Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 23 Interpolis-skákmótið: Polugaevsky í fyrsta sæti Tilburg, 19. október. AP. SOVÉSKI stórmeistarinn Lev Pol- ugaevsky bar sigurorft af Jan Timm- an frá Hollandi í sjöttu umferð In- terpolis-skákmótsins og er hann nú í fyrsta sæti. Polugaevsky, sem var með svart, beitti nimzo-indverskri vörn og náði brátt nokkuð sterkri en þröngri stöðu. Timman fórnaði peði og síðar manni fyrir sóknar- færi en varð ekkert ágengt og gafst upp í 22. leik. Karpov, sem hafði svart gegn Hiibner, missti snemma peð en tókst að halda skákinni í jafnvægi með réttum uppskiptum. Fór skákin í bið eftir 43 leiki og talin jafnteflisleg. Portisch gerði jafn- tefli við Spassky í 31 leik og skák Seirawans og Andersons fór í bið eftir 41 leik. Er hún einnig jafn- teflisleg. Skák þeirra Ljubojevics og Vaganians fór í bið eftir 41 leik og þykir Ljubojevic, sem hafði svart, hafa nokkru betri stöðu. Staðan í skákinni er þó mjög óljós enda flestir mennirnir enn á borð- inu. Staðan eftir sex umferðir er nú þessi: 1. Polugaevsky 3'Æ v., 2. Karpov 3 (biðsk.), 3. Portisch 3, 4.-5. Spassky, Van der Wiel 2'Æ (biðsk), 6. Sosonko 2'Æ, 7. Vaganian 2 v. (3 biðsk.), 8.-9. Ljubojevic, Timman 2 v. (2 biðsk.), 10. Hubner 2 v. (biðsk.), 11. Anderson l'Æ v. (3 biðsk.), 12. Seirawan 2 v. (biðsk.). Jómfrúferðin Mynd þessi var tekin er spánýtt farþegaflutningaskip, M.V. Europa, sigldi inn í hafnarmynnið í New York í jómfrúferð sinni. Eins og sjá má er skipið hið glæsilegasta. Bretland: Enginn erfíngi að öllum auðæfunum 99 Ferrari-bifreið, áþekk þeirri sem setti hraðametið. Yfir þver Bandaríkin á 32 tímum: Þetta var rólegheita- akstur“ Newport Beach, Kaliforníu, 19. október. AP. „ÞETTA var rólegheitaakstur," sagði David Diem í fyrrakvöld eftir að hann og Doug Turner höfðu sett nýtt hraða- met í akstri yfir þver Bandaríkin á Fer- rari-bifreið sinni. Það tók Diem aðeins 32 klukku- stundir og 7 mínútur að komast á milli austur- og vesturstrandarinnar á hin- um hraðskreiða bfl sínum. Fyrra metið hljóðaði upp á 33 klukkustundir og 40 mínútur og var frá árinu 1980. Alls tóku 10 bifreiðir og eitt mót- orhjól þátt í þessari árlegu keppni, sem haldin er til styrktar banda- ríska krabbameinssjóðnum. Þrátt fyrir að hraðinn næði stundum 220 kílómetrum á klukkustund tókst sig- urvegurunum alfarið að sleppa við áreitni lögreglu. Var Ferrari-bifreið- in m.a. búin sérstökum útbúnaði, sem gerði viðvart ef radarmælingar voru framundan. London, 19. október. AP. BRESKIR embættismenn eru nú að gefa upp á bátinn rúmlega árs leit að ættingjum konu nokkurrar, sem var írsk að ætt og afar sérvitur, en þegar hún lést í september í fyrra kom í Ijós, að hún átti um 670.000 pund, yfir 30 milljónir ísl. kr., í handraðan- um. Konan hafði alltaf talið það mesta óheillamerki að gera erfða- skrá og nú lítur út fyrir, að pen- ingarnir renni allir í breska ríkis- kassann. Þegar konan, Katharine Nathan að nafni, lést bjó hún í leiguíbúð í London, en Times of London segir, að hún hafi auðgast á hlutabréfa- viðskiptum í kauphöllinni í Lon- don eftir að hún missti mann sinn árið 1942. Ekki er vitað til, að ann- ar maður eða kona, sem enga ætt- ingja á, hafi áður látið eftir sig jafn mikið fé. Leitin að ættingjum Katharine hefur einkum beinst að fólki með ættarnafnið Nathan eða O’Shea, sem hún hét líklega áður en hún gifti sig, og hefur teygt anga sína víða um lönd, allt frá írlandi til Ástralíu. Maður hennar, Gilbert Nathan, var ástralskur kaupsýslu- maður, sem