Morgunblaðið - 23.10.1983, Síða 14
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
„Þetta var
viðurstyggilegt
morð,.. *
Vinir og frændur: Játrarður, prins af Wales, zarinn, Alexei sonur bans og Georg V.
Hann var staðráðinn í að afstýra
því að málið bitnaði á konungin-
um. Fyrir þessu eina markmiði
barðist hann af miskunnarlausri
festu og barátta hans bar árangur
að lokum. Baráttu hans fyrir því
að afstýra að rússnesk heimsveld-
isstefna setti blett á konunginn
lauk ekki með morðinu á keisaran-
um og fjölskyldu hans í Ekater-
inburg 16 mánuðum síðar. Þegar
fyrstu fréttirnar bárust til Lund-
úna skipulagði kona Georgs stór-
hertoga minningarguðsþjónustu.
Stamfordham reyndi að koma í
veg fyrir að konungurinn mætti,
en konungurinn vísaði röksemdum
hans á bug. Hinn 25, júlí ritaði
hann í dagbók sína:
„Mary og ég vorum viðstödd
guðsþjónustu í rússnesku kirkj-
unni í Welbeck Street til minn-
ingar um kæra Nikka, sem ég er
hræddur um að bolsévikarnir hafi
skotið til bana í síðasta mánuði.
Við getum ekki aflað okkur nánari
frétta. Þetta var viðurstyggilegt
morð. Ég var Nikka trúr og hann
var með góðgjörnustu mönnum og
sannur heiðursmaður: elskaði land
sitt og þjóð.“
Einum mánuði síðar skrifaði
hann:
„Ég frétti frá Rússlandi að allar
líkur bendi til þess að Alicky og
fjórar dætur og lítill drengur hafi
verið myrt um leið og Nicky. Þetta
er hroðalegt og sýnir hvers konar
óþjóðalýður þessir bolsévikar eru.
Fyrir vesalings Alicky var þetta ef
til vill fyrir beztu. En þessi vesal-
ings, saklausu börn!“
Leyndarmáliö
Konungurinn syrgði frænda
sinn og úthúðaði morðingjum
þeirra, en þó fyrirfinnast engar
heimildir, sem sýna að hann hafi
harmað það hlutverk, sem hann
gegndi í harmleiknum eða iðrazt
þess. Engu var iíkara en öll bréfin
til Balfours hefðu aldrei verið
skrifuð, öll tilmælin til Lloyd
Georges aldrei verið sett fram.
Hugsanleg skýring er til á þessu
skeytingarleysi, sem hér virðist
hafa átt sér stað. Hinn 4. júní 1917
skrifaði konungurinn fyrrverandi
ritara sínum, Knollys: „Ég viður-
kenni að ég hef miklar áhyggjur af
öryggi keisarans .. Ef honum
verður stungið inn fyrir múra
fangelsis heilags Péturs og heilags
Páls efast ég um að hann komi
þaðan lifandi."
Þegar konungurinn hafði seint
og um síðir gert sér grein fyrir
þeirri hættu, sem frændsystkin
hans voru stödd í, má vera að
hann hafi fengið, eða hvatt,
brezku leyniþjónustuna til þess að
bjarga þeim með mútum eða valdi.
Með því að skipuleggja slíka áætl-
un, þótt ekkert yrði úr henni að
lokum, hefði hann sýnt vilja í
verki, friðað órólega samvizku
sína og gert sér kleift að minnast
framkomu sinnar í garð zarsins án
samvizkubits.
Allt eru þetta hreinar getgátur.
Ekki fyrirfinnast nokkrar sannan-
ir, sem bendia konunginn við þess-
ar misheppnuðu tilraunir, sem vit-
að er að rússneskir útlagar gerðu
til þess að bjarga fyrrverandi
valdhafa sínum. Þó er mikilvægt
að í konunglega skjalasafninu í
Windsor er varla að finna nokkur
skjöl, sem fjalla um fangavist
keisarafjölskyldunnar frá apríl
1917 til maí 1918, einmitt á þeim
mánuðum þegar björgun hlýtur að
hafa verið íhuguð, ef ekki skipu-
lögð.
