Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
Móðir okkar, t MARGRÉT BJARNADÓTTIR,
Hverfiagötu 37,
Hafnarfiröi,
er látin. Börnin.
t
Konan mín og móöir okkar,
JÓNÍNA JÓHANNESDÓTTIR,
lést 19. október.
Þórir Runólfsson og börn.
t
Eiginmaður minn,
SKÚLI BJARKAN,
andaöist í Landspítalanum 18. október.
Sigríöur Þorsteinsdóttir Bjarkan.
t
Eiginmaöur minn.
BENEDIKT Þ. GUDMUNDSSON,
pípulagningameistari,
Grundargeröi 19,
andaöist á heimili sínu 19. október.
Fyrir hönd vandamanna.
Halldóra Gísladóttir.
Móðir mín, t
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Ysta-Skéla,
Eyjafjöllum,
er látin. Guörún Gísladóttir
og vandamenn.
t
VALGERDUR GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR
veröur jarösungin föstudaginn 21. október í nýju Fossvogskapell-
unni kl. 10.30 f.h.
Úlfur Markússon og fjölskylda,
Ágústa Markúsdóttir og fjölskylda,
Hallgrímur Markússon og fjölskylda.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓN SIGURDSSON,
Laugavegi 136,
fyrrum verkstjóri ( Hampiöjunni,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 21. október kl. 15.
Þorgeir H. Jónsson,
Grímur Jónsson,
Sígríður Einarsdóttir,
Ásta Jónsdóttir,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur minnar, tengdamóöur okkar, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR,
Meöalholti 8, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki taugalækningadeildar
Landspítalans fyrir frábæra umönnun og hjálp í langri legu.
Guðrún Jónsdóttir, Páll Sigurösson,
Súsanna Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin-
manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
ÁRNMARS JÓHANNESAR ANDRÉSSONAR,
Bakkageröi, Reyöarfiröi.
Sigríöur Gunnarsdóttir,
Andrés Árnmarsson, Ósk Svavarsdóttir,
Gunnar Árnmarsson,
Margrét Árnmarsdóttir,
Guölaug Árnmarsdóttir,
Pétur Árnmarsson,
Anna Jóna Árnmarsdóttir,
Guðný Fjóla Árnmarsdóttir,
Guöbjörg Friöriksdóttir,
Benedikt Stefénsson,
Gylfi Óskarsson,
Anna Urban,
Guömundur Pétursson,
Unnar Eiríksson,
og barnabörn.
Margrét Þórarins-
dóttir —
Fædd 6. september 1909
Dáin 13. október 1983
í dag er gerð í Reykjavík útför
Margrétar Þórarinsdóttur hús-
freyju að Einarsnesi 56 í Skerja-
firði. Samferðafólkið staldrar við
og lítur yfir farinn veg því það er
margs að minnast og mikið að
þakka.
Margrét var fædd í Reykjavík,
foreldrar hennar voru hjónin
Ragnheiður Jónsdóttir og Þórar-
inn Guðmundsson skipstjóri frá
Ánanaustum. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum hér í bænum,
mitt í systkinahópi sem fyllti
tylftina. Nú eru aðeins þrjú þeirra
á lífi.
Þegar Margrét var sautján ára
gömul missti hún móður sina. Á
þeim árum var lífsbaráttan hörð
og börn og unglingar vöndust
hvers konar störfum jafnskjótt og
þeim óx fiskur um hrygg. Vann
Margrét bæði á heimili föður síns
og utan þess næstu árin. Hálfþrí-
tug réðst hún til utanferðar og var
við saumanám i Kaupmannahöfn í
Minning
tvö ár. Hún var hagvirk að upplagi
og námið nýttist henni vel.
Um þessar mundir kynntist
Margrét manni sínum Lárusi Jó-
hannssyni sem ættaður er frá
Mjóafirði austur. Hann hafði þá
lokið vélstjóranámi í Vélskóla ís-
lands og síðan farið til Kaup-
mannahafnar þar sem hann lærði
vélvirkjun og lauk sveinsprófi 1
þeirri grein.
