Morgunblaðið - 23.10.1983, Síða 36
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
Nei, vinur, þú ert ekki á verri
staðnum, það er ég sem sit
hjá þér.
Með
morgnnkaffinu
I'að væri vissulega hentugra
ef heimilið væri einhvers
staðar nær fæðingardeildinni,
því er ekki að leyna.
HÖGNI HREKKVÍSI
Opið bréf til Ríkis-
útvarpsins, Reykjavík
Sigurður Björnsson (7844-7036)
skrifar:
„Ég get ekki orða bundist yfir
þeim samsetningi, sem Rikisút-
varpið leyfði sér að miðla alþjóð í
hljóðvarpinu i heila klukkustund
fimmtudagskvöldið 20. október sl.
Mér finnst, að hljóðvarpið eigi
að vanda til dagskrárinnar a.m.k.
þau kvöld, sem sjónvarpið starfar
ekki.
Ég veit ekki hvort forráðamenn
þessarar stofnunar gera sér fylli-
lega ljóst hver ítök hljóðvarpið á
enn með þjóðinni, þrátt fyrir fjöl-
miðlaflóð síðari ára. Ég minnist
uppvaxtarára minna, þegar fólk
sat sig ekki úr færi að hlýða á góð
erindi og sögur, að maður gleymi
nú ekki þættinum um daginn og
veginn og hver man ekki Bör Bör-
son, júnior.
Ég man frábæra útvarpsmenn
eins og Jón Eyþórsson, Helga
Hjörvar og Grétar Fells, svo að-
eins þrír séu nefndir. Góðir út-
varpsmenn finnast örugglega með
þjóðinni nú sem fyrr. Mættum við
hlustendur fremur fá að heyra þá.
Á þessum árum gegndi útvarpið
einnig lykilhlutverki í tónlistar-
uppeldi þjóðarinnar. Flutt voru
vönduð tónverk, eftir því sem tök
voru á, þótt oft væri við ramman
reip að draga um viðtökur al-
mennings. Ég held þó að áhrif út-
varpsins á þessu sviði hafi verið
ómetanleg og mættu ráðamenn
þessarar stofnunar hafa þetta í
huga nú og jafnframt það, að af
því læra börnin málið, að það er
fyrir þeim haft. Ekki er vanþörf á
að beitt sé nokkurri föðurforsjá
eins og útvarpið gerði fyrrum, en
ekki allt látið eftir börnunum.
Ég get ekki lokið þessu skrifi án
þess að minnast á ljóð og kveðskap
og sér í lagi ferskeytluna „Mætt-
um við fá meira að heyra“, kvað
Jónas forðum. I fyrrnefndum
makalausum þætti var okkur vís-
vitandi fluttur leirburður af
versta tagi ívafinn klúrheitum.
Segja má með sanni, að þar hafi
verið klæmst í tvennum skilningi.
Þetta er heimilað á sama tima og
mönnum er stranglega bannað að
senda vinum og vandamönnum
kveðjur í bundnu máli á jólunum.
Ég man þá tíð þegar þetta var
leyft og fólk hlustaði með eftir-
væntingu og lærði gjarnan þær
stökur, sem bárust þá á öldum
Ijósvakans. Ég lærði eina slíka þar
sem ég sat fyrir framan útvarpið á
gamlárskvöld 1939, þá tíu vetra
gamall. Kveðju þessa sendi ný-
bakaður búfræðingur fyrrverandi
skólafélögum sínum, sem voru við
nám i bændaskólanum heima á
Hólum. Ég vona að höfundurinn
erfi það ekki við mig þótt ég taki
vísuna hans traustataki en hún er
svona:
Auðnist ykkur sól að sjá,
sem að veitir gæfu og hlýju.
Nemið allt, sem nýta má,
nítjánhundruðogfjörtíu.
Jólakveðjur sem þessi eru nú út-
lægar gerðar úr útvarpinu. Ég hef
aldrei skilið þá ráðstöfun. Illt er
að láta góða hagyrðinga og skáld
gjalda þeirra, sem ekki kunna með
að fara. Auðveldlega mætti breyta
þeim kveðjum í óbundið mál, sem
ekki hlíta settum reglum. Ég vona
að útvarpsráð taki þessa ábend-
ingu til vinsamlegrar umfjöllunar.
I fyrrnefndum þætti á fimmtu-
dagskvöldið lét stjórnandinn þess
getið, að hér væri á ferðinni fyrsti
þáttur sinnar tegundar í útvarp-
inu.
Ég vona að ráðamenn útvarps-
ins láti þátt þennan jafnframt
verða hinn síðasta þessarar teg-
undar."
Frá kirkjuþingi íslensku Þjóðkirkjunnar sem nú stendur yfir.
Hvernig væri að Þjóðkirkjan héldi frið-
inn við þjóðina og fólkið sem vill henni vel?
Z skrifar:
„Mikill meirihluti íslenzku þjóð-
arinnar styður þá stefnu í utan-
ríkis- og öryggismálum, sem felst í
aðild að Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamningi við Bandarík-
in. Atlantshafsbandalagið hefur
tryggt frið í okkar heimshluta frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar, þrátt fyrir á annað hundrað
staðbundnar styrjaldir annars
staðar í veröldinni á sama tíma.
Þjóðir lýðræðis, þingræðis og
þegnréttinda telja Atlantshafs-
bandalagið varnarvegg þeirrar
þjóðfélagsgerðar, sem meirihluti
þeirra vill búa við og þróa til meiri
fullkomnunar. — Þær eru reynsl-
unni ríkari, bæði af fyrirhyggju-
leysi um varnir og haldleysi hlut-
leysis, en fjöldi þeirra, þar á meðal
Noregur og ísland, varð að þola
hernám í síðari heimsstyrjöldinni.
Hefði þá verið til hliðstætt varn-
arbandalag og nú er, benda líkur
til að fyrirbyggja hefði mátt þann
stóra harmleik. Værukærð og
varnarleysi Vesturlanda buðu
hættunni heim í lok fjórða áratug-
arins. Hver vill að slík saga endur-
taki sig?
Gagnkvæm afvopnun er af hinu
góða og styrkir friðinn. Einhliða
afvopnun er hins vegar sams kon-
ar hættuboði styrjaldar og á
fjórða áratugnum.
Mér finnst nauðsynlegt að rifja
þessa sögu upp, í fátæklegum orð-
um, þegar kirkjuþing fjallar nú
um friðarmál. Taki Þjóðkirkjan
afstöðu, sem gengur þvert á meiri-
hluta þjóðarinnar, stendur hún
ekki undir heiti sínu, Þjóðkirkja.
Þá segir hún sundur friðinn við
þegna sina. Þá styttist og i hlut-
verki hennar sem ríkiskirkju.
Það er eðlilegt að Þjóðkirkjan
álykti um frið og afvopnun, en það
verður að vera friður raunveru-
leikans og gagnkvæm afvopnun.
Einhliða afvopnun er hliðhylli við
hin herskáu öfl í austri, sem blása
nú mjög í glæður hreyfinga, sem
boða einhliða afvopnun. Það gerði
þriðja ríki Hitlers einnig á sínum
tíma.
Hvernig væri að Þjóðkirkjan
héldi friðinn við þjóðina og fólkið,
sem vill henni vel, og kýs að eiga
samleið með henni í framtíðinni,
þó ekki inn í Sovét-vinafélagið?“