Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 IJngu skáldin eru orðin gömul Leiklist Jóhann Hjálmarsson Stúdentaleikhúsið: Hvers vegna láta börnin svona? Dagskrá um „atómskáld". Samantekt: Anton Helgi Jónsson og Hlín Agnarsdóttir. Leikstjórn: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Anton Helgi Jónsson, Hlín Agnarsdóttir og Sigríður E. Sigurðardóttir. Lýsing: Egill Arnarson og Þórdís Arnljótsdóttir. Atómskáldin voru lengi kölluð ungu skáldin, en nú eru þau orð- in gömul. Skáld nýrra tíma, Ant- on Helgi Jónsson, hefur ásamt Hlín Agnarsdóttur leikstjóra tekið saman dagskrá úr verkum gömlu skáldanna sem einu sinni voru ung. Sá galli er aftur á móti á gjöfinni að eitt fremsta atóm- skáldið, Stefán Hörður Grims- son, vildi ekki vera með. Skáldin sem lesið er eftir eru Einar Bragi, Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Jónas E. Svafár og Sigfús Daðason. Auk þess eru lesnar þýðingar á verkum höfuðskálda á borð við Octavio Paz og Paul Éluard. Prósaistar koma einnig eftirminnilega við sögu: Ásta Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson og Thor Vilhjálmsson. Áður en lengra er haldið skal því lýst yfir að þetta er prýðis- dagskrá, efnið vel valið og yfir- leitt þolanlega flutt. Gerðar eru skopstælingar á ýmsum full- trúum „þjóðlegrar" menningar og atómskáldunum sjálfum, há- tíðlegum snillingum. Hin ieiknu atriði eru fyndin og eiginlega þótti mér þau skyggja á sýnis- hornin úr verkum skáldanna. Búið var að koma af stað svo miklu gríni um alræmdan stúd- entafund um ljóðlist og kaffi- húsaspeki ungra skálda að þegar hin ágætu ljóð tóku að hljóma vissi fólk ekki hvort það átti að hlæja eða fyllast fjálgleik. Sam- spilið milli leikinna atriða og upplesturs tókst því ekki nógu vel, en það var eins og þetta lag- aðist allt í síðari hluta dagskrár- innar. Einkar skemmtilegt innlegg var túlkun á Flugum eftir Thor Vilhjálmsson, dæmisögu úr daglega lífinu. En það var engu líkara en dagskráin risi og öðlað- ist jarðsamband þegar sett var á svið smásagan Gatan í rigningu eftir Ástu Sigurðardóttur. Von- andi átta þeir sig á sem koma af fjöllum hve Ástu var lagið að laða fram það andrúmsloft sem leikur um hina fordæmdu og bágstöddu, rík samúð hennar og einlægni ásamt ísmeygilegri kaldhæðni á köflum valda því að verk hennar eiga brýnt erindi. Og ekki verður listrænn þróttur þeirra dreginn í efa. Af ljóðskáldum þótti mér Sig- fús Daðason komast einna best til skila. Hann var greinilega skáld kvöldsins með ljóð sin um hin vandmeðförnu orð og sálar- róna. Ljóð Jóns óskars nutu sín líka vel. Flutningur ljóðanna var sjald- an hárnákvæmur eða réttur ef svo má komast að orði. Leikræn- ir tilburðir báru hið viðkvæma í þeim stundum ofurliði. En ekk- ert smekklaust var hér á ferð, allir vönduðu sig og gerðu sitt besta. Athygli vakti að Anton Helgi Jónsson virtist engu minni leik- ari en leikararnir og áhugafólkið sem fram kom. Ekki fór á milli mála að Vil- borg Halldórsdóttir í hlutverki Konu í svörtu hafði mest að Dúkrista eftir Ástu Sigurðardóttur úr smásagnasafni hennar Sunnu- dagskvöld til mánudagsmorguns er eins konar táknmynd dagskrár Stúdentaleikhússins um