Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
Björgvin Guðmundsson, framkyæmdastjóri: ^
Hagnaður fiskvinnslu BUR
38,6 milljónir á síðasta ári
6 togarar fyrirtækisins sjá vinnslunni fyrir nægu og jöfnu hráefni
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti nýlega þá breytingu á yfir-
stjórn Bæjarútgerðar Reykjavik-
ur, að í stað tveggja framkvæmda-
stjóra komi forstjóri og fjórir for-
stöðumenn. Meðal röksemda sem
færðar voru fram fyrir nauðsyn
þessarar breytingar var sú, að
rekstrarkostnaður BÚR væri of
mikill í samanburði við önnur út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og
að afkoman í heild væri verri hjá
BÚR en öðrum sambærilegum
fyrirtækjum vegna stjórnkerfis-
ins. Af þessu tilefni er ástæða til
þess að fara nokkrum orðum um
afkomu Bæjarútgerðar Reykjavík-
ur. — Samkvæmt reikningum
BÚR fyrir árin 1981 og 1982 var
afkoman sem hér segir:
Framangreindar tölur leiða í
ljós, að afkoma BÚR fyrir fjár-
magnskostnað og afskriftir batn-
aði verulega 1982 þrátt fyrir þá
miklu erfiðleika sem sjávarútveg-
urinn átti við að stríða á því ári.
Ástæðan fyrir því, að ég dreg
þessa liði sérstaklega út úr reikn-
ingunum er sú, að þeir segja mest
um það hvernig stjórnun fyrir-
tækisins hefur tekist. Þarna kem-
ur fram aflaverðmæti togaranna,
framleiðsluverðmæti fiskvinnsl-
unnar og á móti rekstrarliðir svo
sem hráefniskostnaður, vinnu-
laun, olíur, veiðarfæri, viðhald,
löndunarkostnaður o.fl. Þetta eru
þeir þættir, sem stjórnendur
fyrirtækisins geta helst haft áhrif
á. Teknamegin skiptir máli að ná
fram sem mestum gæðum og nýt-
ingu í framleiöslunni og gjalda-
megin er mikilvægt, að halda
rekstrarliðum sem mest niðri.
Hagnaður fyrir fjármagnskostnað
og afskriftir hefur aukist úr 11,9%
í 16,8% af tekjum 1982 þannig að
ljóst er, að þessir þættir hafa þró-
ast í rétta átt 1982 þó ekki hafi
verið um neinar stökkbreytingar
að ræða.
Ég kem síðar í þessari grein að
fjármagnskostnaði, en ljóst er, að
framkvæmdastjórar BÚR geta lit-
ið sem ekkert vald haft á honum.
Hinn mikli fjármagnskostnaður
BÚR 1982 stafar af miklum geng-
isfellingum og gengissigi það ár
svo og vegna sterkrar stöðu doll-
ars en lán þau er BÚR hefur feng-
ið til skipakaupa eru að mestu
gengistryggð.
Góð afkoma frystingar
Ef við lítum á afkomu einstakra
greina BÚR 1982 kemur eftirfar-
andi í ljós:
Hagnadur Hiutfall af
fyrir fjár- tekjum
magnskostn-
aö og af-
skriftir
FÍNkiðjuver,
(frysting)
1981 Kr. 19.424.415 17,5%
1982 Kr. 44.694.997 24,9%
Saltflskverkun
1981 Kr. 2.391.755 20,8%
1982 Kr. 5.294.360 25,8%
Skreiðarverkun
1981 Kr. 9.491.445 27,5%
1982 Kr. 10.457.669 28,8%
To^arar
1981 +Kr. 2.932.597 +3,5%
1982 Kr. 973.567 0,8%
Af framangreindum tölum er
Ijóst, að fiskvinnsla BÚR hefur
komið mjög vel út árið 1982 og
afkoma togaranna fyrir fjár-
magnskostnað og afskriftir er
betri 1982 en árið áður. Raunar
hefur afkoma allra greina í rekstri
BÚR batnað árið 1982 ef litið er á
afkomuna fyrir fjármagnskostnað
og afskriftir. Og ef litið er á af-
komuna með fjármagnskostnaði
og afskriftum, þ.e. fyrir verðbreyt-
ingarfærslur kemur i ljós, að af-
koma frystingar hefur batnað
verulega, afkoma saltfiskverkunar
hefur staðið í stað en afkoma
skreiðarverkunar og togaranna
hefur versnað örlítið en ekki
meira en svo að nánast er um
óbreytta afkomu frá árinu 1981 að
ræða þrátt fyrir þá gífurlegu erf-
iðleika, sem þessar tvær greinar
hafa átt við að stríða.
