Morgunblaðið - 05.11.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.11.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 ekki síst að hvetja íslenska handíða- ipsur látin gæða hvasshyrnd formin lífi. Þá má einnig geta þess að vissir listaskólar leggja mikla áherslu á málmsmíði og smíðisgripi nemenda þeirra má þekkja á vandaðri áferðinni og upphleyptu flúrinu. Þessari sýningu er ekki ætlað að bera vott um neina eina ákveðna stefnu innan banda- rískrar listiðnar, heldur er leit- ast við að sýna ýmis sjónarmið sem eru ríkjandi samtímis. Sem dæmi má nefna að á síðustu ár- um hefur körfugerð notið mikilla vinsælda meðal þeirra sem leggja stund á listiðn. Þeir not- færa sér hefðbundnar aðferðir körfugerðarinnar til þess að skapa ný og frumleg þrívíddar- verk. Samt sem áður er hefð- bundin körfugerð enn stunduð víða í Bandaríkjunum eins og sjá má á þessari sýningu. Þar tekur enginn neitt frá öðrum heldur er lifað saman í sátt og samlyndi. Nýlega sáum við um sýningu í Renwick-listasafninu í Wash- ington þar sem sýndir voru nú- tíma handunnir skartgripir úr öðrum efnum en gulli, silfri og eðalsteinum. Það sem kom mest á óvart var fjölbreytnin í þessum nýstárlegu skartgripum sem voru unnir úr maíshýði, hand- unnum pappír, plasti, vélarhlut- um, titanium, látúni og steinflög- um svo að eitthvað sé nefnt. Verkin á þessari sýningu, sem nú ferðast milli borga í Norður- Ameríku, hjálpa okkur til þess að skilja þá bandarísku listiðnaðar- menn sem búa til nútímalega hluti, hvort sem þeir hafa nota- gildi eða eru aðeins fyrir augað. Hvað menntun og hugsun áhrær- ir, eru þeir listamenn, sem hafa numið fag sitt í listaskólum og listadeildum háskóla. í samkeppni, sem við héldum fyrir bandaríska listiðnhönnuði, — hér er átt við þá sem láta gera að minnsta kosti 10 eintök af hverju verki og fylgjast sjálfir með vinnslunni — voru valin verk sem veita nokkurt innsæi í menntun, líf og starf 126 listiðn- aðarmanna. Urtakið kann að virðast smátt þar eð þeir voru valdir úr hópi 2.300 listamanna g hef haft ákaflega ” gaman af að vinna yjM-A að undirbúningi og uppsetningu þessarar sýn- ingar, einkum hefur verið ánægjulegt að kynnast öllu því fólki sem hér hefur lagt hönd á plóg og sá velvilji, sem við höf- um hvarvetna mætt er einstak- ur,“ sagði frú Pamela Brement sendiherrafrú í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í vikunni, er hún var spurð um tildrög og tilgang með sýning- unni Crafts USA. Sýningin verður opnuð á Kjarvalsstöð- um klukkan 18 í dag að við- stöddum Davíð Oddssyni borgarstjóra, Ragnhildi Helga- dóttur menntamálaráðherra og fleiri gestum. Bandarísk handíð Frú Pamela Brement sagði í samtalinu, að ekki væri mjög langt síðan hún hefði fengið hugmyndina að sýningunni, eða innan við hálft annað ár. Fyrir sér hefði vakað að sýna íslend- ingum handíð frá Bandaríkjun- um, en það væri líklega sú list- grein, sem væri á mestri uppleið vestra hvað vinsældir snerti um þessar mundir. Hún sagðist hafa hrifist mjög af íslenskri iist og íslenskum listamönnum, sem margir væru mjög færir, og hér á landi væru margir mjög snjallir handíðalistamenn. Þó virtist sér sem þessi tegund listgreinar væri ekki í jafn miklum metum hér á landi sem hinar hefðbundnu eða „fínni" greinar listsköpunar. Til- gangurinn með sýningunni Crafts USA væri því ekki síst sá að örva íslenska handíðalista- menn til dáða og kynna íslend- ingum hvað væri nýjast í þessum efnum vestanhafs. „Þetta hefur verið mjög mikil vinna, að koma þessari sýningu upp,“ sagði frú Brement, „og ég Fatnaður er meðal þess sem sýnt verður