Morgunblaðið - 19.10.1983, Side 15

Morgunblaðið - 19.10.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 55 Fagnað áformum um að draga úr ríkisumsvifum 27. þing Sambands ungra sjálfstæft- ismanna fagnar þeim umskiptum sem orðið hafa í íslenskum stjómmálum undanfarin misseri. Sameinaðir unnu sjálfstæðismenn góða sigra í bæjar- og sreitarstjórnakosningum vorið 1982 og í Alþingiskosningum á sl. vori. Innri erfiðleikar Sjálfstæðisflokksins eru að baki og tilraunum vinstri aflanna til aö kljúfa flokkinn hefur verið hnekkt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á ný for- jstuhlutverki að gegna við að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem vinstri stefna undanfarinna ára hefur leitt ta. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum við erfiðari aðstæður en nokkur stjórn á síðari tfmum. Ljóst er að efnahagsstefna undanfarinna ára ásamt ytri áföllum hefur komið þjóðarbúinu á heljarþröm. Við stjórnarskiptin var verðbólgan kom- in á áður óþekkt stig, skuldasöfnun við útlönd orðin geigvænleg og stöðvun atvinnuvega þjóðarinnar og þar með atvinnuleysi yfirvofandi. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar miðuðu að því að afstýra þessum voða og undirbúa nýtt átak f sókn til bættra lífskjara. Þessar aðgerðir og efnahagsstefna stjórnarinnar f heild er í raun úrslitatilraun til að brjót- ast út úr þeim vítahring, sem efna- hagsleg ringulreið undanfarinna ára hefur skapað. Ungir sjálfstæðismenn fagna því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru þegar teknar að bera árangur og að á mörgum sviðum hefur nú orðið greinileg stefnubreyting frá þvf sem áður var. Verðbólgan er á hraðri niðurleið, atvinnuöryggi hefur verið tryggt, horfur eru á hallalausum utanríkisviðskiptum og lögð hafa verið drög að nýrri sókn í atvinnu- málum. Fagna ber sérstaklega áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr ríkisumsvifum og selja ríkisfyrirtæki, nýrri stóriðjustefnu og þvf, að neitunarvaldi Alþýðu- bandalagsins f mikilvægum fram- faramálum skuli aflétt. Þótt rfkisstjórninni hafi fyrstu mánuðina tekist að ná nokkrum árangri sem gefur góð fyrirheit, er ljóstað stjórnarinnar bíða mörg og erfið verkefni. Ríkisstjórnin hefur ekki aðeins það hlutverk að vinna bug á þeim erfiðleikum, sem þjóðar- búið glímir nú við heldur jafnframt að búa verulega f haginn fyrir kom- andi kynslóðir. í því efni hafa sjálfstæðismenn f ríkisstjórn sér- stöku hlutverki að gegna til að tryggja að staðinn sé vörður um ein- staklingsfrelsi og atvinnufrelsi, sveigt frá miðstýringu hins opinbera á sem flestum sviðum og athafnaþrá og hugvit einstaklinganna beislað til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Sjálfstæðismönnum ber skylda til að knýja á um nauðsynlegar grund- vallarbreytingar í efnahagsskipan- inni auk nauðsynlegra kerfisbreyt- inga t.d. f heilbrigðis- og mennta- málum. Tækifærið sem stjórnarað- ildin veitir ber að nýta til að auka frelsi hins almenna borgara til að haga lífi sínu og starfi f samræmi við eigin óskir og hagsmuni. 