Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
9t$pnttIi(afeUt
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvln Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480 Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Um eitt vóru
allir sammála
Sex þingflokkar létu ljós sitt
skína í útvarpsumræðum í
fyrrakvöld.
Þeir vóru allir sammála um
eitt meginatriði:
Að hættuástand hafi verið til
staðar í íslenzkum þjóðarbúskap
á vormánuðum, sem ógnaði efna-
hagslegu sjálfstæði, atvinnuör-
yggi og lífskjörum þjóðarinnar.
Þetta samdóma mat á arfleifð,
sem nýtt þing og ný ríkisstjórn
fengu upp í fangið, er einkar eft-
irtektarvert.
Talsmenn allra þingflokka við-
urkenndu að þjóðarframleiðsla
og þjóðartekjur hefðu dregizt
verulega saman 1982 og 1983 og
að þessi samdráttur héldi áfram
1984.
Þeir viðurkenndu að röng fjár-
festingarstefna liðinna ára, afla-
samdráttur og veiðisókn umfram
veiðiþol nytjafiska, eða með öðr-
um orðum of stór veiðifloti og
ofveiði, væru meðvirkandi orsök
rýrnandi lífskjara.
Þeir viðurkenndu að þjóðin
hefði lifað um efni fram, efnt til
viðskiptahalla við umheiminn og
hrikalegrar erlendrar skulda-
söfnunar, sem þegar kosti um
fjórðung útflutningstekna í
greiðslubyrði.
Þeir viðurkenndu að undir-
stöðuatvinnuvegir þjóðarinnar
hefðu verið reknir með vaxandi
rekstrarhalla og skuldasöfnun,
hérlendis og erlendis, og að
stöðvun fjölda fyrirtækja og at-
vinnusamdráttur hefðu blasað
við, ef þjóðin hefði látið skeika að
sköpuðu.
Þeir viðurkenndu að verðbólga,
sem komin var í 130%, léki ekki
aðeins fólk og fyrirtæki grátt,
heldur setti íslenzkri framleiðslu
stólinn fyrir dyrnar í sölusam-
keppni, bæði heima og erlendis;
að brýn þörf væri á að sigla þjóð-
arskútunni inn á kyrrari sjó
stöðugleika í efnahagsþróun, ef
við vildum varðveita efnahags-
legt sjálfstæði og halda í við aðr-
ar þjóðir um lífskjör.
Þingflokkarnir sex vóru ekki á
einu máli um orsakir né afleið-
ingar vandamálanna, sem við
blöstu á vormánuðum, en þeir
játuðu tilvist þeirra. Viður-
kenndu að við værum sem sjálf-
stætt samfélag á yztu nöf efna-
hagsvanda; að það eina, sem ekki
mátti gera við ríkjandi aðstæður,
var að gera ekki neitt!
Það var meginniðurstaða út-
varpsumræðu í fyrrakvöld, að
hinn hrikalegi vandi, sem þjóð-
inni er á höndum, var staðfestur
af talsmönnum ailra þingflokka.
Þingflokkar vóru því í raun á
einu máli í áfellisdómi yfir
rangri stjórnsýslu næstliðinna
ára, þó þeir kysu að slá á hina og
þessa áróðursstrengi í flokkspóli-
tískri einsýni.
Það sem helzt kom á óvart í
umræðunni, og var önnur megin-
niðurstaða hennar, var sú sorg-
Iega staðreynd, að stjórnarand-
staðan, nýir þingflokkar ekki
undanskildir, hafði engan
alvöruvalkost fram að færa, til
að vinna þjóðina út úr vandan-
um.
Það vantaði ekki orðin, en orð-
in vantaði innihald.
Rósrauð ský
— án jarð-
sambands
Hefur Alþingi tekið stakka-
skiptum?
Þar er fjöldi nýrra þingmanna
og tveir nýir þingflokkar. Að því
leyti hefur ásýnd þess breytzt.
En útvarpsumræður frá Al-
þingi í fyrrakvöld vóru í sama
farvegi og fyrrum. Þar vóru fast-
ir liðir eins og venjulega. Deyfðin
máske eilítið meira þrúgandi, ef
eitthvað var.
Nýjum þingmönnum, sem for-
vitnilegir þóttu, brást bogalistin.
Hjá þeim fundust engar nýjar
hugmyndir, enginn ferskur tónn,
aðeins hefðbundið hnútukast og
gamalkunnugt. Hafi þeir átt úr-
ræði i pokahorni — þá eru þau
enn í því horninu. Þau komust
ekki til skila í umræðunni. Þvert
á móti var málflutningur sumra
hinna nýju þingmanna á rós-
rauðum skýjum tilfinningasemi
— sjálfsagt velviljaðrar tilfinn-
ingasemi — en án jarðsambands.
Þetta vóru þokkalegar stílæf-
ingar en lítið meira.
Hafi fólk búizt við marktækum
valkosti — frá nýjum þingflokk-
um — í vandamálum líðandi
stundar, kortlögðum aðgerðum
út úr vanda þjóðarbúsins, þá hef-
ur það orðið fyrir vonbrigðum.
