Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 í stuttu máli... Ólafur Noregskonungur Ólafi konungi vel fagnað Tókýó, 19. oktéber. AP. ÓLAFI fimmta Noregskon- ungi var vel fagnað við opin- bera móttöku í Tókýó í dag. Voru allir helstu ráðamenn japönsku þjóðarinnar við- staddir, þ.m.t. Hirohito keis- ari. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann og Óiafur hittast. Hiro- hito er 82 ára, Noregskon- ungur áttræður. ólafur er í opinberri sex daga heimsókn til Japan. Finnar ánægðir með utanrík- isstefnuna Heltiinki, 19. október. AP. SAMKVÆMT skoðanakönn- un, sem Gallup-stofnunin gekkst fyrir í Finnlandi eru 94% þjóðarinnar ánægð með utanríkisstefnu stjórnvalda. Er þetta ívið hærra hlutfall en í fyrri sambærilegum könnun- um. í þeim tveimur síðustu var hlutfallið 93 af hundraði. Aðeins tvö prósent þeirra, sem spurðir voru nú, kváðust beinlínis óánægðir með utan- ríkisstefnuna. Heimilisúlfurinn drap barnið Malad, Idaho, 19. október. AP. ÞRIGGJA ára gömul úlfynja, sem slapp ásamt hvolpum úr búri sínu við bæ nokkurn skammt frá Malad, varð í gær þriggja ára gömlum syni bóndans að bana er hún beit hann á háls. Úlfynjan hefur haft orð á sér fyrir gæfleika, en styggð kom að henni er börnin á bænum reyndu að koma henni og hvolpunum inn í búrið að nýju er dýrin sluppu út. Hafði ekkert við seðlana að gera IMatLsburgh, New York, 19. október. AP. RÍKISLÖGREGLAN skýrði frá því í dag, að hún hefði handtekið mann nokkurn fyrir að dreifa rifnum 20-, 50- og 100-dollara seðlum út um glugga bifreiðar sinnar um helgina. Fjöldi manns varð vitni að þessu uppátæki mannsins og lét lögregluna vita. Þegar hafa fundist 2000 dollarar. Rök mannsins voru þau að hann þyrfti ekkert á þessum peningum að halda. Bætti hann því við, að hann hefði losað sig við 20.000 doll- ara á þennan hátt. Austur-Þýskaland: Ekki satt, sem sagt er um svínin Au.stur-Berlín, 18. október. AP. AUSTUR-þýskur vísindamaður, sem árum saman lifði með villtum svín- um og var tekinn „sem einn úr tiópnum ', gerði að lokum þá merku uppgötvun, að svínin eru matvandar skepnur og engar alætur eins og af er látið. Segir frá þessu í frétt frá austur-þýsku fréttastofunni ADN. Vísindamaðurinn, Heinz Meynhardt að nafni, vann að rannsóknum sínum fyrir Gross Lúsewitz-stofnunina en hún kann- ar allt, sem að kartöflum lýtur. Meynhardt komst að því, að af 21 kartöflutegund, sem hann bauð svínunum upp á, voru sumar greinilega í meira uppáhaldi hjá þeim en aðrar og verða þessar upplýsingar vel þegnar af austur- þýskum bændum, sem nú geta ein- beitt sér að því að rækta kartöflur, sem svínin líta ekki við. Villt svín í Austur-Þýskalandi hafa nefni- lega lengi gert bændum þar þann grikk að éta frá þeim jarðeplin löngu áður en kemur að venju- legum uppskerutíma. Meynhardt hefur í 11 ár kannað háttu villtra svína og tókst honum meira að segja að læra „málið", að því er ADN-fréttastofan sagði. Heldur hann því t.d. fram, að svín- in þekki sína nánustu á röddinni og blæbrigðum hennar. „Með því