Sú staðreynd að slík skjöl fyrir-
finnast ekki bendir síður til þess
að konungurinn hafi ofurselt keis-
arann örlögum sínum; hún bendir
miklu fremur til þess að óvenjum-
ikil þörf hafi verið á leynd. Því að
þar til í marz 1918, þegar Rússar
sömdu frið við Þjóðverja með
samningnum í Brest-Litovsk, von-
aði brezka ríkisstjórnin að hún
gæti sem hingað til haft Rússa að
bandamanni í stríðinu. Þess vegna
var nauðsynlegt að haldið væri
leyndum hvers konar hagsmunum,
sem Bretar hefðu af því að zarnum
væri bjargað úr höndum bylt-
ingarmanna. Þetta er langsótt
kenning, en þó ekki óhugsandi.
Leyndarmálsins um hlutdeild
konungsins í samningaviðræðun-
um 1917 var vel gætt. Lloyd
George var svo heiðarlegur að
neita að réttlæta það að hann
virtist hafa ofurselt keisarann
bolsévikum með því að varpa hul-
unnni af þeim þrýstingi, sem kon-
ungsritarinn beitti ríkisstjórnina.
Hins vegar fréttist árið 1934,
þremur árum eftir lát Stamford-
hams, að Lloyd George ynni að
endurminningum sínum.
Samkvæmt venju fól þáverandi
ríkisstjórn ríkisráðsritarnum,
Maurice Hankey, að ákveða hve
mikið hinn fyrrverandi forsætis-
ráðherra mætti vitna í opinber
skjöl. Hankey lagði til að kafla um
framtíðardvalarstað zarsins yrði
sleppt með öllu. Ritari Lloyd
George ritaði í dagbók sína um
Hankey:
„Honum fannst að ekki væri
tímabært að birta nokkra hluta
(kaflans) — til dæmis það sem
segði um hreyfingu andkonungs-
sinna, sem var í mótun á Englandi
á þessum tíma. Hankey taldi að
konungurinn mundi hreyfa mót-
bárum gegn þessu og útdrætti úr
fundargerðabók ríkisstjórnarinn-
ar um málið."
Lloyd George fagnaði ekki
gagnrýni Hankeys og kvartaði yfir
því að „hirðin væri mjög óstyrk á
taugum". Tveimur mánuðum sfðar
skipti hann um skoðun, hætti við
upphaflega kaflann og samdi nýj-
an, þar sem hvorki var minnzt á
konunginn né Stamfordham. Mik-
ilvægasta máisgreinin hljóðaði
þannig:
„Hérlendis hafði einnig verið
hafinn áróður, sem benti til þess
að meðal verkalýðsstéttarinnar
hafi verið uppi háværar raddir
gegn því að zarinn kæmi til
Stóra-Bretlands. Hins vegar var
boðið ekki dregið til baka. Það sem
máli skipti í þessu efni réðst af
gerðum rússnesku ríkisstjórnar-
innar, sem hélt áfram að tefja
fyrir brottför zarsins."
Þetta er ekki alveg sönn frásögn
af atburðunum, en hún bjargaði
æru konungsins.
(Úr bók Kenneth Rone um eri Georgn
V BreUkonungK anmkTemt útdrietti í
The Sundnj Telegrnph; ntjtt)
Eftirmenntun iönaðarmanna
Tölvunámskeið
Byrjendanámskeiö hefjast fimmtudaginn 27. okt. og
fimmtudaginn 3. nóv.
Framhaldsnámskeið hefst fimmtudag 10. nóv. Þátt-
tökugjald kr. 1000,- greiðist viö innritun. Upplýsingar
og innritun í skrifstofu skólans.
Iðnskólinn í Reykjavík.
Þú borgar aðeins 10 skipti,
en færð 12 í nýju Ijósabekkina okkar sem gera þig
brúnni á skemmri tíma. Það tekur aðeins 18 mínútur
í hvert skipti.
Scám
Snyrti- og Ijósabaðstofa
Dúfnahólum 4 - Sími 72226
STOFNAÐ 1903
ÁRMÚLA 42 - HAFNARSTRÆTI 21
Léttið
störfin,
Notið
þvegla
við
gólfþvotta
og
hreingern
ingar.
Margar
geröir.
Gamlir sem iiýir...
allir þurfa
ljósastillingu
Veriö tilbúin vetrarakstri
meö vel stillt Ijós, þaö
getur gert gæfumuninn.
Sjáum einnig um allar
viögeröir á Ijósum.
Höfum til luktargler, spegla,
samlokur o.fl. i flestar
BRÆÐURNIR
ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820