Það er hinsvegar of snemmt að
fella dóma yfir þingmennsku við-
komandi. Það verður enginn
óbarinn biskup. Og máske er
eðlilegt að nýir þingmenn fari
kringum kjarna mála — meðan
þeir eru að læra að stíga hina
pólitísku öldu í orrahríð þjóð-
málanna.
En þeir sem ætla að leiða þjóð-
ina vandrataðan veg inn í óráðna
framtíð þurfa að hafa jarðsam-
band.
Patreksfjörður:
„Tómas reynir
að tefja máliða
— segja forystumenn undirbúningsfélags að
stofnun fiskvinnslu á Patreksfirði, sem ekki
vilja sameinast kaupfélaginu að óbreyttu
„FORSTJÓRA Framkvæmdastofnunar og forráðamönnum
Hraðfrystihúss Patreksfjarðar höfum við sagt það sama: Við
erum ekki reiðubúnir að ganga beint inn í hraðfrystihúsið með
okkar hlutafé. Á þann hátt eigum við engan möguleika ef og
þegar HP fer á hausinn. Þegar við verðum búnir að tryggja
okkur hús Byggðasjóðs á Patreksfirði, gamla Skjaldarhúsið, þá
erum við reiðubúnir að stofna þriðja félagið með HP, svo það
félag geti yfirtekið rekstur beggja húsanna á staðnum. Þetta er
háð því skilyrði, að sá rekstur væri örugglega undir meirihluta-
stjórn heimamanna," sagði Bolli Ólafsson á Patreksfirði, einn
forystumanna „undirbúningsnefndar um stofnun fiskvinnslu“
þar, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær.
Bolli og aðrir úr undirbún-
ingsnefndinni hafa að undan-
förnu átt fundi með Tómasi
Árnasyni, forstjóra Fram-
kvæmdastofnunar, og fleiri
ráðamönnum þar um mögu-
leika á að heimamenn taki á
leigu hús það er Byggðasjóður
leysti nýlega til sín á nauðung-
aruppboði, og hefji í því rekst-
ur. „Tómas bauð til viðræðna
um málið,“ sagði Bolli. „Við
lögðum þar fram áætlun um
það, sem þyrfti að gera svo
hægt væri að fara í gang og
upplýsingar um stöðu okkar
hóps — við erum með um 2,4
milljónir í hlutafjárloforðum
frá 56 aðilum á Patreksfirði.
Við teljum að við getum kom-
ist af stað í byrjun vetrarver-
tíðar fyrir 6,5—7,5 milljónir
króna. Það er heldur meira en
við reiknuðum með í upphafi
en ástæðan er sú, að það hefur
nánast allt „lekið út“ úr hús-
inu, verkfæri og önnur tæki
hafa horfið. Það er ekkert í því
lengur nema nýleg flatningsv-
él og bilaður lyftari. Þetta hef-
ur farið í ýmsar áttir og hefur
ekki allt verið lánað," sagði
hann.
Tómas sagði komumönnum,
að Hraðfrystihús Patreks-
fjarðar hf. hefði óskað eftir því
við Byggðasjóð að fá Skjald-
arhúsið keypt til að geta rekið
þar skreiðar- og saltfisk-
verkun. „Hann sagði að þeir í
stofnuninni væru að íhuga
málið,“ sagði Bolli Ólafsson.
„Tómas sagðist einnig ætla að
senda verkfræðing til Pat-
reksfjarðar til að gera úttekt á
húsinu — hann vill greinilega
tefja málið. Við teljum okkur
vita að meirihluti í stjórninni
vill semja við okkur en það
kemur í ljós á þriðjudaginn
næsta hvort Tómasi tekst að
fá frestun á afgreiðslunni. Við
getum satt að segja ekki beðið
mjög lengi ef við eigum að geta
byrjað rekstur á vetrarvertíð-
inni," sagði hann.
Bolli ítrekaði að undirbún-
ingsnefndarmenn vildu ekki
ganga til samstarfs við
Hraðfrystihús Patreksfjarðar
nema með stofnun sérstaks fé-
lags og tryggt væri að heima-
menn hefðu þar meirihluta.
„Þá verður tryggt, teljum við,
að þótt HP verði tekið til
gjaldþrotaskipta og Fiskveiða-
sjóður kaupi húsið, þá muni
reksturinn ekki verða stöðvað-
ur,“ sagði Bolli.
Atómstöðin klippt. Þorsteinn Jónsson leikstjc
Egilsson og Ármann Oddsson.
Atómstö
— samningar hafa verið ge
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Óðinn er nú að Ijúka i
verða ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið hé
áætlað að myndin verði tilbúin til sýningar í byr
inn hjá Óðni í gær og ræddi við Þorstein Jónsso
framlciöandann Örnólf Árnason.