atóm- skáld. segja í leikrænu tilliti. En einnig er vert að nefna Daníel Inga Pét- ursson sem lék Formfastan mann og Stúdent Hilmars Jóns- sonar. Soffía Karlsdóttir í hlut- verki Ljóðelskrar konu var góð, einkum í leiknum atriðum. Flutningur Elínar Eddu Árna- dóttur á Ijóði Éluards í þýðingu Jóns óskars var sannfærandi. Þær Sigríður Eyþórsdóttir flautuleikari og Svanhildur Óskarsdóttir sellóleikari bættu Ijúfum tónum við hin torræðu auðskildu ljóð. Ég bið ekki um sálarró, orti Sigfús Daðason forðum. Sá tími er nú runninn upp að ungt fólk kann að meta verk atómskáld- anna. Við þá sem enn eru á sama báti og ýmsir fordæmendur hins nýja fyrir þrjátíu árum eða svo er aðeins hægt að segja: Lesið atómskáldin. Við kertaljós í enskri krá Leiklíst Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Þið munið hann Jörund. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Aðstoðarleikstjóri: Ragnhildnr Jónsdóttir. Hijómsveitarstjóri: Jóhann Morá- wek. Ljósameistari: Egill Ingibergsson. Sýningarstjóri: Lárus Vilhjálmsson. Það er ekki hægt að kvarta yfir þvf að maður hjakki alltaf f sama fari í hlutverki gagnrýnandans, þær stundir koma að gagnrýnand- inn hrekkur upp af menningar- blundinum og verður aldeilis hlessa. Þannig varð ég undrandi, næstum ringlaður, er ég mætti síðastliðið sunnudagskvöld að sjá Þið munið hann Jörund i Gafl-inn við Reykjanesbraut. Ég hafði stundum hér á árum áður snætt hamborgara með frönskum í Gafl-inn og bjóst við einhverju lókali þar sem menn röðuðu sér eins og venjulega í skólabekkjar- stíl og gláptu hver yfir annars haus á upphækkaðan pall. Það var nú eitthvað annað, bakvið gaflinn leyndist lókal þar sem langborð dúkuð rauðköflóttum dúk teygðu sig milli veggja, dularfull kerta- ljósabirta lýsti upp borðið og fólk- ið sem þar sat. Ég er ekki fyrr sestur en sæt stúlka í þjónustubúningi frá átj- ándu öld vindur sér að mér og spyr: Má bjóða þér vínlistann? „Nei takk ... bara kók,“ svarar stressaður bflistinn. En ég get ekki neitað því að mig langaði svakalega í væna kollu af bjór, því mér leið alveg einsog á enskri bjórkrá, eða eigum við að segja írskri, þvf írsk músík dillaði fólk- inu þarna í hálfrökkrinu. Og þar sem ég saup á kókinu bundinn af sérviskulegri vínlöggjöf fslend- inga varð mér hugsað til þess hve fáránlegt væri að banna bjór en leyfa óþverra sem nefnist brennd- ir drykkir og vodka en eru raunar ekki annað en bragðbættur vín- andi. Slfkan óþverra ætti að selja f apótekum sem meðal við kvefi en létt vín og bjór þar sem mann- fagnaður er. Svo mundi maður eftir honum Jörundi. Ja, minna mátti nú sjá, leikendurnir bókstaflega klifruðu niður úr loftinu og hlupu að úr öllum áttum syngjandi og dans- andi og áhorfendur tóku undir. Var ekki svona stemmning þegar Sékspír var og hét — menn kátir og reifir, enda leikhúsið einsog fótboltavöllur en ekki skrautum- gerð utanum fermingarveislur. Og svo þegar leiksýningunni lauk stökk höfundur verksins, Jónas Árnason, uppá svið og söng ... arí dú ... Hvað viljiði hafa það betra? Ég að minnsta kosti get ekki hugsað mér betri skemmtun en sitja á enskum pöbb við kertaljós á köldu vetrarkvöldi við Reykjanesbraut og syngja hin klassfsku