Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 ALLTAFÁ SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Marteinn Lúter Tröllaleikir — leikbrúöur í lönó Töluö orð veröa ekki aft- ur tekin — þingbréf Stefáns Friöbjarnarsonar Richard Wagner — óþokki — snillingur Kristján söng eins og engill — rætt viö Björgvin Halldórsson Áhorfendur verða oft vitstola á knattspyrnu- kappleikjum Giftu þig aldrei þýzkum prinsi Sjávarútvegur í Kanada — rætt við Vilhjálm Jónsson Skrifað í skýin — þáttur úr bók Jóhannesar Snorrason- ar Tel mig aðeins bundinn af eigin samvizku — rætt við Vaclav Havel Gaukur á Stöng — ný bjórstofa í bígerð í Fteykjavík Pottarím um pylsugerö Hræringur Gárur — Á drottins degi — Reykjavíkurbréf — Velvakandi — Huqvekja — Myndasögur — A förn- um vegi — Útvarp & sjónvarp Sunnudagurinn byrjar á sídum Moggans Sendiherra Líbýu við brottförina frá Grenada. Sendiherrann — með handtösku — sést hér ásamt fjölskyldu sinni, en í fylgd með þeim eru þrír hermenn úr fjölþjóðaliðinu, sem sótti inn í Grenada. Sprengingin í Rangoon: Telja sannað að N-Kóreu- menn hafi verið að verki Rangoon, Burma. 4. nóvember. AP. STJORNVÖLD I Burma tilkynntu í gær, að stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu hefði verið slitið og sendiráðsfólk Burma í Pyongyang í Norður-Kóreu myndi halda heim- leiðis innan tveggja sólarhringa. Astæðan væri sú, að sannað væri óumdeilanlega, að útsendarar Norður-Kóreustjórnar hefðu staðið fyrir sprengingunni miklu í Burma á dögunum, þar sem 21 maður lét liTið, þar á meðal nokkrir suður-kóreskir ráðherrar. Það var ríkisútvarpið í Burma sem las tíðindin fyrir alþjóð úr fréttatilkynningu frá stjórnvöld- um og kom fram „að ekki léki hinn minnsti vafi á því“ að skæruliðar frá Norður-Kóreu hefðu staðið á bak við tilræðið, búið væri að vinna úr öllum gögnum sem fyrir lágu og yfirheyra tvo Norður- Kóreumenn sem handteknir voru skömmu eftir sprenginguna. Þeir hafa játað að hafa verið viðriðnir tilræðið, að sögn stjórnvalda. Þriðji Norður-Kóreumaðurinn sem hermenn Burmastjórnar náðu, lést af skotsárum sem hann hlaut. Einn fanganna spurði lög- reglumann eitt sinn í miðri yfir- heyrslunni hvort suður-kóreski forsetinn væri látinn. Til þess að „veiða" hann, svaraði lögreglu- maðurinn að forsetinn væri al- varlega slasaður. Viðbrögð fang- ans voru á þá leið, að hann steytti hnefa til himins og æpti: „Tilræðið heppnaðist." Stjórnmálasamband Burma og Norður-Kóreu var náið, en Burma heldur fram hlutleysi og hefur haft stjórnmálasamband við bæði kóresku ríkin. í stuttu máli... Bandaríkin: Atvinnuleysi fer minnkandi Washington, 4. nóvember. AP. ATVINNULEYSI minnkaði í Bandaríkjunum f októbermánuði en þá var það 8,8%, það minnsta í 20 mánuði. Kemur þetta fram í skýrslu frá stjórnvöldum, sem segja, að í mánuðinum hafi 320.000 manns bæst við á vinnumark- aðinum og að í fyrsta sinn frá því í mars í fyrra séu atvinnu- leysingjar færri en 10 milljón- ir. í október minnkaði atvinnu- leysið um 0,5%, úr 9,3% í sept- ember í 8,8% eins og fyrr sagði en í júní var það 10%. Mest var það 10,8% í desember í fyrra en þá voru 12 milljónir manna án atvinnu. Stöðugur uppgang- ur hefur verið í bandarísku efnahagslífi á þessu ári og all- ar horfur á að hann haldi áfram. Kosningarnar