Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS LÍ/rr/'lJ If Á Esjuherðum eru él Jónas Jósteinsson skrifar: „Nú er farið að kólna í veðri, frost í Reykjavík og Tjörnin var að mestu ísi lögð 17. þ.m. Það hefur líka verið stormasamt og Esjan fengið mikil él á herðar sínar, því að talsverður snjór virðist vera langt niður í hlíðar hennar. Það er því ekki fjarri lagi að hugsa svona: Á Esjuheróum eru él, úfinn s*r meó ströndum. Þoka hylur himinhvel, hagi í klakaböndum." Frá Reykjavíkurmóti kvenna í blaki 1982. Blak: Get ég fengið að vera með? Flautuna með í ferðalagið Hannes Þ. Hafstein, fram- kvæmdastj. SVFÍ, skrifar 19. okt.: „Vinur minn Velvakandi. SVFÍ tekur heilshugar undir ábendingar Hákonar Bjarnasonar i dálkum þínum í dag (miðv. 19. okt.), um að „langdrægar" flautur eru „hinn þarfasti gripur á ferða- lögum". En eftirtektarleysi bréfritara á liðnum árum ber að harma, svo oft sem Slysavarnafélag fslands hef- ur hvatt allt ferðafólk til að hafa I pússi sínu þessa ódýru, handhægu og ágætu merkjagjafa, og bent á þá staðreynd, að sá, sem verður fyrir því óhappi að meiðast og geta sig ekki hreyft, hrópar sig hásan á fáum mínútum, en getur þess í stað þeytt flautuna langtím- um saman og sá hljómur berst víða vegu. Fyrir nokkrum árum birtust „10 heilræði við ár og vötn“ í opnum happdrættismiða SVFÍ, og er þá bent á flautu til merkjagjafa, þurfi að vekja á sér athygli. Ekki efast ég um að bréfritari hafi styrkt starfsemi SVFÍ og keypt miða, en heilræðin hafa því miður farið fyrir bí. í flestum tilfellum fylgja flaut- ur björgunarvestum, en þar sem þær hefur vantað hefur SVFÍ margbent fólki á að verða sér úti um flautu og festa við björgunar- vestið. Og að lokum til allra, sem úti- vist stunda, hvort heldur í öræfa- eða bátsferðum: Flautuna með í ferðalagið. Kær kveðja." ríkisstjórnina, en svo sé í Morg- unblaðinu í morgun (18. okt.), að hann hefur verið að meina okkur, verkafólkið, að við viljum ekki einu sinni fara í verkfall; aftök- um það með öllu, þótt hann sé genginn aftur og rétti okkur sáttahönd. Nú hlakka ég til framhaldsins, því nú veit ég, að alltaf þegar forsætisráðherra eða fjármálaráðherra koma fram í sjónvarpi, þá kemur Guðmundur J. og útskýrir það fyrir okkur, hvað þeir voru að meina. Ég hef saknað þess frá því að fyrri ríkis- stjórn settist að völdum. Önnur t-vísa Guðní Friðriksdóttir Kópavogi, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg las í Mbl. á sunnu- dag vísu með 33 t-um. Mér datt í hug að slá á þráðinn af því ég kann vísu með 37 t-um. Vísan er svona: Títt ég hitti tuttugu og átta trylltar rottur þétt hjá pottum. Þær streittust þreyttar seint til sátta, settust mettar, slettu skottum. Kristín Hafsteinsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar mikið til að vita, hvort það séu einhverjir einstakl- ingar eða félög, sem æfa blak. Og ef svo væri, hvort ég gæti þá feng- ið að vera með. Virðingarfyllst." Fróður maður tjáði Velvakanda, að flest ef ekki öll íþróttafélög borgarinnar hefðu blak á verk- efnaskrá sinni. Svo að nú er bara að velja, Kristín. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þau eru góð við hvort annað. Rétt væri: Þau eru góð hvort við annað. I DAG kynnum viö System 2 veggeiningarnar sem gefa þér jafn- marga möguleika til aö gera fallegu stofuna þína fallegri en hugmyndaflug þitt nær. Þetta eru skáþaeiningar í stæröun- um H87xB82xD38 cm og H87xB50xD38 cm, sem má raöa hliö viö hliö eöa ofan á hver aðra, — allt eftir því hvaö er nauösynlegt og snoturt. System 2 er viöurkennd gæöavara — meö 3ja ára ábyrgö á smíði, og skáparnir fást í beyki, dökklitu kótó, mahony, beyki meö rauöum eöa hvitum hurö- um og svo alveg hvítir. Þaö er engin tilviljun að System 2 skáparnir eru mest seldu eininga- skápar á Noröurlöndum. Þú getur keypt þá smám saman eftir því sem þörf þín vex. □ 20:246 x 174/87 x 38 Nr. 36: reol Nr. 38: kommode Nr, 34: hi-fi element Nr. 29:skab Nr. 26: teol Nr. 23: skab Nr. 27: stereoelement Nr. 22: vitrine Aöeins 25% útborgun og eftirstöðvar á 6—8 mánuðum HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA HUSCAGNAQOLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVlK S 91-81199 og 81410 Þessi vísa er af Austurlandi og höfundur hennar hét Sveinn Gunnarsson. T-vísa í rfsunni sem hér fer á eftir eru hvorki meira né minna en 33 t, en þar með þrýtur Ifka andgift hins ókunna hðfundar. Eitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir, hratt og létt. Tuttngu rottur tftt og ótt t*ttu og reyttu á sléttri stétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.