Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 20 Opið á laugardögum Bifreiðaeigendur Höfum opið á laugardögum frá kl. 8—18.40. Bón og þvottastöðin, Sigtúni 3. Útvegum og setjum upp stigalyft- ur af ýmsum geröum Otis-lyftur sf. Ármúli 1 — Sími 85533. Ferðamála- ráðstefnan 1983 Dagskrá Föstudagur 11. nóvember. Kl. 13.30 1. Ráöstefnan sett af Heimi Hannessyni, formanni Feröa- málaráös islands. 2. Kosning fundarstjóra og ritara. 3. Ávarp: Matthías Bjarnason, samgönguráöherra. 4. Ávarp: Sveitarstjórn Borgarness. 5. Skýrsla Feröamálaráös íslands 1982: Ludvig Hjálmtýsson, feröamálastjóri. 6. Ferðamálastefna — næstu framtíöarskref og framtíðarsýn: Heimir Hannesson, form. Feröamálaráös. 7. Mótun feröamálastefna, fortíö og framtíö: Ólafur S. Valdi- marsson, ráðuneytisstj. samgönguráöuneytisins. 8. Feröamál sem þáttur í efnahagslegri uppbyggingu: Sigur- geir Jónsson, aöstoöarbankastj. Seðlabanka Islands. 9. Landkynningarstörf á erlendum vettvangi: Sigfús Erlings- son, framkv.stj. markaössviös Flugleiða hf. 10. Panelumræöur um framsöguerindi og ársskýrslu: Fram- sögumenn og stjórnarnefnd ásamt feröamálastj. og mark- aösstj. sitja fyrir svörum. Laugardagur 12. nóvember. Kl. 09.30 11. Feröamál á Vesturlandi. Framsöguerindi: Davíö Aöal- steinsson, alþingismaöur, Eiöur Guönason, alþingismaöur, Friöjón Þóröarson, alþingismaöur, Skúli Alexandersson, alþingismaöur og Benedikt Jónsson, feröamálafulltr. Vest- urlands. 12. Almennar umræöur um feröamál á Vesturlandi og fyrir- spurnir til framsögumanna. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 13. Hringborösumræöur um ferðamál. 14. Almennar umræður — oröiö frjálst. Þátttöku skal tilkynna til Feröamálaráðs íslands, sími 27488. Gistingu verða þátttökugestir að útvega sér sjálfir með því aö hafa samband við Hótel Borgarnes hf., sími 93-7119. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Taka Bandaríkjamenn við vörnum Belize? AUKNAR líkur eru taldar á því að Bretar kalli heim herlið sitt frá Belize, fyrrverandi nýlendu sinni í Mið-Ameríku, sem grannríkið Guatemala hefur gert kröfu til í 38 ár, og að Bandaríkjamenn taki fljótlega við hlutverki þeirra. Ymislegt hefur þótt styrkja þetta álit að undanförnu. Utanríkisráðuneytið og landvarnaráðuneytið í Lundún- um virðist hafa greint á um hve lengi setuliðið skuli dveljast í landinu. Margaret Thatcher for- sætisráðherra bar þetta mál upp við Ronald Reagan þegar hún var í Washington fyrir skömmu. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Langhorne Mot- ley, var nýlega í Belize. í setuliði Breta í Belize eru 1800 menn og það hefur á að skipa fjórum Harrier-þotum, skriðdrekum, þyrlum og stór- skotaliðsvopnum. Her Belize er skipaður 800 sjálfboðaliðum, sem Bretar þjálfa, og er búinn vélbyssum, nokkrum fallbyssum og tveimur litlum flugvélum. Sjóher verður komið á fót á næstu mánuðum þegar tveir litl- ir varðbátar koma frá Bretlandi. Yfirmenn flughersins og sjó- hersins eru við nám i bandarísk- um herskóla í Panama. Guatemalaher, sem stendur andspænis þessu liði, er öflug- asti og reyndasti her Mið- Ameríku, skipaður 20.000 mönnum. Belize stafar einnig hætta frá skæruliðum frá Guatemala, sem hafa áhuga á því að fá athvarf í Belize og koma sér upp herstöð þar. Markmið Breta er að sjá um að Belize komi sér upp svo öflugum vörnum að Guatemalamenn sjái sér ekki hag í því að ráðast á landið. Vafasamt er talið að það tak- ist. Her Belize gæti haldið inn- rásarliði í skefjum i mesta lagi þangað til áhrifa almennings- álitsins í heiminum færi að gæta. Auk þess gæti varnarlið Belize ekki verið án brezkra yfir- manna næstu fimm ár að minnsta kosti. Dvöl setuliðsins kostar Breta 25 millj. punda á ári og vegna mikilla skuldbindinga á Falk- landseyjum hafa þeir haft áhuga á því að flytja það burtu. Brott- flutningur var hafinn á síðasta ári, en honum var hætt vegna Falklandseyjastríðsins. Auk þess sem ótti við innrás frá Guátemala heldur aftur af Bret- um hefur stjórn Ronald Reagans forseta lagt fast að þeim að kalla setuliðið ekki burtu. Samkvæmt varnarsáttmála Breta við Belize á brezka setulið- ið að dveljast í landinu eins lengi og þörf er á. Brezki heraflinn vill að ábyrgzt verði að setuliðið verði um kyrrt í fjögur ár svo að tími gefist til að koma á fót mannvirkjum, en brezka stjórn- in hefur sett sér það takmark að setuliðið verði farið í marz 1985, eða eftir 17 mánuði. Til að bjarga sér úr klípunni reyndi