að lifa með svínunum og gefa þeim að éta var hann tek- inn sem einn af þeim,“ sagði ADN-fréttastofan og bætti því við, að Meynhardt hefði tekist að koma á „sönnum, félagslegum tengslum" við svínin. Ein af afleiðingum hærra hitastigs á jörðunni er sú, að heimskautaísinn mun bráða að einhverju leyti og sjávarborðið þar af leiðandi hækka. Borgarísjaki eins og þessi verður kannski sjaldgæf sjón við ísland á næstu öld. Bandarískir vísindamenn: Hitastigið á jörðunni hækkar óhjákvæmilega Wa.shington, 19. október. AP. VÍSINDAMENN, sem vinna fyrir bandarísk stjórnvöld, halda því fram að ekkert gcti komið í veg fyrir, að hið svokallaða „gróðurhúsaástand" valdi hlýnandi veðri um allan heim með afdrifaríkum afleiðingum fyrir jarðrækt og lifnaðarhætti fólks. Vísindamennirnir, sem vinna á vegum umhverfismálastofnunar Bandaríkjanna, hvetja leiðtoga heimsbyggðarinnar til að snúa bökum saman, ekki að skella skollaeyrum við eða reyna að berj- ast gegn því sem er óumflýjanlegt, heldur fara að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim stór- kostlegu breytingum, sem nú blasa við. Þegar hitastigið hækkar mun heimskautaísinn minnka og sjávarborðið hækka. Sumar hafn- arborgir munu fara í kaf nema gerðir verði um þær varnargarðar, eyðimerkur munu færast til og nýjar myndast og matvælafram- leiðslan gerbreytist. „Gróðurhúsaástandið" stafar af auknum koltvísýringi í andrúms- loftinu en honum veldur fyrst og fremst brennsla lífrænna efna eins og kola og olíu. Koltvísýring- urinn hleypir sólarljósinu í gegn en lokar hins vegar hitann inni eins og gerist í gróðurhúsum. Árum saman hafa vísindamenn þóst vita að hverju stefndi en það er ekki fyrr en nú, að þeir þora að slá því föstu. í skýrslu vísindamannanna er komist að þeirri niðurstöðu, að óhjákvæmilegt sé, að hitastigið hækki jafnvel þótt nú yrði reynt að hafa einhvern hemil á brennslu lífrænna efna. Sagt er, að jafnvel algert bann við kolabrennslu myndi aðeins fresta þessum breyt- ingum í 15 ár. Á fundi með fréttamönnum sögðu vísindamennirnir, að gert væri ráð fyrir að um aldamótin hefði sjávarborðið hækkað um 8,9 sm frá því sem nú væri en á einni öld hefði það hækkað um 30 sm eins og best kæmi fram í auknu landbroti. Talið er, að hitinn verði um 0,58 gráðum á Celcius hærri en nú um aldamótin og muni það einkum koma fram í nokkrum óvenjulega hlýjum sumardögum og heldur styttri vetri. Sögðu vísindamennirnir, að e.t.v. myndu sumir heimshlutar hagnast á veðurfarsbreytingunni, t.d. Norður-Kanada, Síbería, Græn- land og svæði á Norðurlöndum. Comecon-fundurinn: Nota Rússar olíu sína sem vopn? Moxkvu, 19. október. A>>. SOVÉSKI forsætisráðherrann Nik- olai Tikhonov, varaði sósíalísk viðskiptalönd Sovétríkjanna við því í ræðu í gær, að þau yrðu að leggja meira af mörkunum ef þau vildu halda áfram að fá nauðsynlegt magn af sovéskri olíu og innflutningsvör- um. Tikhonov mælti svo á fundi Comecon-landanna 10 í Austur- Hinsta ósk gamals bandarísks hermanns: Vill láta grafa sig í austrinu Chicago, 