í S-Afríku: Varkár við- brögð Breta Lundúnum, 4. nóvember. AP. BRESK stjórnvöld fóru mjög varlega í sakirnar varðandi viðbrögð sín við úrslitum kosn- inganna í Suður-Afríku í vikunni, þar sem hluti íbúa landsins sem ekki eru hvítir á hörund, fengu takmörkuð pólitísk réttindi. f tilkynningu sem breska utanríkisráðuneytið sendi frá sér sagði meðal annars, að lítið væri um slík kosningaúrslit að segja þar sem aðeins lítill hluti þjóðarinnar hefði fengið að leggja fram álit sitt og óskir. Stóð jafnframt í tilkynning- unni, að Bretar væntu þess að í náinni framtíð myndi koma til stjórnarskrárbreytinga í Suður-Afríku sem kæmi öllum landsmönnum til góða, en ekki aðeins broti af þeim. Kaþólska kirkjan í Nicaragua: Segir sandinista ofsækja kirkjuna Managua, 4. nóvember. AP. BISKUPAR kaþólsku kirkjunnar í Nicaragua ætla að ræða við stjórnvöld um þá atburði um síðustu helgi þegar stuðningsmenn sandinista misþyrmdu biskupi og prestum í átta kirkjum landsins. Stjórnvöld hafa ákveðið að flytja allt fólk frá stærstu hafnarborg landsins vegna árása Leiðtogar sandinista í Nicaragua hafa farið fram á fund með biskup- Zimbabwe: Muzorewa í hung- urverkfalli llarare, Zimbabwe, 4. nóvember. AP. ABEL Muzorewa, biskup og fyrrum forsætisráðherra í Zimbabwe, sem ör- yggislögregla Mugabe-stjórnarinnar handtók sl. mánudag, er nú í hungur- verkfalli í fangaklefa sfnum að því er sonur hans segir. í viðtali við fréttamann AP sagði Philemon Muzorewa, sonur Abels Muzorewa, að faðir sinn væri í hung- urverkfalli og illa haldinn líkamlega. Þrátt fyrir það hefðu yfirvöld neitað honum um læknishjálp og ættingj- um hans er bannað að heimsækja hann. Mugabe hefur sakað Muzor- ewa um undirróðursstarfsemi og að hann hafi leitað jafnt á náðir Israela sem Suður-Afríkumanna f tilraun- um sínum til að steypa stjórnvöld- um. Séra Sithole, stofnandi Afríska þjóðarflokksins, flokks Mugabes, lét frá sér fara yfirlýsingu í dag þar sem hann fordæmdi ríkisfjölmiðlana í Zimbabwe og sakaði þá um að „segja ekki sannleikann" um hand- töku Muzorewa. skæruliða á hana. um kaþólsku kirkjunnar í landinu og vilja þeir ræða um samskipti ríkis og kirkju, sem stöðugt hafa farið versn- andi. Er búist við, að fundurinn verði á miðvikudag f næstu viku. Prestar í Nicaragua hafa sakað sandinista um vaxandi ofsóknir á hendur trúnni og kirkjunni og neit- uðu þess vegna að syngja messu sl. miðvikudag, á allra sálna messu, sem er stór dagur í lífi trúaðs fólk í Rómönsku-Ameríku. Hópar manna, stuðningsmenn sandinistastjórnarinnar, réðust sl. sunnudag á biskup og presta við átta kirkjur í Nicaragua og misþyrmdu þeim og sl. þriöjudag ráku sandinist- ar úr landi tvo erlenda presta. Voru þeir sakaðir um að hafa hvatt fólk til að sinna ekki herkvaðningu og um „stuðning við gagnbyltingarmenn með því að hvetja stjórnvöld til að eiga viðræður við þá“. Stjórnvöld hafa ákveðið, að 26.000 íbúum Corinto, stærstu hafnarborg- ar í Nicaragua, verði komið fyrir annars staöar í landinu vegna árásar skæruliða á borgina 11. október sl. og vegna ótta við nýjar árásir. í árásinni eyðiiögðu skæruliðar átta stóra eldsneytisgeyma með 2,2 millj- ónum gallona af bensfni og hefur síðan verið mikiil eldsneytisskortur í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.