru.
En okkur hefur gengið vel, að
vísu voru það okkur mikil von-
brigði að vinna ekki Evrópukeppni
meistaraliða á síðasta keppnis-
tímabili. En nú erum við ákveðnir,
við ætlum okkur mjög langt."
— Það var vaninn hér áður fyrr
að tveir æðstu menn Fiat, þeir Gi-
anni og Umberto Agnelli, yfirgáfu
Stadio Communale-völlinn fyrir
leiktímann er Juventus var að
spila. Þegar þú hafðir tryggt Juv-
entus 1—0 sigur yfir AC Torino,
hafði Gianni orð á þvf að þú spil-
aðir eins og leikmaður frá annarri
plánetu og sagðist ætla að horfa á
sigra og gleðja almenning. A It-
alíu er þessu öðruvísi háttað. Þar
er markmiðið að tapa ekki og af-
ieiðingin er sú að farið er hægar í
hlutina og mikið lagt upp úr varn-
arleik og þar er Juventus engin
undantekning. Það þýddi að ég
þurfti alltaf að hlaupa í vörn þeg-
ar vissar aðstæður sköpuðust og
vegna þessa varð ég ákaflega leið-
ur. Juventus hafði borgað mikla
peninga fyrir mig og notaði mig
síðan ekki í samræmi við hæfi-
leika mína. Ég gerði þjálfara mín-
um, Giovanni Trappatoni, það
ljóst að mjög erfitt væri fyrir mig
að skora mörk, þegar ég þyrfti að
vera svo oft á mínum eigin vall-
arhelmingi. Hann skyldi mig og
fól mér aðra stöðu á vellinum —
sjálfum sér til bóta, félaginu,
áhangendum þess og ekki síst mér,
þar sem mér bar að blómgast inn-
an liðsins."
— Hvernig er að vera útlend-
allan leikinn. Hvað vilt þú segja
um þessi orð í þinn garð?
Michel Platini: „Ég er vissulega
ánægður með þetta hrós, og það
hefur án efa komið sér vel. í
sannleika sagt sýni ég ekki nema
30% getu minnar."
— Af hverju?
Michel Platini: „Ég er frekar
illa haldinn af meiðslum er ég
hlaut fyrir ári, og reyndar ætti að
vera búið að skera mig upp vegna
þeirra. Það gæti kostað að ég yrði
frá í 4—5 mánuði, en slíkt get ég
ekki boðið félaginu upp á. Ég vona
að með tímanum batni mér, en
sem stendur er ég í stöðugri með-
ferð. { Frakklandi var tímabilið
miklu stífara, hér hjá Juventus er
farið frekar vægt í allar æfingar
og aðeins er spilað einu sinni í
viku ef frá eru taldar þær vikur
sem spilað er í bikarkeppninni."
Þýtt og endursagt.
Glæsilegt úrval af myndum og plakötum með eða án ramma
Margar stærðir.
Kvikmyndaplaköt - Art Poster - vegg- og hurðamyndir
OPIÐ: 9-12 og 13:30-18
LAUG. OG SUN. 13-16
MYNDIN
Dalshrauni 13
S. 54171
/
IKEA
HÍNKÉTTINGAB.
IELDHUSIÐ
miöpunkt heimilisins
Eldhúsiö er sá staöur hvers
heimilis, þar sem hvað best þarf aö
vanda til innréttinga. Skapa þarf
fyrsta flokks vinnuaðstööu, gott og
þægilegt geymslurými og útlit sem
gleður augað.
Allt þetta er haft í huga viö hönnun
IKEA eldhúsinnréttinga. Úrvaliö
er miðað viö að allir fái innréttingu
viö sitt hæfi. IKEA
gæðin eru þar sem
annarsstaðar og
verðið öllum
viðráðanlegt.
IKEA fram-
leiðir einnig
skemmtilegar
baðherbergisinnréttingar, fataskápa
og hillur. Allt á lager, engar
afgreiðslutafir. Komið í eldhúsdeild
IKEA,við aðstoðum ykkurvið valið,
reiknum út nákvæmt verð og
kynnum ykkur afborgunarskilmálana.
í IKEA deildinni fáið þið Zanussi
ísskápa og Rafha eldavélar.
Biðjið um litprentaða IKEA
eldhúsinnréttingabækinginn.
Skeifunni15