í sambandi við uppgjör togar-
anna 1982 er rétt að taka fram, að
þar er ekki um sambærilegar tölur
og árið 1981 að ræða þar eð upp-
gjörsaðferð hefur verið breytt tog-
urunum í óhag.
Eins og ég hefi þegar tekið fram
er afkoma fiskvinnslu BÚR mjög
góð árið 1982. Einkum sker af-
koma fiskiðjuversins sig úr með
24,9% hagnað fyrir fjármagns-
kostnað og afskriftir og 16,3%
hagnað fyrir verðbreytingarfærsl-
ur, sem er mun betri afkoma en
árið áður. Hagnaður fiskiðjunnar
fyrir verðbreytingar nemur 29,2
millj. sl. ár. En hagnaður fisk-
vinnslunnar í heild 38,6 millj. kr.
Samkvæmt bráðabirgðaathugun-
um Þjóðhagsstofnunar á meðal-
tals aflcomu frystihúsanna í land-
inu 1982 er hún sem hér segir:
Hagnaður fyrir fjármagns-
kostnað og afskriftir 15%. Hagn-
aður fyrir verðbreytingarfærslur
1%. Ljóst er af þessum tölum, að
hagnaður fiskiðjuvers BÚR er
langt fyrir ofan landsmeðaltalið.
Hér kemur margt til:
Góð stjórnun, góð nýting, gott
starfsfólk og síðast en ekki síst
jöfn og góð afkoma hráefnis úr
togurum BÚR.
Togarafloti BÚR með 6 togurum
er nú af þeirri stærð að hann get-
ur ávallt séð frystihúsi BÚR fyrir
nægu og jöfnu hráefni. Þó eitt
skip bili, sem alltaf getur komið
fyrir, er samt nægilegt hráefni. Ef
til vill á þessi staðreynd stærsta
þáttinn í velgengni frystihúss
BÚR þ'ar eð því aðeins, að hráefn-
isafkoma sé jöfn og stöðug er unnt
að þjálfa upp gott og öruggt
starfsfólk og ná sem mestum af-
köstum og betri nýtingu. Togarar
BIJR eru því undirstaða góðrar af-
komu vinnslunnar og í raun verð-
ur reksturinn ekki sundur skilinn
svo samtvinnaður er hann. Þetta
þurfa menn að skilja.
Erfið afkoma
togaranna
En ef litið er á afkomu togara
BÚR sérstaklega kemur i ljós, að
afkoman hefur verið mjög erfið
mörg undanfarin ár. Er það raun-
ar í samræmi við ástandið al-
mennt í þjóðfélaginu því afkoma
togaraflotans hefur verið mjög
slæm á sama tíma og afkoma fisk-
vinnslunnar hefur verið sæmileg.
Þannig minnkuðu tekjur minni
togaranna í landinu um 13% á sl.
ári vegna minni afla og óhagstæð-
ari aflasamsetningar og tekjur
allra stærri togaranna minnkuðu
um 10% af sömu ástæðum. Hjá
BÚR er fjármagnskostnaður nýju
togaranna sérstakt vandamál og
dregur afkomu togara fyrirtækis-
ins í heild niður.