Þau Lárus og Margrét gengu í
hjónaband 17. október 1936 og
byrjuðu búskapinn vestur á Selja-
vegi. Var Lárus til sjós nokkur
misseri, vélstjóri á togurum, en
hann hafði áður verið siglingum á
Fossunum í nokkur ár. Næst lá
leið þeirra til Hafnarfjarðar og
þar bjuggu þau í tvö ár. Lárus var
þá hættur á sjónum og vann eftir
það í fagi sfnu í landi. Frá Hafnar-
firði fluttu þau í Skerjafjörðinn
þar sem heimili þeirra hefur nú
staðið í 42 ár. Hefur og Lárus
lengi unnið á vélaverkstæði Skelj-
ungs þar suðurfrá.
Margrét var mikil myndarkona
í sjón og raun og þess naut heimili
Minning:
Óskar Jónasson
reiðhjólasmiður
Fæddur 6. mars 1902
Dáinn 12. október 1983
í dag verður til moldar borinn
mágur minn óskar Jónasson. For-
eldrar hans voru hjónin Jónas
Bergmann Erlendsson og Sigríður
Árnadóttir. Jónas var ættaður frá
Teigakoti á Akranesi, en Sigríður
frá Eyrarbakka. Hún fluttist barn
að aldri með foreldrum sínum aust-
ur á Firði, en þar gerðist Jónas á
sínum tíma barnakennari. Á
Mjóafirði kynntust þau fyrst, en
fluttust síðar til Neskaupstaðar.
Þar fæddist óskar Jónasson 6.
marz 1902. Faðir hans var hæglát-
ur maður, en móðir skörungur,
sem sópaði að. Þau hjón slitu sam-
vistum, þegar Oskar var fimm ára
gamall. Fluttist hann þá með móð-
ur sinni til Reykjavíkur. Þar hóf
Sigríður búskap með norskum lýs-
ismatsmanni, Almari Normann,
sem starfað hafði um skeið á
Mjóafirði. Þar var þá vaðandi síld.
Þau Almar og Sigríður giftust síð-
ar og bjuggu saman til hárrar elli,
lengst af við mikla rausn. Með
þeim ólust upp tveir yngstu synir
Sigríðar, en alls voru þeir fjórir:
Stefán, Kristinn, Óskar og Hall-
dór. Nú eru þeir allir gengnir.
Stefán var hálfbróðir hinna og
reyndar meira en það, því að
Kristinn, faðir hans, og Jónas
voru bræður. Sonur Stefáns heit-
ins er Fjölnir Stefánsson tónskáld
og skólastjóri.
Þau Sigríður og Almar tóku sér
bólfestu í Reykjavík að Lundi við
Laugaveg 104. 1 næsta húsi, við
Rauðarárstíg 3, bjuggu foreldrar
mínir með stóran barnahóp. Á
milli var steinveggur, sem mér
sem barni þótti ærið hár. En yfir
þennan vegg kom Óskar auga á
elztu systur mína, Magneu, og var
þá ekki nema 17 ára. Fyrr en varði
felldu þau hugi saman og bundust
tryggðum. Maddý sat fimm ár í
festum, enda mikill stólpi foreldra
sinna við uppeldi yngri systkina.
Hinn 24. október 1925 gekk Óskar
að eiga Magneu J. Þ. Ólafsdóttur.
Hófu þau hjúskap í kjallara við
Baldursgötu 33 í húsi Sigurðar
heitins Nordal prófessors. Síðan
áttu þau heima á ýmsum stöðum,
en síðast áratugum saman að
Njálsgötu 72.
Þeim óskari og Maddý varð sjö
barna auðið. Elzta dóttirin fædd-
ist að vísu andvana, og önnur dó
liðlega þriggja ára á sóttarsæng.
En fimm börn þeirra komust upp:
Garðar, sjómaður, kvæntur Guð-
rúnu Magnúsdóttur; Egill, lærður
rennismiður, en hefur árum sam-
an rekið bifreiðaverkstæði, kvænt-
ur Sigríði Þorbjarnardóttur; Geir,
bifvélavirki, kvæntur Bjarndísi
Jónsdóttur; Þrúður Guðrún, gift
Gunnlaugi Hannessyni; Guðbjört
Ástríður, sem gift var Jóni Árna-
syni, en er nú búsett í Ástralíu.
