Morgunblaðið - 23.10.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
45
tók til 200 barna á aldrinum
11—12 ára, en það eru u.þ.b. 5%
barna í fimmta bekk grunnskól-
ans. Börnin voru úr ellefu skólum
í öllum landshlutum. Samið var
próf í tveimur hlutum og það lagt
fyrir þau öll. Annars vegar var at-
huguð fallnotkun í ópersónulegum
setningum með fornafni 3. per-
sónu eintölu í frumlagssæti og
hins vegar var athuguð fallnotkun
með fornafni 1. persónu eintölu.
Með prófinu fylgdi spurningablað
þar sem beðið var um ýmsar upp-
lýsingar: uppruna og aldur barns-
ins; uppruna, störf og menntun
foreldra; húsnæði; námsárangur
og námsgetu (álit kennara) o.fl.
Prófgögnin eru birt í heild í við-
auka við grein Ástu.
Hér er ekki rúm til að rekja
annað en meginatriðin í niður-
stöðum rannsóknarinnar. Einung-
is fimm börn höfðu báða hluta
prófsins alveg rétta, þ.e. í sam-
ræmi við þá fallnotkun sem kennd
er í skólum. Það eru 2,5% þátttak-
enda. 29,2% höfðu meira en 4/5 af
öllu prófinu rétta, en 14,9% minna
en helming. Þágufallssýki reynd-
ist algengari í 3. persónu. Það kom
á óvart að talsvert var um það að
þoifall væri notað í stað þágufalls
þar sem það átti ekki við (mig leið-
ist t.d. í staðinn fyrir mér leiðist).
Gæti þar verið um e.k. ofvöndun
að ræða.
Frávika frá viðurkenndri fall-
notkun gætti í öllum landshlutum,
og ekki einum fremur en öðrum.
Lauslega var athugað hvort
niðurstöður bentu til þess að
tengsl væru á milli ruglings í fall-
notkun með ópersónulegum sögn-
um og ytri þátta á borð við náms-
árangur og félagsiega stöðu. Að
mati Ástu var þetta ekki kannað
nógu gaumgæfilega til að niður-
stöðurnar geti talist endanlegar,
en hún telur þær þó gefa ákveðna
vísbendingu um þetta atriði.
í ljós kom að almennur náms-
árangur þeirra sem fæstar villur
gerðu var yfirleitt góður, og að
sama skapi var almennur náms-
árangur hinna sem flestar villur
gerðu yfirleitt slakur.
Við ákvörðun á félagslegri stöðu
var miðað við starf og menntun
föður. Börnin voru síðan flokkuð í
þrjár meginstéttir í samræmi við
kenningar félagsfræðingsins Jo-
achims Israel. Til stéttar I telur
hann embættismenn, sérfræðinga
með háskólapróf og atvinnurek-
endur. Til stéttar II telur hann þá
sem vinna tæknileg og stjórn-
sýsluleg störf sem ekki krefjast
háskólaprófs, ófaglært skrifstofu-
fólk, iðnaðarmenn, verkstjóra og
bændur. Til stéttar III telur hann
ófaglært verkafólk.
Af þeim sem höfðu 80% eða
meira af prófinu rétt reyndust
39% vera úr stétt I, 50,8% úr stétt
II og 10,2% úr stétt III. Af þeim
sem höfðu 50% eða minna af próf-
inu rétt reyndust 3,3% vera úr
stétt I, 50,5% úr stétt II og 46,7%
úr stétt III. „Niðurstöðurnar
benda óneitanlega til þess að
eitthvert samband sé á milli
„réttrar" fallnotkunar með óper-
sónulegum sögnum og stéttar-
stöðu," segir Ásta í grein sinni.
Rannsókn Halldórs
Halldórssonar
Grein Halldórs Haildórssonar
skiptist í tvo aðalhluta, samtíma-
legan þátt og sögulegan þátt. I
samtímalega þættinum er gerð
grein fyrir niðurstöðum athugun-
ar, sem hann gerði í mars 1981 á
því hvort þágufallssýki tíðkaðist
mikið eða lítið í umhverfi 18—19
ára námsmanna. Þátttakendur
voru 151 nemandi í 5. bekk
Menntaskólans í Reykjavík. Nem-
endur voru ekki spurðir um það
hvernig þeir töluðu sjálfir, heldur
hvernig þeir hefðu heyrt aðra tala.
Átti sú aðferð að hindra að svör
nemenda mótuðust af því hvað
þeim hefði verið kennt.