19. október. AP. SONIIR bandarískrar stríðshetju, sem lést af völdum krabbameins á mánudag, tilkynnti í dag, að hann hygðist gera allt sem í hans valdi stæði til þess að uppfylla hinstu ósk föðurins. Það verkefni kann að reyn- ast syninum erfitt því faðir hans vill ERLENT láta greftra sig í Austur-Þýskalandi. I bréfi, sem gamli maðurinn skrifaði fyrir dauða sinn, óskaði hann þess, að hann yrði grafinn í Torgau í A-Þýskalandi. Torgau er sögufrægur staður því það var þar, sem Bandaríkjamenn samein- uðust rússneska hernum í sókn hans að ánni Elbe þann 25. apríl 1945. Sonurinn sagði í skriflegri yfir- lýsingu í dag, að kista föður hans yrði sveipuð bandaríska fánanum og myndi hann sjálfur fylgja henni til Vestur-Berlínar. Sagðist hann eindregið vonast til þess, að yfirvöld í A-Þýskalandi tækju vel í beiðni hans og höfnuðu ekki hinstu ósk föður hans. Berlín í gær, en fulltrúar efna- hagsbandalags Austur-Evrópu- landanna hafa setið þar á fundi síðustu dagana. Sagði ráðherrann að Comecon-löndin ættu öll að kappkosta að aðstoða hvert annað í efnahagsmálum, en tók þó skýrt fram, að Sovétmenn væru síður en svo þannig stæðir að þeir gætu séð öðrum Comecon-löndum fyrir ómældum vörum án þess að fá eitthvað á móti. Gaf Tikhonov ótvírætt í skyn að Sovétmenn væru reiðubúnir að nota olíu sína sem vopn og tryggingu fyrir því að þeir yrðu ekki hlunnfarnir af öðr- um Comecon-löndum. Wojciech Jaruzelski, forseti herstjórnarinnar í Póllandi ávarp- aði þingið og sagði að Pólverjar myndu í vaxandi mæli skipta við önnur kommúnistaríki og draga úr eftir því sem við væri komið, viðskiptum við Vesturlönd. „Við höfum lært af biturri reynslu hvað viðskipti við hinn kapítalíska heim geta haft í för með sér,“ sagði Jaruzelski, en minntist ekki á 27 milljarða dollara skuld Pól- verja við ríkisstjórnir og banka á Vesturlöndum. Við annan tón kvað í ræðu Gyo- ergy Lazars, ungverska forsætis- ráðherrans. Hann dró enga dul á áætlanir Ungverja að leita eftir nánari viðskiptum við Vesturlönd. Talsvert er um einkarekstur 1 Ungverjalandi og sker landið sig nokkuð úr meðal Comecon-land- anna fyrir vikið. Veður víða um heim Akureyri —3 alskýjað Amsterdam 14 skýjaó Barcelona 22 heiðríkt Berlín 16 rigning BrUssel 16 rigning Buenos Aires 22 heiðskirt Chicago 16 rigning Dyflinni 16 skýjað Feneyjar 18 lóttskýjað Frankfurt 10 rigning Færeyjar Genf 13 skýjað Helsinki 10 rigning Jerúsalem 25 heiðskírt Jóhannesarborg 25 rigning Kairó 28 heiöskírt Kaupmannahöfn 12 rigning Las Palmas Lissabon 25 heiöskirt London 15 bjart Los Angeles 27 heiðskirt Madrid 25 heiðskirt Malaga 23 lóttskýjað Mallorca 24 lóttskýjað Mexikóborg 24 heiðskírt Miami 27 skýjaö Montreal 12 skýjað Moskva 15 skýjaö New York 18 skýjað Ósló 11 skýjað París 16 skýjað Reykjavík 0 lóttskýjað Rio de Janeiro 38 skýjað Róm 19 bjart San Francisco 21 heiðskirt Stokkhólmur 11 bjart Sydney 23 rigning Tel Aviv 26 heiðskírt Tókýó 16 rigning Vancouver 12 skýjað Vín 13 bjart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.