Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 8 landa keppnin í skák: íslendingum gekk illa í gær Frá Margeiri Péturssyni í Osló. TVÆR UMFERÐIR voru tefldar í 8 landa keppninni í skák í gær. íslending- um vegnaði fremur illa í báðum umferðunum. Ljóst er að þeir tapa fyrir V-l»jóðverjum, en von er um jafntefli gegn Norðmönnum. Urslit einstakra skáka í viður- inu tapaði Karl Þorsteins fyrir eigninni við V-Þýskaland urðu þau að Guðmundur gerði jafntefli við Ostermeyer, Margeir gerði jafn- tefli við Biszhoff og Helgi gerði jafntefli við Borik. Jóhann á biðskák við Griin og hefur Jóhann betri stöðu og er peði yfir. Á kvennaborðinu tapaði Áslaug fyrir Fischdick og á unglingaborð- íslenska óperan: Stormandi lukka á La Traviata ÓPERAN La Traviata eftir Verdi var frumflutt í íslensku óperunni í gærkvöldi við fá- dæma hrifningu áheyrenda, að sögn Jóns Ásgeirssonar, gagn- rýnanda Mbl. „Frammistaða Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, Garðars Cortes og Halldórs Vilhelmssonar var með mikl- um glæsibrag og fögnuður áheyrenda í lokin feikilegur og glumdi allt húsið af húrrahrópum. Þetta er tvímælalaust stór- sigur fyrir íslensku óperuna og reyndar stórmerkilegt að mögulegt skuli vera að flytja óperu við þau skilyrði sem eru í Gamla bíói,“ sagði Jón. Brunner. Staðan er því 3,5 vinn- ingur gegn 1,5 vinning. Síðar um daginn tefldu íslend- ingar við Norðmenn. Þá gerði Guðmundur jafntefli við Agde- stein, Margeir gerði jafntefli við Ögaard, Helgi á biðskák við Heim og Jóhann á biðskák við Wiebe. Áslaug gerði jafntefli við Dahl og Karl tapaði fyrir Östenstad. Biðskákirnar eru báðar heldur betri fyrir íslendingana, en þó eiga Norðmennirnir jafnteflislík- ur. íslendingar hafa nú 11 vinninga og 4 biðskákir af 24 vinningum mögulegum. Johann Hjartarson hefur 3 af þessum 4 biðskákum, en biðskák hans við Svíann Kaiszauri úr fyrstu umferð er enn ólokið. Pólverjar eru efstir á mótinu með 14,5 vinning og biðskák og síðan koma V-Þjóðverjar með 14 vinninga og 3 biðskákir. Morgunblaöið/Friðþjófur. Ný lyfta í Bláfjöllum Unnendur skíðaíþróttarinnar í Reykjavík og nágrenni eru eflaust farnir að búa sig undir veturinn. í Bláfjöllum hefur aðstaðan verið stórbætt, m.a. sett upp ný og fullkomin stólalyfta, sem sést á meðfylgjandi mynd. Litla-Hraun: Fangi strauk FANGI af Litla-Hrauni strauk úr vistinni í gær, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá lögreglunni á Selfossi í gær. Var lögreglunni tilkynnt um strokið laust fyrir klukkan 19 í gærkveldi, en talið er að fanginn hafi strokið einhverntíma um dag- inn. Ekkert hafði til ferða hans spurst þegar Mbl. fór í prentun í nótt. Sigrún Þorsteinsdóttir: Gefur kost á sér til emb- ættis vara- formanns SIGRÚN Þorsteinsdóttir, varabæj- arfulltrúi í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að gefa kost á sér til emb- ættis varaformanns Sjálfstæðis- flokksins á landsfundi flokksins sem haldinn verður í byrjun nóv- ember. Sagðist Sigrún hafa tekið þessa ákvörðun í fyrrakvöld, er Morgun- blaðið ræddi við hana í gærkveldi. Hvað varð um hrossakjötið sem Norðmenn endursendu vegna þráaskemmda? Saltað ofan í íslendinga? FYRR Á þessu ári voru endursendir frá Noregi tveir gámar af hrossakjöti, sem seldir höfðu verið þangað, en kaupandanum líkaði ekki vegna þráa- skemmda í kjötinu. Grunur leikur á að kjötið eða hluti þess hafi farið til neyslu hér heima. Mbl. hefur að undanfórnu verið að grennslast fyrir um hvað hafi verið gert við kjötið, en mönnum ber ekki saman um það, sumir segja að það hafi verið saltað og farið til neyslu hér heima, en aðrir segja aö það hafi farið til vinnslu í skepnufóöur eða á haugana. Samkvæmt heimildum Mbl. er neitaði að taka það til baka. Það Vegna mistaka er rangur vikudagur á öllum síðum blaösins í dag nema útsíðum, og biður Mbl. lesendur velvirðingar á þessu. hluti kjötsins, 12—13 tonn, kjöt sem Sláturfélag Suðurlands af- henti Búvörudeild SÍS í fyrra- haust og átti að fara ófryst til kaupanda í Luxemborg. Kaupand- inn í Luxemborg fór síðan á haus- inn og hætt var við að senda hon- um kjötið. Það stóð síðan ófrosið í Afurðasölu SÍS í nokkra daga vegna þrætu á milli SS og SÍS um hvað gera ætti við kjötið, en SS var síðan fryst og sent nokkrum mánuðum síðar upp í pöntun frá Noregi ásamt kjöti frá sláturhús- inu í Blönduósi. Kjötið líkaði ekki í Noregi vegna þess sem sagt var fisklykt, en síð- ar reyndust þráaskemddir í kjöt- inu og voru 2 gámar endursendir, það er hátt í 20 tonn, og tekið aft- ur inn í landið með leyfi yfirdýra- læknis. Mbl. hefur undanfarið reynt að fá það upplýst hvað gert var við kjötið hér heima, en mönnum ber ekki saman um það. Samkvæmt