Aðalniðurstaðan varð sú að þótt
mifli-dæmin (þ.e. notkun þolfalls)
væru i öllum tilvikum talin al-
gengari, þegar um var að ræða
ópersónulegar sagnir sem í mál-
fræðibókum eru jafnan taldar
taka með sér þolfall (mig dreymir,
mig langar o.s.frv.), en ekki þágu-
fall (mér dreymir, mér langar
o.s.frv.), könnuðust einhverjir við
þágufall með öllum þeim sögnum
sem athugaðar voru. Það virtist
hins vegar mjög mismunandi al-
gengt eftir því hver sögnin var —
langalgengast með sögnunum
langa og vanta (61,6% þátttak-
enda sögðust oft hafa heyrt sagt
mér langar..., mér vantar...).
Halldór segir að þessi niður-
staða þurfi e.t.v. ekki að koma á
óvart. Hins vegar kom önnur
niðurstaða athugunarinnar hon-
um á óvart; nokkrir þátttakendur
könnuðust við þolfall með sögnum,
sem jafnan eru taldar taka þágu-
fa.ll, þ.e. sögnunum finnast, sáma
og þykja. Halldór telur hugsanlegt
að þetta stafi af því að menn séu
að reyna að vanda sig og forðast
þágufallssýkina.
I sögulega þættinum rekur
Halldór dæmi úr orðabókum og
seðlasafni Orðabókar Háskólans
til þess að sýna þróun orðskipana
með þeim þolfallssögnum sem at-
hugun hans náði til. Helsta niður-
staða hans er sú að þágufall komi
yfirleitt ekki fyrir í fornu máli
með þessum sögnum nema með
sögninni skorta (dæmi úr Grágás).
Sjö sagnanna koma hins vegar
fyrir með þágufalli í síðari alda
ritmáli, en flest dæmin eru frá 19.
öld eða yngri. Af dæmunum verð-
ur ekki séð að þágufallssýki hafi
komið upp sem staðbundið fyrir-
bæri í einhverjum sérstökum
landshluta og dreifst síðan um
víðara svæði eins og tftt er um
málbreytingar.
Barátta gegn
þágufallssýki
Það sjónarmið hefur verið ríkj-
andi í skólum og fjölmiðlum að
notkun þágufalls með ópersónu-
legum sögnum sem upprunalega
taka þolfall sé málvilla sem forð-
ast beri. í kennslubókum í is-
lensku sem notaðar eru í grunn-
skólanum er þetta atriði sérstak-
lega tekið fyrir, og ætlast tii þess
að kennarar leggi fyrir nemendur
verkefni til að þjálfa rétta fall-
notkun. í þeirri kennslubók sem
notuð er í neðri bekkjum allflestra
grunnskóla á landinu, MóÖurmáli
eftir Ársæl Sigurðsson, er þetta
gert undir yfirskriftinni „Talar þú
rétt mál?“
Litið hefur verið svo á að þágu-
fallssýki sé fremur ung í íslensku
máli (hin nýja athugun Halldórs
Halldórssonar staðfestir það), og
unnt ætti að vera að sporna við
henni á sama hátt og tekist hefur
að hindra aðrar óþarfa málbreyt-
ingar, s.s. flámæli (hljóðvillu).
Menn hafa óttast að ef þágufalls-
sýki væri látin óáreitt mundi það
leiða til veiklunar í málkerfi ís-
lenskrar tungu, og bjóða frekari
málbreytingum heim.
Þágufallssýki
eignast bandamenn
Á síðustu árum hafa komið
fram ný viðhorf til þágufallssýki
sem draga í efa eða hafna hinu
ríkjandi sjónarmiði. Þessi gagn-
rýni hefur verið af ýmsum toga,
m.a. pólitísk og málfræðileg. Hin
málfræðilega gagnrýni, sem raun-
ar er öðrum þræði einnig pólitísk,
hefur komið fram í tímariti móð-
urmálskennara Skímu. I grein í 2.
hefti ritsins 1980 rökstyður B.Chr.
Jacobsen þá skoðun að þolfall með
ópersónulegum sögnum sé tillært,
það eigi sér enga hliðstæðu í mál-
inu í frumlagsstöðu og sé því
beinlínis í andstöðu við málkerfið.
Hann bendir á að baráttan gegn
þágufallssýkinni gæti leitt til þess
að fólk hætti smám saman að nota
hinar vandmeðförnu þolfallssagn-
ir og þær dæju þannig út í málinu.