frsku lög i djassaðri útsetningu Jóhanns Moráwek. Og skiptir raunar engu máli þó vanti bjórinn. En ég nefndi klassík ekki í þeim skiln- ingi sem samstarfsmenn Jóns Múla á Ríkisútvarpinu leggja í orðið heldur í nýjum skilningi sem þeir bræður Jón og Jónas hafa ekki átt svo lítinn þátt f að vekia með sínu velþekkta samstarfi. Eg held nefnilega að lög Jóns við texta Jónasar eigi eftir að hljóma þegar virðulegri músík hefur þagnað. Ekki endilega í hátimbr- uðum sölum þar sem tónlistar- og leiklistargyðjunni eru færðar fórnir, heldur í litlum lókölum þar sem fólk hefir hópast saman til að skemmta sér og öðrum. Þannig tel ég að við munum Tveir listar til hátíð- arnefiidar 1. des. KOSNING til hátíðarnefndar 1. des. fer fram í Háskóla íslands í dag, fímmtudag, á almennum stúd- entafundi í Félagsstofnun stúd- enta kl. 20—24. Tveir listar eru í kjöri, A-listi Vöku, sem valið hefur efnið: Friður, frelsi, mannréttindi, og B-listi Félags vinstrimanna, sem valið hefur efnið: „Sjálfstæði" — Eitthvað ofan á brauð? A-lista skipa: Anton Pjetur Þorsteinsson, Bergljót Friðriksdóttir, Gunnar Jóhann Birgisson, Hörður Hauksson, ólafur Arnarson, Ragnar Pálsson, Stella Kristín Víðisdóttir. B-lista skipa: Birna Gunnlaugsdóttir, Karl Axelsson, Níels Einarsson, Sóley Reynisdóttir, Sólveig Óladóttir, Súsanna Svavarsdóttir, Jón Gunnar Grjetarsson. Blaðinu hafa borist eftirfar- andi greinargerðir frá aðstand- endum listanna: A-listi Friður, frelsi, mannréttindi Vaka hefur ákveðið að bjóða fram að þessu sinni efnið: Frið- ur, frelsi, mannréttindi. Það er skoðun Vökumanna að tilvalið sé að boðskapur stúdenta á full- veldisdeginum sé helgaður þess- um þremur hugtökum, sem talist geta einkunnarorð lýðræðis- sinna, þeir er hafna sósialisman- um og öðrum öfgastefnum og telja leið lýðræðisins farsælasta. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um frið og afvopnun og á hverjum degi má sjá í fjölmiðlunum hrikalegar frásagnir af alvarlegum mann- réttindabrotum alræðis- og ein- ræðisríkjanna. Vaka telur því rétt að stúdentar hugleiði á full- veldisdaginn framangreind hug- tök í samhengi. Hvers erum við bættari með frið án frelsis og mannréttinda? Varla finnast þau félagasam- tök hér á landi sem ekki hafa látið að sér kveða í friðarumræð- unni en oft vill gleymast að frið- ur er til lítils ef frelsi og mann- réttindi eru ekki í hávegum höfð. Þess vegna gerir Vaka það að tillögu sinni að stúdentar beini kastljósi sínu að fyrrgreindum hugtökum, því í raun mynda þessi þrjú hugtök, friður, frelsi, mannréttindi, órjúfanlega heild. Eftirfarandi greinargerð skýr- ir betur hvað við er átt og má líta á hana sem stefnuskrá Vöku í komandi kosningum: I. Hvers virði er lífið ef þú hefur ekki frelsi til þess að lifa því? Helgasti réttur mannsins er rétturinn til lífs. En hvað felst í þeim rétti? Menn greinir á um svarið við þessari spurningu, hins vegar eru almenn mannréttindi og frelsi svo nátengd réttinum til lífs að lífið verður lítils virði án þeirra. Hlýtur ekki framtíð lífs á jörðinni að grundvallast á því að allir jarðarbúar búi við skoðana- og athafnafrelsi. Verður barátt- an fyrir friði því ekki einnig að byggja á kröfunni um frelsi og mannréttindi. II. Friður án frelsis og mann- réttinda. Fæstar þjóðir heims búa við almenn mannréttindi. Ekki er hægt að krefjast þess að þær þjóðir sem búa við almenn mannréttindi séu tilbúnar til þess að fórna þeim réttindum fyrir friðinn. M.