Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 13 Borgarfjörður Þinghamar, hið nýja félagsheimili að Varmalandi, sundlaugin og hluti barnaskólans á Varmalandi. Byggt og borað að Varmalandi SUfholti, SUfholUtungum, 15. október. MIKLAR framkvæmdir hafa að undanförnu staðið yfir við barna- og unglingaskólann að Varmalandi f Mýrasýslu. Fyrir rúmu ári var hafin bygg- ing nýs mötuneytis fyrir skólann og er sú bygging nú rúmlega fok- held. Er hún að gólffleti u.þ.b. 300 fm. Á efri hæð er svo gert ráð fyrir íbúð matráðskonu svo og herbergi fyrir starfsfólk í eldhúsi. En vegna þess að tilfinnanlegur skortur hefur verið á íbúðum fyrir kennara, ákváðu sveitarfélögin, sem að skólanum standa, að bæta einni hæð við bygginguna. Verða þar tvær íbúðir, 70 og 90 fm. Er gert ráð fyrir, að þær verði tilbún- ar í þessum mánuði og leysa þær úr brýnni þörf. Að skólanum að Varmalandi standa öll sveitarfélögin í Mýra- sýslu, utan Borgarness, eða sjö hreppar. Skólinn er eingöngu heimavistarskóli og er nemenda- fjöldi 122 í átta bekkjardeildum, auk forskólabarna, sem fá um mánaðarkennslu á vetri hverjum. Að jafnaði eru milli 70—80 börn í skólanum í einu. Skólastjóri er Vígþór Jörundsson. Þá er að mestu leyti lokið við byggingu glæsilegs íþróttahúss og félagsheimilis á staðnum, auk búningsklefa við sundlaug, sem byggð var fyrir 20 árum. Er að- staða til íþróttaiðkana og sam- komuhalds einhver hin besta utan kaupstaða á öllu Vesturlandi. Fé- lagsheimilið hefur enn ekki verið formlega vígt, þótt komið sé í notkun, enda framkvæmdum ekki lokið. Það hefur þó hlotið nafnið Þinghamar, og á það vafalaust eft- ir að verða mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og almennt félagslíf í hér- aði. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að það verði vígt með pomp og pragt. En vegna þessara framkvæmda hefur reynst nauðsynlegt að hefja borun eftir heitu vatni. Núverandi borholur eru allar innan við 100 metra á dýpt og skortir nokkuð á, að úr þeim komi nægilegt vatn til þeirrar starfsemi, sem fram fer á staðnum. Gáfu jarðfræðingar góð- ar vonir um, að vatn væri að finna á 400—600 metra dýpi. Fyrir rúm- um mánuði var hafist handa við borun og núna fyrir helgina þegar bormennirnir voru komnir 660 Skákað í skjóli Hitlers CT hefur verið gefin í Reykjavík bókin Skákað í skjóli Hitlers — saga merkisbera dauðans — eftir Jóhannes Björn. Bókin er 126 blað- síður, prentuð í Odda hf. og gefin út af höfundi. Á bókarkápu segir meðal annars: „Það sem gerði útrýmingar á sjúklingum og gyðingum jafnvel enn skelfilegri og hættulegri seinni kynslóðum, er sú sögulega stað- reynd, að þær voru ákveðnar löngu fyrir valdatöku Hitlers og flestir morðingjarnir sluppu eftir stríð, og hófu að skipuleggja ný morð.“ metra niður og áttu aðeins eina stöng eftir, það er innan við 10 metra, komu þeir niður á heita- vatnsæð. Upp úr borholunni vellur nú þó nokkurt vatn, líklega 10—15 sekúndulítrar og hátt í 100 stiga heitt, þannig að þörfum staðarins fyrir heitt vatn ætti að vera full- nægt í bili en Garðyrkjustöðin Laugaland stendur að boruninni með barnaskólanum. Auk barnaskólans starfar hús- mæðraskóli á Varmalandi. Hóf hann starfsemi haustið 1947 og hét þá Húsmæðraskóli Borgfirð- inga að Varmalandi. En vegna breyttra laga og eignaraðildar varð að breyta nafni skólans og heitir hann nú Hússtjórnarskól- inn að Varmalandi. í vetur stunda 20 nemendur nám við skólann. Skólastjóri er Steinunn Ingimund- ardóttir. Br.G. September var bjart- ur og kaldur SEPTEMBER var bjartur og kald- ur um allt land og lítið um hvass- viðri, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Veðurstofu íslands. Einn dag, þann 7., var þó stormur, eða 9 vindstig á Akureyri. í Reykja- vík varð hvassast þann 12., 8 vindstig. Hitinn var 2°— 3° undir meðallagi áranna 1931—1960, en tó°—l'A° undir meðaltali áranna 1971—1980. I Reykjavík var meðal- hiti mánaðarins 6,6°, á Akureyri 4,9°, Höfn 5,9° og á Hveravöllum 1,8°. Orkoma var innan við helming meðalúrkomu, minnst að tiltölu á Höfn, aðeins 16% af meðalúrkomu. I Reykjavík mældist mánaðarúr- koman 30 mm, á Akureyri 16 mm, á Höfn 24 mm og á Hveravöllum 15 mm. Þetta er fyrsti mánuðurinn frá því í maí, sem úrkoma er undir meðallagi sunnanlands. Sólskinsstundir voru 138 í Reykjavík sem er 33 stundum meira en í meðalári, og eru sept- ember og apríl einu mánuðirnir það sem af er árinu í Reykjavfk sem hafa verið sólríkari en f meðalári. Á Akureyri voru sólskinsstundir 122 og á Hveravöllum 147, Úrvalið er hreint ótrúlegt Sokkabuxur í öllum stœrðum og mörgum lit- um. Bolir í mörgum sniðum, litum og efnum. Upphitunargallar í sett- um eða bolum. Legg- hlífar í yfir 10 litum. Jazzballettskór, leik- fimiskór í öllum stœrð- um og mörgum litum. Úrvalið í Bikamum er meira en nokkurn skildi gruna. Póstsendum um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.