Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 17 ESSO-stöAin í HveragerÖi. Morgunbi«fti»/Sigrún. Hveragerði: Ný bensínafgreiðsla Olíufélagsins hf. Hverajjerdi, 29. september. OLÍUFÉLAGIÐ hf. opnaði nýja bensínafgreiðslu í Hveragerði í sumar og stendur hún við aðalinn- keyrsluna í þorpið. Er stöðin mjög falleg og vönduð að sjá og allt um- hverfi hennar orðið snyrtilegt. Umsjón með daglegum rekstri stöðvarinnar annast Þórður Snæ- björnsson, en með honum starfa þeir Þráinn Ómar Svansson og Gunnar Einarsson. Vinna þeir á vöktum, því opnunartíminn er frá kl. 8—23 alla virka daga og sunnudaga frá kl. 10—23. Aðspurður sagði Þórður að það sem af væri hefði verslunin geng- ið vel og teldi hann að sú aukna umferð sem fylgdi olíuverslun- inni kæmi öðrum verslunum til góða hér í þorpinu. Esso býður upp á bensín og dís- elolíur, en einnig steinolíu, afnot af góðri ryksugu og olíusugu, tæki til að sjúga eldri olíu af og setja nýja. Þá seljum við allar bifreiðaolíur, margskonar bif- reiða- og ferðavörur og verkfæri. Að sjálfsögðu seljum við frostlög og setjum hann á bílana ef óskað er, en nú er einmitt kominn sá tími, sem vissast er að fara að búa bílana undir veturinn. Þá seljum við dælur og þensluker í miðstöðvar og varahluti í Arm- strong-miðstöðvardælur. Að lokum vil ég benda á mjög gott þvottaplan á lóð stöðvarinn- ar. Er von okkar sem hér störfum að okkur auðnist að uppfylla sem best óskir okkar mörgu viðskipta- vina. Að svo mæltu var Þórður þot- inn til að sinna afgreiðslunni. Fyrr á árinu keypti Olíuverslun (slands hf. (OLÍS) verslun hér í Hveragerði og hefur gert þar miklar endurbætur og rekur þar nú bensín- og olíusölu, en er einn- ig með matvörumarkað í öðrum enda hússins. Einnig hafa þeir Gunnar Einarsson og Þórður Snæ- björnsson. gert þvottaplan og fegrað um- hverfi sitt. Þá eru uppi raddir hér í þorp- inu um það að olíufélagið Skelj- ungur hf. ætti að byggja nýja bensínstöð, á lóð beint á móti Eden. Ef satt reynist, má ætla að allir geti fengið sitt óskabensín. Kannski við getum þá farið að færa fram óskir um nýtt og lægra bensínverð. Annars sagði Þórður Snæ- björnsson að síðasta sending af smurolíu hefði lækkað, sem nem- ur 10 kr. á lítra. Vonandi er það bara upphafið, vísirinn á undan berinu. Sigrún. JltogmiÞlftfrft Metsölubladá hverjum degi! unofbrm Eldhúsinnréttingar Dönsk hágæöavara Einfaldleikinn er eilífur Gæöin í fyrirrúmi. Höfum innanhúsarkitekt á staönum, yöur aö kostnaðarlausu Lítiö við — sýningarsalur Skeifunni 19 Timburverslunin Völundur Klapparstíg 1 sími 18430 — Skeifunni 19 sími 85244 SKIÐABINGO T -sf' veröur í Sigtúni í dag fimmtudaginn 20. október kl. 20.30. JF* Húsiö opnaö kl. 19.30. 1. Úrvals — skíðaferð til Austurríkis. 2. Skíðaferð til Akureyrar fyrir 2. 3. —15. Skíðaútbúnaður frá Bikarnum, Fálkanum, Skátabúðinni, Sport, Sportval, Útilíf og Vesturröst. £**!>»* ***** tréa w EIGIMASALAIM REYKJAVIK ingólfsstræti 8 JRÓPÍ 4 V'°^L LAUGAVEQI 118. SIMI 2 96 22 I SKIÐARAD REYKJAVÍKUR. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.