settist að í London á dögum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Þau hjónin áttu engin börn. Ekki er vitað með vissu hvar Katharine fæddist. Á dánarvott- orðinu stendur, að hún hafi verið fædd á írlandi 18. nóvember árið 1898, en þegar hún giftist árið 1917 var skráð í giftingarvottorð- ið, að hún væri 24 ára gömul. Þar var hún sögð dóttir John O’Shea, en lögfræðingar í Dyflinni telja, að nafnið hafi verið tilbúningur hennar. „Það virðist þó nokkuð ljóst, að einhvers staðar á Irlandi er for- ríkur frændi, frænka eða annar ættingi, en án þess að vita af því,“ sagði ættfræðingurinn, Peter Birchwood, sem mánuðum saman reyndi að hafa uppi á ættingjum gömlu konunnar. Arfurinn mun því allur renna til breska ríkisins, en hins vegar kveða lögin svo á um, að ef lögarfi finnst innan 30 ára verður ríkið að endurgreiða honum arfinn. írakar gera loftárásir á tvær borgir í íran Nicosíu, 19. oklóber. AP. Nicosíu, 19. oklóber. AP. HERÞOTUR frá írak gerðu í dag loftárás á landamæraborgirnar Baneh og Marivan í norðvesturhluta frans og drápu þar 18 manns, en 30 manns særðust að auki. Fara hern- aðarátök milli ríkjanna nú mjög harðnandi, en sl. nótt gerði herlið frá íran skyndiárás á herstöð 30 km innan landamæra íraks í norðaustri og féllu 30 frakar í þeim átökum. Skýrði hin opinbera fréttastofa í ír- an frá þessu í dag. Miklar fjöldagöngur fóru fram í dag í írönskum borgum og bæjum, sem standa við austurströnd Hormuz-sunds við Persaflóa, í mótmælaskyni við sölu Frakka á fimm háþróuðum herþotum til ír- aks. Göngumenn samþykktu álykt un þess efnis, að „ekki dropi af olíu“ skyldi fara um Hormuz- sund, ef írakar létu verða af hót- unum sínum um að gera loftárásir á olíumannvirki og olíuflutn- ingaskip írana. Var sagt, að jafnt fiskimenn sem eigendur smábáta hefðu tekið undir fyrri yfirlýs- ingar um að taka þátt í því að loka Hormuz-sundi, ef írakar gerðu al- vöru úr hótunum sínum. Þykir ljóst, að spennan á þessu svæði fer sízt minnkandi nú. Borgirnar Marivan og Baneh, sem urðu fyrir loftárás íraka í dag, standa ekki langt hvor frá annarri og eru aðeins 150 km aust- an við Kirkuk, sem er mikil olíu- vinnsluborg í írak. Um þetta svæði liggur norðurhluti víglín- unnar í stríðinu milli landanna og hafa bardagar þar verið mjög harðir að undanförnu. Skyndiárás írana sl. nótt var beint gegn her- stöð íraka í Sidekan og sex herstöðvum öðrum, en Iranar náðu fótfestu innan landamæra íraks á þessu svæði í árás, sem þeir gerðu 22. júlí sl. og hafa þeir haldið þessari fótfestu síðan. Verö frá kr. 250.000 — Tökum notaöa bíla uppí þann nýja. Honda á íslandi — Vatnagörðum 24 — sími 38772 — 39460. $ STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORONA SOKKAR MED TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR Jjéaddui, OLÍUOFNAR SMÍÐAJÁRNSLAMPAR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA VASALJÓS LUKTIR FJÖLBREYTT ÚRVAL • GÚMMISLÖNGUR 1/2“ — 2“ PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS 3/16“ — 1V«“ SLÖNGUKLEMMUR STORZ- SLÖNGUTENGI ST0RZ- SLÖNGUSTÚTAR BRUNASLÖNGUR ÖRYGGISHJÁLMAR EYRNAHLÍFAR EYRNATAPPAR ANDLITSHLÍFAR RYKGRÍMUR BRUNATÓG, fr. skip BRUNATEPPI SLÖKKVITÆKI REYKSKYNJARAR BRUNABOÐAR • BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR • NÆLON- LANDFESTAR • SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR SPISSSKÓFLUR • VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR f RÚLLUM Ananaustum Sími 28855 Opiö laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.