27. þing SUS lýsir yfir fyllsta stuðningi við núverandi rfkisstjórn og skorar á alla sjálfstæðismenn og aðra stuðningsmenn stjórnarinnar að fylkja sér um stefnu hennar á þeim erfiðu en jafnframt örlagarfku tímum sem framundan eru. Þingfulltrúar að þingstörfum loknum. Atvinnuþróun og hátækniiðnaður: Tækifæri fyrir íslendinga að hasla sér völl meðal þróuðustu ríkja 27. þing SUS vekur athygli á þeirri öru þróun, sem orðið hefur í rafeinda- og öðrum hátækniiðnaði á undanförnum árum. Þingið bendir sérstaklega á ör- tölvuna og þau áhrif sem hún hefur haft á atvinnulíf vestrænna þjóða, og á þá möguleika, sem hún hefur haft fyrir atvinnulíf íslendinga, menntakerfi lands- manna og víðar í samfélaginu. Þingið hvetur stjómvöld til að sýna framsýni í þessum málum með það fyrir augum að beisla hina nýju þekkingu tii hagsbóta fyrir alla þegna landsins. Hik getur haft mun alvarlegri afleiðingar i atvinnu- málum, en markviss hagnýting hinnar nýju tækni. Margt bendir til þess að hér sé um að ræða tækifæri fyrir Isiendinga til að hasla sér varanlegan völl meðal þróuðustu ríkja heims. Aukin notkun örtölva og há- þróaðrar tækni mun hafa áhrif á hæfni íslensks vinnuafls í framtíð- inni. Minni þörf verður fyrir verk- kunnáttu, en meiri þörf fyrir hug- vit. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjálfunar- og endurmenntunarþörf í ýmsum greinum atvinnulffsins. Sérstaklega verður mikil eftir- spurn eftir vel þjálfuðu starfsfólki með sérþekkingu á örtölvum og tölvutækni. Hægt upplýsingaflæði stendur nú góðu skipulagi fyrirtækja og stofnana að ýmsu leyti fyrir þrif- um. Örtölvutæknin og ný tækni við upplýsingamiðlun mun bæta úr á þessu sviði. Á undanförnum árum hefur framleiðsla á þróuðum iðnað- arvörum krafist umtalsverðrar fjárfestingar í tækjum. Til þess að vera samkeppnisfær hafa fyrirtæki þurft að framleiða vörur í miklu magni fyrir stóra markaði. Þetta hefur leitt til þess, að þróaður iðn- aður hefur fyrst og fremst byggst upp á þéttbýlissvæðum. Þróun ör- tölvunnar mun gera mögulega hag- kvæma framleiðslu í litlu magni. Aðlögunartími mun minnka vegna aukinnar sjálfvirkni, sem mun gera litlum fyrirtækjum kleift að fram- leiða hagkvæmt margar mismun- andi vörutegundir með sama tækjabúnaði. Allt bendir því til þess, að möguleiki verði að byggja upp hátækniiðnað utan þéttbýlis- svæða. Örtölvutæknin mun auðvelda ís- lenskum iðnaði að bæta gæði og auka framleiðni og þannig opna Is- lenskri iðnaðarvöru leiðina að nýj- um mörkuðum jafnhliða því sem sköpuð eru skilyrði fyrir þróun sérhæfðs íslensks hátækniiðnaðar. Þingið bendir á eftirfarandi leið- ir til að hraða þróun hátækniiðnað- ar á íslandi: 1. Á vegum hins opinbera og sam- taka atvinnulífsins verði án taf- ar hafið kynningarstarf á hinni nýju tækni, afleiðingum hennar og möguleikum. Fjölmiðlar og skólar hafa þarna sérstöku hlut- verki að gegna, sem og þeir aðil- ar er annast upplýsingaþjónustu fyrir starfandi iðnað. Sérstakt átak verði gert til að auðvelda starfandi fyrirtækjum að taka í notkun hina nýju tækni. 2. í fræðslukerfinu og á vegum að- ila er annast endurmenntun verði lögð stóraukin áhersla á kennslu um upplýsingaöflun, ör- tölvur, tölvufræði og almenna tækni. Einnig verði hafin fræðsla um stofnun fyrirtækja. 3. Fjarskiptakerfi landsins verði byggt upp þannig að möguleikar örtölvutækninnar nýtist að fullu. Tekin verði upp frjáls- lyndari stefna hvað varðar teng- ingu ýmissa tækja inn í fjar- skiptakerfið. Jafnframt verði einkafyrirtækjum gert kleift að notfæra sér fjarskiptakerfið í starfsemi sinni. 4. Endurskoða þarf gildandi lög um atvinnustarfsemi með það fyrir augum að þau hvetji til tækniþróunar í uppbyggingu at- vinnulífsins. 