Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 5 Brúduleikhús í Iðnó LEIKBRÚÐULAND frumsýndi “Tröllaleik“ í Iðnó sl, sunnudag. „Tröllaleikir" eru 4 einþáttungar: Ástarsaga úr fjöllunum, Búkolla, Eggið og Draumlyndi risinn. Þeir verða sýndir í Iðnó á sunnudög- um og er miðasala á sama stað, en verð miða er í hóf stillt. Kosningar á VMSÍ-þingi draga dilk á eftir sér: „Ég sætti mig ekki við þetta“ — segir Bjarnfríður Leósdóttir, sem vill að lögfræðingur ASÍ kanni hvort kosningin hafi verið lögmæt BJARNFRÍÐUR Leósdóttir, varaformaður kvennadeildar Verkalýðsféiags Akraness, hefur óskað eftir því við miðstjórn Alþýðusambands fslands, að lögfrsðingi sambandsins verði falið að kanna hvort kosning til sambands- stjórnar Verkamannasambands íslands hefði verið lögmæt. „Ég vil ekki sætta mig við að kosningin, eins og hún var fram- kvæmd, verði tekin góð og gild án þess að málið verði kannað nákvæmlega," sagði Bjarnfríður í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Eins og fram kom í Mbl. á þriðjudag voru atkvæði í sam- bandsstjórnarkjöri VMSf í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi tvítalin, því eftir fyrri talningu komu f ljós 22 atkvæði, sem gleymst höfðu í kassa. Eftir seinni talninguna varð ljóst, að Bjarn- fríður hafði fallið út úr sambands- stjórninni. Björn Þórhallsson, varaforseti ASI, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi, að tilmælin frá Bjarnfríði hefðu komið í gegnum síma. Þau hefðu ekki verið rædd sérstaklega enda þyrfti miðstjórn ASÍ að fá óskina bréflega. „Hún biður um að lög- fræðingur ASÍ kanni málið og það verður vitanlega gert, þegar form- leg ósk þar um berst," sagði Björn Þórhallsson. Engar athugasemdir við fram- kvæmd talningarinnar til sam- bandsstjórnar VMSÍ komu fram á þinginu í Vestmannaeyjum um helgina. Þingfulltrúar, sem blm. Morgunblaðsins ræddi við í Eyj- um, töldu ekki ástæðu til þess þrátt fyrir „augljósan klaufaskap í framkvæmdinni", eins og það var orðað. Mishermt var í Mbl. á þriðju- dag, að Bjarnfríður Leósdóttir hafi ekki náð kosningu sem full- trúi Verkalýðsfélags Akraness á Verkamannasambandsþingið, hið rétta er að um hana var aldrei kosið, að sögn Bjarnfríðar í gær. Mazda í fyrsta sæti með samtals 487 bfla — Mest seldi einstaki bfllinn er Daihatsu Charade ALLS VORU 4.595 bílar tollafgrejddir fyrstu níu mánuði ársins, en til samanburð- ar voru tollafgreiddir samtals 9.361 biíl á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn milli ára er því 51%. Mazda er eftir sem áður í 1. sæti, en fyrstu níu mánuði ársins voru tollafgreiddir 487 bflar af þeirri gerð, sem jafngildir um 10,6% markaðshlut- deild. I 2. sæti kemur Mitsubishi, en alls voru tollafgreiddir 412 slíkir bílar, sem jafngildir um 8,97% markaðs- hlutdeild. í 3. sæti kemur síðan Toy- ota með alls 363 bíla á umræddu tímabili, sem jafngildir um 7,88% markaðshlutdeild. 1 4. sæti kemur Daihatsu með alls 353 bíla, sem jafngildir um 7,68% markaðshlutdeild. Þá kemur Niss- an-Datsun í 5. sæti með 346 bila, sem jafngildir um 7,53% markaðshlut- deild. Af þessari upptalningu er ljóst, að japanskir bílar eru í fimm efstu sætunum, en slíkt hefur ekki gerzt áður. í 6. sæti koma Lada-bílar, en alls var tollafgreiddur 341 bíll af þeirri tegund, sem jafngildir um 7,42% markaðshlutdeild. I 7. sæti er Volvo með alls 292 bíla á umræddu tíma- bili, sem jafngildir um 6,35% mark- aðshlutdeild. í 8. sæti kemur Suzuki með 153 bíla, sem jafngildir um 3,33% mark- aðshlutdeild. I 9. sæti kemur síðan Honda með 146 bíla, sem jafngildir um 3,18% markaðshlutdeild. Loks kemur Skoda í 10. sæti með alls 123 bíla, sem jafngildir um 2,68%. Af framansögðu er því ljóst, að jap- anskir bílar eru í sjö af tíu efstu sætunum. Loks má geta þess, að mest toll- afgreiddi einstaki bíllinn er Dai- hatsu Charade, en alls voru tollaf- greiddir 207 slíkir fyrstu níu mánuði ársins. Brtlaæðið Bæjarins besta skemmtun í 114 Al way föstudags- og taugardagskvöld TOPP SÖNGVARAR FRÁ ÞESSU TÍMABILI VERÐA AÐ SJÁLFSÖGÐU í TOPPFORMI OG FLYTJA VINSÆLUSTU LÖGIN FRÁ ÞESSU TÍMABILI — ÞEIR ERU: Jónas R Magnus og Jóhann Þunður Sigurðard. Björgvm Halldórss. Topphljómsveit Gunnars Þóröarson- ar heldur uppi stanslausu Bítlafjöri til kl. 3. Flutt veröa lög úr söngleiknum Háriö — Go go-stúlkur sýna. Hátíöin hefst meö borðhaldi kl. 19.00 stundvíslega. Þeir fjölmörgu sem hafa þurft frá að hverfa sl. helgar geta nú tryggt sér miða strax í dag. Boröapantanir í síma 77500 frá kl. 9—5. Kynnir kvöldsins er hinn bráðhressi Páll Þorsteinsson. MATSEÐILL KVÖLDSINS Rauðvínssoðinn léttreyktur lamba- hamborgarhryggur „a la Bussola" framreiddur með gljáðum ananas, blómkáli, blönduðu grænmeti, ofnbökuðum tómat, steinseljukart- öflum, hrásalati og rjómasveppasósu. Appelsínurjómarönd meö ristuðum kókos og karamellusósu. Ungir og gamlir Bítlaunnendur látið ykkur ekki vanta á þessa stórkostlegu skemmtun í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.