á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Hér eru þær Cynthia Boyer, Marian A. O’Brien, Solveig Cox og Pamela Sanders Brement í nokkrum sýnishornum, og á myndinni má svo einnig sjá nokkra þeirra muna sem komnir eru hingað til lands í tilefni sýningarinnar. Myndina tók Ólafur K. Magnússon. Rætt viö frú Pamelu Sanders Brement sendiherrafrú um sýninguna Crafts USA Tilgangurinn Frú Pamela Sanders Brement. Ljósm.: F.H. listamenn til dáða hef notið ómetanlegrar aðstoðar fjöldamargra aðila, einstaklinga og fyrirtækja, við þetta verk. Eftir því sem sýningargripir hafa streymt til landsins hef ég svo orðið æ ánægðari með sýn- inguna, og vissulega finnst mér erfiðið hafa verið þess virði." Alls staðar að úr Bandaríkjunum „Listaverkin á sýningunni eru komin alls staðar að úr Banda- ríkjunum,“ sagði frú Brement enn fremur. „Hér eru verk eftir listamenn úr Norðurríkjunum, frá Suðurríkjunum, listamenn frá Kaliforníu eiga hér verk, fólk frá stórborgunum á Nýja- Englandi og svo framvegis. Allir sem til hefur verið leitað hafa tekið því mjög vel að senda verk sín hingað, og fjölbreytnin er af- ar mikil. Hér erum við til dæmis með verk glerlistamanna, keramik, leðurvörur, trévinnu, hvers kyns málmvinnu og svo framvegis. í tengslum við sýninguna verður svo komið upp vinnustofum þar sem listamenn munu koma sam- an og vinna að list sinni, og þar gefst bæði tækifæri til að sjá þá að störfum og eins gefst lista- mönnunum tækifæri á að kynn- ast og læra hverjir af öðrum. — Sjálfsagt er ekki allt á þessari sýningu, sem kemur íslendingum á óvart, því eins og ég sagði, þá eru hér margir mjög hæfileika- miklir listamenn í handíð. Þó vona ég að sitthvað megi hér sjá, sem nýstárlegt er á íslandi. Mér dettur til dæmis leðurvinna í hug. Hér er fyrir hendi ágætis hráefni til slíkrar vinnu, en þó er tiltölulega lítið um leðurvinnu hér. — Ef til vill getur þessi sýn- ing orðið hvati til nýrrar sóknar á þeim vettvangi, og þannig er vonandi um fleira." Ekki ríkis- styrkt sýning Frú Brement sagði, að sýning- in á Kjarvalsstöðum væri ekki ríkisstyrkt sýning. Hún væri unnin í sjálfboðavinnu, og með framlagi fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja hefði þetta reyst mögulegt. í því sambandi mætti til dæmis nefna Flugleiðir hf. sem hefðu veitt ómetanlega að- stoð, og skipafélagið Hafskip, sem hefði tekið að sér flutning á verkum listamanna til íslands. Sýninguna sagði hún sölusýn- ingu, og fengju listamennirnir aðeins hluta andvirðis listaverk- anna greiddan, afgangurinn rynni í sjóð til styrktar íslensk- um handíðalistamönnum, sem sækja vildu nám í handfð til Bandaríkjanna. Sýninguna sagði frú Brement vera hina stærstu sinnar tegund- ar utan Bandaríkjanna. Ekki yrði um það að ræða að sýningin færi annað, meðal annars vegna þess að listaverkin væru til sölu. Vonandi yrðu sem flest þeirra eftir hér á landi, á íslenskum heimilum. „Það hefði vafalaust getað komið til greina, að fá bandarísk stjórnvöld til að gang- ast fyrir sýningu sem þessari," sagði frú Brement, „og þá hefði sýningin til dæmis getað farið til allra Norðurlandanna. Slíkt hefði hins vegar tekið mun lengri tíma í undirbúningi, og ég hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir slfku!