Morgunblaðið - 23.10.1983, Side 20

Morgunblaðið - 23.10.1983, Side 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Fiskverkun. Ur fjarlægð líktist söngurinn helst jarmi í sauðahjörð Fimmtudaginn 14. maí 1857 mátti lesa í Lunds Veckoblad svo- hljóðandi greinarstúf: „Otto Torrell cand. mag. frá Gautaborg og Nils Ohlsson-Gadde cand. mag. frá Skáni héldu á laug- ardaginn var til Kaupmannahafn- ar þaðan sem þeir hyggjast ferð- ast með verslunarskipi til fslands næstkomandi sunnudag og dvelja þar í nokkra mánuði við náttúru- vísindalegar athuganir. Að öllum líkindum er þetta vísindaleiðang- urinn sem háskólinn í Lundi gerir út til þessarar afskekktu eyju.“ Hér var reyndar um að ræða hinn fyrsta sænska vísindaleið- angur til íslands. Torrell var aðalskipuleggjandi þessa leiðangurs og jafnframt stjórnandi hans. Aðaltilgangur hans með íslandsferðinni var að skoða rákir eftir ísaldarjökul í berggrunni landsins og breyti- legar stefnur þeirra. Með skoðun- inni var ætlunin að öðlast betri skilning á þessum rákum í jökul- núnu bergi frá ísöldinni og jafn- framt víðtækari þekkingu á eðli hinna miklu jöklamyndana. Torell hafði áður farið til Sviss í svipuð- um erindagjörðum og var Gadde þá einnig með í förinni. Úr minnisblöðum og bréfum Nils 0:son Gadde í fyrsta vísindaleið- angri sænskra manna til Islands árið 1857 Nils 0:son Gadde. fsaldarrannsóknir Otto Torrell og könnun heimskautasvæðanna í tengslum við þær urðu stærsta framlag hans til vísindanna. Má enda með sanni segja að hann hafi verið frumkvöðull heimskauta- rannsókna — upphafsmaður, leið- togi og skipuleggjandi. Islandsförin var eitt af fyrstu skrefum Torell á braut hans við leiðangursstjórn og jarðvísindaleg rannsóknarstörf. Fyrir Gadde voru hin almennu áhrif af landinu og þjóðinni það sem máli skipti. Jarðeldar voru honum mikið áhugaefni og lýsir hann gaum- gæfilega miklum gosum, m.a. í Heklu og Kötlu, jafnframt öðru því, sem fyrir augu þeirra félaga ber. Er frásögn hans byggð á fjölda minnisblaða úr ferðinni svo og sendibréfum. Ríkur eiginleiki í fari Gadde var hversu vel hann kunni að meta góðan mat og góð vín. Hann mat góða matreiðslu mikils, ekki síst á alþýðuvísu, og í ríflegum skömmt- um, svo sem þybbinn líkami hans bar glöggt vitni. Áhugi hans á mataræðinu í fslandsferðinni kemur skýrt í ljós og þá ekki síður vanþóknun á hinu allt of áberandi óhreinlæti við íslenska matargerð. í lýsingum sínum kvartar hann sáran yfir hæfileikaskorti sjálfs sín og ferðafélaganna í hinni „göf- ugu matargerðarlist" sem hann lýsir svo orðrétt. Hann var þó nauðbeygður til að grípa til mat- argerðarinnar sjálfur þegar allt annað þraut. Það einkennir frásögn Gadde, að hann lætur sér yfirleitt nægja að skýra frá því sem fyrir augu hans og eyru ber. Það gæðir lýs- ingu hans hispursleysi, ferskleika og fyllingu, sem út af fyrir sig eykur gildi hennar. Sá sem fylgir Geysir eftir gos. CltÍ-og inniiurðir Viö eigum til úrval hlýhuröa á lager og innihuröir getum viö afgreitt eftir sjö daga, frá pöntun. É KOMIÐ, SKOÐIÐ OG LEITIÐ TILBOÐA I SÝNINGARSAL OKKAR í SKEIFUNNI 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.