heimildum Mbl. var kjötið unnið og saltað til neyslu hér heima, a.m.k. hluti þess. Þetta staðfesti Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Sagði hann að það versta hefði verið tekið frá og notað sem vinnslukjöt. Páll Agnar Pálsson, yfirdýralæknir, staðfesti að kjötið hefði komið aft- ur til landsins, en það hefði átt að fara á haugana og ekki að takast úr gámunum fyrr. Sagðist hann ekki vita annað en að þetta hefði verið gert. Jóhann Steinsson, deildarstjóri í Búvörudeild SÍS, sagði er hann var fyrir nokkru spurður að því hvað hefði orðið um kjötið, að það hefði farið í „gúanó" í kjötmjölsverksmiðjunni í Borgarnesi. Mbl. er kunnugt um að margir hrossabændur eru óánægðir með hvernig staðið var að þessum hrossakjötsútflutningi til Noregs og telja að „slys“ sem þessi komi óorði á íslenska hrossakjötið en ekki sé það betra, ef satt er, að kjötið hafi verið sett á markað hér innanlands. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna: Sjálfstæðismenn senda aðeins einn fulltrúa — Ragnar Arnalds og Guðmundur J. sækja báðir í sæti Alþýðubandalagsins „EINS OG nú standa sakir hefur þingflokkurinn ekki áhuga á að senda nema einn fuljtrúa og vill hann með því leggja sitt af mörkum til þess að spara,“ sagði Olafur G. Einarsson formaöur þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins í viðtali við Mbl. í gær, en þingflokkurinn hefur ákveðið að nota ekki réttindi sín til að senda tvo fulltrúa á þing Sameinuðu þjóðanna. Ákveðið er aö sendinefnd þingflokkanna skipti þingsetu með sér, þannig að helmingur þingfulltrúa fari utan 26. október en hinn 19. nóvember. Upphafleg tillaga um fjölda hefur talið fullvíst að hann verði fulltrúi þess á þinginu. Fremur hefur hann verið hvattur en latt- ur til fararinnar a.m.k. af hluta forustusveitar flokksins, þar sem með þeirri tilhögun gefst Ólafi Ragnari Grímssyni tæki- færi til þingsetu í nokkrar vikur, en hann er fyrsti varaþingmaður í Reykjavík. Þá gerðist það fyrir skemmstu, að þingflokksformað- urinn, Ragnar Arnalds, tilkynnti að hann fýsti að sitja allsherjar- þingið. Var þá mjög þrýst á um að Alþýðubandalagið fengi tvo fulltrúa, enda erfitt að ganga sendifulltrúa kjörinna af þing- flokkunum var sú að þangað færu sjö, tveir frá Sjálfstæðis- flokki en einn frá hverjum hinna, samkvæmt stærðarhlut- föllum. Þingmenn Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks gerðu athugasemdir við það og vildu einnig fá tvo fulltrúa. Þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins ákvað í umfjöllun málsins að nýta ekki réttindi sín í sparnaðarskyni, eins og að framan greinir. Guðmundur J. Guðmundsson þingmaður Alþýðubandalagsins gegn óskum Ragnars þar sem Guðmundur hefur áður setið þing Sameinuðu þjóðanna. í dag verður samkvæmt heimildum Mbl. skorið úr því, hvort Ragnar eða Guðmundur fara utan og þá í leiðinni hvort ólafur Ragnar Grímsson kemst á þing í nokkr- ar vikur. Innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins verður einnig ákveðið í dag eða á morgun hver fer á alls- herjarþingið, en lítill áhugi er á þingsetunni meðal þingmanna samkvæmt heimildum Mbl. Þingflokkur Framsóknar hefur ákveðið að Böðvar Bragason sýslumaður, 1. varaþingmaður flokksins á Suðurlandi, verði fulltrúi hans. Frá Alþýðuflokkn- um fer Kristín H. Tryggvadóttir kennari og 1. varaþingmaður á Reykjanesi og frá Bandalagi jafnaðarmanna Kolbrún Jóns- dóttir þingmaður. Kvennalista- konur velja sinn fulltrúa í dag eða á morgun. Eysteinn Helgason Helgi Jóhannsson Samvinnuferðir-Landsýn: Nýr framkvæmdastjóri Eysteinn Helgason til sölustarfa í Bandaríkjunum STJÓRN Samvinnuferða-Landsýnar hefur ráðið Helga Jóhannsson aðstoðar- framkvæmdastjóra fyrirtækisins frá 15. október sl. Helgi mun taka við stjórn fyrirtækisins í ársbyrjun 1984 af Eysteini Helgasyni, sem hefur fengið árs- leyfi frá þeim tíma til að starfa fyrir Samband ísl. samvinnufélaga í Banda- ríkjunum. ráðinn af Sambandi ísl. samvinnu- félaga til starfa við markaðssölu- og kynningarmál í Bandaríkjun- um. Hann mun halda utan í byrj- un næsta árs og hafa aðstöðu hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Sea- food Corp. í Harrisburg. Eysteinn Helgason hefir verið framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar frá stofnun 1978. Helgi Jóhannsson er viðskipta- fræðingur og hefur starfað hjá Samvinnuferðum-landsýn frá ársbyrjun 1978 og unnið þar að uppbyggingu innanlandsdeildar og þjónustu við erlenda ferða- menn á íslandi, auk þess sem hann hefur gegnt störfum sölu- stjóra fyrir einstaklings- og hóp- ferðir íslenskra ferðamanna. Eysteinn Helgason hefur verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.