5. Á meðan hin nýja tækni er að skjóta hér varanlegum rótum, kann að vera nauðsynlegt að beina miklu fjármagni I at- vinnugreinar, þar sem hin nýja tækni verður notuð. Kannað verði hvort unnt sé að beita skattareglum að hluta til I þessu skyni. Jafnframt verði athugað- ir möguleikar á samvinnu við erlenda aðila á þessu sviði. Ef vel tekst til má gera ráð fyrir að innan 10 ára verði starfandi á íslandi nokkur stór og fjölmörg smærri fyrirtæki sem annars vegar aðstoða íslensk fyrirtæki við tækniuppbyggingu, en vinna hins vegar á alþjóðlegum mörkuðum við að selja þekkingu á því, hvernig nota megi nútímatækni til þess að bæta lífskjör. Opinber þjónusta á Islandi verður virkari og hag- kvæmari en víðast hvar annars staðar. Mögulegt verður að byggja upp fullkomnara og hagkvæmara fræðslu- og heilsugæslukerfi hér á landi en annars staðar vegna smæðar landsins og góðrar al- mennrar menntunar. Ef rétt verð- ur á haldið ættu fyrirtæki í land- búnaði, fiskveiðum, fiskeldi, ylrækt og fiskiðnaði að verða meðal þeirra fremstu í heimi í nýtingu þróaðrar tækni I þessum greinum. Sama ætti jafnframt að eiga við um sam- göngufyrirtæki, sjúkrahús og fræðslustofnanir. Jafnframt því að vera útflytjendur á vörum gætu ís- lendingar því orðið stórir útflytj- endur þekkingar á þeim sviðum, sem hér hafa verið nefnd. 27. þing SUS hvetur stjórnvöld til að halda vöku sinni í þessu efni og bendir að síðustu á nauðsyn þess að frjálslynd stjórnmálaöfl með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylk- ingar hafi forystu um að marka pólitíska stefnu í þessum mikil- væga málaflokki. 27. þing SUS haldiA I Reykjavlk 23.—25. september 1983 hvetur til að f öryggis- og varnarmálum íslands verði fylgt stefnu er byggi á aukinni þátttöku og fnimkvæði íslendinga í eigin öryggis- og varnarmálum en það er skylda hvers fullvalda ríkis að hafa forustu og frum- kvæði i þeim efnum. Með tilliti til þeirrar vaxandi hern- Utanríkismál: Sterk samstaða lýðræðisríkjanna getur haldið aftur af alræðisöflunum 27. ÞING SUS haldið í Reykjavík 23.—25. sept. 1983 fagnar því að frum- kvæði og forusta í utanrfkismálum skuli nú vera í höndum sjálfstæð- ismanna. Um leið er lokið neitunar- valdi Alþýðubandalagsins í varnar- og öryggismálum iandsins, sem staðið hefur nú um árabil. Utanríkisstefna Islands ræðst eðlilega af hagsmunum þjóðarinnar. Þeirra hagsmuna er og verður best gætt með vinsamlegum og nánum samskiptum við önnur lýðræðisríki, jafnt á sviði viðskipta, stjórnmála, menningar- sem og varnarmála. Eitt mikilvægasta verkefni okkar tfma er að tryggja friðinn. Um leið og SUS lýsir yfir áhyggjum vegna vaxandi vígbúnaðar í heiminum, leggur það áherslu á, að friðsamar þjóðir standi saman um þá stefnu, er miði að þvf að letja hugsanlegan árásaraðila frá áformum sfnum. Að- eins sterk samstaða lýðræðisríkj- anna innan Atlantshafsbandalags- ins getur haldið aftur af alræðisöfl- unum, sem annars svffast einskis og virða að vettugi alþjóðasamninga. Á síðustu árum hefur borið mjög á hinum svokölluðu „friðarhreyfing- um“ á Vesturlöndum, en þær hafa margar hverjar boðað einfaldar lausnir á flóknum málum, þ.