Morgunblaðið - 23.10.1983, Qupperneq 8
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
Þessi bygging hefur verid reist á
torginu, en þar koma gestir fyrst inn
og fá fræðslu áður en þeir halda á vit
víkinganna í borginni undir torginu.
Dorothy Glenn-Smith
Víhngamir á markaðstorginu
í York mm tala íslenzku
Þegar víkingasýningin mikla í Jórvík verður
opnuð 14. aprfl í vetur og gestir taka sér far
niður í jörðina á vit víkingaborgar á 10. öld, þá
munu þeir heyra talaða á markaðstorginu ís-
lenzku. Um síðustu helgi komu hingað 3 Bretar
þeirra erinda að taka upp þennan íslenska klið,
sem um 40 ósviknir Islendingar framleiddu
uppi í Árbæjarsafni á laugardagsmorgun. Fyrir
þremenningunum var Dorothy Glen-Smith, fyr-
irlesari í útvarpi, sjónvarpi og í fyrirlestrar-
sölum, en með henni voru tónskáldið Trevor
Wishart, sem sér um frágang á hljóðdagskránni
og hljóðtæknimaðurinn David Malham. Karl-
mennirnir gátu aðeins stanzað í 3 daga, þar eð
Malham var að fara í fyrirlestraferð til Banda-
ríkjanna, en við náðum tali af Dorothy Glen-
Smith.
Sá sem kemur til York til
að sjá víkingaborgina
mun koma inn í mót-
tökuhús, sem er ofan-
jarðar, og er þar fræddur
um frumatriði eins og hvaðan vík-
ingarnir komu, hvenær þeir komu
til Bretlands og þessháttar. Síðan
sest hann í lítinn rafmagnsvagn,
sem þýtur af stað með hann gegn-
um aldirnar um svokallaðan Time
Tunnel og staðnæmist ekki fyrr en
niðri í jörðinni á markaðstorginu
um 950. Á leiðinni gegn um tím-
ann, eins og það er orðað, heyrir
hann fyrst ensku eins og hún er nú
töluð í Bretlandi, sem svo breytist
eins og málið þróaðist, þ.e. aftur á
bak. Þegar komið er aftur að mál-
inu sem talað var á þessum stað af
norrænum víkingum um 950 þá
hlýtur það að vera sem líkast því
sem nú heitir íslenzk tunga. Höfðu
menn talið sig geta komizt af með
eina rödd eða að sækja hljóðin til
Færeyja. Svo stóð þegar Dorothy
Glen-Smith, sem hefur sérþekk-
ingu á Norðurálfu og er m.a. for-
seti West Yorkshire Anglo-
Scandinavian Society, kom sem
ráðgjafi að málinu. Lagði hún þá
áherzlu á að það gæti ekki gengið.
Til að fá rétt hljóð fyrir fornís-
lenzku dygði ekkert minna en tal
íslendinga sjálfra. Og ef hljóðið
ætti að koma frá markaði, þá yrðu
þar til að koma margar og fjöl-
breyttar íslenzkar raddir. f fyrstu
var það talið of dýrt, en eftir að
hún fékk fyrirgreiðslu hjá Flug-
leiðum, var ferð þremenninganna
ákveðin.
Ekki var þó mikill tími til
stefnu, aðeins hægt að stanza 3
nætur á íslandi. Ellen Sighvatsson
safnaði saman í snarheitum fólki
úr skíðafélögunum, úr félaginu
Angliu og fleirum, sem mættu á
laugardagsmorgni í Árbæjarsafni.
Þarna voru börn, konur og karlar.
— Og ekki tók landið síður vel á
móti okkur, sagði Dorothy Glen-
Smith. Þetta var fullkominn
lognkyrr morgunn. Bærðist ekki
hár á höfði og engin aukahljóð í
upptökuvélar. í tröðunum við
Árbæ reyndum við að setja á svið
markaðstorg. Sumir áttu að vera
að selja grænmeti og annað, þjóf-
ur átti að stela af borði og sölu-
maðurinn að hrópa upp, krakk-
arnir gengu í hring og söngluðu og
svo framvegis. Við tókum upp
þrisvar sinnum og tökurnar voru
allar góðar og nú eru tæknimenn-
irnir farnir með þetta út til að
setja það saman og vinna úr því.
Er þetta ekki alveg einstök
heppni? Daginn eftir var kominn
vindur og daginn þar á eftir ...
Þessi einstæði sýningarstaður
undir torginu í York, þar sem
fornleifauppgröftur opinberaði
heilan víkingabæ, er að verða til-
búinn. Ætlunin að öllu verði lokið
fyrir jól, en síðan verði prófað, æft
og lagfært það sem betur má fara
fram að opnunardeginum 14. apr-
íl. Sagði Dorothy Glen-Smith að
þetta ætlaði að verða alveg ein-
stæð sýning. Upphaflega var ætl-
unin að moka aftur ofan á upp-
gröftinn eftir að búið var að rann-
saka svæðið og fjarlægja allar
Richard Hall, sem stjórnaði upp-
greftrinum í Jórvík, blæs hér á 1000
ára gamla flautu eða einhvers konar
blásturshljóðfæri sem fannst í
beykigötunni Coppergate. Og enn
gefur hún frá sér ágætustu tóna.
þær fornminjar sem þar fundust
og gera þarna bílastæði, enda í
miðri York-borg. En þá komu
mótmæli. Samtökin York Archeo-
logical Trust höfðu verið stofnuð
1972. Nú gaf borgin þetta svæði til
varðveizlu og sýningar og fyrir
gjafir og framlög einstaklinga og
styrki er nú búið að byggja mynd-
arlegt aðkomuhús uppi á torginu
og undir því í jörðinni þessa
merkilegu eftirlíkingu af vík-
ingaborginni sem þarna var, í
samræmi við alla þá vitneskju
sem uppgröfturinn dró fram í
dagsljósið. Hefur fyrr í sumar
nánar verið sagt frá því sem þar
fannst. En formaður fram-
kvæmdanefndarinnar er hinn
kunni útvarpsmaður Magnús
Magnússon.