í annan stað gæti hún valdið
klofningi málsins í hversdagsmál
og opinbert mál: í daglegu tali
notuðu menn þágufall með öllum
ópersónulegum sögnum en við sér-
stök tækifæri gripu þeir til hins
tillærða þolfalls með þeim sögnum
sem það ætti við. Sú hætta væri
auk þess fyrir hendi að sumir
næðu ekki tökum á síðarnefndu
fallnotkuninni, t.d. þeir sem nytu
SJÁ NÆSTU SÍÐU
„Á móti því að breyta
málinu nema þörf sé á“
— segir Halldór
Halldórsson
prófessor
„Ágreiningurinn um méranir er
eins og málvöndun yfirleitt auðvit-
að öðrum þræði tilfinningamál. Ég
er frekar á móti því aö breyta mál-
inu nema þörf sé á því. Það er
engin þörf á að segja frekar „mér
langar“ en „mig langar". Breyting-
in er þess vegna óþörf,“ segir Hall-
dór Halldórsson prófessor. Hall-
dór var um árabil kennari í ís-
lenskri málfræði við Háskóla fs-
lands og hefur verið einna fremst-
ur í flokki þeirra sem haldið hafa
fram sjónarmiðum um nauðsyn
málvöndunar. Hann hefur skrifað
fjölda greina í blöð og tímarit um
það efni, þar sem hann hefur m.a.
látið þá skoðun í Ijós að þágufalls-
sýki sé óæskileg. í nýjasta hefti
tímaritsins íslenskt mál birtir
hann rannsókn á þágufallssýki
„llm méranir. Drög að samtíma-
legri og sögulegri athugun." Ég
spurði hann fyrst af hverju hann
notaði orðið „mérun“ í stað hins
viðurkennda orðs „þágufallssýki".
„Ég skýri þetta atriði í neð-
anmálsathugasemd við greinina.
Mér skildist að fólk gerði sér
ekki ljóst hvernig orðið „þágu-
fallssýki" væri hugsað. Orðliður-
inn „-sýki“ í því orði táknar ekki
sjúkdóm sem rekja má til sýkla
eða vírusa. Alkunnugt er orðið
„skemmtanasýki" sem merkir
„skemmtanafýsn, hneigð til
skemmtana", og er hugsað á
sama hátt, þ.e. sem tilhneiging
til einhvers. Orðið var búið að fá
á sig niðrandi blæ og þar sem ég
var að skrifa fræðilega ritgerð
vildi ég heldur sneiða hjá því.“
Hvenær fóru málfræðingar og
áhugamenn um málvöndun fyrst
að hafa áhyggjur af þágufalls-
sýki?
„Það kemur fram í sögulega
kaflanum í grein minni að fyrstu
marktæku dæmin um þróun í
þessa átt eru frá miðri 19. öld.
Fyrst er vikið að þessu á bók í
setningafræði Jakobs Jóh.
Smára frá 1920. Þar segir: „Á
útsuðurkjálka landsins (Kjósar-
og Gullbringusýslu ásamt
Reykjavík) er jafnaðarlega not-
að þgf. í stað þf. með sumum
þessara sagna (t.d. mér dreymir,
langar, verkjar, munar um e-ð
o.fl.). En þetta ber að varast."
Kennarar á þessum tíma eða
jafnvel fyrr voru farnir að vara
við þessu. Ég minnist þess að
þegar ég var strákur í skóla á
ísafirði þá var þetta brýnt fyrir
okkur. Én hugleiðingar Smára
um að méranir séu sérstakt Suð-
urnesjamál hafa ekki við rök að
styðjast. Það þykist ég hafa sýnt
fram á í greininni."
Hver getur verið ástæða fyrir
tilhneiginu til málbreytingar af
þessu tagi?
„Það eru ósköp eðlilegar
ástæður fyrir því. Það eru þegar
til í forngermönsku tvær óper-
sónulegar orðskipanir, önnur
með „mig“ og hin með „mér“, og
ekkert óeðlilegt að það verði
ruglingur þeirra á milli. Auk
þess hefur þágufallið í íslensku
tekið að sér svo mikið hlutverk.
Það samsvarar t.d. ablativus og
dativus í latínu og hinum gamla
locativus að vissu leyti. Það er
ekkert óeðlilegt að svo mikils-
vert fall í málinu dragi að sér
notkun."
Þú telur að þágufallssýki sé
óæskileg?
„Já, eins og ég sagði áðan er ég
frekar á móti því að breyta mál-
inu nema rík þörf sé á því. Að
því er fram kemur í nýjustu
rannsóknum notar verulegur
meirihluti þolfall með ópersónu-
Halldór Halldórsson prófessor.
legum sögnum þar sem það á við.
Rannsóknirnar sem greint er frá
í íslensku máli beindust að ungu
fólki, en ég held að ég geti fullyrt
að eftir að fólk er komið til meiri
þroska þá batnar málfar þess.