Óskar og Maddý eignuðust 17
barnabörn og 27 eru barnabarna-
börnin orðin. Út af þeim hjónum
er því komið 51 barn. öll eru þau á
lífi nema dæturnar tvær, sem áður
getur, og Óskar Egilsson, sem
drukknaði á báti sínum, Óskari
Jónassyni, fyrir fáum árum.
Strax á barnsaldri þurfti Óskar
að vinna fyrir brauði sínu. Fjórtán
ára gamall réðst hann til sjós sem
vikapiltur í eldhúsi, en nam síðar
siglingafræði og lauk farmanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum
1921. Þá tók hann þátt í fyrsta
námskeiði, sem haldið var hér á
landi í fjarskiptum skipa, og lauk
einnig prófi í þeirri grein. Eftir
það var hann sjö ár loftskeyta-
maður á togurum. Þá man ég fyrst
eftir Óskari, því að einatt færði
hann systkinum unnustu sinnar
eitthvað fallegt, þegar hann kom
heim úr siglingu.
Árið 1933 brá Óskar sér til
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
EIRÍKUR ÁSGEIRSSON,
foratjóri,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 21.
október, kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Oddur Eiríksson,
Hildur Eíríksdóttir,
Halldór Eiríksson,
Ásgeir Eiríksson,
Katrín Finnbogadóttir,
Magnús Pétursson,
Svanlaug Vilhjélmsdóttir,
Kristrún Davíösdóttir,
og barnabörn.
hennar og fjölskylda. Utan heimil-
is vann hún ekki en tók að sér
sauma í félagi með annarri konu
fáein misseri á fyrri árum, eftir
það aðeins í viðlögum.
Börn þeirra Margrétar og Lár-
usar eru fjögur: Þórarinn, fóður-
fræðingur í Akureyri, Gunnsteinn
skósmíðameistari í Reykjavík,
Halldór skipstjóri þar, allir
kvæntir, og Jóhanna húsfreyja á
Brekku í Mjóafirði. Barnabörnin
eru orðin þrettán — og enn ný
Kaupmannahafnar og lærði við-
gerðir hljóðvarpsviðtækja. En á
heimleiðinni barst sú fregn, að'
stofnuð hefði verið Viðtækjaverzl-
un ríkisins og viötækjaviögeröir
utan hennar vébanda væru bann-
aðar. Þó að óskari byðist starf á
vegum þessa fyrirtækis, þá hann
það ekki. I stað þess gerðist hann
reiðhjólasmiður og stundaði þá
iðn til ársins 1965. Muna margir
fyrirtækið óðin við Skólastræti.
En nú settist óskar í helgan stein.
Úr því vann hann heima á litlu
verkstæði, sem hann kom sér upp.
óskar var þjóðhagasmiður jafnt á
járn sem tré og hafði yndi af því á
efri árum að smiða listmuni, sem
hann gaf vinum og vandamönnum.
Þá tók hann líka að safna bókum
og las mikið.
Óskar Jónasson var atgervis-
maður til lífs og sálar, þéttur á
velli og fríður sýnum. Hann var
ágætur námsmaður, en líka
íþróttamaður. Árið 1923 varð
hann ásamt Jóni Pálssyni sund-
kóngur Islands. Og í hjólreiðum
var hann sérstakur garpur og
frumkvöðull margra ferða á þeim
farkosti með vinum sínum og
kunningjum. Skákmaður var
Óskar drjúgur og fylgdist alla tíð
með þeirri íþrótt af miklum
áhuga. Síðustu árin glímdi hann
löngum við skáktölvu, sem honum
var gefin áttræðum í afmælisgjöf.
Framan af var oft þröngt í búi
hinnar barnmörgu fjölskyldu, því
að kreppan svarf að hjá Maddý og
Óskari ekki síður en annars stað-
ar. Samt eignaðist Óskar bílskrjóð
og síðan hvern af öðrum. öllum
kom hann þeim í gang og ók þeim
með sig og sína ótrúlegustu tor-
færur auk flestra þjóðvega, sem
þá voru til á íslandi. óskar og
Maddý hafa alltaf verið á ferð og
flugi og aldrei ein. Eftir að börnin
uxu úr grasi, hafa þau jafnan boð-
ið með sér vinum sínum, þeim sem
síður áttu kost farartækja. Þau
eru annálaðir ferðafélagar, og á