Unnið hefur verið að því að ná
niður ýmsum rekstrarliðum togar-
anna, svo sem veiðarfærakostnaði,
viðhaldi og olíukostnaði. Nokkur
árangur náðist í því efni á sl. ári.
Lækkuðu liðirnir veiðarfæri og
olía verulega að raungildi til og
einnig tókst að halda viðhalds-
kostnaði niðri. Eftirfarandi tafla
sýnir breytingu framangreindra
rekstrarliða togaranna í hlut-
fallstölum milli áranna
1980-1981 og milli 1981- 1982.
Hækkun í %
1981 1982
Olía 100,5 34,2
Veiðarfæri 101,4 32,2
Viðhald' 117,8 66,8
Að sjálfsögðu segir ekki heil-
dareyðslan í krónum yfir heilt ár
alla söguna um þessa framangr-
einda rekstrarliði. Fjöldi út-
haldsdaga og veiðidaga skiptir að
sjálfsögðu máli. En ef litið er á
framangreinda liði eftir eyðslu
per úthaldsdag og per veiðidag að
því er veiðarfæri varðar er sama
þróun upp á teningnum og í töfl-
unni hér að framan.
Af því sem ég hefi sagt hér að
framan mætti álíta, að ég væri ha-
rla ánægður með allt í rekstri
BÚR. En svo er ekki. Ég hefi mikl-
ar áhyggjur af minnkandi afla,
einkum minni þorskafla en áður.
Hinn mikli fjármagnskostnaður
sligar rekstur BÚR, olíukostnaður
togaranna er nú mikill og þannig
mætti áfram telja. T.d. er nauð-
synlegt að ná samningum um
fækkun manna á stóru togurunum
til þess að unnt sé að bæta kjör
sjómanna á þeim skipum og gera
rekstur þeirra arðbærari fyrir út-
gerðirnar.
Ég sagði hér áður að ég mundi
víkja sérstaklega að fjármagns-
kostnaði BÚR. Mun ég nú fara
nokkrum orðum um hann:
Gengistap 135
milljónir
Fjármagnskostnaður, afskriftir
og gengistap var sem hér segir
1982 og 1981:
1982 1981
.Fjárm.kostn. 77.934.199 24.312.972
Afskriftir 39.244.211 22.714.475
Gengistap 135.149.179 31.766.909
Björgvin Guðmundsson
„Af framangreindum
tölum er Ijóst, að fisk-
vinnsla BUR hefur kom-
ið mjög vel út árið 1982
og afkoma togaranna
fyrir fjármagnskostnað
og afskriftir er betri
1982 en árið áður.
Raunar hefur afkoma
allra greina í rekstri
BÚR batnað árið 1982
ef litið er á afkomuna
fyrir fjármagnskostnað
og afskriftir.“
Tekjur vegna verðlagsbreytinga
voru 78,9 millj. 1982. Tap fyrir
verðbreytingarfærslu nam 55,8
miilj. kr. 1982 miðað við 18,6 millj.
kr. árið 1981. En þá er þess að
geta, að vegna breyttrar uppgjörs-
aðferðar eru 24 millj. sem hefðu
færst undir gengistap samkvæmt
eldri aðferð nú færðar á rekstur
og auka því tapið um þá fjárhæð.
Ef sú fjárhæð er dregin frá verður
tapið 31,7 millj. kr. eða 8,7% af
tekjum miðað við 18,6 millj. 1981
eða 7,8% af tekjum.
Þegar tekið hefur verið tillit til
verðbreytingarfærslna, sem fyrst
og fremst voru teknar upp fyrir
nokkrum árum af skattalegum
ástæðum kemur út tap 1982 upp á
112 millj. kr. Þar vegur þyngst
gengistap upp á 135 millj. kr. Eins
og fram kemur hér að framan
nam gengistapið á árinu 1981 „að-
eins“ 31,8 millj. kr. Það hefur því
meira en fjórfaldast 1982. Og
sama er að segja um annan fjár-
magnskostnað. Hann hefur þre-
faldast á árinu 1982 eða úr 22,7
millj. í 77,9 millj. kr.