Ég hef veitt því athygli að fólk
sem hefur mérað hefur hætt því
eftir að það eltist.
Við íslendingar erum stoltir af
því að hafa varðveitt okkar
gamla mál betur en margar aðr-
ar þjóðir, og þegar það gamla er
ekki til neins ills þá vil ég varð-
veita það. Ég held að ef við gef-
um eftir á þessu sviði þá verðum
við að gefa eftir á fleiri sviðum.
Það er áreiðanlega ekki meira
vandamál að útrýma mérunum
heldur en að útrýma hljóðvill-
unni á sínum tíma.“
Athugun Ástu Svavarsdóttur
bendir til þess að þágufallssýki
sé algengari hjá börnum sem
gengur illa í skóla og börnum úr
„lægstu" stétt þjóðfélagsins en
öðrum, þ.e. að samband sé á
milli réttrar fallnotkunar með
ópersónulegum sögnum og stétt-
arstöðu. Hún telur þetta styðja
hugmyndir sem Gísli Pálsson
hefur haldið fram um að þágu-
fallssýki sé liður í félagslegum
mállýskumun sem fyrir hendi sé
hér á landi. Mig langar að spyrja
þig út í þetta viðhorf og enn
fremur þá skoðun Gísla að bar-
áttan gegn þágufallssýki geti
stuðlað að og skerpt stéttbundin
mállýskumun auk þess að vekja
málótta meðal almennings.
„Mér er ljúft að svara þessu.
Ég skil ekki þessa stéttaskipt-
ingu Ástu í ritgerðinni. Ég veit
ekki hvernig á að fara að því að
skipta íslensku þjóðinni í stéttir,
nema þá að miðað sé við starf-
stéttir, t.d. menntamenn, bif-
reiðastjóra, öskukarla o.s.frv.,
eða það sem betra væri, að fara
eftir tekjum manna. Það gerir
Ásta ekki, og ég trúi ekki að rétt
niðurstaða fáist miðað við henn-
ar aðferð. Þar styðst ég við mína
eigin eftirtekt.
Það að méranir séu algengari
hjá börnum sem gengur illa í
skóla en öðrum er afskaplega
eðlilegt og lá raunar í augum
uppi fyrirfram. Maður sem er
seinn að læra eitt er að jafnaði
seinn að læra annað.
Ég kannast ekki við að það séu
til neinar stéttbundnar mállýsk-
ur á íslandi. Það held ég að sé
tilbúningur manna sem hafa
lært um að slíkt sé til erlendis.
Við vitum að þetta er vandamál
víða í öðrum löndum, kannski
ekki síst á Englandi. Ég held að
þessar kenningar séu innfluttur
varningur.
Ég hef aldrei skilið þetta með
málóttann. Þetta orð er að ég
hygg áróðursorð og felur ekki í
sér neina aðra merkingu en vissa
tegund af feimni. Ég veit ekki til
þess að feimni fari eftir því
hverjum störfum foreldrarnir
gegna. Ég hef ekki orðið þess
var, og ég hef enga rannsókn séð
á því. Ég held að feimni sé til í
öllum stéttum þjóðfélagsins,
þannig að ég geri ekkert með
þetta orð.“
Þú hefur sagt að þér virðist að
baráttan gegn þágufallssýki í
skólum hafi dvínað upp á síð-
kastið. Hver gæti verið skýring-
in á því?
„Ég vissi það að ýmsir skóla-
stjórar gengu mjög fram í því að
kveða hljóðvilluna niður á sínum
tíma. Það er ekki sama aðstaða
núna vegna þess að það er ein-
hver linka í öllu skólakerfinu, og
ef til vill eru kennarar ekki nógu
vel menntaðir. Það hefur verið
haldið uppi linnulausum áróðri
gegn málfræðikennslu. Auk þess
hygg ég að bókmenntakennslan
sé alröng. Hún ætti að beinast
meir að því að vekja áhuga á
lestri góðra bóka.
Það þarf að kenna mönnum
málkerfið rækilega, og ef menn
kunna helstu hugtök um mál-
kerfið og læra hvernig málið er
notað af lestri góðra bóka, þá
held ég að vandamál eins og
méranir þurfi ekki að koma upp.
Ég kenni skólunum með öðrum
orðum að verulegu leyti um
þetta. Þó kunna aðrar þjóðfé-
lagslegar ástæður einnig að vera
hér að baki. Það kann að vera að
börn séu minna samvistum við
fullorðið fólk heldur en var á
þeim tíma þegar hljóðvillunni
var útrýmt."