Þorsteinn: „Tökum er lokið ef undan er
skilið eitt atriði, þar sem við þurfum að
mynda Alþingishúsið. Það hefur tafist
vegna þess að leyfi hefur ekki fengist fyrir
að gera breytingar sem nauðsynlegar eru
vegna sögunnar. En á klippingunni byrj-
uðum við fyrir mánuði og hefur það gengið
vel, svo ekkert hefur þurft að endurtaka.
Myndin á að vera um 100 mínútna löng en
við erum sem stendur með 12 klukku-
stunda efni í höndunum. Þetta eru líka í
raun tvær myndir sem við gerum samtím-
is, því að hvert atriði er leikið tvisvar,
fyrst á íslensku og svo á ensku. Vinnan við
klippinguna er því mjög mikil. Við byrjuð-
um á að flokka myndina í íslenskar tökur
og enskar og það sem við erum að gera
núna er að stilla saman hljóð og mynd
áður en við veljum þær tökur sem við vilj-
um nota. Síðan hefst hin eiginlega klippi-
vinna sem ákveður endanlegt útlit mynd-
arinnar. Við höfum verið að kanna mögu-
leikana á því að fá hingað erlendan klipp-
ara til þess, það er enn ekki frágengið, en
margir hafa sýnt áhuga á að koma. Kost-
urinn við að fá utanaðkomandi klippara er
að hann sér efnið ferskum augum, og hvað
ensku útgáfuna varðar getur það komið
sér mjög vel að hafa enskumælandi mann
í þessu starfi. Klippingin hefur mikið að
segja um hvernig myndin verður, því að
„Það dýrmætasta sem hvei
manneskja á er voninu
rætt við Ásthildi Steinsen, höfund ein-
kunnarorða októbermerkis Karnabæjar
KJARKUR-elja-ábyrgð er batamerki
Karnabæjar fyrir októbermánuð.
Ásthildur Steinsen, ritari i Búnaðar-
bankanum í Austurstræti, sendi þessi
orð inn í samkeppni Karnabæjar um
hvatningarorð til þjóðarinnar.
„Upphaflega áttu þetta nú að vera
hvatningarorð til Guðlaugs Berg-
manns, framkvæmdastjóra Karna-
bæjar,“ sagði Ásthildur er blaða-
maður Morgunblaðsins ræddi við
hana í vikunni sem leið. „Ég þekki
manninn ekki persónulega, en mér
finnst hann hafa staðið sig vel í
fyrirtæki sínu og þegar allir kvarta
um kreppuástand, peningaleysi og
h'vað lífið sé nú erfitt, tekur hann af
skarið og óskar eftir „batamerkj-
um“ sem séu full bjartsýni! Mér
fannst þetta svo virðingarvert og
athyglisvert, að ég mátti til að
senda inn þessi orð. Annars get ég
nú sagt þér það að ég hrökk í kút
þegar ég sá að „Kjarkur-Elja-
Áþyrgð" hafði verið valið sem
„batamerki". Ég var nefnilega búin
að gleyma þessu uppátæki mínu
þegar ég las í blöðunum að þetta
væru orðin hvatningarorð til allrar
þjóðarinnar."
Nú er þetta „batamerki" töluvert
frábrugðið þeim sem notuð hafa
verið síðastliðna mánuði. Hvaða
hugsun lá að baki þessum orðum
þegar þú settir þau á blað?
„Ja, ég veit nú eiginlega ekki
hvernig ég á að svara þessu í stuttu
máli... Mér finnst þessi orð ein-
faldlega grípa allstaðar inní hjá
manni. Maður verður að hafa kjark |
til að takast á við ný verkefni ti
dæmis. Ef maður þorir ekki ai
þreifa sig áfram eftir nýjum leiðum
þá þýðir það líka algera stöðnun hjí
okkur sjálfum. Við verðum að at
huga það að þjóðfélagið byggist ai
sjálfsögðu upp á okkur sem byggj
um landið og ef við, fólkið, stöðnun
á miðri leið, þá hlýtur það að þýðí
stöðnun í þjóðfélaginu í heild. Nú
eljan eða iðnin er að mínu áliti und
irstaða þess að við séum sátt við þa<
sem við gerum. Ef við gerum hlut
ina vel þá njótum við betur afrakst
urs vinnu okkar. f sambandi vii
ábyrgðina, þá berum við sjáll
ábyrgð á okkar landi. Það þýðir ekk
ert að skella skuldinni á náunganr
ef eitthvað fer úrskeiðis. Það eri
einmitt svo margir sem virðasi
halda að það sé lausnin. Að skelh
skuldinni bara á næsta mann! Vií
verðum hvert og eitt að vera ábyrg
eljusöm og hafa kjark til að takast í
við þau vandamál sem koma upp
Það er í það minnsta mín skoðun
Það er alls ekki ólíklegt að fólf
skilji ekki hvað þessi orð þýða i
raun og veru. Þrátt fyrir að við töl-
um sama tungumálið skiljum vií
ekki alltaf hvert annað.“
Hlýtur þú einhver verðlaun fyrir
„batamerkið" þitt?