brezka stjórnin að koma á fót herliði Samveldis- eða Vesturheimsríkja til að taka við gæzlunni. Eyríkin Jamaica og Barbados tóku hugmyndinni vel, en þau gætu hvorki sent fjöl- mennt lið né greitt kostnaðinn. Mexíkóstjórn, sem hefur stutt Belize dyggilega, neitaði á þeirri forsendu að hún fylgdi þeirri stefnu að senda ekki herlið til annarra landa. Kanadamenn, sem veita Belize ríflega aðstoð, áttu að hafa á hendi forystuhlut- verkið, en gátu með engu móti samþykkt að senda herlið, þótt þeir segðust fúsir að taka þátt í þjálfun varnarliðs Belize. Stjórn Belize, andstæðingar hennar og flestir landsmenn vilja ekki að Bretar fari. Landið er laust við skæruliða, því að jafnvægi hefur ríkt þar, þrátt fyrir fátækt (tekjur á mann eru 28.000 kr í höfuðborginni, en tekjur 70% íbúa Guatemala eru tæpar 1200 kr.). George Price forsætisráðherra telur beztu trygginguna gegn umróti eins og því sem ríkir í nágrannalöndun- um þá stefnu stjórnarinnar að stuðla að þjóðfélagslegu réttlæti. Price leggur áherzlu á að auka aðra höfn nær olíulindum, sem þeir eiga í héraðinu Peten. Samningur Breta við Guate- mala vakti mikla reiði í Belize og Guatemalastjórn staðfesti hann aldrei, m.a. vegna ágreinings um hvort þeir mættu nota umrædd- ar eyjar fyrir herstöðvar. Brezka setuliðið varð því um kyrrt. Ein ástæðan fyrir stefnu- breytingu Guatemalamanna í vor var þrýstingur frá stjórn Reagans, sem mun hafa hótað að hætta við sendingu hergagna að verðmæti fjórar millj. punda. Önnur ástæðan var einangrun, sem landið hefur komizt í á tím- um vaxandi spennu í Mið- Ameríku vegna þess að þeir hafa ekki viljað viðurkenna grann- ríki, sem er aðili að Sameinuðu þjóðunum og nýtur viðurkenn- ingar nær allra ríkja heims. En þrátt fyrir harðorðar yfirlýs- ingar í garð Breta telja herfor- ingjar í Guatemala veru Breta tryggingu fyrir því að Belize verði ekki griðastaður vinstri- sinnaðra uppreisnarmanna. Verkamannafjölskylda í Belize. menntun og fleiri eru læsir í Bel- ize en í nokkru öðru landi Róm- önsku Ameríku að Argentínu undanskilinni (92% miðað við 37% í Guatemala). íbúarnir eru 160.000, tíu sinnum færri en íbú- ar Guatemala, aðallega afkom- endur blökkumanna frá Vestur- Indíum, og tala ensku, leika krikkett og búa við þingræði. Sykur er aðalútflutningsvaran og landsmenn eru algerlega háð- ir sveiflukenndu sykurverði á heimsmarkaði. Viðræður við Guatemala hafa legið niðri síðan bylting var gerð þar í júlí. I vor lýsti þáverandi stjórn Rios Montt hershöfðingja því yfir að hún væri fús að falla frá tilkallinu til Belize, ef Guate- malamenn fengju aðgang að Karíbahafi og rétt til flutninga eftir aðalveginum frá landa- mærunum til Belize-borgar. Guatemalamenn lofuðu að við- urkenna fullveldi Belize gegn nokkrum slíkum tilslökunum í samningi, sem þeir og Bretar undirrituðu skömmu áður en landið hlaut sjálfstæði. Þeir vildu m.a. fá að nota kóraleyj- arnar Ranguana og Sapodilla og höfnina í Punta Gorda. Þeir hafa lengi ágirnzt Toledo, fátækt frumskógarhérað byggt Maya- og Kekchi-Indíánum, og landa- mærin eru óljós. Þeir eiga ör- mjóa landræmu að sjó og á henni er hafnaraðstaða í bænum Puerto Barrios, en þeir vilja Vegna innrásarhættunnar hefur Price forsætisráðherra lengi hvatt stjórnina í Wash- ington til að veita Belize hernað- araðstoð ef Bretar fara. Fyrir sitt leyti hefur stjórn Reagans haft áhuga á hernaðarlegum ítökum í Belize og langt er síðan viðræður hófust við stjórn Price um möguleika á því að flytja skóla, sem Bandaríkjamenn hafa rekið í Panama með kennslu í frumskógarhernaði, til Belize. í Belize fengju Bandaríkja- menn nýja bækistöð til að fylgj- ast með aðgerðum vinstrisinnað- ra skæruliða í Mið-Ameríku. En þar með eykst hættan á því að Belize dragist inn í átök þau ( Mið-Ameríku, sem landinu hefur tekizt að standa utan við til þessa. Mikill flóttamanna- straumur hefur verið til Belize frá Guatemala og valdið erfið- leikum. Aðstoð Bandaríkjamanna við Belize hefur fimmfaldazt síðan landið hlaut sjálfstæði og starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins eru tíu sinnum fleiri en fyrir tveimur árum. Ahugi Breta á Belize hefur greinilega minnk- að og stjórn Thatchers virðist ákveðin í að standa við það markmið að brezka setuliðið verði farið eftir 17 mánuði. Áhugi Bandaríkjamanna hefur aukizt að sama skapi og búast má við að þeir taki við hlutverki Breta, e.t.v. fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.