á m. einhliða afvopnun lýðræðisríkjanna, þrátt fyrir að sagan sýni ótvfrætt að slíkar aðgerðir auka ekki friðarlík- ur; heldur þvert á móti. Barátta „friðarhreyfinga" hefur nær ein- göngu beinst gegn varnarviðbúnaði Vesturlanda, en ekki gegn þeirri gengdarlausu hernaðar- og ofbeld- isstefnu, sem Sovétríkin hafa fram- fylgt á umliðnum árum, með hörmu- legum afleiðingum fyrir margar þjóðir. Vilji menn koma í veg fyrir styrjaldir duga slagorð, gönguferðir og skrúðræður lftt. Ekki skal efast um góðan ásetning margra er tekið hafa þátt f starfi „friðarhreyf- inganna" en því miður hafa þær ver- ið notaðar f þágu alræðisaflanna. Frjálsar friðarhreyfingar austan járntjalds eru bannaðar og félögum þeirra gert erfitt fyrir eða þeir ofsóttir af þarlendum stjórnvöldum. I þessu sambandi er vert að gefa gaum þeirri staðreynd, að f alræð- isríkjunum þekkist ekki virkt al- menningsálit, líkt og gerist hér á Vesturlöndum. Af þeirri ástæðu geta valdhafar Sovétríkjanna og annarra alræðisrikja framkvæmt vígbúnaðar- og hernaðarstefnu sína ótruflaðir af andsnúnu almennings- áliti, og notfært sér um leið frelsið á Vesturlðndum til þess að dreifa þar óraunhæfum áróðri um einhliða afvopnun Vesturlanda og annað hernaðarstefnu sinni f hag. SUS leggur því áherslu á það megin sjónarmið Sjálfstæðisflokksins að afvopnun verður að vera gagnkvæm og framkvæmd undir traustu al- þjóðlegu eftirliti. Að öðrum kosti er hætt við litlum árangri enda eru Sovétríkin kunn að því að þver- brjóta gerða samninga hvenær sem • • Oryggis- og varnarmál: Aukin ábyrgð og frum- kvæði Islendinga sjálfra aðarlegu og stjórnmálalegu ógnar sem ísland býr við frá Sovétríkjunum, m.a. vegna legu landsins, þá er nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd stefnu í ör- yggis- og varnarmálum, sem byggir á aukinni ábyrgð og frumkvæði íslend- inga sjálfra í þessum málaflokkum. Stefnu þar sem íslendingar meta sjálfir varnarþörfina og gera tillögur um varnir landsins og öryggismál f samræmi við hana. Stefnu þar sem fyrirkomulag varna landsins er metið af okkur sjálfum f samvinnu við bandalagsþjóðir okkar f Atlants- hafsbandalaginu. Með aukinni þátttöku (slendinga í öryggis- og varnarmálum er fyrst og fremst verið að hvetja til aukinna af- skipta af fyrirkomulagi og stjórnun varnar- og öryggismála landsins svo og aukinnar virkni Islendinga f starfi Atlantshafsbandalagsins, en ekki stofnunar íslensks hers. ' 27. þing SUS hvetur utanríkisráð- herra til þess að hlutast til um að þessari stefnu verði hrundið í fram- kvæmd. Frjálst útvarp 27. ÞING SUS hvetur mennta- málaráðherra til þess að leggja fram nýtt frumvarp um frjálsan útvarpsrekstur þegar á næsta þingi. Brýnt er að ríkiseinokunin verði afnumin. Engin rök eru fyrir frelsisskerðingu á þessu sviði fjöl- miðlunar, fremur en til dæmis í útgáfu blaða, bóka, tímarita eða kvikmynda. þeim býður svo við að horfa. Gagnvart árásar- og útþenslu- stefnu Sovétríkjanna þurfa Vestur- landabúar að vera vel á verði, enda virða þau á engan hátt hlutleysi og sjálfsákvörðunarrétt þjóða, eins og glöggt kemur fram í stefnu þeirra gagnvart Pólverjum og innrás þeirra í Afganistan undirstrikar svo rækilega. Islendingar hafa svo sem eðlilegt er skipað sér í sveit með öðrum lýð- ræðisþjóðum og ber því að leggja sitt af mörkum til þess að fylking lýðræðissinna í heiminum sé sterk og órofa á viðsjárverðum tfmum. 27. þing SUS leggur sérstaka áherslu á að virðing fyrir mannrétt- indum hvarvetna og gagnkvæm virðing milli hinna ólíku menning- arsamfélaga er ein helsta undir- staða þess að mannkynið geti séð fram á bjartari framtíð. Vönduð umfjöllun fjölmiðla og skóla lands- ins á alþjóðlegum málefnum er því mjög mikilvæg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.