ö.o. friðurinn má ekki verða á kostnað frelsisins. Friðarbarátta lýðræðisþjóða hlýtur því að einkennast af því að krafist sé, jafnhliða friði, frelsis og mannréttinda. III. Hvernig tryggjum við frið- inn? Með því að eyða tortryggni er ráðist að undirrót átaka. Þekk- ingunni á því hvernig framleiða á vopn verður ekki eytt. Friður- inn getur því ekki eingöngu grundvallast á afvopnun. Rætur ófriðar eru m.a. frelsisfjötrar og skortur á almennum mannrétt- indum. Með það í huga verður hin raunverulega friðarbarátta að fara fram. Alheimsfriður byggist á jöfnum rétti allra jarð- arbúa og gagnkvæmu trausti. IV. Frjálst og fullvalda ísland. Islendingar hafa búið við frið, frelsi og mannréttindi um nokk- urt skeið. Svo hefur þó ekki allt- af verið og svo þarf ekki alltaf að verða. Við getum hins vegar auk- ið líkurnar á því með því að halda umræðu um þessi mál á lofti og gleyma því ekki að þessi réttindi eru ekki sjálfsögð og það er ekkert sem réttlætir, að þeim sé fórnað. íslendingar verða því að skipa sér á bekk með öðrum lýðræðisþjóðum sem berjast fyrir friði, frelsi og mannrétt- indum. B-listi: „Sjálfstæði" — Eitthvað ofan á brauð? Sú yfirskrift sem vinstrimenn hafa valið 1. des. dagskrá sinni, kann í fyrstu að hljóma fjar- stæðukennd. — En þegar betur er að gáð er hún í fullu samræmi við þá atburði, sem eiga sér stað þessa dagana í þjóðlífi íslend- inga. Sá raunveruleiki, að Islend- ingar urðu fullvalda þjóð, gerði ráð fyrir, að þeir hefðu þau kjör er gerðu þeim kleift að hafa til hnífs og skeiðar. Engu að síður blasir sú staðreynd við, að þeir stjórnmálaflokkar er kenna sig við frelsið og manndáðina, kreppa þannig að alþýðu þessa lands, að bæði sjálfstæði þjóðar- innar og vissu manna um dag- legt brauð er stefnt í voða. Laga- ákvæðum er dembt yfir þjóðina af fáeinum dekurdrengjum, sem með þótta þeirra laga, ganga þvert á grundvallarfrelsi hvers íslensks manns, er berst í brauðstritinu. Árangur áratuga baráttu verkalýðsins hefur falið í sér þá stöðu, að þegnar landsins njóti þjónustu fullkomins heilbrigðis- og menntakerfis. Nú er svo kom- ið, að hart er vegið að þessum þáttum hins íslenska þjóðfélags. Stefna ríkisvaldsins miðar að því að efla hinn sterka á kostnað þeirra, er minna mega sín. Best sést þetta á gífurlegri eflingu bankavaldsins í landinu og auk- inni greiðvikni til handa erlendu auð- og hervaldi. Að framansögðu *sér Félag vinstrimanna (FVM) fulla þörf á að þessum málum verði gerð góð skil á fullveldishátíðinni 1. des. næstkomandi. Því spyrja vinstrimenn, hvort það sjálf- stæði, sem þjóðin gumar af á tyllidögum, sé eitthvað ofan á brauð og þá hverjum til handa? — Hvernig eru mannréttinda- og frelsismálum komið í land- inu? Hvar er sjálfstæðið? Stefnt er að hafa hátíðardag- skrá í Háskólabíói, útvarps- dagskrá, gefa út blað í tilefni dagsins og halda fótatrimm að kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.