í upphafi þessarar greinar sagði
ég, að rétt væri að líta á afkomuna
fyrir fjármagnskostnað og af-
skriftir sl. 2 ár til þess að fá rétta
mynd af stjórnun og breytingu
milli ára. Gengistap, er nemur 135
millj. kr. á einu ári segir að sjálf-
sögðu ekkert um stjórnun fyrir-
tækisins á svo stuttu tímabili. Það
segir aðeins, að gengi íslensku
krónunnar hefur fallið mikið á
einu ári. Hins vegar má ekki líta
fram hjá miklum skuldum í er-
lendum gjaldeyri. Hjá BÚR stafa
þær fyrst og fremst af kaupum 2ja
nýrra skuttogara, þ.e. Ottós N.
Þorlákssonar og Jóns Baldvins-
sonar.
Aflaskipið Ottó N. Þorláksson
reynist BÚR þungt í skauti fjár-
hagslega. Hins vegar eru mikið
léttari og hagstæðari lán er hvíla
á Jóni Baldvinssyni. Borgarstjórn
Reykjavíkur ákvað með 14 sam-
hljóða atkvæðum að láta smiða
Ottó N. Þorláksson innanlands.
Um það mál var mikil og breið
pólitísk samstaða. Um leið og sú
ákvörðun var tekin var í raun
ákveðið, að Reykjavíkurborg
mundi greiða niður fjármagns-
kostnað skipsins og það gerir
borgin. Það voru atvinnusjónar-
mið og pólitískar ástæður, sem
réðu því að ákveðið var að láta
smíða Ottó N. Þorláksson innan-
lands í stað þess að kaupa 2 nýja
togara í Portúgal, sem einnig kom
til greina og hefði orðið mikið létt-
ara fjárhagslega.
í því sambandi er rétt að taka
fram, að fjármagnskostnaður, sem
færður var á rekstur Ottós N.
Þorlákssonar 1982 nam 29,5 millj.
kr. en auk þess nam gengistap
eftirstöðva áhvílandi lána á O.N.Þ.
56,6 millj. kr. það sama ár. Alls er
hér um að ræða 86,1 milljón kr. en
framkvæmdalán borgarsjóðs árið
1982 til BÚR nam 17,2 millj. eða
20% af heildrupphæð Ottós.
Af því, sem komið hefur fram í
grein þessari er ljóst, að ummæli
Ragnars Júlíussonar formanns út-
gerðarráðs í Morgunblaðinu
sunnudaginn 16. október sl. um
mikið tap á BÚR 1982 eru út í
hött. Ragnar gefur í skyn, að 112
millj. kr. tap sl. ár stafi af slæmri
stjórnun og að annar fram-
kvæmdastjóri en B.G. og E.Sv.
hefði getað komið í veg fyrir hall-
ann. I þessu sambandi er fróðlegt
að líta á gengistap sl. árs.
Gengistap eftirstöðva lána 31.
des. 1982 vegna allra togaranna og
fært á árið 1982 var sem hér segir:
Bv. Bjarni Benediktsson 12,2 millj.
Bv. Snorri Sturluson 10,5 „
Bv. Ingólfur Arnarson 13,2 „
Bv. Hjörleifur 4,0 „
Tekjur alls 1982 Kr. 365.605.717 Kr. 1981 238.841.224
Breytilegur kostn. alls Kr. 304.185.124 Kr. 210.366.206
Hagnaður fyrir fjármagnskostn. og afskr. Kr. 61.420.593 Kr. 28.475.018
Sem hlutfall af tekjum 16,8% 11,9%