“ Margir þekktir listamenn Meðal þeirra listamanna, sem eiga verk á sýningunni, eru margir kunnir menn í heima- landi sínu. Meðal þeirra er til dæmis glerlistamaðurin Tom Philabaum, sem er frá Arizona og er undir áhrifum frá list indí- ána. Einnig má nefna glerlista- manninn Rick Bernstein og konu hans Betsy Bernstein og Lloyd Herman, sem er mjög áhrifamik- ill í bandarískri handíð, fram- kvæmdastjóri Renwick-gallerís- ins. í sýningarskrá er ritgerð eft- ir Herman, þar sem hann segir: „Ef nokkrir menn væru inntir eftir því hvað þéim finnst helst einkenna bandaríska listiðn nú á tímum mætti búast við jafn- mörgum ólíkum svörum. Einn legði ef til vill áherslu á hagnýta, handunna hluti en annar benti á hve listiðnaðarfólki í Bandaríkj- unum hefur orðið ágengt í því að fjarlægjast nytjalistina og öðlast viðurkenningu fyrir handverk sitt sem listrænt tjáningarform. Enn aðrir tækju mið af búta- saumi, körfugerð, máluðum gólf- teppum, áhöldum úr smíðajárni, tepottum og leirkerum og segðu að bandarísk listiðn byggðist á hefðbundnum formum og aðferð- um. Þá má einnig benda á að það er einkennandi fyrir Bandaríkja- menn að vera fljótir að tileinka sér ný og nýstárleg tjáningar- form og notfæra þeir sér gjarnan efni tengd iðnaði svo sem plast, eldfasta málma og neon í list- sköpun sinni. Allt væri þetta rétt. Og það er eftirtektarvert að þrátt fyrir að flestir starfandi listiðnaðarmenn í Bandaríkjunum eigi kost á námskeiðum, sem haldin eru af mikilsmetnum listamönnum í flestum listgreinum, hafi einnig sama aðgang að tímaritum og tækifæri til þess að skiptast á skoðunum innan vébanda lands- sambanda vefara, glerlista- manna, málmsmiða og leirkera- smiða svo að dæmi séu nefnd, gætir lítið sameiginlegra stíl- einkenna í verkum þeirra. Það er einnig erfitt að flokka banda- ríska listiðn eftir svæðum nema um sé að ræða handiðnaðarmenn sem smíða samskonar stóla, potta eða kertastikur og forfeður þeirra hafa búið til í marga ætt- liði samkvæmt eigin hefð. Þar með er ekki sagt að ekki megi koma auga á tískufyrir- brigði. Slíku má jafnan búast við í landi þar sem áhersla er lögð á nýjungar og nýbreytni og jafnvel vanmáttugar tilraunir til ný- sköpunar eru hafnar til skýj- anna. Það væri vel gerlegt að setja saman sýningu bandarískr- ar listiðnar sem bæri einkenni svokallaðrar nýlistar, með verk- um, sem dregin væru sterkum litum, einkum blágrænu, svörtu og ljósrauðu, með svífandi rétt- hyrndum flötum og stafir og ell- sem sendu litskyggnur til úr- skurðar dómnefndar, en ég efast um að þeir skeri sig úr. Flestir eru þeir af kynslóð eftirstríðsár- anna, eru milli þrítugs og fer- tugs, en nokkrir þeirra eru komnir allt að sjötugu. Áhuga á handverki sínu fengu þeir oft á tíðum á æskuheimili sínu, hjá föður, sem skar í tré, eða móður sem stundaði vefnað eða búta- saum jafnhliða heimilisstörfum. Hjá öðrum vaknaði áhugi á list- iðn í skóla og fengu þeir síðan frekari uppörvun í framhalds- skóla er varð til þess að þeir völdu sér listiðn að ævistarfi. Enn aðrir fengu áhuga á listiðn þegar þeir þurftu að afla sér tekna eftir að hafa flúið starfs- álag kerfisins á áliðnum sjöunda áratugnum og leitað einfaldara lífs í sveitum landsins. Árið 1975 bjuggu margir þeirra enn f strjálbýlum héruðum landsins og þar veittist þeim auðveldara að ráða högum sínum og umhverfi og gátu haft þannig meiri stjórn á vinnu sinni og því sem glapti hugann. Nú virðist aukinn fjöldi list- iðnaðarmanna búa í borgum. Vissulega finnst mér þaulhugsuð útfærslan á listrænum fatnaði, húsgögnum, skartgripum, leir- munum og gleri, hvort sem þessi verk þjóna hagnýtum tilgangi eða eru eingöngu til skrauts, vera vísbending um fráhvarf frá oft tilviljanakenndu og jafnvel grófu handverki, sem var ríkjandi á fyrri hluta sjöunda áratugarins, að verkum sem bera mikinn keim af ríkjandi stefnum innan hinnar svokölluðu æðri lista. Bandarísk listiðn stendur í miklum blóma og við erum stolt af þessari sýningu hér á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.